Morgunblaðið - 12.03.1987, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 12.03.1987, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 51 Afmæliskveðja: Hinrik Guðmunds- son, ísafirði Þann 27. febrúar sl. varð Hinrik Guðmundsson, skipstjóri, níræður. Hinrik er borinn og barnfæddur Isfirðingur, sonur Guðmundar Jens- sonar, skósmiðs, og Þórunnar Eiríksdóttur, er fædd var í Valþjófs- dal í Önundarfírði. Hinrik Guðmundsson er nú einn eftirlifandi af hinum merku sam- vinnubátaskipstjórum sem gerðum garðinn frægan á árunum 1928—1945. Hann hóf sjóróðra sumarið 1911, þá 14 ára gamall, á seglbátnum „Gunnari", sem var 14 tonn samkvæmt þágildandi mæl- ingu. Skipstjóri var Guðjón Ásgeirs- son, úr Arnardal, er nokkrum sumrum síðar fórst með skipi sínum undir seglum í sviptivindi út af Straumnesi. Allt frá því að Hinrik fór á hand- færaveiðar, þetta fyrsta sumar sitt til sjós, og næstu 45 árin á eftir, má segja að hann hafi stundað sjó á öllum tegundum fískiskipa sem þá tíðkuðust á þessum merkilegu tímum sem í hönd fóru í íslenskri sjó- og útgerðarsögu. Hinrik hlaut ágæta menntun á þeirra tíma vísu við Barna- og ungl- ingaskóla ísafjarðar. Skólastjóri var þá Sigurjón Jónsson, síðar banka- Stjóri. Þar voru kennd tungumál, bæði enska og danska, sem kom honum síðar að góðum notum í lífínu. 16 ára gamall útskrifaðist Hinrik og hlaut hæstu einkunn ásamt Kristínu, dóttur Jóns Auðuns. Eiríkur bróðir Hinriks átti lítinn árabát, sem þeir bræður réru á með línu út á Isafjarðardjúp nokkur sumur á unglingsárum sínum og öfluðu þeir oft vel. Eftir að skólagöngu lauk fór Hinrik á stærri báta sem þá var farið að setja hjálparvélar í með seglunum. Stundaðar voru jöfnum höndum handfæra- og línuveiðar. Má þar nefna Frigg, en honum stýrði Benedikt Jónsson. Árið 1917 hófst regluleg kennsla á Isafírði á hinu svokallaða meira- pungaprófí, sem veitti 30 tonna skipstjómarréttindi. Kennari og skólastjóri var Eiríkur Einarsson. Væntanlega hafa prófín verið höfð nokkuð þung á, því allir féllu á prófínu nema tveir, þeir Hinrik og Magnús nokkur úr Aðalvík. Þá var brugðið á það ráð að kenna í hálfan mánuð í viðbót og fóru þá allir í gegn. Hinrik gerðist nú stýrimaður hjá Eiríki bróður sínum á „Barðanum" næstu tvö árin, eða þar til Eiríkur seldi skipið. Árið 1920 ræður Hin- rik sig sem háseta á kútter „íhó“, 60 tonna segiskip með hjálparvél. í fyrsta túmum lentu þeir í aftaka útsynningsveðri í Húllinu, Reykja- nesröstinni. Var þá lagst til drifts, því ekki réðist við neitt í veðurofs- anum. Kominn var allmikill sjór í skipið og kallaði þá skipstjórinn niður í lúkarinn, hvort einhveijir treystu sér til að binda sig við dekk- pumpuna og ausa. Stefán nokkur Brynjólfsson og Hinrik gáfu sig fram. Þegar þeir höfðu pumpað langa hríð, kemur brotsjór yfír skip- ið og færir allt í kaf, tók hann með sér allt lauslegt ofandekks og braut og bramlaði. Fyrir einhveija óskilj- anlega mildi, að sögn Hinriks, lifðu þeir Stefán þetta af, en þeim þótti tíminn ólýsanlega langur sem þeir voru í kafínu. Árið 1924 er Hinrik stýrimaður á „Leif" frá ísafirði, en sagði pláss- inu lausu þá um haustið með það fyrir augum að ráða sig á togara sunnanlands. Næsta túr eftir að Hinrik hætti fórst „Leifur" með allri áhöfn, þar á meðal Eiríkur bróðir hans, sem fór þennan eina túr á bátnum sem vélstjóri í veik- indaforföllum. I sama veðrinu fórst „Njörður" frá ísafírði. Eftir mikla leit að togaraplássi, sem vandfengin voru á þessum tímum, fær Hinrik loksins skiprúm hjá Gísla Oddssyni á „Leifi heppna" og var með honum í tæpt ár, eða þar til að hann ræðst til að sækja togarann „Hávarð ísfírðing" (síðar „Skutul"), þá nýkeyptan í Eng- landi. Meðan á því stóð, fórst „Leifur heppni" í Halaveðrinu mikla árið 1925. Hinrik Guðmundsson skipstjóri. Hinrik var síðar á togurunum „Glað“ og „Gulltoppi“ í fjögur ár. Þegar hér var komið sögu fer Finn- ur Jónsson, sem ,þá var fram- kvæmdastjóri Samvinnufélags ísfírðinga, þess á leit við Hinrik að hann gerist skipstjóri og meðeig- andi á öðrum tveggja báta sem verið var að ljúka smíði á í Svíþjóð. Þetta voru síðustu bátarnir af sjö sem Samvinnufélag Isfirðinga keypti á árunum 1928—30 og voru kallaðir „Bimirnir“. Verður það úr, að Hinrik tekur þessu boði. „Birn- imir“ voru rétt rúmlega 40 tonn að stærð. Utgerðarsaga Samvinnu- bátanna var að mörgu leyti merki- leg og þýðingarmikill þáttur í sögu ísafjarðar. Á þessum bátum var úrvalsmannskapur. Á vetmm stunduðu þeir útilegu með línu, og voru oftast undir Jökli. Má nærri geta að oft hafí það verið kuldalegt sjómannslífíð á þessum ámm í mi- sjöfnum veðmm í aðgerð og beitn- ingu á skjóllausu dekkinu. Á summm vom síldveiðar stundaðar norðanlands, en sá veiðiskapur stóð með miklum blóma um þessar mundir. En það skiptust á skin og skúrir eins og alltaf vill verða, ekki síst hjá sjómanninum. Kreppan mikla gekk í garð og 1932 fóm þessir bátar í Skuldaskil, sem kallað var, þar sem svo til ekkert verð fékkst fyrir fiskinn. En aftur réttu þeir úr kútnum og áttu eftir að gera það gott. Hinrik stýrði Auðbirni til ársins 1942, en varð þá skipstjóri á ýmsum bátum s.s. „Svaninum“, „Suðra“, „Bangsa" og „Pólstjörnunni". Hinrik var alla tíð mjög farsæll og aðgætinn skipstjóri, sem aldrei hlekktist á með skip eða mannskap. Þótti hann og fara sérlega vel með veiðarfæri. Sjálfur telur hann að Guð hafi verið honum nálægur í lífínu, þegar stundin var viðsjárverð. Skömmu fyrir 1950 fer hann í land og setur á fót netaverkstæði og gerðist jafnframt verkstjóri hjá togarafélaginu „ísfirðing" og sá um veiðarfæri og landanir úr togumn- um „ísborgu" og „Sólborgu" í mörg ár. Fóm þessi verk úr hans hendi með stakri prýði. Síðustu árin annaðist Hinrik ferskfískmat og starfaði við það fram undir áttrætt. Árið 1930 giftist Hinrik Elísa- betu Hálfdánardóttir frá Hesti í Hestfírði og eignuðust þau fjóra syni: Þóri, Hálfdán Daða, Arnar Geir og Siguijón. Einnig ólu þau upp sonardóttur sína, Kristinu Þór- isdóttur. Öll árin sem Hinrik var við síldveiðar, saltaði kona hans, Elísabet, síld á Siglufírði, svo að segja má að þau hjónin hafi tekið virkann þátt í síldarævintýrinu. Hinrik telur þetta tímabil skemmti- legustu ár ævi sinnar. í félagsmálum tók Hinrik ávallt virkan þátt. Var hann einn af stofn- endum Skipstjóra- og stýrimanna- félagsins Bylgjunnar árið 1921 og er sá sem íengst hefur setið sam- fellt í stjóm Bylgjunnar. Einnig var hann fjölda ára félagi í Sjómannafé- lagi ísfírðinga. í báðum þessum félögum er hann nú heiðursfélagi. Hinrik Guðmundsson er enn kvikur í hreyfíngum og léttur í lund og enda þótt sjón og heyrn séu farin að daprast, fer hann sinna ferða um Tangann daglega. Sjómenn og aðrir samferðamenn hans hugsa hlýlega til hans á þess- um tímamótum. Heill sé þér Hinrik. Halldór Hermannsson Einn af Björnunum landsfrægu, sem Samvinnufélag ísfirðinga átti. Hinrik var lengst af skipstjóri á þessum báti. JOGURt og Gríptu jógúrt í hádeginu notaðu matartímann til annars. * ^ . ■ í . $. m . f., w
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.