Morgunblaðið - 12.03.1987, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987
Plnrgiw Útgefandi onliljifeife I Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö
Óleyfileg efni
1 matvælum
Frá því var greint hér í
blaðinu á sunnudaginn,
að Hollustuvemd ríkisins
hefði kært tvö fyrirtæki vegna
ólöglegra efna í matvælum,
sem þau framleiða. Annað
fyrirtækið hafði notað ofnæm-
isvaldandi efni við gerð
hamborgara og hitt hafði sett
rotvamarefnið hexa í kavíar.
Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem
skýrt er frá notkun óæski-
legra aukaefna í íslensk
matvæli. Rifja má upp deil-
umar um notkun fúkkalyfla í
kjúklingafóður fyrir nokkmm
árum.
Öm Bjamason, forstjóri
Hollustuvemdar ríkisins, seg-
ir í samtali við Morgunblaðið
á þriðjudaginn, að það heyri
þó til undantekninga að
íslensk fyrirtæki séu kærð
fyrir að nota óleyfileg efni í
matvæli. Matvæiaiðnaður hér
á landi uppfylli að jafnaði sett
skilyrði. Þetta eru að sjálf-
sögðu ánægjulegar fréttir.
Hitt má ekki gleymast, að
hver mistök, sem gerð eru,
geta verið óhemju dýrkeypt
innanlands og utan. Fyrir-
tæki, sem notar óleyfileg efni
í matvæli, veldur ekki aðeins
sjálfu sér og kaupendum vör-
unnar skaða, heldur veldur
það öðrum fyrirtækjum og
matvælamarkaðnum í heild
tjóni.
Mikilvægt er að hafa í
huga, að neytendur em nán-
ast vamarlausir gagnvart
þeim vömm, sem þeir kaupa.
Þeir verða að treysta því, að
upplýsingar, sem þeir fá um
gæði vöm, séu á rökum reist-
ar og almennum og opin-
bemm hollustureglum sé fylgt
í hvívetna við framleiðsluna.
Þetta leggur mikla ábyrgð á
herðar framleiðenda, ábyrgð
sem þeir verða að gera sér
afar skýra grein fyrir. Mat-
vælaframleiðendur, sem sýna
kæmleysi eða em berir að
vanþekkingu um þessi efni,
misbjóða neytendum og þar
með starfsgrundvelli sínum.
Reglur um þessi efni þurfa
að vera skýrar, afdráttar-
lausar og óvægnar. Jafnframt
verður vitaskuld að gæta
fyllstu sanngimi, enda getur
margt orkað tvímælis á þessu
sviði og einhlítar, fræðilegar
niðurstöður ekki alltaf fyrir
hendi.
Á síðari ámm má heita að
orðið hafi vakning á Vestur-
löndum um heilbrigði og
hollustuvemd. Þekking á
efnasamsetningu matvæla
hefur líka aukist og matvæla-
rannsóknir em orðnar að
virðulegri háskólagrein víða
um lönd, þ. á m. við Háskóla
íslands. Þessari framvindu
ber að fagna. Neysla hollrar
fæðu ræður úrslitum um
líkamlega velferð fólks, og
oftar en ekki hina andlegu
velferð einnig. Þekking á
efnasamsetningu matvæla
þarf að aukast meðal almenn-
ings og fyrirtæki, sem fram-
leiða matvæli, eiga að gera
sér það að metnaðarmáli, að
veita neytendum sem ýtarleg-
astar upplýsingar um innihald
þeirra og notkunarmöguleika.
I þessu efni hafa einnig orðið
miklar framfarir á síðustu
ámm, en mikið verk er samt
óunnið.
Fáar þjóðir ættu í rauninni
að gera sér jafn vel grein fyr-
ir því og við íslendingar, hve
mikilvægt er, að matvæli, sem
boðin em til sölu, séu úr bestu
fáanlegu hráefnum og í þeim
séu ekki aukaefni, sem geta
valdið neytendum heilsutjóni.
Við eigum allt okkar undir
því, að fískurinn, sem við veið-
um, og fiskafurðimar, sem við
vinnum, seljist á erlendum
mörkuðum. Orðstír okkar sem
matvælaframleiðenda er góð-
ur og fyrir vikið höfum við
fengið hærra verð fyrir vömr
okkur en margir keppinaut-
anna. Það þarf enginn að
velkjast í vafa um það, hvaða
afleiðingar það hefði, ef í Ijós
kæmi, að við væmm orðnir
kæmlausir um gæði þessa
vamings. Á stuttum tíma
myndi það leiða til verðhmns
á erlendum mörkuðum og í
kjölfarið lífskjarahmns á Is-
landi. Til allrar hamingju em
þess fá dæmi að íslenskir út-
flytjendur hafí bmgðist því
trausti, sem þeim er sýnt, og
enginn ástæða er til að ætla,
að á því verði breyting. Af
því megum við að sönnu vera
hreykin. En þegar matvæli
em annars vegar má ekki
tefla í neina óvissu og nauð-
synlegt er að vera sífellt
vakandi á verðinum, enda er
matur mannsins megin.
• •
Oryggismá
Evrópu í deigli
eftir
Matthías Á. Mathiesen
Fundur þeirra Ronalds Reagan, for-
seta Bandaríkjanna, og Mikhails S.
Gorbachevs, aðalritara sovéska
kommúnistaflokksins, í Reykjavík sl.
haust, var tvímælalaust einn merkasti
atburður á sviði alþjóðamála á síðast-
liðnu ári. Það hefur komið í ljós, að
á fundinum var lagður grunnur að
samkomulagi um tvö meginsvið við-
ræðna risaveldanna í Genf um
takmörkun vígbúnaðar, en í þeim við-
ræðum er rætt um meðaldrægar
kjamaflaugar, langdræg kjamavopn
og geimvamir. Niðurstaða fundarins
var í sem stystu máli eftirfarandi:
1) Leiðtogamir voru sammála um, að
á næstu fimm árum ætti að fækka
langdrægum kjamavopnum um
helming. Þeir urðu ásáttir um há-
mark 6.000 kjarnaodda í lang-
drægum skotkerfum, sem ekki
mættu vera fleiri en 1.600 talsins.
2) Þá urðu þeir ásáttir um geysimikla
fækkun meðaldrægra kjama-
flauga. Þannig skyldu leyfðir 100
kjamaoddar í slíkum sovéskum
flaugum í Asíu (af gerðinni SS-20)
og 100 í Bandaríkjunum, en engar
í Evrópu.
3) Leiðtogamir ræddu einnig bann
við kjamavopnatilraunum þótt ekki
næðist samkomulag.
4) Þeir virtust vera á sama máli um,
að virða samninginn frá 1972 um
takmörkun gagneldflauga (ABM-
samninginn) næstu 10 árin, þótt
þeir túlki hann á mismunandi hátt
og Bandaríkjamenn hafí ítrekað
ásetning sinn að halda áfram rann-
sóknum og þróun geimvama, sem
þeir segjast geta stundað án þess
að bijóta í bága við þann samning.
Ágreiningur leiðtoganna tveggja
var fyrst og fremst um geimvamir.
Reagan samþykkti, að geimvarnakerfí
skyldi ekki tekið í notkun í 10 ár, en
á sama tíma yrði langdrægum kjama-
eldflaugúm útrýmt. Gorbachev gat
fallist á 10 ára takmörkunina, en gerði
jafnframt þá kröfu, að rannsóknir á
og tilraunir með geimvamakerfi færu
eingöngu fram í rannsóknastofum.
Samkomulag þar að lútandi var einnig
gert að skilyrði fyrir samningum á
öðmm sviðum afvopnunarmála.
Útrýming- meðal-
drægra kjarnaflauga?
Undanfama daga hafa borist fregn-
ir af tilslökunum Sovétmanna í
viðræðum risaveldanna. Hafa þeir lýst
sig reiðubúna að gera samkomulag
um útrýmingu meðaldrægra kjama-
flauga úr Evrópu (svokallaðar Evrópu-
flaugar) óháð því hvort Bandaríkja-
menn halda áfram tilraunum sínum
með geimvamir. Þá hafa Sovétmenn
einnig lýst sig reiðubúna að koma til
móts við kröfur Bandaríkjamanna
varðandi gagnkvæmt og raunhæft
eftirlit með framkvæmd samninga um
þetta efni.
Ef þessar yfírlýsingar ganga fram
við samningaborðið í Genf má búast
við að skriður komist á viðræður risa-
veldanna og að samkomulag um
útrýmingu meðaldrægra kjamaflauga
geti litið dagsins ljós á næstu mánuð-
um. Samkomulag um þetta efni myndi
tvímælalaust verða til góðs og draga
úr spennu milli Austurs og Vesturs.
Á meðan gengið er úr skugga um
friðarvilja Sovétmanna er óráðlegt að
hafast nokkuð það að er spillt getur
fyrir árangri á sviði afvopnunar. Það
er þannig mikilvægt að tilraunir með
geimvamakerfi fari fram innan marka
hinnar þröngu túlkunar ABM-samn-
ingsins frá 1972, en sá samningur
setur kjamorkuvömum þröngar
skorður.
En hver yrðu áhrif samkomulagsins
um útrýmingu meðaldrægra kjama-
flauga? Það er t.d. ljóst, að slíkt
samkomulag hefði áhrif á hugmyndina
um kjamavopnalaust svæði á Norður-
löndum. Mun ég víkja nánar að því
hér á eftir. Áður hyggst ég fara nokkr-
um orðum um deilumar varðandi
meðaldræg kjamavopn í Evrópu.
Sovétmenn rösk-
uöujafnvæginu
Ágreiningurinn um Evrópuflaug-
amar hefur staðið nær óslitið síðan
árið 1977, en það ár hófu Sovétmenn
að endumýja eldri og ófullkomnari
kjamaflaugar með hinum hámá-
kvæmu og ógnvekjandi SS-20-flaug-
um. Á örfáum ámm komu þeir fyrir
hundmðum slíkra flauga í nágrenni
Evrópu. í þeim em þrír kjamaoddar
og hefur hver um sig u.þ.b. sjöfaldan
sprengikraft Hiroshima-sprengjunnar.
Þær geta farið allt að 5.000 km vega-
lengd og því hæft skotmörk í öllum
ríkjum Vestur-Evrópu.
Mönnum á Vesturlöndum hraus
vitaskuld hugur við þessari ógn, þar
sem hún bættist við yfírburði Rauða
hersins á sviði hefðbundins vígbúnað-
ar í álfunni. Með uppsetningu SS-20-
flauganna röskuðu Sovétmenn því
jafnvægi, sem eigi að síður hafði náðst
í samskiptum Austurs og Vesturs um
miðjan síðasta áratug. Þjóðir Vestur-
Evrópu gátu ekki látið slíkt óátalið.
Að frumkvæði Vestur-Þjóðverja
samþykktu ríki Atlantshafsbandalags-
ins í desember 1979 að koma fyrir
bandarískum Pershing Il-flaugum og
stýriflaugum í fímm ríkjum Vestur-
Evrópu. Tilgangurinn var að koma á
jafnvægi í þessum efnum. Á sama
tíma var ákveðið að Bandaríkjamenn
byðu Sovétmönnum til viðræðna um
takmörkun meðaldrægra kjama-
flauga. Ríki Atlantshafsbandalagsins
hétu að hefja ekki uppsetningu slíkra
flauga næstu fjögur ár svo svigrúm
fengist til viðræðna og við það var
staðið.
Hinar svonefndu INF-viðræður hó-
fust síðan í Genf árið 1981. Þá kom
fyrst fram hugmyndin um „núll-
lausn", en hún fólst í því að Banda-
ríkjamenn buðust til þess að falla frá
uppsetningu Pershing II og stýriflaug-
anna ef Sovétmenn eyðilegðu SS-20-
flaugamar. Sovétmenn höfnuðu þessu
tilboði. Þegar svo ljóst varð að til
uppsetningar kæmi gengu Sovétmenn
frá samningaborðinu í Genf. Þeir von-
uðust til þess að áróður „friðarhreyf-
inga“ í vestrænum fíölmiðlum myndi
hefta framgang áætlunar Atlants-
hafsbandalagsins. Þeim varð ekki að
ósk sinni og eftir að uppsetning hófst
afréðu þeir að ganga til samninga á
ný-
Ef samkomulag næst um útrým-
ingu meðaldrægra flauga úr Evrópu
hefur það þannig tekið ein sex ár að
sannfæra Sovétmenn um gildi þess
að draga úr vígbúnaði á þessu sviði.
Sá árangur yrði þá til kominn einung-
is vegna samstöðu ríkja Atlantshafs-
bandalagsins um að vega upp yfírburði
Sovétmanna. Þetta ætti að vera íhug-
unarefni fyrir þá sem á sínum tíma
börðust gegn þeirri ákvörðun.
Kjarnavopna-
laust svæöi
Ég gat þess hér að framan að hugs-
anlegt samkomulag um útrýmingu
meðaldrægra kjamaflauga úr Evrópu
hefði áhrif á hugmyndina um kjama-
vopnalaust svæði á Norðurlöndum. Sú
hugmynd hefur verið á dagskrá funda
norrænna utanríkisráðherra síðan árið
1981 þrátt fyrir að um það hafí verið
óformlegt samkomulag allt frá árinu
1951, að öryggis- og vamarmál væm
utan norræns samstarfs. Norðurlöndin
höfðu líka valið sér ólíkar leiðir í þeim
málaflokkum.
Það mun hafa verið Uhro Kekk-
onen, fyrmm forseti Finnlands, sem
fyrstur hreyfði þessu máli fyrir um
aldarfjórðungi, en hugmyndin fékk
Matthías Á. Mathiesen
„Á þeim fundum nor-
rænna utanríkisráð-
herra sem ég- hef setið
hef égtalið óraunhæft
að hefja undirbúning að
stofnun kjarnavopna-
lauss svæðis nema tekið
sé tillit til þeirra svæða
þar sem kjarnavopn eru
til staðar. Ekki hafa allir
ráðherrarnir verið á
sama máli og hafa sumir
þeirrat.d. viljað undan-
skilja hafsvæðin um- __
hverfis Norðurlönd. Ég
get varla ímyndað mér
að nokkur Islendingur
geti fallist á slíkt.“
byr undir báða vængi vegna uppsetn-
ingar Evrópuflauganna. I stuttu máli
felur hún það í sér að löndin fímm
lýsi því yfír að þau muni aldrei grípa
til kjamavopna hvorki til árásar né
til vamar og leyfí ekki staðsetningu
slíkra vopna á landsvæðum sínum.
Trygging risaveldanna yrði fengin
fyrir því að þau muni virða svæðið
og gerður um það sérstakur milliríkja-
samningur.
Ólafur Jóhannesson var utanríkis-
ráðherra þegar hugmyndin kom fram
á fundum norrænna utanríkisráðherra
í upphafí þessa áratugs. Hann lýsti
skoðun sinni í skýrslu til Alþingis árið
1982:
Hugmyndina um kjamavopna-
laust svæði í Evrópu má vissulega
ræða nánar. Að því er norðurhluta
Evrópú varðar hlýtur þó að vera
alveg ljóst að ekki er unnt að líta
framhjá þeirri staðreynd að kjama-
vopn em til staðar í stómm stíl í
næsta nágrenni við Norðurlönd. Á
það ekki síst við um víghreiður
Sovétríkjanna á Kolaskaga og svo
Eystrasaltið, eins og kjamavopna-
kafbátur Sovétmanna, sem rak á
fjörur Svía, færði okkur áþreifan-
lega heim sanninn um.
Það á við um ísland eins og önn-
ur Norðurlönd að þar em engin
kjamavopn og steftia stjómvalda
er að slík vopn verði þar ekki. Form-
legur milliríkjasamningur varðandi
þau málefni hlýtur því eingöngu að
koma til greina í víðara samhengi
þar sem fjallað er um raunvemlega
tryggingu þjóða Evrópu fyrir auknu
öryggi-
Ólafur Jóhannesson taldi að kjama-
vopnalaust svæði væri því aðeins