Morgunblaðið - 12.03.1987, Síða 69

Morgunblaðið - 12.03.1987, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 69 Dómgæsla í molum Íþróttasíðunni hefur borist eftirfarandi bréf frá Herði Jó- hannessyni aðstoðarmanni hjá 1. deildariiði Fram f handknatt- leik. Ég, undirritaður, sá mig knú- inn til þess að rita nokkrar línur sem varða dómgæsiu í hand- knattleik. Það skal tekið fram að ég er enn svo reiður að ág má vart mæla þegar ág er spurður um þessi atvik, ekki bara eitt heldur keðju af mistök- um dómara f kappleik milli tveggja 1. deildarliða í hand- knattleik. Ég vil þó f upphafi óska liðs- mönnum og þjálfara Breiðabliks til hamingju með sigurinn, hann hefur verið þeim kærkominn. Breiðablik er það lið, sem mest hefur komið á óvart f deildinni f vetur, og þar er á ferð efnilegt og ekki sfst vel agað lið. Geir Hallsteinsson er sennilega sá þjálfari sem stendur upp úr hvað þjálfun og ögun snertir f íslenskum handknattleik f dag. Það er gaman að fylgjast með honum f leikjum þvf hann er ekki aðeins með ögun á liði sínu heldur ekki sfst sjálfsaga. Hann jafnt og þátt hvetur menn sína til dáða, leggur fyrir þá kerfi, breytir og bætir eftir gangi leiksins. Þá sást það ekki oft að hann láti skap sitt hlaupa með sig f gönur þrátt fyrir hreint ranga dóma. Hann ef til vill fórn- ar höndum. Nú, þetta var eiginlega ekki erindi mitt, en þó varð ág að geta þess svo það komi glögg- lega fram að ág er ekki með hnútukast að liði Geirs. Erindi mitt var fyrst og fremst það að spyrja og óska eftir svör- um við þvf hvers vegna dómarar sem ekki valda verki sínu eru settir til dómgæslu hjá liðum f 1. deild. Þvf langar mig til að setja upp eftirfarandi spurn- ingalista: 1. Er ekki nein krafa sett fram um úthald og þrek dómara? 2. Er ekki gerð krafa tll þeirra um að þeir hafi kynnt sár leik- reglur? 3. Hvenær á að dæma leiktöf og leikleysu? Þessar spurningar vöknuðu hjá már f þessum leik, þar sem a.m.k. annar dómaranna var að mfnu mati ekki f úthaldi til þess að hlaupa svona fram og aftur f 60 mfn. þrátt fyrir leikhlá. Það verður meðal annars til þess að hann fer að missa tök á leikn- um. Hann, þ.e. dómarinn, verður þreyttur og um leið við- kvæmari fyrir athugasemdum leikmanna, og því fljótari en ella að áminna menn oft að ósekju, og þvf eina ráðið að grípa til gula spjaldsins. Þá kom það fyrir f þessum leik, sem er sennilega mjög sjaldgæft, að á annað liðið eru dæmd ef ég man rátt 11 vfti, en aðeins þrjú á hitt liðið. Flest af vítunum voru dæmd eftir að búið var að „vippa" boltanum úr hendi sóknarmanns, án þess að um nokkra Ifkamssnertingu hafi verið að ræða. Varðandi leiktöf- ina eða leikleysuna kom það fyrir f þessum sama leik að boltinn var eins og svo oft er gert látinn ganga tvisvar fram og aftur framan við vörn and- stæðinganna, rátt á meðan sóknarmennirnir voru að stað- setja sig til keyrslu á kerfum, en þá var allt í einu dæmd leik- töf eða leikleysa, ág veit ekki hvort var. Þetta gerðist ekki f eitt skipti heldur tvisvar, en áður og eftir fengu bæði liðin að spila boltanum ógnunarlftið eða ekkert fram og aftur dá- góða stund. Ekkert dæmt. Þarna dæmdu dómararnir að mínu viti ósannfærandi vægast sagt. Þó keyrði fyrst um þverbak þegar dæmt var víti á Breiðablik og einn Framarinn tók sé stöðu til að taka vítakastið, en hávaðinn og flautið í áhorfendum, slíkt aö ekki heyrðist mannsins mál í húsinu. Þarna var allt til reiðu og jöfnunarmark fyrir okkur í augsýn og nægur tími eftir. Nei, þá allt í einu enn eitt undravert atvik. Annar dómarinn dæmir vítakastið af sem leiktöf leik- manns Fram. Mér er spurn, lið sem er einu marki undir og því er dæmt vítakast; er nokkur heil brú í því að ætla leikmanni þess að vera að tefja leikinn með því að taka ekki vítakastið? Nei, og aftur nei. Þarna gat dómarinn með tilliti til hávaðans sagt sér það sjálfur að eitthvað var að, og hefði þá átt að ganga til leik- mannsins og gefa honum merki um að taka kastið. Dómarinn kvaðst hafa flautað tvisvar en til hans heyrðist ekki fyrir hávaða. Þó að í lögunum kveði svo á um að ef greinilega sé verið að tefja leikinn með því að leika ekki bolt- anum í tilvikum sem þessu þá hlýtur að gilda um það einhver tími sem líða verður þar til leiktöf er dæmd. Ég held að þessi fádæma reynsla hljóti að vekja menn til umhugsunar um það hverslags menn eru settir til dómgæslu hjá keppnisliðum, ekki bara í 1. deild heldur og einnig í neðri deildirn- ar. Það er ömurlega til þess að vita að slíkir menn sem þessir tveir dómarar skuli getað eyði- lagt heilan leik fyrir mönnum, sem hafa lagt á sig ómælt erfiði og tíma í æfingar og þrekþjálfun, uppbyggingu á kerfum og keyrslu þeirra. Það getur ekki verið sann- gjarnt gagnvart þessum leik- mönnum að bjóöa upp á slíkt fádæmi sem þessi dómarar til- tekins leiks gerðu sig seka um. Ég held það hljóti að vera krafa allra leikmanna og þjálfara að eftir allt það erfiði sem þeir leggja á sig verði þeim séð fyrir nokkuð þokkalegum dómurum. Ég hef aldrei í einni einustu íþróttagrein sem ég hef séð og fylgst með eða tekið þátt í orðið vitni að slíkum hamförum mistaka og vit- leysa hjá dómurum. Ég vil taka það skýrt fram að þetta á ekki við nema um þetta eina dómarapar, eins og það er kallað. Öðrum dómurum færi ég þakkir fyrir þeirra þátt og erfiði ekki síður en leikmanna. Þá vil ég að lokum lýsa aðdáun minni á áhorfendum og stuðn- ingsmönnum Breiðabliks, sem allan tímann hvöttu menn sína til dáða með hrópum og köllum. Maður skilur nú hvernig það er að sækja íslendinga heim þegar allt er vitlaust í Höllinni. Breiða- blik, þið eigið frábæra stuðnings- menn. Virðingarfyllst, Hörður Jóhannesson aðstoð- armaður hjá meistaraflokki Fram í handknattleik. • Frá hinum umdeilda leik Breiðabliks og Fram. t Morgunblaðiö/Július ÓKEYPIS BÆKLINGUR Starfsframi, betri vinna, betri laun Eftir nám í ICS-bréfaskólanum átt þú möguleika á auknum starfsframa og betur launaöri vinnu. Þú stundar námiö heima hjá þér á þeim hraöa sem þér hentar. Nú stunda rúmar 8 milljón- ir manna nám í gegnum ICS-bréfaskólann! Líttu á listann og sjáöu öll þau tækifæri sem þér gefast. ICS-bréf askólinn hefur örugglega námskeiö sem hæfir áhuga þinum og getu. Prófskír- teini í lok námskeiöa. Sendu miöann strax í dag og þú færö ÓKEYPIS BÆKLING sendan í flugpósti. (Setjiö kross í aðeins einn reit). Námskeiöin eru öll á ensku. □ Tölvuforritun □ Almennt nám □ Innanhús- □ Rafvirkjun □ Bifvólavirkjun arkitektúr | □ Ritstörf □ Nytjalist □ Stjórnun hótela I □ Bókhald □ Stjórnun og veitingastaöa ■ □ Vélvirkjun fyrirtœkja □ Blaöamennska □ Garöyrkja □ Kœlitœkni og □ Kjólasaumur loftrœsting ■ Nafn:............................................................ i ■ f Heímilisfang:...............................................«.... ICS International Correspondence schools Dept. YYS, 312/314 High Street, Sutton, Surrey SM11PR, England. STYRT V1ÐHALD - NÁMSKEIÐ - Félag málmiðnaðarfyrirtækja efnir til námskeiðs um stýrt viðhald véla, tækja og mannvirkja dag- ana 19. og 20. mars í aðsetri félagsins á Hverfisgötu 105, Reykjavík. Námskeiðið er ætiað þeim, sem stjórna viðgerða- og viðhaldsverkum í smiðjum og ennfremur þeim sem hafa umsjón með viðgerðum og viðhaldi í fyrirtækjum, stofn- unum og skipum. Fjallað verður í fyrirlestrum og með verklegum æfingum um vinnubrögðin sem fylgja því að taka upp stýrt viðhald, sem er heiti á viðhaldskerfi því sem ryður sér nú víða til rúms. Að námskeiðinu loknu eiga þátttakendur að hafa tileinkað sér ný vinnubrögð og öðlast þjálfun til þess að koma þeim á — hver á sínum stað. Námskeiðsgjald er kr. 5.800,- fyrir hvern þátttak- anda frá aðildarfyrirtækjum FMF, en kr. 6.500,- fyrir aðra. Innifalin eru ítarleg námskeiðsgögn, matur og kaffi. Þátttöku ber að tilkynna eigi sfðar en 16. mars í síma 91-621755. málmiðnaðarfyrirt/ekjá

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.