Morgunblaðið - 12.03.1987, Síða 16

Morgunblaðið - 12.03.1987, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 Ráðstefna um markaðsmál fiskeldis: Útflutningur fiskeldisafurða þarf að vera 50—60 þúsund tonn um aldamót - segir Þórður Friðjónsson^ formaður Sljórnunarfélags Islands ÞÓRÐUR Friðjónsson, formaður Stjórnunarfélags íslands, gaf tón- inn í upphafi ráðstefnu um markaðsmál fiskeldis, sem félagið stóð fyrir á laugardag, í samvinnu við Landssamband fiskeldis- og haf- beitarstöðva og fleiri aðila. Setti hann upp dæmi um það hvernig mögulegt væri að halda áfram að auka útflutningstekjur landsins um 4—5% á ári fram yfir aldamót, eða næsta hálfan annan áratug- inn. Liður i því er uppbygging í fiskeldi þannig að framleiðslan verði orðin 50—60 þúsund tonn á ári um eða upp úr næstu aldamótum. Slátrun hjá ísnó í Kelduhverfi. Þórður sagði að mikið þyrfti til að halda 4—5% aukningu útflutn- ingstekna. Útflutningur lands- manna þyrfti að tvöfaldast, eins og á undanfömum 15 árum, en hafa bæri í huga að á þeim tíma hefði sjávaraflinn tvöfaldast, farið úr 700—800 þúsund tonnum á ári í 1.600—1.700 þúsund tonn. Fáir teldu að þessi saga endurtæki sig. í staðinn setti hann upp eftirfar- andi dæmi: Auka mætti útflutning sjávarafurða um 25% fram til alda- móta, þannig að sjávaraflinn yrði ríflega 2 milljónir tonna eða sam- svarandi verðmætaaukning kæmi til og þyrfti þá að þrefalda annan útflutning til að ná markmiðinu um 4-5% árlega aukningu útflutnings- tekna. Til viðbótar þyrftu að koma tvö ný álver, allar aðrar útflutnings- tekjur í iðnaði og þjónustu þyrftu að tvöfaldast og afganginum yrði að mæta með nýjum atvinnugrein- um. Ef það yrði eingöngu byggt á fiskeldinu þyrfti útflutningurinn að vera orðinn 50—60 þúsund tonn árið 2001. „Við verðum að vona að hér sé verið að leggja grunninn að því hvemig við eigum að selja þessi 50—60 þúsund tonn af fiskeldisaf- urðum rétt um eða upp úr næstu aldamótum. Samtals yrðu þetta 10—15 milljarðar, eða rúmlega þriðjungurinn af öllum sjávarafurð- aútflutningi okkar núna,“ sagði Þórður Friðjónsson. Nauðsyn samvinnu í útflutningi eldislax Vilhjálmur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Vogalax hf., nefndi erindi sitt: Mikilvægi samvinnu í útflutningi á eldislaxi, Sagði hann að heildarframboð á laxi í heiminum væri áætlað 880 þúsund tonn á ári. Þar af væri Atlantshaflax 35 þúsund tonn. Útlit væri fyrir 200% aukningu og í ljósi þess að á síðasta ári hefði þegar gætt offramleiðslu, mætti ætla að ekki horfði vænlega. Á móti kæmi að fískneysla færi vaxandi á kostnað kjötneyslu og nyti eldisfiskurinn góðs af því. Sagði Vilhjálmur að búast mætti við 100 þúsund tonna aukningu á sjávarafurðamarkaðnum í Banda- ríkjunum fram til 1990, eingöngu vegna aukningar á mannafla. Varðandi möguleika íslendinga sagði Vilhjálmur að framleiðslu- kostnaðurinn væri höfuðatriði, það er að framleiðslukostnaður á hvert kíló físks væri lægra en annarra, án þess að slakað væri á gæðum. Þá sagði hann að mikill styrkur myndi verða af því ef útflytjendur sameinuðust um markaðs- og sölu- starfsemi. Sagði hann frá könnun sem hann gerði á viðhofum útflytj- enda eldisfísks til slíkrar samvinnu, og þeirra kosta og galla sem menn teldu vera á því fyrirkomulagi. Al- mennt hefðu menn viljað samvinnu, en jafnframt ákveðið frelsi. Lýsti hann síðan þeirri skoðun sinni að kostimir væru meiri við samvinnu og vægju þyngra, þegar til lengri tíma væri litið. Sagði hann að Islendingar hefðu enn ekki það lágmarks magn sem væri grundvöllur að markvissri markaðsöflun og nefndi 3.000—3. 500 tonn sem hugsanlegt lágmarks magn. Aukna samkennd meðal eld- ismanna mætti þróa nú þegar og gæti hún vaxið stig af stigi og orð- ið grundvöllur varanlegrar mark- aðssamvinnu í framtíðinni. Vilhjálmur sagði að þeir sem væru í einhveijum vafa um hvort íslend- ingar ættu að vinna saman að markaðsmálum fískeldis, ættu að líta til Noregs. Þar væru 80 út- flytjendur sem kepptu eingöngu í verði en þegar að kreppti hefði út- flytjendum fækkað. íslensku framleiðendumir væru margir og smáir og væri það ekki góðs viti ef þeir sundruðu kröftunum í sínum útflutningi á sama tíma og aðal samkeppnisþjóðin sameinaði kraft- ana. Samræmt markaðsátak Sighvatur Bjamason viðskipta- fræðingur kynnti starfsemi Útflutn- ingsráðs íslands. Varðandi útflutning á eldislaxi lagði hann áherslu á að fyrirtækin þyrftu að vera sterk ijárhagslega, og ekki síður andlega, eins og hann orðaði það. Þyrftu þau að samræma að- gerðir sínar. Lagði hann til að stefnt yrði að samræmdu markaðsátaki sem beindist að afmörkuðum mark- aðssvæðum. Athug-anir á útf lutn- ingi í gámum Thomas Möller, forstöðumaður landrekstrardeildar Eimskipafélags íslands, lagði áherslu á mikilvægi flutninga- og dreifíngarkerfís við sölu fískeldisafurða. Nefndi hann dæmi um að flutningurinn gæti kostað 40% af útflutningsverðinu. Lýsti hann vandamálum íslensku stöðvanna við að koma vömnni sem bestri á markaðinn, meðal annars vegna flutninganna hér innanlands, og lítillar flutningsgetu flugvéla. Sagði hann augljóst að ef áætlanir um 50—60 þúsund tonna árlegan útflutning á laxi yrðu að veruleika, yrði ekki hægt að koma því magni á markaðinn nema með skipum. Sagði hann frá athugunum Eim- skips á flutningi á ferskum laxi í gámum. Aðferðir til að lengja geymslutíma físksins upp í 10—15 daga væru í þróun og sköpuðust við það möguleikar á gámaútflutn- ingi til Bandaríkjanna. Einnig sagði hann frá tilraunum Eimskips, Fiski- félags íslands og Líffræðistofnunar Háskóla íslands með flutning á seiðum í 20 feta tankgámum. Gæfu tilraunimar góðar vonir. Seiðamarkaður þreng-ist Ólafur Skúlason, framkvæmda- stjóri Laxalóns, sagði frá reynslu Laxalóns við framleiðslu og sölu á laxa- og regnbogasilungsseiðum í áratugi. Laxalón hefur selt seiði til Noregs undanfarin þrjú ár með tankskipum og á síðasta ári flutti fyrirtækið verulegt magn af seiðum til írlands í sérhönnuðum flutninga- kerum með flugvélum. Sagði hann starfsmenn fyrirtækisins legðu alla áherslu á að haga eldinu á þann veg að seiðunum liði vel. Reynt væri að hafa það rúmt um fískinn að hægt sé að ala hann áfram með góðu móti þó seiðamarkaðurinn kynni að lokast og ala hann í slátur- stærð eða selja á hvaða stigi sem er. Sagði Ólafur að Norðmenn og írar stefndu að því að vera sjálfum sér nógir með seiði og gæti markað- urinn því lokast hvenær sem er. Þó gætu komið brestir í framleiðslu þeirra sem gætu skapað tímabund- inn markað fyrir einhver seiði. Hann sagði að seiðaframleiðslan hefði aukist á tiltölulega stuttum tíma úr 400 þúsund seiðum, sem þó hefði verið of mikil framleiðsla miðað við markaðinn þá, upp í hátt á annan tug milljóna seiða í ár. Hann sagði að þetta væri mikil bjartsýni og væri gott ef seiðastöðv- unum tækist að selja öll þessi seiði. Forsendan fyrir því væri framhald- seldi þeirra hér í sjókvíum eða hafbeit. En með því væri fjármagn- ið bundið lengur. „Það er allur fískur verðlaus nema við fínnum markað fýrir hann,“ sagði Ólafur, en endaði mál sitt með því að segja: „Ég hef trú á þessu öllu saman". Eldislaxinn nýtur g’óðs af aukinni fiskneyslu Guðmundur H. Garðarsson, blaðafulltrúi Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, sagði í upphafí erindis síns að Islendingar hefðu ekki mikla reynslu í útflutningi á laxi. Framleiðslan hefði verið tak- mörkuð til þessa og ekki þörf á sérstöku átaki. En nú væri fjöldi stöðva að rísa og útlit fyrir verulega framleiðslu á næstu árum. Sagði hann að framleiðsla Islendinga myndi þó breyta litlu á markaðnum, þegar á allt væri litið. Sagði hann frá spá írska sjávarútvegsráðuneyt- isins um framboð á Atlantshafslaxi árið 1990. Spáð er 150-160 þús- und smálesta framboði á árinu 1990. Þar af kemur lang mest frá Noregi, eða 100 þúsund tonn, 25 þúsund tonn frá Skotlandi, 25 þús- und tonn frá Irlandi og. 10—15 þúsund tonn frá íslandi. Þá er búist við auknu framboði frá nýjum stöðvum á austurströnd Banda- ríkjanna og Kanada. I spánni kemur einnig fram að eftirspumin er áætl- uð 130 þúsund tonn af laxi árið 1990, eða 20 þúsund tonnum minni en áætlað framboð. Þá kemur einn- ig fram að framleiðslugeta nýrra fískeldisstöðva er áætluð 250—300 þúsund tonn. Guðmundur sagði að samkeppnin á markaðnum yrði hörð, en án nokkurs vafa ætti eldisfískur mikla framtíð fyrir sér á matarborði auð- ugustu þjóða heims, svo sem Bandaríkjanna, Vestur-Evrópu og Japan. Norðmenn og Færeyingar framleiddu og seldu nú þegar tugi þúsunda smálesta af laxi á þessum mörkuðum með góðum árangri. Norðmenn hefðu verið til fyrir- myndar í sölunni, og brotist inn á markaðinn í Bandaríkjunum á sama hátt og íslendingar með frostna fískinn á sínum tíma. Norskur lax væri þekktur fyrir gæði og hefði því yfírburði á markaðnum. Erfiðleikar vegna eig’nar útlendinga Guðmundur sagði að nokkrir íslenskir framleiðendur hefðu verið að koma laxinum á framfæri með allgóðum árangri. En það væri bara forleikurinn. Framundan væri að kortleggja markaðina og nýta þá þekkingu sem þegar væri fyrir hendi. Skipuleggja þyrfti sameigin- legt öflugt kynningarátak með svipuðum hætti og Norðmenn og Færeyingar. Jafnframt þyrfti að nýta út í ystu æsar þau sölukerfi sem reynst hefðu Islendingum vel í Bandaríkjunum, Vestur-Evrópu og Japan. Sagði Guðmundur að menn þyrftu að hafa í huga að hagnaður- inn í fískeldinu væri ekki aðeins fólginn í framleiðslu afurðanna, heldur ekki síður í sölunni. Islend- ingar yrðu að hafa hönd í bagga í þeim efnum. Sagði hann að eignar- aðild útlendinga í stöðvunum skapaði ákveðna erfiðleika í þessu efni. Sagði hann að þátttaka útlend- inganna byggðist aðallega á þremur atriðum. Þeir væru að skapa sér aðgang að seiðunum hér, en vegna mikillar uppbyggingar seiðafram- leiðslu í þeirra löndum væri þetta atriði ekki eins mikilvægt og áður. Í öðru lagi vildu þeir útvega fjár- magnið og fá arð af því. Þriðja og mikilvægasta atriðið væri að út- lendingarnir vildu annast sölu og markaðsstarf, enda væru miklir peningar þar á ferðinni. Bandaríkj amarkaður- inn bestur Guðmundur sagði að í Banda- ríkjunum fengist hæsta verðið fyrir lax og bæri tvímælalaust að leggja áherslu á þann markað. Bandaríkja- menn væru fjölmenn þjóð með góð lífskjör. Kaupmáttur fólks væri mikill og tiltölulega jafngóður. Þá væru Bandaríkjamenn almennt ör- uggir viðskiptavinir, ef framleið- endur stæðu við sitt. Fiskneysla væri vaxandi í Bandaríkjunum og væri því spáð að árið 2000 færi hún upp í 50 pund á mann en væri núna um 14 pund. Hann sagði að ástæðumar væm stóraukinn áróður fyrir fískneyslu vegna hollustu hans, þeir sem kæmust upp á lag með að borða fískinn tækju hann framyfir kjöt og kjúklinga og talið væri fínt að borða físk í Banda- ríkjunum. Allt þetta hjálpaði eldis- laxinum. Þá nefndi hann að samgöngur til Bandaríkjanna væru hagkvæmar og samgöngukerfí inn- an Bandaríkjanna það háþróðasta í heiminum til flutnings á matvæl- um. Varðandi aðra markaði sagði Guðmundur að Vestur-Evrópa væri mun óskipulagðari markaður, sem skiptist upp í margar ólíkar þjóðir og þjóðarbrot. Verð á sjávarafurð- um væri lægra þar og kaupmáttur fólks almennt minni en í Banda- ríkjunum. Um Japansmarkaðinn sagði hann að þar væri margt fólk og mikil fiskneysla. En Japanir væru óútreiknanlegir í viðskiptum. Þeir gætu boðið góð verð í upphafí viðskipta en síðan farið fyrirvara- laust annað ef þeim hentaði í það skiptið. Því væri erfítt að byggja heila atvinnugrein á þeim markaði eingöngu. I lok ræðu sinnar lagði Guðmund- ur áherslu á tvö atriði sem skiptu öllu máli við sölu á laxi og físki almennt. Gæði framleiðslunnar yrðu að vera þau bestu sem völ væri á. íslenskur lax yrði að vera gæðavara. Allt kæruleysi á þessu sviði gæti skaðað útflutninginn í langan tíma. Þá yrði dreifingarkerf- ið að vera í lagi. „Ef árangur á að nást verður að fylgja eftir sérhveiju framkvæmda- atriði heimafyrir sem erlendis. Við meðferð, varðveislu og geymslu matvæla duga engin mistök. í fram- leiðslu og sölu físks gildir að bjóða ætíð gæðavöru. Það tryggir hátt verð, örugg viðskipti og þar með framtíðargrundvöll fískeldis á ís- landi,“ sagði Guðmundur H. Garðarsson. Reyktur og graf inn Sigurður Bjömsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins íslensk matvæli hf., flutti erindi um mark- aðssetningu á unnum afurðum úr laxi. Hann sagði að fram til þessa hefði markaðurinn hér verið lokað- ur. Framboð á laxi til vinnslu hefði verið takmarkað, hráefnið oft ekki nógu gott og verðmyndunin óháð heimsmarkaðnum. Þvf hefði verið lítil framleiðsla á fullunnum laxi. En nú væru breytingar í vænd- um. Útlit væri fyrir að nú fengju framleiðendur 1. flokks hráefni á heimsmarkaðsverði og gætu athug- að þennan markað á jafnréttis- grundvelli. Nefndi Sigurður reyktan og grafínn lax og ýmsar aðrar vinnsluaðferðir. Vænlegast taldi hann að líta til Bandaríkjanna með sölu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.