Morgunblaðið - 12.03.1987, Síða 37

Morgunblaðið - 12.03.1987, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 37 unm hugsanlegt að það væri hluti af samn- ingi kjamorkuveldanna um afvopnun og takmörkun vígbúnaðar. Geir Hallgrímsson, fyrrverandi utanríkis- ráðherra, lýsti sömu skoðun í skýrslu um utanríkismál árið 1985 og sagði þá meðal annars: Yfirlýsing um kjamavopnalaust svæði ein sér kann því miður að hafa minni áhrif en vonir standa til. Eg nefni tvennt. Fyrst það að lítill ávinningur er í því að ákveðin svæði séu lýst kjamavopnalaus ef kjamavopnum fækkar ekki en eru ýmist flutt þéttar saman eða út í hafíð. Við íslendingar viljum ennþá síður Iq'amavopn á höfum úti þar sem óhapp á friðartímum gæti eytt sjávarauðlindum okkar og þar með lífsbjörg hvað þá heldur ef hugsað er til þess sem ætti sér stað í styij- öld. Annað er það að kjamavopnum er vandalaust að skjóta langa vega- lengd og einhliða yfirlýsing um kjamavopnalaus svæði tryggir ekki að þau svæði verði ekki fyrir kjama- vopnaárás ef til átaka kemur. Svipuð sjónarmið koma fram í ályktun Alþingis frá 23. maí 1985 um stefnu íslendinga í afvopnunarmálum. I henni er hvatt til þess „að könnuð verði samstaða um og grundvöllur fyrir samningum um kjamorkuvopna- laust svæði í Norður-Evrópu, jafnt á landi, í lofti sem á hafinu eða í því, sem liður í samkomulaginu til að draga úr vígbúnaði og spennu". Ályktunin tekur til mun víðtækara svæðis en Norðurlanda einna, enda er það eðlilegt að stefnt sé að því að fækka þessum vopnum, fremur en að einskorða sig við svæði sem þegar er án slíkra vopna, og einnig er gert ráð fyrir því í ályktun Alþingis að slíkt svæði sé liður í víðtækara samkomu- lagi. Norræn embætt- ismannanefnd Á þeim fundum norrænna utanrík- isráðherra sem ég hef setið hef ég talið óraunhæft að hefja undirbúning að stofnun kjamavopnalauss svæðis nema tekið sé tillit tii þeirra svæða þar sem kjamavopn em til staðar. Ekki hafa allir ráðherramir verið á sama máli og hafa sumið þeirra t.d. viljað undanskilja hafsvæðin umhverf- is Norðurlönd. Ég get varla ímyndað mér að nokkur Islendingur geti fallist á slíkt. Af þessum sökum m.a. hefur enn ekki náðst samstaða um skipun sér- stakrar nefndar norrænna embættis- manna er fengi það verkefni að kanna skilyrði yfirlýsingar um Norðurlönd sem kjamavopnalaust svæði. Ef risaveldin ganga nú til samninga um útrýmingu þeirra kjamavopna sem einna helst hafa ógnað öryggi Norður- landa er ljóst að forsendur slíkrar yfírlýsingar hafa breyst. Eða hvaða frekari tryggingu getur slík yfírlýsing veitt umfram samkomulag risaveld- anna? Við verðum að gera okkur grein fyrir því að það eru þessi tvö ríki sem hafa vald til að semja um takmörkun slíkra vopna. Gallinn við hugmyndina um að lýsa því yfír að Norðurlönd skuli vera svæði án kjamavopna er nefnilega sá, að Norðurlönd hefðu lítil tök á að fylgja henni eftir. Þrátt fyrir tilvist slíks svæðis yrðu kjamavopn til staðar m.a. í skipum og flugvélum í nágrenni Norðurlanda, svo ekki sé minnst á langdræg kjamavopn, sem hæft geta skotmörk nánast hvar á jörðu sem er. Eina vonin er sú, að risaveldin nái samkomulagi um takmörkun kjama- vopna með tryggu eftirliti. I viðræðum á næstunni um útrýmingu meðal- drægra kjamavopna fæst væntanlega úr því skorið, hvort slíkir samningar em mögulegir. Hvað Norðurlönd varðar tel ég því að hyggilegast sé að sjá hver fram- vindan verður í samningamálum risaveldanna á næstunni. Á meðan er óhyggilegt að hafast nokkuð það að sem gæti virkað þannig að eining ríkja Atlantshafsbandalagsins væri að rofna. Við megum heldur aldrei gleyma því, að með aðild að bandalag- inu höfum við tekist á hendur ákveðn- ar skyldur. Hefðbundinn vígbúnaður Sú staðreynd, að samkomulag virt- ist ekki langt undan í viðræðum þeirra Reagans og Gorbachevs hér í Reykjavík gerði það að verkum þegar frá leið, að athygli stjómmálamanna, einkum í Vestur-Evrópu, beindist í auknum mæli að hinum gífurlegu yfír- burðum Varsjárbandalagsríkjanna á sviði hefðbundins vígbúnaðar. Af þeim sökum m.a. hefur aukin áhersla verið lögð á þá stefnu af hálfu vestrænna ríkja að niðurskurði kjamavopna verði að fylgja stöðugleiki á öðmm sviðum, svo sem hvað snertir hefðbundin vopn, efnavopn og skammdræg kjamavopn. Á fundi utanríkisráðherra Atlants- hafsríkjanna í Halifax sl. vor var settur sérstakur vinnuhópur í það verkefni, að undirbúa tillögur um sam- drátt hefðbundins vígbúnaðar í Evrópu. Þessi hópur skilaði hugmynd- um sínum fyrir fund utanríkisráðherra bandalagsins sem haldinn var í Bmss- el í desember og á þeim fundi var samþykkt sérstök yfirlýsing þar sem rílq'um Varsjárbandalagsins er boðið til viðræðna um takmörkun hefð- bundins vígbúnaðar. Undirbúningsvið- ræður fara nú fram í Vfn, þar sem nú stendur yfír þriðji framhaldsfundur Ráðstefnunnar um öryggi og sam- vinnu í Evrópu (RÖSE), en á þeim fundi er farið yfir framkvæmd ákvæða Helsinki-samþykktarinnar. Vonandi verður þetta fmmkvæði Atlantshafsbandalagsins til þess að raunhæfar samningaviðræður um jafnvægi og fækkun hefðbundins vígbúnaðar í Evrópu geti hafist á þessu ári. Ráðstefnan um öryggi og samvinnu í Evrópu Það em þannig ýmis teikn á lofti sem gefa mönnum vonir um að árang- urs geti orðið að vænta á ýmsum sviðum viðræðna til að draga úr vígbúnaði. Raunar náðist á síðastliðnu hausti beinn árangur á einu sviði við; ræðna til að efla öryggi í Evrópu. Á ég þar við niðurstöðu Stokkhólms- fundar um „traustvekjandi aðgerðir", en honum lauk 22. september sl. með samkomulagi um ítarlegt lokaskjal þar sem hert er á ákvæðum Helsinki- samþykktarinnar varðandi upplýsing- ar um heræfíngar. Þetta samkomulag á hemaðarsviðinu kom rétt fyrir upp- haf þriðja framhaldsfundar Ráðstefn- unnar um öryggi og samvinnu í Evrópu, sem hófst í Vínarborg hinn 4. nóvember sl. Stokkhólmsráðstefnan var einn af þeim fundum er ákveðnar voru á öðr- um framhaldsfundi RÖSE, sem stóð yfír í Madrid á ámnum 1980—83. Þar vom einnig 'ákveðnir ýmsir fundir um mannréttindamál og mannleg tengsl, en þeim fundum lauk því miður án árangurs. Á RÖSE-fundinum í Vínarborg fer nú fram mikil umræða um mannrétt- indamál. Eins og kunnugt er hafa ríki Vesturlanda ávallt lagt mikla áherslu á þann þátt Helsinki-samkomulagsins er lýtur að auknum mannréttindum. Á undanfömum vikum hafa Sovét- menn staðið að ýmsum tilslökunum á því sviði sem hljóta að verða til þess að bæta nokkuð andrúmsloftið milli Austurs og Vesturs eftir nokkuð langt kuldaskeið. Enn vantar þó töluvert á fullar efndir ákvæða Helsinki-sam- þykktarinnar, t.d. hvað varðar heim- ildir einstaklinga til að flytjast búferlum milli landa. Aðeins með und- anbragðalausri framkvæmd sam- þykktarinnar getum við vænst þess að samskipti Austurs og Vesturs kom- ist í eðlilegt horf. Það sem að framan segir gefur til kynna, að útlitið í öryggismálum Evr- ópu hafi batnað að undanfömu. Engu að síður eru mörg vandamál óleyst, svo sem misvægi hefðbundins vígbún- aðar og skammdrægra kjamavopna. Samkomulag hefur heldur ekki verið gert um fækkun langdrægra kjarna- vopna. Þess vegna er full ástæða til að vera vel á verði og taka ekki nein- ar vanhugsaðar ákvarðanir, sem snert geta öryggi okkar. Höfundur er utanríkisráðherra AF ERLENDUM VETTVANGI eftir SUE MASTERMAN Otrygg staða Waldheims Að sögn Austurríkismanna var þarna um hreinan uppspuna að ræða — meiriháttar glappaskot. Það sem við er átt er að virta blaðið Jerusalem Post birti fyrir nokkru bréf sem sagt var að Alois Mock, varakanslari Austurríkis og formaður íhaldsflokksins þar, hefði sent Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, og lagt til að Kurt Waldheim forseti yrði fenginn til að segja af sér. llar líkur benda til að bréfið febrúar. Alþjóðasamtökum gyð- A« sé falsað. En margt er á huldu varðandi bréfið, sem ekki hefur fengizt upplýst. Hver samdi það og sendi? Hver var tilgangur- inn? Hverjum var það til góðs og hveijum til ama? Og, síðast en ekki sízt, að hve miklu leyti endur- speglar efni þess álitið á þessum umdeilda forseta Austurríkis? Íhaldsflokkurinn hefur verið að leita svara við þessum spurning- um allt frá því bréfið dularfulla leit dagsins ljós. Ekki bætti það úr skák að falsaða bréfíð var dag- sett 15. desember og móttekið í London 18. desember. í brezka forsætisráðuneytinu hafði þegar verið staðfest að þangað hefði borizt bréf Alois Mock dags. 18. desember — en vegna þeirrar staðfestingar ákváðu ritstjórar Jerusalem Post að birta falsbréfið, og varð blaðið síðar að taka afleið- ingunum. „Rétta“ bréfíð til Thatchers, segir Alois Mock, var skrifað á ínga, World Jewish Congress, barst hinsvegar afrit af bréfinu snemma í janúar gegnum skrif- stofu samtakanna í Genf. Lögfræðing gyðingasamtak- anna, Eli Rosenbaum, grunaði strax að hér væru brögð í tafli. „Við hefðum alls ekki birt það, jafnvel þótt það hefði verið ósvik- ið,“ sagði hann. Samtökunum er full ljóst að birting svona efnis getur haft öfug áhrif. Það fengu þau einnig að fínna er þau reyndu að koma upp um tilraunir Wald- heims til að leyna fyrra samstarfí sínu við yfirvöld nazista. Sumir halda því fram að þau afskipti hafí tryggt Waldheim sigur í for- setakosningunum. Hjá gyðinga- samtökunum var litið svo á að birting bréfsins gæti dregið úr líkum fyrir því að Waldheim neyddist til að segja af sér. Luc Rosenzweig, ritstjóri er- lendra frétta hjá Le Monde, segir að verkfall hjá frönsku járnbraut- yrði íhaldsflokknum til framdrátt- ar og þeir gætu fengið hreinan meirihluta í þingkosningunum, sem fram fóru í nóvember í fyrra. Þessi von rættist engan veginn. íhaldsmenn hefðu orðið áhrifa- lausir ef ekki jafnaðarmenn, sem enn eru stærsti flokkurinn, hefðu tapað enn meira fylgi. Afleiðingin, að loknum tveggja mánaða erfið- um samningaumleitunum, varð myndun samsteypustjómar jafn- aðarmanna og íhaldsmanna. Stjómin hefur mikið þingfylgi, en íhaldsmenn em þar í minnihluta. Eftir kosningamar virtist Alois Mock sigraður. Reynt var að fella hann úr sæti flokksformanns, en það mistókst. Hann hefur einnig verið ásakaður, jafnvel af eigin flokksmönnum, fyrir að hafa látið um of undan kröfum jafnaðar- manna. Innan flokks hans heyrast nú raddir sem frekar hefðu kosið stjómarsamvinnu við öfgasinnaða hægrimenn í „Frelsisflokknum". Frá síðustu áramótum hafa skoðanakannanir á vegum helztu stjómmálaflokkanna í Austurríki bent til þess að vinsældir Wald- heims forseta fari minnkandi, og ef hann færi í fórsetaframboð á Kurt Waldheim fagnar sigri í forsetakosningunum í Austurríki i júni síðastliðnum með konu sinni Elísabetu og dætrunum Liselotte og Christu. Síðan hefur Waldheim átt í margvíslegum vandræðum og nú síðast vegna dularfulls bréfs, sem birtist í Jerusalem Post. bréfsefni European Democratic Union (Sambands evrópskra hæg- riflokka), og fjallaði um málefni EDU auk þess sem Mock sendi irú Thatcher jóla- og nýjárskveðj- ur. Waldheim var ekki nefndur á nafn. Efni „rétta" bréfsins hefur ekki verið birt. Ef það hefði verið gert mætti ef til vill ráða úr því hvort falsarinn hafi hugsanlega séð það bréf. „Rétta“ bréfíð var sent til heim- ilis forsætisráðherrans við Downingstræti og hófst með orð- unum „Kæri forsætisráðherra“. Falsaða bréfið, sem skrifað er á bréfsefni aðalstöðva austurríska Ihaldsflokksins, hefst með orðun- um „Kæra frú Thatcher". Svo virðist sem undirskriftin á því bréfí sé eftirlíking tekin upp úr bæklingi Íhaldsflokksins frá því í síðustu kosningum. Einnig eru dagsetningar bréfanna ekki skrif- aðar á sama hátt, en af því hafa rannsóknarmenn íhaldsflokksins dregið þá ályktun að sá sem samdi falsbréfið hafi frekar hlotið menntun sína í Bandaríkjunum en Bretlandi. Til að gera málið enn flóknara hafði umslagið á falsbréfinu verið póststimplað í stimpilvél sendiráðs Kýpur í London, sem kom sendi- ráðsstarfsmönnum algjörlega á óvart. Dagsetningin á umslaginu er 30. desember 1986. Afrit af bréfínu barst svo Jerusalem Post, og einnig Le Monde í París, 6. unum hafí átt sökina á því hve seint blaðinu barst bréfið. Rosenz- weig er annar tveggja höfunda metsölubókar um ógöngur Wald- heims. Hann trúði ekki á bréfið þar sem bæði það og meðfylgj- andi orðsending voru skrifuð á sömu ritvél. Jerusalem Post tók hinsvegar áhættuna. Ari Rath ritstjóri, sem stundaði nám í Vínarborg — í aðskildum bekk einungis fyrir gyðinga á dögunum fyrir Hitler — heldur því nú fram að „enda þótt bréfíð sé falsað er vandamálið sem þar kemur fram enn við líði.“ íhaldsmenn í Austurríkj neita því staðfastlega að falsbréfið geti verið frá þeirra mönnum komið, en eru engu nær í að fínna söku- dólginn. Ef þeir vita hver á sökina, þá láta þeir það ekki uppi. Aust- urrískir jafnaðarmenn, sem sakaðir voru um það í kosninga- baráttu Waldheims að koma af stað „nazista“-orðrómnum, hafa kröftuglega mótmælt því að eiga nokkum þátt í bréfinu. Þeir benda einnig á að öllum hefði átt að vera ljóst að birting þess hlyti að hafa öfug áhrif. Hver hafði þá ástæðu til að senda bréfíð? Ekki Alois Mock, nýorðinn varakanslari og utanrík- isráðherra, loksins kominn í ríkisstjóm eftir 16 ár í stjómar- andstöðu. Hann studdi persónu- lega forsetaframboð Waldheims í von um að velgengni Waldheims ný næði hann tæpast kjöri. Mað- urinn sem lýsti því yfír að hann yrði aðgerðamesti forseti í sögu Austurríkis lætur nú lítið fyrir sér fara opinberlega. Straumhvörfin urðu hjá Wald- heim þegar það fór að renna upp fyrir banka- og viðskiptayfírvöld- um að hann hefði slæm áhrif á viðskiptin. Þau viðskipti sem eru viðkvæmust fyrir „Waldheim- áhrifunum“ eru ferðamannaiðn- aðurinn, en hann er einnig stærsta gjaldeyristekjulind ríkisins. Meginefni bréfsins — að sann- færa beri Waldheim um að það væri til heilla fyrir landið að hann segði af sér — tekur því undir skoðun sem var þegar útbreidd meðal jafnaðarmanna, en er einn- ig farin að grafa um sig meðal tækifærissinnaðra íhaldsmanna sem telja rétt fyrir flokkinn að reyna að sjá fyrir breyttar skoðan- ir kjósenda. Tilgangur þessa bréfs var með- al annars að skaða þá sem það birtu, en virðist einnig hafa verið að skerða verulega traust íhalds- leiðtogans Alois Mock og leiða til bakslags er spillti öllum tilraunum til að knýja fram afsögn Wald- heims. Fyrirliggjandi gögn virðast benda til aðildar manna á hægri væng íhaldsflokksins. Eru þeir ef til vill sökudólgarnir? Höfundur er blaðamaður hjá brezka blaðinu The Observer.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.