Morgunblaðið - 12.03.1987, Side 57

Morgunblaðið - 12.03.1987, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 57 Minning: Hörður Markan Fæddur 4. ágúst 1916 Dáinn 2. mars 1987 Samstarfsmaður minn og vinur, Hörður Markan, er látinn á 71. ald- ursári. Þykir mér hlýða, að biðja Morgunblaðið fyrir nokkur orð. Margs er að minnast frá nærri hálfrar aldar viðkynningu, mikils breytingatíma og byltinga sem við höftim lifað. Silar nú minningum um margt, sem í frásögn er fær- andi, en hér er ekki rúm fyrir. Fregnin um brottför Harðar kom okkur vinum hans ekki á óvart. Við sem þekktum Hörð Markan best, vitum að sannur drengur er kominn yfir á æðra tilverusvið, en hann hefur skilið eftir, það sem aldrei deyr, minningar, bjartar og fagrar, um óvenju þroskaðan mann. Mann sem alltaf og af heilum hug vildi vera samferðamönnum til hjálpar. Ég veit vel, að það var ekki að skapi Harðar Markan að skrifað yrði hól um hann horfinn, og ég geri það heldur ekki hans vegna. Eg minnist framkomu hans í starfí og í leik, alltaf sama glaða viðmót- ið og hjálpandi höndiii. Ég kveð vin minn með söknuði, en með sér- stakri þökk fyrir langt samstarf. Þökk fyrir fordæmið, sem hann gaf okkur með karlmennsku sinni og dugnaði og fyrir þann styrk og það öryggi, er ég ávallt naut í návist hafts. Ég geymi um hann bjartar minn- ingar og við munum hittast aftur á ströndinni hinum megin. Hörður Markan var tvíkvæntur og eignaðist 6 böm með fyrri kon- unni, Guðrúnu Guðlaugsdóttur, seinni kona hans er Málfríður Jörg- ensen og með henni átti hann soninn Böðvar, auk þess komu með henni 3 böm í heimilið, sem hann reyndist sem besti og einlægasti faðir, eins og sínum eigin bömum. Við hjónin sendum aðstandend- um dýpstu samúð. Guðniundur Finnbogason Margs er að minnast á rúmlega 20 ára samfylgd og margt að þakka. Ófá em þau sporin og snún- ingamir sem hann hefur fyrir mig farið. Hörður var mér ævinlega sem besti faðir og vildi ætíð minn hag sem allra bestan. Með virðingu og þakklæti kveð ég nú fósturföður minn að sinni. Björgvin, Ámi Hermann og María senda Herði afa hinstu kveðju með þakklæti fyrir ástúðina og um- hyggjuna þeim sýnda. Megi góður Guð gefa honum að hvíla í friði. Margs er að minnast, margt er að þakka. Guði sé lof fýrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í fríði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem) Fósturfaðir minn, Hörður Mark- an, lést 2. mars sl. í Vífilsstaðaspít- ala eftir erfiða legu. Helga Rósa í dag, fimmtudaginn 12. mars, kveð ég elskulegan tengdaföður minn, Hörð Markan. Hörður er minnisstæður þeim er honum kynntust um margt. Hann var innst inni fremur hlédrægur maður og frábitinn því að halda sjálfum sér á lofti. Hann var vinur t Innilegar þakkir sendum við þeim er auösýndu okkur samúö og hlýhug viö andiát og útför litla drengsins okkar, SIGURJÓNS SVANBERGS HALLGRÍMSSONAR, Hraunbæ 86. Sérstakar þakkir til lögreglu, Hjálparsveitar skáta, Hafnarfiröi, stjórnar, organista og kórs Áskirkju. Hrönn Jónsdóttir, Hallgrímur P. Gunnlaugsson, Ellen Mjöll Hallgrímsdóttír, Rósa Oddsdóttir, Beta Guörún Hannesdóttir, Jón A. Björnsson. t Þökkum samúö og hlýhug viö andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÖNNU THEODÓRSDÓTTUR. Jón Zophanfasson, Heiður Gestsdóttir, Sigurlaug Zophanfasdóttlr, Gunnar R. Magnússon, Sesselja Zophanfasdóttir, Ólafur Jónsson, Kristinn B. Zophanfasson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim er auösýndu samúö og vináttu viö andlát og útför föður míns, SVAVARS EYJÓLFS ÁRNASONAR, Vesturbergi 102. Sævar Eyjólfur Svavarsson. vina sinna og jafnan reiðubúinn að rétta hjálparhönd þar sem þess gerðist þörf. Hans stóra og tilfinn- ingaríka hjarta rúmaði alla þá sem hjálpar voru þurfi, og á ég honum margt að þakka. Alls staðar var hann aufúsugestur og hann þraut aldrei umræðuefni. Voru þær ófáar stundimar sem hann sat við eldhús- borðið okkar og sagði sögur. Oft hnutu þá af vörum hans speki og viska sem ekki verða af bókum les- in, miklu heldur lærð í skóla lífsins. Fráfall hans þurfti ekki að koma þeim sem til þekktu á óvart eftir alla þá löngu og erfíðu baráttu sem hann hafði háð. Hins vegar undruð- ust flestir það þrek og það æðruleysi sem hann bjó yfir. Góður maður og ástvinur er syrgður. En ég trúi á framhaldið og gleðst yfir að þraut- unum skuli lokið og að hann hafi nú fengið frið til þess að njóta launa ljúfmennsku sinnar í betri og feg- urri heimi. Það er við hæfi að ljúka þessum orðum með bæn sem stóð hjarta hans næst. Guð gefi mér æðruleysi til þess að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt... kjark til þess að breyta því, sem ég get breytt.. .-og vit til þess að greina þar á milli. Tengdadóttir t Innilegar þakkir ti! allra nær og fjær er vottuöu okkur samúö og vináttu við fráfall og útför JÓHANNS ÁRNA SIGURGEIRSSONAR. Una Thoroddsen, Kolbrún Jóhannsdóttir, Paul Veslereng, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Jón Þóröarson, afabörn, tengdabörn og langafabörn. t Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu viö andlát og útför SIGURLAUGS JÓNS SÆVARS ÞÓRÐARSONAR. Sérstakar þakkir til Olíuverslunar íslands. Marfa Jakobsdóttir, börn, tengdabörn og barnabarn. simakerfið komiö ihnúP Lausnin er auðveldari en þig grunar Nú býður Póstui og sími takmarkaðan fjölda af hinum viður- kenndu Fox 16 símakerfum, sem eru sérhönnuð fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Þú færð í einum pakka: Símakerfi með 6 bæjarlínum, 16 irmanhúss- númerum og 12 skjátækjum á ótrú- lega lágu verði: Aðeins 230.000. * * Með söluskatti, takmarkað magn. POSTUR OG SIMI Söludeild Rvk, sími 26000 og póst- og símstöðvar um land allt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.