Morgunblaðið - 12.03.1987, Síða 20

Morgunblaðið - 12.03.1987, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 ÞÚSEM STRAUJAR GERÐU KRÖFUR! BELDRAYstrauborðin eru fyrirþá sem strauja. Þau eru létt og meðfærileg og standast kröfur um góða aðstöðu fyrir þig, straujárnið og þvottinn. Þannig á gott strauborð að vera. BELDRAYstrauborðin fást íbúsáhaldaverslunum og kaupfélögum um landallt. EINKAUMBOÐ I.GUÐMUNDSSON & CO HF. SÍMI 24020 TDLVUR með SKULAGATA 51 105 REYKJAVÍK - SÍMI 621163 Annars stigs fiski- mannapróf á Dalvík * eftir Guðjón Armann Eyjólfsson í tilefni af frétt í Morgunblaðinu föstudaginn 20. febrúar sl. um að „Dalvíkurskóli muni bjóða upp á kennslu á 2. stigi skipstjórnar og stýrimannanáms og að nemendur geti lokið fiskimannaprófi á Dalvík", vil ég gera nokkrar at- hugasemdir og beina fyrirspurn til menntamálaráðuneytisins, sem hef- ur heimilað þessa kennslu án nokkurs samráðs við þá tvo skóla í landinu, Stýrimannaskólana í Reykjavík og Vestmannaeyjum, sem lögum samkvæmt eiga að veita þá fræðslu, sem krafíst er í lögum um atvinnuréttindi skipstjórnar- manna. Ekki var heldur haft samband við skólarannsóknadeild menntamálaráðuneytisins, en það eru fleiri en starfsmaður þeirrar stofhunar sem lýst hafa furðu sinni á því að ekki hafí svo mikið sem verið talað við Stýrimannaskólann í Reykjavík, hvað þá borið undir skólann til umsagnar þessi ákvörð- un ráðuneytisins og menntamála- ráðherra. Er það að sönnu sem einn hátt- settur starfsmaður í einu ráðuneyt- anna sagði eitt sinn við mig undirritaðan að í engu landi á Vest- urlöndum hefðu ráðherrar svo mikil völd sem hér á Islandi, sem dæmin og sanna vildi ég einnig sagt hafa. Leita þarf til einræðisríkja eins og Sovétríkjanna til að finna hlið- stæðu. „Stýrimannaskólinn í Reykjavík hefur verið og er móðurskóli í þessu sémámi — skipstjórnarnáminu," sagði einn starfsmaður skólarann- sóknardeildar í mín eyru og annarra. Samt sá hæstvirtur menntamálaráðherra, eða ráðuneyti hans og nefnd skipuð af bæjar- stjóminni á Dalvík, enga ástæðu til að hafa samband við skólann áður en þessi ákvörðun var tekin. Hlýtur þó nám þetta að varða miklu vegna öryggis sæfarenda hér við land og annars staðar á höfunum og hefi ég undirritaður og við sem störfum hér við Stýrimannaskólann a.m.k. iðulega áhyggjur af því að við getum ekki staðið nægilega við þær kröfur en reynum þó að leggja okkur fram af fremsta megni. Eftir ofangreindri frétt að dæma virðast slíkar áhyggjur þarflausar að dómi æðstu yfirvalda í menntamálum á íslandi. í fréttinni frá Dalvík, stendur ennfremur: „Niðurstöður nefndar- innar urðu þær að ekkert væri því til fyrirstöðu, að á Dalvík væri starf- rækt fyrsta og annars stigs skip- stjómarbraut, en skipstjóra- og stýrimannanám er hvergi hægt að sækja á Norðurlandi." Hvemig nefndin komst að þess- „ Auðvitað er hægl að kenna allt hvar sem er, ef fyrir hendi er búnað- ur og mannafli. En ég tel það ranga stefnu að dreifa kennslu á efri stigum skipstjórnar- námsins meira en er nú í tveimur stýrimanna- skólum landins.“ ari niðurstöðu veit ég ekki, en þeir hljóta þá t.d. að hafa keypt sigl- inga- og fiskileitartæki, tölvur, talstöðvar, ratsjársamlíki og fleira sem við notum við kennslu hér á 2. stigi í Reykjavík. Samt vantar okkur tæki til að geta staðið nægi- lega vel að undirbúningi nemenda undir ábyrgðarmikil og vandasöm störf á fískiskipum, flutninga- og varðskipum. Skipstjómarpróf 2. stig veitir skipstjómarréttindi á íslensk fiskiskip af hvaða stærð sem er og hvar sem er í heimin- um, en prófstigið veitir einnig full réttindi á flutningaskipum, far- þegaskipum og varðskipum (bæði sem stýrimaður og skipstjóri) sem eru 400 rúmlestir eða minni og er farsvið ótakmarkað, ennfremur réttindi sem undirstýrimaður á sömu tegundir skipa af hvaða stærð sem er og hvar sem er í heiminum. Skipstjómarpróf 2. stigs er, um leið og það gefur full- komin lokaréttindi á fyrmefndar stæðir og gerðir skipa, mikilsverður áfangi og undirbúningur undir 3. stig sem gefur full farmannarétt- indi og stýrimannsréttindi á varð- skip ríkisins. Síðasta málsgreinin í fýrmefndri frétt er ekki rétt. Hún er reyndar í mótsögn við það sem fyrr segir, nema átt sé við öll hærri stig skip- stjómarnámsins. Er það ætlun menntamálaráðu- neytisins? í samræmi við bráðabirgða- ákvæði í lögum um atvinnuréttindi skipstjómarmanna nr. 112 frá 1984 fól menntamálaráðuneytið Stýri- mannaskólanum að sjá um fram- kvæmd og hafa á hendi faglegt eftirlit með réttindanámi víðs vegar um_ landið. Á Norðurlandi var á þessu skólaári boðið upp á skipstjóm- arnám á eftirtöldum stöðum: Á Hólmavík, þar sem 15 nem- endur luku 80 rúmlesta réttinda- námi nú í janúar, en munu í byijun apríl ljúka 200 rúmlesta prófí fyrir innanlandssiglingar við Gagn- fræðaskólann Olafsfírði luku 9 nemendur 80 rúmlesta námi nú í lok febrúar ljúka 200 rúmlestum í haust. Við Fjölbrautaskólann á Sauðár- • • HRESSINGARD V OL á Hótel Ork i GISTING í 5 NÆTUR - FRÁ SUNNUDEGI / TIL FÖSTUDAGS &S. króki luku 8 nemendur 80 rúmlesta námi í desember, en ljúka 200 rúm- lesta námi næsta haust. Á Húsavík luku 9 nemendur 200 rúmlesta prófí í desember. Á Dalvik luku svo 11 nemendur 200 rúmlesta námi í desember og 2 nemendur luku 80 rúmlesta námi. Á fjórum stöðum á Norðurlandi var því boðið upp á skipstjórnamám en á Dalvík hefur í samvinnu við Stýrimannaskólann verið starfrækt 1. stigs deild síðan 1981, er ég tók við skólastjórn Stýrimannaskólans. Samtals hafa 38 nemendur lokið þar 1. stigs prófí sl. 5 ár með ágæt- um árangri og margir síðan lokið 2. stigi við stýrimannaskólana í Vestmannaeyjum og Reykjavík. Júlíus B. Kristjánsson, aðalkenn- ari í siglingafræði og siglingaregl- um og sá sem að öðrum ólöstuðum hefur borið hita og þunga af deild- inni á Dalvík, svo og Þórir Stefáns- son sem hefur verið prófdómari í sjómannafræðum um allt Norður- land og er að minni tillögu skipaður til þeirra trúnaðarstarfa af mennta- málaráðuneytinu, voru ekkert hafðir með í ráðum nefndarinnar á Dalvík að því er þeir tjá mér og Júlíus segist ekki muni kenna 2. stigi, ef af því verður. Ekki var leitað álits Farmanna- og fískimannasambands íslands, skipstjóra- eða stýrimannafélaga sambandsins. Mér er spum: Hvaða ný tegund af vinnubrögðum er þetta? Þarf ekki meiri yfírvegunar við ef skoða á þessi mál og taka ákvarðanir út frá öryggissjónarmiðum? Ekki var haft samband við sigl- ingamálastjóra. Ég heyrði fyrst þessa frétt hafða eftir honum og hann hafði lesið fréttina í Morgun- blaðinu sama morgun og undirritað- ur. Hvergi finn ég staf um það í lögum um Stýrimannaskólann í Reykjavík, nr. 22/1972, eða í lögum um Stýrimannaskólann í Vest- mannaeyjum nr. 1/1973 að á vegum skólanna sé heimilt eða skylt að halda uppi námi fyrir skipstjóm- arpróf 2. stigs vítt og breitt um landið. í III. kafla laga nr. 112/1984, 5. gr., segir um atvinnu- réttindi stýrimanna: „Eftirtalin stig skipstjórnamáms, sbr. lög nr. 22/1972 um Stýrimannaskólann í Reykjavík og lög nr. 1/1973 um Stýrimannaskólann í Vestmanna- eyjum, eru grundvöllur atvinnu- réttinda sem hér segir:“ Síðan kemur upptalning á atvinnuréttind- um. Ég get því ekki betur séð en Alþingi verði að samþykkja þá til- högun sem hér hefur verið heimiluð og breyta lögum um atvinnuréttindi skipstjómarmanna. Trausti Þor- steinsson, sem er skólastjóri Dalvík- urskóla og forseti bæjarstjórnar á Dalvík, veit og hlýtur að muna, að ég hvatti manna mest til að fastri skipstjómardeild 1. stigsyrði komið á fót á Dalvík og hefi af fremsta megni ásamt kennurum Stýri- mannaskólans reynt að styðja við bakið á skipstjómarkennslunni þar, þó að aðalþunginn hafí að sjálf- sögðu hvílt á heimamönnum og Júlíusi Kristjánssyni eins og áður segir. Það var þó aldrei ætlun mín að styðja með því að útþynningu skipstjómarfræðslunnar í landinu og draga þar með úr öryggi sjófar- enda, ef fyrirvaralaust er komist að þeirri niðurstöðu að það sé ekk- ert mál að koma á fót kennslu á hærri stigum skipstjómamámsins, og hvar sem er án frekari undirbún- ings eða samráðs. Auðvitað er hægt að kenna allt hvar sem er, ef fyrir hendi er búnað- ur og mannafli. En ég tel það ranga stefnu að dreifa kennslu á efri stig- um skipstjómamámsins meira en er nú í tveimur stýrimannaskólum landsins. Ég hef aftur á móti verið stuðn-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.