Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 21 Guðjón Armann Eyjólfsson ingsmaður þess, að grunnnámið, 30 rúmlesta réttindanám til at- vinnuréttinda, og skipstjómarprófi 1. stigs, verði komið upp a.m.k. í hveijum landsflórðungi, ef tryggt er að hæfír kennslukraftar fáist og staðið verði við öll skilyrði fyrir atvinnuréttindi 1. stigs, sem veitir réttindi á 200 rúmlesta skip og minni hér við landið, en það eru rúmlega 600 skip af samtals 822 skipum í öllum íslenska skipastóln- um eða u.þ.b. 73% skipa (560 skip eru í skipaskrá 1987 skráð 100 rúmlestir eða minni) og er með þessu námi — skipstjómarprófi 1. stigs, komið á móts við réttindanám fyrir stærstan hluta skipaflotans. Ef tryggt er að grunnnámið er í traustum höndum er það allt af hinu góða og eflir mjög efri stig skipstjómamámsins. Hvar er nú allt tal um öryggi sjómanna? Um eða yfir 60% allra slysa til sjós verða vegna mann- legra mistaka eftir því sem skýrslur og rannsóknir leiða í ljós. Finnst mönnum virkilega ástæða til í skugga hörmulegra sjóslysa í desember sl. að draga úr sjómanna- fræðslunni og þá sérstaklega námi farmanna, þar sem við höfum t.d. ekki getað framfylgt ennþá öllum alþjóðlegum samþykktum, t.d. um leit og björgun o.fl., vegna þess að námstími er of stuttur? Á Alþingi er nú komið_ fram stjomarfrumvarp um aðild íslands að Alþjóðasamþykkt um þjálfun, skírteini og varðstöðu sjómanna á kaupskipum, sem öll nágrannaríki eru aðilar að (STCW-1978). Þegar íslendingar eru orðnir aðilar verður skylt að fylgja ákvæðum þessarar samþykktar í námi farmanna. Þegar sjóslysin verða spyijum við sem störfum hér við Stýrimanna- skólann okkun Hvað getum við gert með aukinni fræðslu og þekk- ingu til að koma í veg fyrir slíkt? Hefur eitthvað bmgðist í okkar kennslu? Þrátt fyrir þessar staðreyndir er ekkert samráð haft við Stýrimanna- skólann, þegar heimild er veitt fyrir umfangsmikilli breytingu á skipu- lagi skipstjómarfræðslunnar. Skól- inn hefur í nær 100 ár verið höfuðstofnun sjómannafræðslu í landinu. Ég tel ákvörðun menntamála- ráðuneytisins og nefndar á Dalvík um að á staðnum sé ekkert því til fyrirstöðu að kenna undir skip- stjómarpróf 2. stigs, af því að þar sé góð aðstaða til að taka á móti nemendum, „fjölbreytt útgerð og vinnsla á staðnum", lýsa vanmati á ábyrgð og þeim störfíim sem stigið veitir réttindi til og ennfremur van- þekkingu á námskröfum til skip- stjómarprófs 2. stigs, sem m.a. veitir farmannaréttindi. Ég álít aftur á móti að Dalvík sé staður sem er mjög vel til þess fallinn vegna aðstöðu og útgerðar frá bænum til að hafa á hendi kennslu í fyrstu stigum skipstjóm- amámsins á Norðurlandi og í grunnnámi sjómanna og físk- vinnslufræðslu. Hið háa Alþingi hlýtur að verða að samþykkja lög eða hafa um það að segja, hvort eigi að koma á fót 2. stigs skipstjómamámi annars staðar en við þá tvo stýrimanna- skóla sem fyrir em i landinu. Ég álít að það myndi veikja þá skóla, hugsanlega útþynna námið og draga úr öryggi skipa og allra sæ- farenda. Minna má á alþjóðasam- þykktir, sem heimila nágrannaþjóð- um að stöðva skip í höfnum sínum, ef þau uppfylla ekki skilyrði um menntun yfír- og undirmanna eða annað það sem varðar öryggi skips- ins. Höfundur er skólastjóri Stýri- mannaskólans iReykjavík. Ennþá nokkur ár í steríósjónvarp STEFNT er að sjónvarpi í steríó á næstu árum þótt ekki sé hægt að segja nákvæmlega til um hvenær af því getur orðið. Sjónvarps- merkið, eins og það nú er, flytur aðeins eina talrás, en til þess að hægt sé að senda út í steríó, þarf tvær talrásir. Að sögn Eyjólfs Valdemarssonar yfírverkfræðings hjá Ríkisútvarp- inu hefur ekki ennþá verið hannað kerfí til steríósendinga, sem sam- þykkt hefur verið alþjóðlega. Til- raunir standa yfír í Englandi og í Svíþjóð viðvíkjandi stöðluðu sjón- varpskerfi í steríó sem byggir á stafrænni tækni og binda Evrópu- löndin vonir sínar við það. Það hefði þó í för með sér að fólk þyrfti að fá sér ný sjónvarpstæki svo það geti náð steríóútsendingum. Þjóðveijar hafa um nokkurra ára skeið sent út sjónvarpsefni í steríó, en þetta þýska kerfí hefur ekki fengið alþjóðlega vinurkenningu þar sem hljóðrásimar hafa ekki þótt sýna nógu mikla einangrun á milli sín, en hugmyndin er að með steríósjónvarpi verði jafnvel hægt að senda út sitthvort tungumálið á hljóðrásunum. „Málið er í biðstöðu núna og við gerum ekkert í því fyrr en þessi alþjóðlega stöðlun liggur fyrir. Við notum nú örbylgjusambandið til að flytja báðar hljóðvarpsrásir, Rásir 1 og 2, um landið í steríó, en höfum yfír fímm hljóðrásum að ráða, sú fimmta er fyrir sjónvarpið," sagði Eyjólfur Valdemarsson. FALLEGIR FATASKÁPAR Á SÉRSTAKLEGA GÓÐU VERÐI Viðja býður nú nýja gerð af fataskápum sem settir eru saman úr einingum eftir óskum viðskiptavinanna sjálfra Dæmi um verö pr. einingu: 197 cm háir skápar með sléttum hurðum breidd 40cm-frákr. 6.400.- breidd 80cm-frákr. 9.850.- breidd 100 cm - frá kr. 10.760.- 197 cm háir skápar með fræstum hurðum (sjá mynd) breidd 40cm-frákr. 8.850.- breidd 80 cm - frá kr. 14.750,- breidd 100 cm - frá kr. 16.060,- Trésmiðjan Viðja hóf nýlega framleiðslu á vönduðum og sterkum fataskápum sem eru afrakstur áralangrar þróunar og reynslu starfsmanna fyrirtækisins. Þeir byggjast á einingakerfi sem gerir kaupendunum kleift að ráða stærð, innréttingum og útliti, innan ákveðinna marka. Hægt er að fá skápana í beyki, eik eða hvítu, með sléttum hurðum. Auk þess eru hvítu skáparnir fáanlegir með fræstum hurðum (sjá mynd). Einingaskáparnir frá Viðju eru auðveldir í uppsetningu og hafa nánastóend- anlega uppröðunar- og innréttingamöguleika. Þeir einkennast af góðri nútímalegri hönnun og sígildu útliti sem stenst tímans tönn. Stærðir: hæð: 197 cm eða 247 cm breidd: 40 cm - 50 cm - 60 cm o.s.frv. dýpt: 60 cm. 20% útborgun 12 mánaða greiðslukjör. þar sem góðu kaupin gerast. ísraels — í sólina Jerúsalem - Betlehem - Hebron - Dauðahafið - Massada - Jeríkó - Nazaret - Kapernaum - Golanhæðir - Akkó - Haifa - Netanya - Tel Aviv - Jaffa. Láttu drauminn rætast. Þægileg þriggja vikna ferð til Landsins helga þar sem leitast verður við að sameina skoðunarferð á fræga sögustaði og hvíldarferð á yndislega strönd Miðjarðarhafs- ins. Dvalið verður 7 daga í Jerúsalem, 3 daga í Tíberías á strönd Genesaretvatns og 8 daga á einni bestu baðströnd landsins, Netanya. 2 dagar í London á heimleið. Góð 3ja til 4ra stjörnu hótel með morgunverði. Skoðunarferðir innifaldar í verði. verSf59.18oo,ai' Notið þetta einstaka tækifæri MeAalfjöldi sóiardaga I mal 30 dagar. Meöalhiti 26-32 stlg. Fararstjórar: Hrefna Pétursdóttir og Práinn Þorleifsson, formaóur félagsins fsland—fsrael. Ferðaskrifstofa Snorrabraut 27-29, sími 26100 augljós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.