Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 25 Um fhitning íslenskr- ar tónlistar í RÚY eftir Áskel Másson Á undanfömum árum hefur átt sér stað mikil umræða og umtals- verðar breytingar á fjölmiðlum hér á landi. Á þetta ekki síst við á sviði hljóðvarpsmála. Þessar breytingar hafa helst beinst að því, samkvæmt yfirlýsingum forráðamanna um hljóðvarpsrekstur, að hafa fjöl- breyttara efni á bóðstólum og aukið val milli ólíkra dagskrárliða á sama útsendingartíma. Útkoman hefur hins vegar orðið sú gagnstæða; miðað við stóraukinn útsending- artíma hljóðvarps hefur menningar- og fræðsluefni hvers konar farið mjög halloka gagnvart alskyns skemmtiþáttum og öðru léttmeti. Eðlilegt er að ætla það eina af frumskyldum RÚV, að í dagskrár- gerð sé leitast við að gefa sem besta mynd af því sem er að gerast í tón- listar- og menningarmálum þjóðar- innar, svo og að RÚV stuðli að útbreiðslu og fræðslu um það sem hæst rís í þeim efnum (hér er ein- ungis átt við fagurtónlist, en ekki 'dægur- eða dansmúsík), t.d. með samstarf við systurstöðvar erlendis. Á Islandi eru nú u.þ.b. 35 starf- andi tónskáld, og hefur þeim íjjölgað mjög á síðustu árum, en fyrir ára- tug voru þau varla fleiri en um 20 talsins. Á þessum tíma hafa komið út a.m.k. 15—20 hljómplötur hér- lendis sem á eru tónverk íslenskra höfunda, auk nokkurra hjá erlend- um útgáfufyrirtækjum. Stöðugt fjölgar (þótt hægt sé) þeim upptök- um sem RÚV stendur fyrir á ísl. verkum. Þrátt fyrir þetta er það stað- reynd, að útsendingartími þessarar tónlistar í dagskrá RÚV hefur ýmist Áskell Másson „Þrátt fyrir þetta er það staðreynd, að út- sendingartími þessarar tónlistar í dagskrá RÚV hefur ýmist staðið í stað eða minnkað, nú í mörg ár, og stórminnkað hlutfallslega, þ.e.a.s. miðað við heildarút- sendingartíma. “ staðið í stað eða minnkað, nú í mörg ár, og stórminnkað hlutfalls- lega, þ.e.a.s. miðað við heildarút- sendingartíma. Undirritaður starfaði í fimm ár á tónlistardeild RÚV, og getur upp- lýst, að dæmi eru mörg um ný ísl. tónverk sem hafa verið hljóðrituð á vegum RÚV, og þau síðan ekki flutt í útvarpi fyrr en að tveim, jafnvel þrem árum liðnum. Svipað á við um tónleika sem teknir hafa verið upp á hinum ýmsu stöðum í borg- inni, sem og utan borgarmarkanna. Mér er sem ég sæi bókaútgefendur taka upp þá stefnu að prenta nýjar ísl. skáldsögur og liggja síðan í nokkur ár með þær óútgefnar! RÚV á í fórum sínum hundruð verka eftir íslensk tónskáld í upptökum. Einungis örlítill hluti þessara upp- taka er leikinn á ári hveiju. Dagskrárgerð RÚV um íslenska samtímatónlist hefur einkennst af hugmyndaleysi og fordómum. Enda þótt ástæða sé til að fagna þætti Leifs Þórarinssonar, „Tónskálda- tíma“, svo dæmi sé tekið, er ljóst, að ef færa á þessi mál til betri veg- ar þarf að auka flutning íslenskrar tónlistar verulega,. bæði með sér- stökum þáttum (s.s. þætti Leifs Þórarinssonar), kynntum sem ókynntum, svo og auka hlut hennar í allri almennri dagskrárgerð. Nú er það svo að aðsókn á tón- leika, þar sem ísl. tónlist er flutt, hefur margsannað að hér skortir ekki áhugasama áheyrendur. Skoð- anakannanir RÚV sýna ennfremur, svo ekki verður um villst, að áhugi hlustenda er ekki minni fyrir ísl. tónlist en flestu öðru menningar- efni, t.d. ljóða- og sögulestri, svo dæmi sé tekið. Mikil gróska hefur verið í íslensk- um tónskáldskap á undanförnum árum. Ljóst er að sú gróska hefur á engan hátt speglast í dagskrá RÚV. Við gætum reynt að ímynda okkur hvernig ástatt væri í mynd- listarmálum hér, ef forráðamenn sýningarsala tækju upp þá stefnu að sýna ísl. myndverk aðeins endr- um og eins, — eða í leiklistarmálum ef stjómendur leikhúsa tækju upp sömu stefnu. Höfundur er tónskáld. Guðmundur Óli Scheving algjöran óleysanlegan hnút að til- stuðlan framsóknarmanna. Land- búnaðarstefna, búmarkskerfi Framsóknarflokksins, er á góðri leið með að leggja þessa starfsgrein niður. Sjávarútvegur á vonar völ þó svo að eitt mesta góðæri hafí gengið yfir þjóðina, stefnir sýnist mér í það að Sambandið taki yfir rekstur í sjávarútvegi í framtíðinni, slík eru umsvif þess orðin í dag. Það er óheilbrigt í lýðræðisríki að einokunarhringir hasli sér slíkan völl í íslensku þjóðlífi. Dómsmál í slíkri sjálfheldu að ætla má að ekk- ert dómskerfi sé í landinu, slík er málefnastaða dómsmála, seina- gangur á málum í dómskerfinu og mál föst í kerfinu og þæfð þar. Alþýðubandalag er verðbólgrihvetjandi flokkur Það er átakanlegt að flokkur sem kennir sig við lýðræði og málsvara launþega, skuli verða málefnalega uppiskropa, þegar annar fyrrver- andi fjórflokkur og höfuðandstæð- ingur Alþýðubandalagsins, Sjálfstæðisflokkur, verður pólitískt gjaldþrota. Það er augljóslega leyndur þráður milli þessara tveggja höfuðandstæðinga í stjómmálum. Kosningamál Alþýðubandalagsins j .............—... eru boðun á einum félagsmálapakk- anum enn, og við vitum öll hvað það þýðir komist Alþýðubandalag í ríkistjóm, þeir em nefnilega frægir fyrir þessa félagsmálapakka og ráð: herrastóladýrkun, menn skulu ekki gleyma að Alþýðubandalagið í síðustu ríkisstjóm lækkaði laun launþega aðeins 14 sinnum, og með félagsmálapökkum er það bara kmkk í flestar vísitölur, sem viðmið- un í þjóðfélaginu er bundin við. Hjá Alþýðubandalaginu em horfið slag- orðin „Herinn burt“ en komið í staðinn „Vamarliðið kjurrt“, enda em hörðustu Alþýðubandalags- mennimir að kljúfa sig útúr, með boðun sérframboðs, Alþýðubanda- lagsmenn ganga því ekki sameinað- ir til kosninga nú frekar en aðrir flokkar í dag. Alþýðuflokkur í niðursveiflu Kokhraustir Alþýðuflokksmenn og flóttamenn jafnaðarstefnunnar em á leið í skipbrot Alþýðuflokks- skútunnar. Öllum fyrrverandi þingmönnum BJ er hafnað af Alþýðuflokksfólki, sættir þessara þriggja þingmanna við Alþýðuflokkinn vom tóm blekk- ing, innkoma þessara manna í Alþýðuflokkinn hefur ekkert gert annað en að auka sundmnguna sem fyrir var. Jafnaðarstefna Alþýðu- flokksins er ekki lengur hin raun- vemlega stefna jafnaðarmanna, stefna flokksins einkennist af því að geta samræmt sig að valdahlut- föllum hinna fimmflokkanna. Málefnaleg tilþrif flokksvélarinnar em dauð og ómerk því Alþýðuflokk- urinn mun ekki fylgja stefnu sinni eftir eftir kosningar, ég tala nú ekki um ef svo ólíklega vildi til að Alþýðuflokkurinn ætti möguleika á að komast í ríkisstjóm. Bandalag jaf naðar- manna gegn vald- níðslu fimmflokkanna BJ var stofnað 15. janúar 1983 til höfuðs fjórflokkunum, en í dag hefur enn einn flokkur bæst í hóp- inn stóra. í dag er sama staða og áður í valdníðslu embættismanna, spill- ingu, ábyrgðarleysi, samtryggingu og mafíumyndun. BJ ætlar að skera upp herör gegn embættismannakerfinu og stofnun- um þess. BJ vill kalla Alþingismenn og embættismenn til ábyrgðar á þeim málefnum sem heyra undir þá. Jafnaðarstefnan er og verður hornsteinn BJ. BJ hefur á sínum stutta tíma orðið fyrir miklum áföllum, en rödd BJ hefur aldrei þagnað og hennar verður minnst í íslenskri stjóm- málasögu komandi ára. BJ stefnir á að bjóða fram um allt land, en hvort það tekst veit ég ekki á þessari stundu, en þó held ég það. Árið 1983 kusu 9.489 kjósendur eftir sinni sannfæringu C-listann, lista BJ, og komu fjórum mönnum á þing. BJ ætlar að endurheimta rétt þessa fólks en hann var tekinn af því af þeim Alþingismönnum er nú sitja á Alþingi á haustmánuðum 1986, þegar þingflokkur BJ var þurrkaður út, og varaþingmönnum BJ neitað að taka sæti C-listans á Alþingi, þá kom bersýnilega í ljós hverskonar „mafía“ það er í raun- inni sem situr á Alþingi íslendinga. BJ er samnefnari gegn fimm- flokkunum, gegn embættismanna- kerfínu, gegn valdníðslu. BJ vill valddreifingu, jafnan at- kvæðisrétt, jafnrétti milli lands- hluta, þetta eru nokkur dæmi tekin upp úr stefnuskrá BJ 1983 og eru þau í fullu gildi enn í dag. BJ- stefnan er heilbrigð hugsjón, því það er hægt að lifa góðu lífi á Is- landi, fyrir alla. Sameinumst um BJ, tryggjum BJ þingsætin aftur og gott betur. Sameinumst um listabókstafinn C í næstu kosningum. Höfundur er vélstjóri ogskipar 3. sæti á lista BJ í Reykja vik. íslenskar Brrruður! - því það er stutt úr bökunarofnunum okkar á borðíð tíl þín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.