Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 71 1. deild: KA-sigur í ótrúlegum sveifluleik KAfimm mörkum undir íhálf- leik en vann með þremur! „VIÐ SIGLUM um miðbik deildar- innar og því er sennilega erfitt að ná upp áhuganum - við eigum ekki möguleika á verðlaunum og erum heldur ekki í fallhœttu. Við vorum því lengi í gang en ég fann undir lok fyrri hálfleiks að þetta var að koma og óg sagði við strákana í byrjun seinni hálfleiks að við myndum vinna þennan leik,“ sagði Brynjar Kvaran, þjálf- ari og markvörður KA, við Morgunblaðið eftir að lið hans vann Breiðablik 26:23 f 1. deild- inni f handbolta f gærkvöldi. Blikarnir höfðu hins vegar örugga forystu f leikhléi, 12:7. Já, sveiflurnar milli hálfleikanna voru hreint ótrúlegar. KA menn vou afspyrnu slakir í fyrri hálfleik, áttu ekkert svar við sóknarleik Bli- kanna; vörn og markvarsla í molum - og sóknarleikurinn gekk illa upp gegn varnarmúr andTtæðinganna. I seinni hálfleik snerist dæmið hins vegar við. Fljótlega höfðu KA- menn jafnaö og eftir að þeir komust yfir í fyrsta skipti í leiknum, 17:16, var aldrei nein spurning um hvorum megin sigurinn lenti. Brynjar Kvaran fór loks að verja í KA-markinu, hafði aðeins varið eitt skot í fyrri hálfleik en Guðmundur „kollegi" hans hinum megin, sem hafði varið vel í fyrri hálfleik, varði aftur á móti aðeins eitt skot í þeim seinni! Staðan Úrslit í gærkvöldi: KA—Breiðablik 26:23 Staðan Víkingur 14 12 1 1 342:289 25 Breiöablik 15 9 2 4 352:243 20 FH 14 9 1 4 356:317 19 Valur 14 8 2 4 359:316 18 KA ' 15 7 2 6 347:344 16 Stjarnan 14 6 2 6 351:331 14 KR 14 5 1 8 286:318 11 Fram 13 5 0 8 310:308 10 Haukar 14 2 2 10 291:345 6 Ármann 13 0 1 12 246:325 1 Leikurinn ítölum íþróttahöllin á Akureyri 11. mars 1987. 1. deildin f hand- bolta. KA-Breiðablik 26:23 (7:12). 0:1, 3:7, 5:9, 6:12, 7:12, 12:13, 14:14, 17:16, 20:17, 25:20, 26:23. Mörk KA: Eggert Tryggvason 6/4, Hafþór Heimisson 5, Jón Kristjánsson 5, Pétur Bjarnason 4, Axel Björnsson 3, Friðjón Jónsson 2 og Anton Péturs- son 1. Mörk UBK: Svafar Magnússon 5, Aðalsteinn Jónsson 4, Kristján Halld- órsson 4, Jón Þórir Jónsson 4/1, Þórður Davíðsson 3, Björn Jónsson 2 og Elvar Erlingsson 1. Góðir dómarar leiksins voru Stefán Amaldsson og Ólafur Haraldsson. Brynjar breytti uppstillingu KA- liðsins úr síðustu leikjum. Guð- mundur Guðmundsson lék ekkert með að þessu sinni, Hafþór Hei- misson kom inn í vörnina á miðjunni og Friðjón fór í bakvörð. Það gafst vel. Þá tóku KA-menn Aðalstein úr umferð í seinni hálf- leik og við það riðlaðist sóknarleik- ur Blikanna mikið. Það var ótrúlegt að sjá hve þeir gáfu eftir: „Það er einföld skýring á þessu. Mínir menn misstu einfaldlega einbeit- inguna. Þeir héldu að þetta væri bíð. En góð lið mega þetta ekki - strákarnir eiga töluvert langt í land með að klára leiki, þó svo úrslitin virðist vera komin á silfurfati," sagði Geir Hallsteinsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn. Bæði lið sýndu mjög góða kafla að þessu sinni, greinilegt er að þau geta á góðum degi unnið hvaða liða sem er, eins og þau hafa reyndar sýnt í vetur, en nú voru það KA-menn sem héldu haus þegar þeir fóru loks í gang. Þeir voru líka vel studdir af fjölmörgum og frábærum áhorfendum í HÖII- inni. S.H. 1. deild kvenna: Morgunblaöiö/Bjarni • Stefán Gunnarsson sýndi gamla landsiiðstakta gegn FH í gærkvöldi og hér skorar hann markið sitt. Þorgils Óttar Mathiesen, landsliðsfyrirliði, fær engum vörnum við komið. Bikarkeppni HSÍ: Mulningsvélin stoppaði í seinni hálfleik MULNINGSVÉL Valsmanna, sem gerði garðinn frægan hér á árum áður, hélt út í 30 mínútur gegn ungu og spræku 1. deildarliði FH (16 liða úrslitum bikarkeppni HSÍ í gærkvöldi, en stoppaði í seinni hálfteik. FH náði að vinna upp FRAM sigraði Hauka í spennandi leik, 25:24, í 16-liða úrslitum bik- arkeppni HSÍ í Hafnarfirði í gærkvöldi. Haukar höfðu fimm marka forystu í leikhlói, 16:11. Haukar byrjuðu vel og höfðu ávallt frumkvæðið í fyrri hálfleik. Spil þeirra gekk vel upp. Fram náði sér hins vegar ekki á strik í hálfleiknum, ruglingslegur sóknar- og varnarleikur og markvarslan léleg. í seinni hálfleik tóku Framarar það til bragðs að taka Sigurjón Sigurðsson úr umferð og við það riðlaðist sóknarleikur Hauka. Fram saxaði jafnt og þétt á forskotið og þriggja marka mun og sigraði B-lið Vals 27:15. „Gömlu mennirnir" gáfu and- stæðingunum hvergi eftir í fyrri hálfleik og höfðu lengst af þriggja marka forystu. FH komst reyndar í 3:1, en þá tóku Valsmenn til sinna náði að jafna í fyrsta sinn í leiknum þegar 10 mínútur voru til leiksloka. Þegar 42 sekúndur vour til leiks- loka skoraði Fram 25. markið úr vítakasti en Haukar náðu ekki að jafna. Sigurjón var markhæstur í liði Hauka með 7 mörk, Pétur Guðna- son og Helgi Harðarson gerðu 4 mörk hvor. Agnar Sigurðsson og Hermann Björnsson voru mark- hæstir hjá Fram með sex mörk. Birgir Sigurösson kom næstur með fjögur. Fram lék án Egils Jó- hannessonar. Þ.G./Þ.S. (í starfskynningu) ógleymdu ráða, jöfnuðu 3:3 og komust yfir eftir tíu mínútna leik. Þeir þjöppuðu sér vel saman í vörninni, mynduðu múr, sem FH- ingar réðu ekki við. Valsmenn tóku sértíma í sókninni, klúðruðu nokkr- um dauðafærum, en skoruðu engu að síður glæsileg mörk og voru 10:7 yfir í hálfleik. FH-ingar komu margefldir til leiks í seinni hálfleik og eftir fimm mnútur höfðu þeir jafnað 11:11. Mulningsvélin hikstaöi, hlekkirnir voru dreifðir úti um allan völl, Hafn- firðingarnir gengu á lagið og unnu seinni hálfleik 20:5. Ekki er oft, sem FH-ingar skora aðeins sjö mörk á 30 mínútum, en þeir urðu að sætta sig við það í gærkvöldi. Liðið var jafnt, en markahæstir voru Þorgils Óttar Mathiesen með sex mörk og Óskar Ármannsson, sem skoraði fimm mörk. Aldurinn og aukakílóin háðu Valsmönnum ekki í fyrri hálfleik, en leiktíminn var greinilega of lang- ur fyrir æfingalausa menn. Allir útispilarar nema Bjarni. Jónsson skoruðu, en Jón P. Jónsson var atkvæðamestur með fjögur mörk. S.G. Fram áfram - eftir eins marks sigur á Haukum Selfoss í 2. deild - jöfnuðu á síðustu sekúndunum FH tryggði sér annað sætið r GÆRKVELDI sigraði FH lið Stjörnunnar með 17 mörkum gegn 15. Þessi leikur var úrslfta- leikur um annað sætið í deildinni en eins og kunnugt er, er Fram svo gott sem búið að tryggja sér sigur. FH hafði yfirhöndina mestan part fyrri hálfleiks og var staðan í leikhléi 10-7 fyrir FH. Stjarnan skoraði fimm fyrstu mörkin í síðari hálfleik og breytti stöðinni í 12-10. Eftir það skiptust liðin á að hafa forystuna og þegar 6 mínútur voru eftir var staðan 14-14 og var allt að verða vitlaust á áhorfendapöllunum. FH stúlkur voru sterkari á endasprettinum og unnu góðan sigur 17-15. Erla Rafnsdóttir var að venju markahæst í liði Stjörnunnar með 10 mörk. Rut Baldursdóttir skoraði sjö mörk fyrir FH. AS/KF Fylkir vann FYLKIR vann ÍH 33:16 f 16 liða úrslitum bikarkeppni HSÍ f gær- kvöldi. Yfirburðir Fylkismanna voru miklir f leiknum, en staðan var 14:4 í hálfleik. Selfossl. SELFYSSINGAR tryggðu sór sig- urinn f 3. deildinni f handbolta með því að ná jafntefli, 23:23, gegn Njarðvfkingum. Skoruðu jöfnunarmarkið á sfðustu sek- úndunum í hröðum og skemmti- legum leik á Selfossi f gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 11:11. Geysi- leg stemmning var á leiknum og um 600 áhorfendur voru vel með á nótunum. Selfyssingar náðu yfirhöndinni strax í fyrri hálfleik en Njarðvíking- ar náðu að vinna upp muninn og jafna eftir að einn leikmanna Sel- foss hafði fengið rautt spjald. Njarðvíkingar komu mun ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og voru yfir fram í miöjan hálfleik þegar Selfyssingar náðu að jafna 16:16. Eftir það skiptust liðin á um að hafa torystu og þegar 50 sek- úndur voru eftir var staöan 22:22. Njarðvíkingar komust inn í send- ingu þegar 17 sekúndur voru eftir og tókst að skora 23. markiö. Síðasta sókn Selfyssinga hófst þegar 7 sekúndur lifðu af leiknum, þá höfðu þeir misst einn mann útaf og áður en flautað var til ieiks aftur vísuðu dómararnir einum leikmanna Njarðvíkur útaf. Síðasta sóknin gekk upp með jöfnunar- marki Sigurjóns Bjarnasonar af línu og Selfyssingar tryggðu sér sigur í deildinni. Markahæstur í Selfossliðinu var Sigurjón Bjarnason með 5 mörk og hjá Njarðvíkingum Pétur Ingi Árnason með 7 mörk. ÍR vann ÍBK 30:26 og Aftureld- ing og Reynir gerðu jafntefli, 23:23, í 2. deild karla í gærkvöldi. Sig.Jóns. Ármann og Leiknir leika til úrslita ÁRMANN og Leiknir leika til úr- slita um laust sæti í 3. deildinni í knattspyrnu á gevigrasinu í Laugardal á laugardaginn kl. 14. Þar sem ákveðið hefur verið að fjölga liðum í Vesturlandsriðli fyrir næsta keppnistímabil verður aö fara fram úrslitaleikur milli Ár- manns og Leiknis um eitt laust sæti. Bæði þessi lið hafa undirbúið sig af kappi fyrir ieikinn og fengið til sín marga nýja leikmenn. Leikið verður til þrautar á laugardaginn þannig að úrslit fáist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.