Morgunblaðið - 12.03.1987, Side 55

Morgunblaðið - 12.03.1987, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 55 Um siðustu helgi hélt Bridsfélagið Muninn í Sandgerði opið mót með þátttöku 34 para. Páll Valdimarsson og Magnús Ólafsson unnu mótið örugglega, en pörin frá Bridsfélagi Reykjavíkur röðuðu sér í efstu sætin. A myndinni spila Páll og Magnús við hina öldnu kempu Maron Björnsson og Jónas Gestsson. Brids Arnór Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja Fimm umferðir eru búnar í aðal- sveitakeppni félagsins en alls taka 8 sveitir þátt í keppninni. Staðan: Karl Hermannsson 104 LomboJerry 102 Sigríður Eyjólfsdóttir 81 Haraldur Brynjólfsson 64 Næstsíðasta umferðin verður spiluð á mánudagskvöld kl. 20 í Samkomuhúsinu í Sandgerði. Bridsfélag Hvols- vallar og nágrennis Nú er aðalsveitakeppni Brids- félags Hvolsvallar og nágrennis lokið og úrslit urðu sem hér segir: Svejlt Kjartans Jóhannssonar 130 Sveit Óskars Pálssonar 123 Sveit Torfa Jónssonar 109 Sveit Eyfellinga 109 SveitJónsÞorlákssonar 105 Sveit Emils Gíslasonar 86 Sveit Eyþórs Gunnþórssonar 84 Sunnudaginn 1. mars heimsóttu Hvolhreppingar bridsdeild Hreyfils og báru Hvolsvellingar loks sigur úr býtum eftir margra ára streð, nánar tiltekið 124 stig gegn 56. Næst á dagskrá er vortvímenn- ingur og hefst hann mánudaginn 9. mars. Þann 20. mars heimsækir félagið síðan Eyfellinga og Landey- inga og 2. maí er svo von á Hjónaklúbbnum í heimsókn sam- hliða aðalfundi og árshátíð. Fréttir frá Bridssam- bandi Rangárvallasýslu Nú á næstu dögum er áformað. að heíja Rangárvallasýslumót í sveitakeppni og verður annað keppnisform en síðustu ár. Sveitim- ar fá annaðhvort heimaleik eða útileik og verður gefínn frestur til að ljúka hverri umferð. Nánara fyr- irkomulag verður ákveðið að skráningu lokinni en skráning stendur til 12. mars. Tekið er við skráningu í síma 8112 Helgi eða 8960 Halldór. Þann 28. mars er svo von á Rangæingafélaginu í Reykjavík í heimsókn og verður keppt í Hvolnum. Úrtökumót vegna vals á landsliðum Um næstu helgi verður fram- haldið keppni í opnum flokki, til vals á landsliði sem mun keppa á EM í Brighton í ágúst. Lokið er 80 spila keppni og er staða paranna eftir þá keppni þessi: Aðalsteinn Jörgensen — Ásgeir P. Ásbjörnsson 204 Ásmundur Pálsson — Karl Sigurhjartarson 159 Jón Baldursson — Sigurður Sverrisson 144 Bjöm Eysteinsson — Guðmundur Sv. Hermannss. 136 Guðlaugur R. Jóhannsson — Orn Ámþórsson 135 Guðmundur Páll Amarson — Símon Símonarson 122 Spiluð verða 100 spil um þessa helgi og hefst spilamennska kl. 13 á laugardeginum og verður fram- haldið kl. 10 árdegis á sunnudegin- um. Spilað er í Sigtúni. Keppni í yngri flokkum fer einn- ig fram um næstu helgi. Valin hafa verið 8 pör til keppni, fjögur pör í eldri flokki og fjögur pör í yngri flokki. Þau eru: Matthías Þorvalds- son — Júlíus Siguijónsson, Jakob Kristinsson - Garðar Bjarnason, Hrannar Erlingsson — Ólafur Týr Guðjónsson og Gylfi Gíslason — Hermann Erlingsson í eldri flokkinn og Ólafur Jónsson - Steinar Jóns- son, Ari Konráðsson - Kjartan Ingvarsson, Baldvin Valdimarsson - Steingrímur G. Pétursson og Ámi Loftsson — Sveinn Eiríksson í yngri flokkinn. Spilamennska hjá piltun- um hefst einnig kl. 13 á laugardeg- inum. Einnig stendur til að keppa í kvennaflokki, en óráðið er ennþá hvemig staðið verður að málum þar. Umsjón (landsliðsnefnd) hafa þeir Hjalti Elíasson, Jón St. Gunn- laugsson og Sigurður B. Þorsteins- son. Agnar Jörgensson stjórnar. Bridsfélag Reyðar- fjarðar/Eskifjarðar Að loknum 7 umferðum (af 9) í aðalsveitakeppni félagsins er staða efstu sveita þessi: Sveit Aðalsteins Jónssonar 180 Sveit Trésíldar hf. 177 Sveit Áma Guðmundssonar 148 Sveit Eskfirðings hf. 122 SveitJóhannsÞórarinssonar 108 Hvað geturðu hugsað þér betra en svið og rófustöppti í útileguna — í bátsferðina — sem gjöf tíl vina erlendis eða skyndirétt í hádeginu ...? OBA svið og rófustappa hátíðaréttur í dósunum sem þú opnar með einum fingrí. COSTA DEL SOL 14/4-27/4, 13 NÆTUR/14 DAGAR, VERÐ FRÁ KR. 27.825.- PARÍS 15/4-21/4, 6 NÆTUR/7 DAGAR, VERÐ KR. 30.900.- AMSTERDAM 14/4-21/4, 7 NÆTUR/8 DAGAR, VERÐ KR. 28.300.- RÓM 26/3-31/3,5 NÆTUR/6 DAGAR, VERÐ KR. 35.410.-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.