Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 41 Frankie Johnson jr. í Sjallanum LEIKARINN og dansarinn Frankie Johnson jr. skemmtir á föstudags- og laugardagskvöld í Sjallanum. Hann skemmtir ein- ungis á Akureyri í ferð sinni, en hann kemur frá Bretlandi. Johnson er tvöfaldur heimsmeist- ari í free-style dansi, og mun hann taka sporið á gólfi Sjallans auk þess að syngja. Ferill Johnsons hófst strax er hann var 12 ára er hann söng í dómkirkjukór í Cardiff en síðan stofnaði hann eigin popp- hljómsveit. Hann fór með hlutverk Bemardos, foringja Hákarlanna, er West Side Story var sett upp í Cardiff á sínum tíma. Árið 1983 vann hann Malibu-danskeppnina og var síðan aðaldansari sjónvarps- þáttarins Tops of the Pops. Þess má geta að Baldur Bijáns- son töframaður skemmtir líka í Sjallanum um helgina. Verdlaunamenn KA Morgunblaðið/Guðmundur Svansson KA-menn búnir að fá verðlaun sín! KA-MENN náðu frábærum árangri á íslandsmeistaramótinu í júdó sem fram fór í Reykjavík um síðustu helgi. Þátttakendur voru alls 41 frá KA og hlutu þeir fjóra íslandsmeistaratitla í drengjaflokki, þijá í flokkum karla yngri en 21 árs og alla þijá í kvennaflokkum. Alls hlutu KA-menn 27 verðlaun á mótinu. Verðlaunaafhending fór hins vegar fram svo seint á sunnudaginn að Akureyringamir voru farnir til síns heima. KA-menn fengu verðlaun sín því ekki afhent fyrr en í fyrrakvöld, er þeir tóku við þeim á æfingu. Á myndinni er hópurinn sem keppti á íslandsmótinu ásamt þjálfara sínum, Jóni Óðni Óðinssyni, sem er aftast til vinstri. Starfsmenn Kaupfélagsins á Svalbarðseyri eiga enn inni laun frá því fyrir ári: Koma í fyrsta lagi til greiðslu um næstu mánaðamót . STARFSMENN Kaupfélagsins á Svalbarðseyri hafa enn ekki fengið Sjónvarp AKUreyn greidd laun þau sem þeir áttu inni hjá félaginu fyrir janúar, febrú- ar og mars i fyrra. FIMMTUDAGUR 12. mars §18.00 Knattspyrna. Umsjónarmaðurer HeimirKarlsson. 18.65 Spæjarinn.Teiknimynd. 19.20 Morðgáta (Murder She Wrote). 20.15 í sjónmáli. í þessum þætti er rætt við Guðmund Stefánsson, fram- kvæmdastjóra Istess, og Þórarin Sveinsson, mjólkursamlagsstjóra, um nýsköpun i atvinnulfi. Ennfremurer rætt við Pétur Einarsson leikhússtjóra um leiklist. §21.35 Af bæ í borg (Perfect Stran- gers). Bandarískurgamanþáttur. §22.10 Neyðaróp (Childs Cry). Bandarisk sjónvarpsmynd með Lindsay Wagner og Peter Coyote í aðalhlutverkum. Mynd um samskipti félagsfræðings og lítils drengs sem oröiö hefur fyrir kynferðislegu ofbeldi. §23.60 Ánálum(PanicinNeedle Park). Ungt par fer að fikta við eitur- lyf. Fyrr en varir eru þau flækt i vítahring sem engin leiö virðist vera út úr. Aöalhlutverk: Al Pacino og Kitty Winn. Myndin er stranglega bönn- uö börnum. 01.40 Dagskrárlok. Nú er verið að vinna í málinu hjá félagsmálaráðuneytinu og að sögn Óskars Hallgrímssonar í vinnumáladeild ráðuneytisins verð- ur það í fyrsta lagi um næstu mánaðamót sem þau geta komið til greiðslu. „Það eru okkar björtustu vonir. Það er ljóst að málið gengur ekki hraðar og enn vantar reyndar nokkuð af gögnum," sagði Óskar í gær. Þess má geta að í kröfum er krafist dráttarvaxta en ríkisábyrgð á launum tekur aðeins til almennra sparisjóðsvaxta, þannig að reikna þarf allar kröfumar upp á nýtt í ráðuneytinu, og tekur það sinn tíma. Það er Ólafur B. Ámason, lög- maður á Akureri, sem sér um innheimtu launanna fyrir verka- lýðsfélagið Einingu á Akureyri. Þegar hann lýsti kröfum í janúar- launin á sínum tíma nam sú upphæð rúmlega tveimur milljónum króna. Allir starfsmenn kaupfélagsins áttu inni laun fyrir janúar og hluti þeirra fyrir febrúar og mars, þeir sem ekki fóru á launaskrá hjá KEA eft- ir að fyrirtækið tók reksturinn á Svalbarðseyri á leigu. Þar að auki eiga sumir starfsmennimir inni or- lof frá 1985. Ólafur gerði kröfur í þrotabú kaupfélagsins fyrir 141 aðila, og eru flestir þeirra með margar kröf- ur; laun, orlof, yfirvinnu o.s.frv. Skiptafundur var haldinn á Húsavík 15. janúar en félagsmála- ráðuneytið fékk málið til sín í síðustu viku. „Okkur em ætlaðar íjórar vikur frá því að málið er úr- skurðarhæft þar til greiðsla á að fara fram. Við höldum okkur innan þeirra marka en það verður enginn afgangur af því,“ sagði Óskar Hallgrímsson í gær, og bætti við: „þetta tók langan tíma í búskiptun- um.“ Ólafur B. Ámason sagði í gær að hann hefði lagt fram skrá yfír allar kröfur á skiptafundi 15. jan- úar. Athugasemdir hefðu komið fram við nokkrar þeirra, en það mál hefði verið leyst á tíu dögum. „Ég skil því ekki hvers vegna þetta hefur tekið svona langan tíma. Ég hef ekki fengið nein svör við því.“ Auk hinna almennu launakrafna lagði Ólafur fram kröfur fyrir 22 starfsmenn kaupfélagsins sem áttu inni skylduspamað. „Skylduspam- aðurinn er færður fólkinu til tekna en dagar síðan uppi í fyrirtækinu,“ sagði Ólafur. Hann sagðist ekki vita á þessari stundu hvort fólkið fengi spamað sinn greiddan. „En mér sýnist þetta sanna að ekkert eftirlit sé hjá hinu opinbera um það hvort fyrirtæki greiði inn skyldu- spamað sem þau draga af starfs- fólki sínu.“ Denna-keppnin í Sjallanum í kvöld ÞRIÐJA Denna-kvöldið verður haldið í kvöld í Sjallanum, en hér ræðir um Spurningakeppni framhaldsskóla um popptónlist. í kvöld keppa Menntaskólinn, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki og Menntaskólinn við Hamrahlið. Það verður örugglega við ramm- an reip að draga fyrir norðan- menn því MH varð sigurvegari Unglingaathvarfið lagt niður Unglingaathvarfið á Akureyri hefur verið lagt niður en það var starfrækt í vetur og fyrravetur. Jón Bjömsson, félagsmálastjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að öllum hefði verið ljóst frá upp- hafí að hér væri um tilraun að ræða. „Við vissum að þetta væri ef til vill ekki rétta leiðin en töldum þó að um skynsamlega tilraun væri að ræða,“ sagði Jón. Á sínum tíma var það samráðsnefnd æskulýðs- ráðs, félagsmálaráðuneytis og fræðsluskrifstofunnar sem lagði til að þessi leið yrði farin, en nefnd- inni var falið að fínna út hvað hægt væri að gera fyrir unglinga sem illa væru staddir og þyrftu annað en hefðbundið æskulýðsstarf. Athvarfíð var opið frá nóvember 1985 fram í maí í fyrra og síðan aftur frá október í haust og fram í febrúar. „Eftir þennan tíma var niðurstaða okkar sú að við nýttum ekki nógu vel þær stöður sem við höfðum þama því nýtingin var að- eins um 30%,“ sagði Jón. Stöðumar í athvarfínu voru tvær. Þá var mik- ið um breytingar hvað starfsfólk varðar og þótti það ekki kunna góðri lukku að stýra. „Nú emm við að velta fyrir okkur hvað við getum gert í staðinn fyrir unglingaathvarfíð, hvort þörf sé fyrir sérstaka starfsemi fyrir þessa unglinga og þá hvað, því þetta dugði ekki. Mér þykir slæmt að segja að tilraunin hafí mistekist, en við öðluðumst dýrmæta vitn- eskju á þessu tímabili um að þessi leið gengi ekki núna. Akureyri er lítill bær — og frekar saklaus bær hvað unglinga snertir finnst mér, þó sumir séu ekki á sama máli,“ sagði Jón Bjömsson félagsmála- stjóri. keppninnar í fyrra og lið þeirra er óbreytt síðan þá. í lok mars verður haldin úrslita- keppni í Tónabæ í Reykjavík og fær sigurliðið þar tveggja vikna dvöl á sólarströndu í verðlaun. Að loknum þeim Denna-kvöldum sem haldin hafa verið er Flensborgarskólinn í Hafnarfirði stigahæstur með 51 stig, Verslunarskólinn er næstur með 45 stig og Fjölbrautaskóli Suð- umesja er með 44 stig. Það verða fjórir framhaldsskólar sem keppa í Tónabæ. Keppnin er með því fyrirkomu- lagi að aðeins einn skóli keppir í einu og reynir að ná sem flestum stigum. Eftir forkeppnina komast svo fjögur stigahæstu liðin í úrslit — en þó er fyrirkomulagið þannig að tryggt er að stigahæsta liðið af landsbyggðinni kemst í úrslit. Og fari svo að lið utan af landi verði í efstu sætunum þá er einu liði af höfuðborgarsvæðinu tryggt sæti á lokakvöldinu í Tónabæ. Það er Ásgeir Tómasson, dag- skrárgerðarmaður á Bylgjunni, sem stjómar Denna-keppninni ásamt Steingrími Ólafssyni, fram- kvæmdastjóra keppninnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.