Morgunblaðið - 12.03.1987, Page 26

Morgunblaðið - 12.03.1987, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 Sigurður Jónsson kosinn f ormaður „Okkar manna“ SIGURÐUR Jónsson, fréttaritari Morgunblaðsins á Selfossi, var kosinn formaður „Okkar manna“, félags fréttaritara Morgunblaðsins, á aðalfundi fé- lagsins sem nýlega var haldinn í Reykjavík. Félagið Okkar menn var stofnað fyrir tveimur árum í þeim tilgangi að efla fréttaöfl- un Morgunblaðsins og vinna að hagsmunamálum fréttaritara blaðsins. Úlfar Ágústsson á ísafirði, frá- farandi formaður félagsins, flutti skýrslu stjómar á aðalfundinum. Fram kom hjá honum að í félaginu eru nú 100 innlendir fréttaritarar Morgunblaðsins og eru þeir dreifðir um allt land. Úlfar sagði frá starfí stjómarinnar þetta fyrsta starfs- tímabil félagsins. Gat hann þess að stjómendur Morgunblaðsins hefðu sýnt félaginu mikinn áhuga og vel- vild. Fyrir forgöngu félagsins hefur Morgunblaðið efnt til fræðslunám- skeiða fyrir fréttaritara og ber það hæst í starfí félagsins, að sögn Úlfars. Fyrsta námskeiðið var hald- ið í haust og annað í mars. 28 fréttaritarar hafa sótt þessi nám- skeið og hafa þau þótt takast vel. Greiðslur fyrir fréttir fréttaritara hafa komist í fastara form en áður. Fyrstu fréttaritaramir hafa fengið tölvur hjá blaðinu og senda þeir fréttir sínar beint inn á móðurtölvu Morgunblaðsins. Félagið hefur gef- ið út nokkur fréttabréf. „Fræðslu- starf Morgunblaðsins og félagsins hefur orðið til þess að skrif fréttarit- aranna hafa stóraukist í blaðinu, jafnframt því sem gæði og fagleg vinnubrögð hafa batnað," sagði Úlfar. Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins flutti erindi um Morgunblaðið. Að lokum voru af- hentar viðurkenningar til fréttarit- ara fyrir „fréttir mánaðarins" undanfama mánuði. Magnús Finns- son fréttastjóri afhenti bókaverð- laun sem Morgunblaðið veitir höfundum fréttanna. Eftir fundinn bauð Morgunblaðið fréttariturum að þiggja veitingar. Stjóm félagsins gaf ekki kost á sér til endurkjörs, en í henni voru, auk Úlfars á ísafírði, Ólafur Guð- mundsson á Egilsstöðum og Helgi Kristjánsson í Ólafsvík. Sigurður Jónsson var kosinn formaður eins og áður segir. Með honum í stjóm eru: Jón Gunnlaugsson á Akranesi, sem er ritari og Jón Sigurðsson á Blönduósi, sem er gjaldkeri. í vara- stjóm eru: Kristinn Benediktsson í Grindavík, Hermann Kr. Jónsson í Vestmannaeyjum og Trausti Þor- steinsson á Dalvík. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Viðtakandi og fráfarandi stjórn i lok aðalfundar Okkar manna. Formennirnir silja, Úlfar Ágústsson fráfarandi formaður til vinstri og Sigurður Jónsson núverandi formaður félagsins til hægri. Stand- andi f.v.: Ólafur Guðmundsson fráfarandi ritari, Helgi Kristjánsson fráfarandi gjaldkeri, Jón Gunnlaugsson ritari og Jón Sigurðsson gjaldkeri félagsins. Bókaforlagið Svart á hvítu: Ný tækni notuð við útgáfu vasabrotsbóka BÓKAFORLAGIÐ „Svart á hvítu“ hefur nú hafið útgáfu nýs bókaflokks er nefnist Regn- bogabækur og fer setning bókanna alfarið fram hjá forlag- inu, en ekki hjá prentsmiðju eins og tíðkast hefur við útgáfu bóka. Við þessa breytingu hefur tekist að stilla verði bókanna í hóf enda ætlun bókaforlagsins að umbylta bókamarkaðinum þannig að unnt sé að ná til stærri lesendahóps en nú viðgengst, að sögn Jörund- ar Guðmundssonar, fram- kvæmdastjóra Regnbogabóka. Hugmyndin að baki útgáfunni er meðal annars að sú, að sögn Jörundar, að gera gott lesefni að- gengilegt fyrir þá sem ekki hafa aðstæður til þess að leita lesefnis í almennum bókaverslunum og bókasöfnum. Þessum nýju bókum verður því dreift í allar smásölu- verslanir, stórmarkaði, ferðamið- stöðvar og á fleiri staði og er ætlunin að gefa út eina bók í hveij- um mánuði. Um er að ræða þýddar erlendar bækur, sem njóta vinsælda erlendis á hveijum tíma. Vinnslan fer þannig fram að þýð- andinn þýðir bækumar á tölvu og fer með tölvudiskinn til bókafor- lagsins, sem prentar verkið út fyrir handritalestur og próförk. Handrit- ið er keyrt út á umbrots- og setn- ingaforriti, sem nefnist „pagema- ker“, en það er sambærilegt forrit og prentsmiðjur nota í umbroti. Þá er handritið prentað út á laserprent- ara og farið með það, uppsett nákvæmlega eins og það á að líta út, í prentsmiðjuna, sem tekur af því fílmu og minnkar það niður í. þá stærð, sem þegar hefur verið ákvörðuð í forritinu. Eftir því eru síðan gerðar plötur. „Með þvi að sjá um setninguna alfarið sjálfír, flýtir það vinnslunni fyrir okkur og gerir okkur kleyft að gefa út eina bók í mánuði á ódýrari hátt en ella væri hægt. Ég get ekki sagt nákvæmlega hversu mikið framleiðslukostnaðurinn lækkar við þetta. Það fer eftir hvað hinar ýmsu prentsmiðjur myndu bjóða í verkið, en mér sýnist 20 til 30% ekki vera ij'arri lagi,“ sagði Jörundur. Magnús E. Sigurðsson, formaður Félags bókagerðarmanna, sagði í samtali við Morgunblaðið að tækni- nýjungar á sviði bókagérðar og prentiðnaðar væru allar í athugun og væri nefnd að taka til starfa sem í sætu fulltrúar frá Félagi bóka- gerðarmanna og Félagi íslenska prentiðnaðarins. Nefndinni er ætlað að ljúka störfum í lok samnings- tímabilsins, það er í lok þessa árs. „Mér fínnst ástæðulaust að ræða sérstaklega um þessa nýjung Svart á hvítu því dæmin eru miklu fleiri þar sem verk, sem áður voru unnin í prentsmiðjum, hafa færst til,“ sagði Magnús. Fyrsta Regnbogabókin er ný- komin út. Hún nefíst „Bijóstsviði" og kostar 390 krónur út úr búð. Höfundur er bandaríski rithöfund- urinn Nora Ephron og segir hún frá litríku hjónabandi og skilnaði sögu- persónanna, sem eiga sér fyrirmynd í bókarhöfundi og blaðamanninum Carl Berstein, sem frægur varð fyrir afskipti sín af Watergate- málinu. í frétt frá forlaginu segir að bókin hafí hlotið frábærar mót- tökur erlendis þegar hún kom út og varð margföld metsölubók. Ný- lega var gerð kvikmynd eftir sögunni undir leikstjóm Mike Nic- hols með þeim Meryl Streep og Jack Nicholson í aðalhlutverkum og myndin sýnd hér á landi um þessar mundir. Af bókum, sem Regnbogabækur ætla að gefa út á næstunni, má nefna metsölubækumar „Wiseguy" eftir Nicholas Pileggi, „The Red Fox“ eftir Anthony Hyde og „I’U Take Manhattan" eftir Judith Krantz. Morgunblaðið/JúIIus Jörundur Guðmundsson framkvæmdastjóri Regnbogabóka stendur við laserprentara bókaforlagsins „Svart á hvítu“ sem gerir fyrirtæk- inu kleyft að lækka framleiðslukostnað bóka verulega. Nýr húsbúnaður í matsal þingsins. Myndin sýnir aðeins helft salarins. Forsalur þinghúss á fyrstu hæð. Þar var til skamms tima einskonar biðsalur viðmælenda þingmanna, sem nú flytzt í fordyri. Magnús Finnsson fréttastjóri afhendir Jóni Sigurðssyni viðurkenn- ingu fyrir „frétt nóvembermánaðar". Fyrir framan Jón sést á Theodór Kr. Þórðarson i Borgarnesi. Hjalti Sigurbjörnsson á Kiðafelli, Magnús Gíslason á Stað, Kristinn Benediktsson i Grindavík og Arnór Ragnarsson í Garði. Stjórn Félags sauðfjárbænda í Borgarfirði: Mótmælt frestun á launahækkun bænda STJÓRN Félags sauðfjárbænda í Borgarfjarðarhéraði hefur samþykkt ályktun þar sem harð- lega er mótmælt frestun á launahækkun bænda, sem taka átti gildi 1. mars síðastliðinn. í ályktun félagsins er bent á frestun gildistöku verðlagsgrund- vallar sauðfjárafurða á síðastliðnu hausti, en það hafi haft í för með sér verulega kjaraskerðingu. „Stjóm FSB skorar því á stjómvöld að tryggt verði að bændur fái þau laun sem þeim ber samkvæmt lög- um. Sé talið nauðsynlegt að oúvöruverð hækki ekki, hlýtur það að vera lágmarkskrafa að leitað sé annarra leiða en að lækka laun bænda,“ segir einnig. Sauðíjárbændur í Borgarfirði segja að einnig liggi fyrir að ullar- iðnaðurinn telji sig ekki þurfa íslenska ull í framleiðsluna og ullin þar af leiðandi verðlaus og tekjur bænda minnki enn. Stjómin hvetur til leitað verði annarra markaða, sem nýta vilja sérkenni íslensku ullarinnar. Jafnframt hljóti sauð- fjárbændur að endurskoða þátttöku sína í uppbyggingu og starfrækslu ullar- og skinnaiðnaðarins í landinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.