Morgunblaðið - 12.03.1987, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 12.03.1987, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 Sigurður Jónsson kosinn f ormaður „Okkar manna“ SIGURÐUR Jónsson, fréttaritari Morgunblaðsins á Selfossi, var kosinn formaður „Okkar manna“, félags fréttaritara Morgunblaðsins, á aðalfundi fé- lagsins sem nýlega var haldinn í Reykjavík. Félagið Okkar menn var stofnað fyrir tveimur árum í þeim tilgangi að efla fréttaöfl- un Morgunblaðsins og vinna að hagsmunamálum fréttaritara blaðsins. Úlfar Ágústsson á ísafirði, frá- farandi formaður félagsins, flutti skýrslu stjómar á aðalfundinum. Fram kom hjá honum að í félaginu eru nú 100 innlendir fréttaritarar Morgunblaðsins og eru þeir dreifðir um allt land. Úlfar sagði frá starfí stjómarinnar þetta fyrsta starfs- tímabil félagsins. Gat hann þess að stjómendur Morgunblaðsins hefðu sýnt félaginu mikinn áhuga og vel- vild. Fyrir forgöngu félagsins hefur Morgunblaðið efnt til fræðslunám- skeiða fyrir fréttaritara og ber það hæst í starfí félagsins, að sögn Úlfars. Fyrsta námskeiðið var hald- ið í haust og annað í mars. 28 fréttaritarar hafa sótt þessi nám- skeið og hafa þau þótt takast vel. Greiðslur fyrir fréttir fréttaritara hafa komist í fastara form en áður. Fyrstu fréttaritaramir hafa fengið tölvur hjá blaðinu og senda þeir fréttir sínar beint inn á móðurtölvu Morgunblaðsins. Félagið hefur gef- ið út nokkur fréttabréf. „Fræðslu- starf Morgunblaðsins og félagsins hefur orðið til þess að skrif fréttarit- aranna hafa stóraukist í blaðinu, jafnframt því sem gæði og fagleg vinnubrögð hafa batnað," sagði Úlfar. Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins flutti erindi um Morgunblaðið. Að lokum voru af- hentar viðurkenningar til fréttarit- ara fyrir „fréttir mánaðarins" undanfama mánuði. Magnús Finns- son fréttastjóri afhenti bókaverð- laun sem Morgunblaðið veitir höfundum fréttanna. Eftir fundinn bauð Morgunblaðið fréttariturum að þiggja veitingar. Stjóm félagsins gaf ekki kost á sér til endurkjörs, en í henni voru, auk Úlfars á ísafírði, Ólafur Guð- mundsson á Egilsstöðum og Helgi Kristjánsson í Ólafsvík. Sigurður Jónsson var kosinn formaður eins og áður segir. Með honum í stjóm eru: Jón Gunnlaugsson á Akranesi, sem er ritari og Jón Sigurðsson á Blönduósi, sem er gjaldkeri. í vara- stjóm eru: Kristinn Benediktsson í Grindavík, Hermann Kr. Jónsson í Vestmannaeyjum og Trausti Þor- steinsson á Dalvík. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Viðtakandi og fráfarandi stjórn i lok aðalfundar Okkar manna. Formennirnir silja, Úlfar Ágústsson fráfarandi formaður til vinstri og Sigurður Jónsson núverandi formaður félagsins til hægri. Stand- andi f.v.: Ólafur Guðmundsson fráfarandi ritari, Helgi Kristjánsson fráfarandi gjaldkeri, Jón Gunnlaugsson ritari og Jón Sigurðsson gjaldkeri félagsins. Bókaforlagið Svart á hvítu: Ný tækni notuð við útgáfu vasabrotsbóka BÓKAFORLAGIÐ „Svart á hvítu“ hefur nú hafið útgáfu nýs bókaflokks er nefnist Regn- bogabækur og fer setning bókanna alfarið fram hjá forlag- inu, en ekki hjá prentsmiðju eins og tíðkast hefur við útgáfu bóka. Við þessa breytingu hefur tekist að stilla verði bókanna í hóf enda ætlun bókaforlagsins að umbylta bókamarkaðinum þannig að unnt sé að ná til stærri lesendahóps en nú viðgengst, að sögn Jörund- ar Guðmundssonar, fram- kvæmdastjóra Regnbogabóka. Hugmyndin að baki útgáfunni er meðal annars að sú, að sögn Jörundar, að gera gott lesefni að- gengilegt fyrir þá sem ekki hafa aðstæður til þess að leita lesefnis í almennum bókaverslunum og bókasöfnum. Þessum nýju bókum verður því dreift í allar smásölu- verslanir, stórmarkaði, ferðamið- stöðvar og á fleiri staði og er ætlunin að gefa út eina bók í hveij- um mánuði. Um er að ræða þýddar erlendar bækur, sem njóta vinsælda erlendis á hveijum tíma. Vinnslan fer þannig fram að þýð- andinn þýðir bækumar á tölvu og fer með tölvudiskinn til bókafor- lagsins, sem prentar verkið út fyrir handritalestur og próförk. Handrit- ið er keyrt út á umbrots- og setn- ingaforriti, sem nefnist „pagema- ker“, en það er sambærilegt forrit og prentsmiðjur nota í umbroti. Þá er handritið prentað út á laserprent- ara og farið með það, uppsett nákvæmlega eins og það á að líta út, í prentsmiðjuna, sem tekur af því fílmu og minnkar það niður í. þá stærð, sem þegar hefur verið ákvörðuð í forritinu. Eftir því eru síðan gerðar plötur. „Með þvi að sjá um setninguna alfarið sjálfír, flýtir það vinnslunni fyrir okkur og gerir okkur kleyft að gefa út eina bók í mánuði á ódýrari hátt en ella væri hægt. Ég get ekki sagt nákvæmlega hversu mikið framleiðslukostnaðurinn lækkar við þetta. Það fer eftir hvað hinar ýmsu prentsmiðjur myndu bjóða í verkið, en mér sýnist 20 til 30% ekki vera ij'arri lagi,“ sagði Jörundur. Magnús E. Sigurðsson, formaður Félags bókagerðarmanna, sagði í samtali við Morgunblaðið að tækni- nýjungar á sviði bókagérðar og prentiðnaðar væru allar í athugun og væri nefnd að taka til starfa sem í sætu fulltrúar frá Félagi bóka- gerðarmanna og Félagi íslenska prentiðnaðarins. Nefndinni er ætlað að ljúka störfum í lok samnings- tímabilsins, það er í lok þessa árs. „Mér fínnst ástæðulaust að ræða sérstaklega um þessa nýjung Svart á hvítu því dæmin eru miklu fleiri þar sem verk, sem áður voru unnin í prentsmiðjum, hafa færst til,“ sagði Magnús. Fyrsta Regnbogabókin er ný- komin út. Hún nefíst „Bijóstsviði" og kostar 390 krónur út úr búð. Höfundur er bandaríski rithöfund- urinn Nora Ephron og segir hún frá litríku hjónabandi og skilnaði sögu- persónanna, sem eiga sér fyrirmynd í bókarhöfundi og blaðamanninum Carl Berstein, sem frægur varð fyrir afskipti sín af Watergate- málinu. í frétt frá forlaginu segir að bókin hafí hlotið frábærar mót- tökur erlendis þegar hún kom út og varð margföld metsölubók. Ný- lega var gerð kvikmynd eftir sögunni undir leikstjóm Mike Nic- hols með þeim Meryl Streep og Jack Nicholson í aðalhlutverkum og myndin sýnd hér á landi um þessar mundir. Af bókum, sem Regnbogabækur ætla að gefa út á næstunni, má nefna metsölubækumar „Wiseguy" eftir Nicholas Pileggi, „The Red Fox“ eftir Anthony Hyde og „I’U Take Manhattan" eftir Judith Krantz. Morgunblaðið/JúIIus Jörundur Guðmundsson framkvæmdastjóri Regnbogabóka stendur við laserprentara bókaforlagsins „Svart á hvítu“ sem gerir fyrirtæk- inu kleyft að lækka framleiðslukostnað bóka verulega. Nýr húsbúnaður í matsal þingsins. Myndin sýnir aðeins helft salarins. Forsalur þinghúss á fyrstu hæð. Þar var til skamms tima einskonar biðsalur viðmælenda þingmanna, sem nú flytzt í fordyri. Magnús Finnsson fréttastjóri afhendir Jóni Sigurðssyni viðurkenn- ingu fyrir „frétt nóvembermánaðar". Fyrir framan Jón sést á Theodór Kr. Þórðarson i Borgarnesi. Hjalti Sigurbjörnsson á Kiðafelli, Magnús Gíslason á Stað, Kristinn Benediktsson i Grindavík og Arnór Ragnarsson í Garði. Stjórn Félags sauðfjárbænda í Borgarfirði: Mótmælt frestun á launahækkun bænda STJÓRN Félags sauðfjárbænda í Borgarfjarðarhéraði hefur samþykkt ályktun þar sem harð- lega er mótmælt frestun á launahækkun bænda, sem taka átti gildi 1. mars síðastliðinn. í ályktun félagsins er bent á frestun gildistöku verðlagsgrund- vallar sauðfjárafurða á síðastliðnu hausti, en það hafi haft í för með sér verulega kjaraskerðingu. „Stjóm FSB skorar því á stjómvöld að tryggt verði að bændur fái þau laun sem þeim ber samkvæmt lög- um. Sé talið nauðsynlegt að oúvöruverð hækki ekki, hlýtur það að vera lágmarkskrafa að leitað sé annarra leiða en að lækka laun bænda,“ segir einnig. Sauðíjárbændur í Borgarfirði segja að einnig liggi fyrir að ullar- iðnaðurinn telji sig ekki þurfa íslenska ull í framleiðsluna og ullin þar af leiðandi verðlaus og tekjur bænda minnki enn. Stjómin hvetur til leitað verði annarra markaða, sem nýta vilja sérkenni íslensku ullarinnar. Jafnframt hljóti sauð- fjárbændur að endurskoða þátttöku sína í uppbyggingu og starfrækslu ullar- og skinnaiðnaðarins í landinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.