Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 Sjórinn við Zeebrugge enn laus við eiturefni Zeebrugge, London, Rcuter, AP. KARL, krónprins Breta, kom til Zeebrugge í Belgíu í gær, þakkaði björgunarmönnum vel nnnin störf og ræddi við nokkra þeirra er björguðust þegar breska feijan Herald of Free Enterprise, lagðist á hliðina rétt fyrir utan höfnina í Zeebrugge. Reuter. Karl krónpríns Breta rœðir við litla breska stúlku, sem bjargaðist ásamt foreldrum sínum úr hinu hörmulega slysi. Krónprinsinn bætti ferðinni til Zeebrugge við áður áætlaða ferð til Briissel, þar sem hann mun heim- sælqa aðalstöðvar Atlantshafs- bandalagsins og ræða við Baldvin Belgíukonung. Prinsinn sagði eftir að hafa rætt við þá sem björguðust að þeir virtust vera að jafna sig, en vissulega myndu þeir aldrei gleyma hinni hræðilegu lífsreynslu sem þeir hefðu orðið fyrir er slysið varð. A sunnudag höfðu hertogahjónin af Jórvík , Andrew prins, bróðir Karls og kona hans Sara, komið til Zeebrugge og heimsótt Bretana sem björguðust úr slysinu. Einn þeirra sem þau heimsóttu á sjúkra- hús, var lítill drengur, Martin Hartley, 8 ára, sem missti foreldra sína, afa sinn og ömmu og nána frænku í slysinu. Er Sara spurði hann hvort það væri eitthvað sem hann langaði í þá sagði hann að sig langaði í sérstaka tegund af vörubfl og í gær fékk hann sendan heim til sín bflinn. Breski samgönguráðherrann John Moore sagði að hann myndi beita sér fyrir því að öiyggiskröfur varðandi breskar feijur yrðu hertar á næstunni og að fylgst yrði með því að farið væri eftir settum regl- um. Belgísk yfirvöld sem rannsaka orsakir slyssins sögðust í gær reikna með því að niðurstöður lægju fyrir innan eins mánaðar. Bresk yfírvöld og eigendur feijunnar munu einnig láta fara fram sérstak- ar rannsóknir. Olivier Vanneste, héraðsstjóri í Vestur-Flæmingjalandi, sagði í gær að sýni væru tekin reglulega við feijuna og hingað til hefðu engin hættuleg eiturefni mælst í sjónum. Líklega hoðað til kosninga í vor Kaupmannahöfn, frá N. J. Bruun, Grœn landsfréttaritara Morgunblaðsins. Kosningar eru á næsta leiti í yrði hjá kosningum komist. Grænlandi. Formaður græn- lensku landsstjórnarinnar, Jonathan Motzfeldt úr Siumut- flokknum, skýrði frá því á þriðjudagskvöld, að viðræðurnar við stjórnarandstöðuna hefðu farið út um þúfur og að ekki Bretland: Stjórnin telur fælingarmátt Trident-flauganna nógan - Kinnock reiður út í Callaghan London, AP. BREZKA ríkisstjómin er þess fuUviss að þótt Pershing Il-flaugar og stýriflaugar NATO hverfi frá Evrópu verði fyrir hendi nógur fælingarmáttur til að koma í veg fyrir árás á Bretland, að þvi er George Younger, varaarmálaráðherra, sagði í brezka þinginu á þriðjudag. Neil Kinnock, formaður Verkamannaflokksins, sakaði Jim Callaghan, fyrrum forsætisráðherra, um að ausa vatni á myllu íhaldsflokksins með þvi að draga stefnu Verkamannaflokksins í varnarmálum í efa. Younger sagði að með tillögu Mikhails S. Gorbachev, aðalritara sovézka kommúnistaflokksins, um útrýmingu allra meðaldrægra kjamaflauga í Evrópu, stæðu menn frammi fyrir flóknum valkostum og erfíðum ákvörðunum. Full ástæða væri fyrir ríki Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) að fara sér hægt og ana ekki að samkomulagi. Younger sagði að búast mætti við vandamálum í sambandi við eftirlit með því hvemig samkomu- lag um útrýmingu meðaldrægra væri haldið. Einnig væri hætta á því að Sovétmenn „græfu undan“ samkomulagi með því að færa til eða koma upp fleiri skammdrægum kjamaflaugum. James Callaghan, forsætisráð- herra stjómar Verkamannaflokks- ins, sem féll í kosningum árið 1979, fagnaði nýjustu tillögum Gorbac- hevs í umræðum í þinginu á þriðju- dag. Við það tækifæri ítrekaði Callaghan andstöðu sína við núver- andi stefnu Verkamannaflokksins í afvopnunarmálum. Flokkurinn vill að Trident-kjamaflaugunum brezku verði eytt en Callaghan er á móti einhliða afsölun af því tagi. „Það er reynsla mín, hvers virði sem hún kann að vera, að Rússar þakka fyrir allar tilslakanir, sem í boði em, án þess að gefa nokkuð í stað- inn,“ sagði Callaghan í þinginu. Callaghan minnti á að það hefði verið samstaða Evrópuþjóða um að setja upp Persing II-flaugar og stýriflaugar í Evrópu sem knúði Sovétmenn að samningaborðinu og sagði að ekki mætti vanmeta fæl- ingarmátt Trident-flauganna. Stjóm Callaghans féll í kosningum árið 1979 og tók þá íhaldsflokkur- inn, undir stjóm Margaret Thatc- her, við stjóminni. Kinnock sagði í viðtali við breska útvarpið (BBC) að innan Verka- mannaflokksins væm menn sem settu skoðanir sínar á framfæri „oft og tíðum án tillits til þess hvaða áhrif það hefur á fiokkinn, hvaða greiði andstæðingunum er gerður eða afleiðinga, sem það getur haft hvað baráttu- og starfsanda flokks- manna“. John Prescott, talsmaður Verka- Neil Kinnock mannaflokksins í atvinnuleysismál- um, sakaði Callaghan um að hafa gert vonir flokksins um árangur í næstu kosningum að engu. „Þú hefur leikið sama leikinn aftur. Tvennar kosningar í röð hef- ur þú stillt okkur upp við vegg," James Callaghan. sagði Prescott við Callaghan í te- herbergi neðri málstofu breska þingsins, að þvf er haft var eftir vitnum. Callaghan svaraði: „Ef þú hefðir hlustað á mín orð um vamar- mál værir þú ekki þar sem þú ert Að réttu lagi eiga kosningar ekki að fara fram fyrr en vorið 1988 en stjómarflokkurinn Siumut og stjómarandstöðuflokkurinn Atass- ut gátu ekki komið sér saman um neitt annað en að vinstriflokkurinn Inuit Ataqatigiit ætti ekki að koma nálægt landsstjóminni. í viðræðum flokkanna fór Atassut fram á helm- ing landsstjómarembættanna og auk þess, að Siumut samþykkti tólf- þætta áætlun um endurreisn grænlensks efnahagslífs. Að sumu gat Siumut gengið en ekki að því að afnema einkaleyfí landsstjómar- innar til vömflutninga milli Græn- lands og Danmerkur og ekki heldur að þeirri kröfu, að olía til báta und- ir 79 tonnum yrði seld á 1 dkr. lítrinn. Kosningar verða ekki umflúnar nema Siumut taki aftur saman við Inuit Ataqatigiit en það er talið heldur ósennilegt. Ágreiningur flokkanna er mikill, ekki síst um Thuleratsjána. Hafa flokksmenn IA gagnrýnt Motzfeldt harðlega fyrir að trúa fullyrðingum Bandarílq'a- manna um að ratsjáin bijóti ekki í bága við ABM-gagneldflaugasamn- ing stórveldanna. Talið er, að kosningar verði annaðhvort 26. maí nk. eða 10. júní. Ef til kosninga kemur í vor verð- ur það í fjórða sinn, sem Grænlend- ingar ganga að kjörborðinu frá því þeir fengu sína eigin landsstjóm árið 1979. Fram til 1983 hafði Siumut meirihluta á landsþinginu en frá 1983-84 studdist flokkurinn við Inuit Ataqatigiit. 1984 var sam- þykkt vantraust á stjómina en að loknum kosningum þá tóku Siumut og IA aftur höndum saman. Siumut og Atassut hafa 11 menn hvor flokkur en LA þijá. Upptök Alzheimer’s-sjúkdómsins Rakin til gallaðs arfbera í erfðavísi Samstarfshópur visindamanna frá ýmsum löndum skýrði frá því fyrir nokkru, að fundist hefði gallaði arfberinn, sem veldur þvi, að Alzheimer’s-sjúkdómurinn erfist frá manni til manns. Var greint frá þessu í kanadíska blaðinu Globe & Mail 20. febrúar sl. „Nú í fyrsta sinn erum við að fást við raunveruleg upptök sjúk- dómsins," sagði dr. James Gus- ella, einn af höfundum skýrslunn- ar um þessa uppgötvun, og dr. Michael Shelanski, forstöðumaður meinafræðideildar Columbia- háskóla og sérfræðingur í Alz- heimer’s-sjúkdómnum, sagði, að vegna uppgötvunarinnar stæðu menn nú á tímamótum. „Við vit- um nú hvað veldur sjúkdómnum og höfum þar með stigið fyrsta skrefíð í átt til hugsanlegrar lækn- ingar." Dr. Gusella, sem er forstöðu- maður taugaerfðafræðideildar Massachusetts-sjúkrahússins, sagði á fréttamannafundi, að eftir þijú til fímm ár yrði lfklega unnt að fínna hvort menn hefðu þennan gallaða arfbera og í framhaldi af því yrði e.t.v. hægt að koma í veg fyrir sjúkdóminn. Nú er aðeins unnt að greina sjúkdóminn með vissu eftir að sjúklingurinn er lát- inn og þá með því að rannsaka heilavefínn. Dr. Gusella sagði, að erfðagall- inn hefði fundist með rannsóknum á fjórum stórum ijölskyldum, nokkrum ættliðum þeirra, en í þeim öllum var Alzheimer’s-sjúk- dómurinn mjög algengur, það afbrigði hans, sem svarar til 10-20% allra tilfella. Vísinda- mennimir komust að því, að af 23 erfðavísum í fmmum manns- líkamans hafði einn, sá 21., gallaðan arfbera og reyndist svo vera hjá öllum, sem af sjúk- dómnum þjáðust. Alzheimer’s-sjúkdómurinn er enn sem komið er ólæknandi en hann veldur hrömun í miðtauga- kerfínu. Em einkennin þau, að sjúklingamir missa smám saman minnið og eiga æ erfiðara með að hugsa rökrétt og skilja um- hverfíð réttum skilningi. Þegar sjúkdómsins hefur orðið vart lifa sjúklingamir sjaldan lengur en í fímm til tíu ár. Yfírleitt veikist fólk ekki fyrr en það er á sjötugs- eða áttræðis- aldri en talið er, að í Bandaríkjun- um einum sé tvær og hálf milljón manna haldin sjúkdómnum, 9% allra, sem eldri em en 65 ára. Talsmaður Alzheimer’s-sam- takanna í Chicago í Bandaríkjun- um hefur fagnað fréttinni um uppgötvun vísindamannanna en varar þó fólk við ótímabærri bjart- sýni. Enn muni líða a.m.k. fímm ár þar til vænta megi einhverrar lækningar. Dr. Shelanski tók líka fram, að uppgötvunin væri fyrst og fremst fagnaðarefni fyrir þá, sem em á miðjum aldri og yngri, og gæfí þeim von um að þurfa ekki síðar á lífsleiðinni að þjást af sjúkdómnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.