Morgunblaðið - 12.03.1987, Page 14

Morgunblaðið - 12.03.1987, Page 14
-14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 I íhaldssemi og fijálslyndi Bókmenntir Guðmundur H. Frímannsson Hannes Hólmsteinn Gissurarson: Hayek’s Conservative Liberalism, Garland Publishing, 1987, 222 bls. Á síðustu tíu árum eða svo hafa stjórnmál á Vesturlöndum breytzt á þann veg, að hugmyndir hafa orðið meira áberandi en áður var. Deilur á milli manna hafa ekki fyrst og fremst snúizt um tæknileg úr- lausnarefni heldur líka um þau markmið, sem menn setja sér í stjómmálum. Skýrast má sjá þessa breytingu í hugmyndum manna um velferðarríkið, en ég hygg það ekki ofmælt að segja, að um það hafi ríkt eining í stjórnmálum frá stríðslokum og fram á síðustu ár. Það er ekki fyrr en nýlega, að far- ið var að brydda upp á efasemdum um ágæti þess. Þessar efasemdir hafa haft lítil pólitísk áhrif enn sem komið er. Ein ástæðan er eflaust sú, að velferðarríkið stendur mun dýpri rótum í þjóðlífinu en maður kynni að halda í fyrstu. Það er áreiðanlega ekki ofmælt að segja, að þessi breyting á Is- landi tengist nafni eins manns öðrum fremur, nafni Hannesar Hólmsteins Gissuararsonar. Hann hefur verið eindreginn talsmaður fijálshyggju og orðið mjög umdeild- ur fyrir vikið. Hann hefur verið mjög athafnasamur við að koma hugmyndum fijálshyggjunnar á framfæri við landsmenn í bókum, blöðum og tímaritum, hefur verið helzti „voryrkjumaður" hennar,'eins og Kristján Kristjánsson, heimspek- ingur, orðar það í nýjasta hefti Frelsisins. Nú hefur komið út eftir Hannes bók á ensku um íhaldssamt ftjáls- lyndi Hayeks. Þessi bók er doktors- rítgerð Hannesar við Háskólann í Oxford, sem hann lagði fram 11. október 1985. Fyrir þetta verk veitti skólinn honum doktorsnafn- bót. Honum var einnig boðið að gefa verkið út í ritröð um stjórn- málaheimspeki hjá Garland-útgáfu- fyrirtækinu, sem Maurice Cranston, þekktur brezkur heimspekingur, ritstýrir. Þessi ritgerð er, að því er ég bezt veit, fyrsta heimspekilegt verk Islendings, sem kemur út á ensku, síðan Páll Árdal gaf út bók sína um Hume. Jóhann Páll Árna- son hefur gefíð út verk um stjórn- málaheimspeki á þýzku. Þetta er vonandi upphafið að því, að fleiri íslendingar en Páll Árdal hasli sér völl í heimspeki á alþjóðavettvangi. Þessi bók Hannesar fjallar, eins og nafnið bendir til, um stjóm- málahugmyndir Hayeks. Nánar tiltekið fjallar hún um eina lykil- hugmynd Hayeks, um sjálfsprottið skipulag. Það blasir ekki við, af hveiju þessi hugmynd er mikilvæg. En ég held að megi útskýra það með einföldum hætti. Við skulum hugsa okkur hóp af fólki, sem á sér ekkert annað sameiginlegt en að þurfa eiga viðskipti hvert við annað. Hópurinn er ekki settur undir neitt yfírvald. Spumingin, sem eðlilegt er að spyija um slíkan hóp, er: Ríkir ringulreið eða skipu- lag í honum? Eitt eðlilegt svar við þessari spurningu er, að það ríki ringulreið í honum, nema til komi einhvers konar yfírvald. Það merk- ir, að einhver þurfi að koma reglu á samskiptin, einhver þurfi að koma á skipulagi. En hugmynd Hayeks er, að annar möguleiki sé fullt eins líklegur og skynsamlegri. Hann er, að samskipti einstaklinganna móti venjur, sem miðli upplýsingum, sem komi reglu á samskiptin. Ein slík venja er verð, sem sett er á vörur, en verð er fyrst og fremst upplýs- ingar um mat kaupenda á vörunni að því er Hayek telur. Það ber einn- ig að taka fram, að Hayek þarf ekki að gera ráð fyrir einhvers kon- ar náttúruástandi, heldur leitast hann við að skýra skipan í hópum, sem eiga sér sögu. Og hann telur, að þróun velji smám saman úr þeim venjum, sem myndast, og á hveijum tíma fæðist hver einstaklingur inn í tiltekið sögulegt umhverfi, sem hann geti í mesta lagi haft hverf- andi áhrif á. Ef hann reyni að hafa víðtæk áhrif á heilar samfélags- heildir, sé tilraun hans dæmd til að mistakast í þeim skilningi, að hann eyðileggur þann samfélags- vef, sem fyrir er og setur ekkert í staðinn, því að það er ekki mögu- legt. Valdbeiting verður því iðulega eini kosturinn. Þessa hugmynd Hayeks notar Hannes síðan til að svara ýmissri gagnrýni, sem kenn- ing Hayeks hefur orðið fyrir. Það er rétt að benda á það, að þessi kenning Hayeks er ekki öll þar sem hún er séð, og hún er nokk- uð sérkennileg og virðist jafnvel á yfirborðinu mótsagnakennd. Hún boðar íhaldssemi af ekki ósvipuðum toga og Edmund Burke hélt fram, sem var eindregið þeirrar skoðunar, að ríkjandi siðir og stofnanir væru arfur kynslóðanna og í þeim væri dulin vizka aldanna og ekki bæri því að hrófla við þeim. Jafnframt enj í kenningunni algildar reglur og hún er mótfallin tækifæris- mennsku í stjórnmálum, pragmat- isma. Ég hygg, að flestum þyki þetta sérkennileg samsetning, sem hljóti að fela í sér mótsagnir. I bók- inni reynir Hannes og sýna fram á, að þessi kenning Hayeks sé margslungin, sjálfri sér samkvæm og varpi mikilvægu ljósi á margvís- leg fyrirbæri mannlífsins. Þetta ætlunarverk sitt tekst honum vel og stundum mjög vel. Það þýðir að vísu ekki, að allir láti sannfærast, sem lesa bókina, en þeir ættu að geta séð rökvísina. Bókinni er skipt í fjóra kafla með inngangi og niðurstöðum. í fyrsta kaflanum er íhaldssamt fijálslyndi skilgreint sem kenning um sjálf- sprottið skipulag. í öðrum kaflanum er rakið sambandið við hagfræði- kenningar Hayeks. í þriðja kaflan- um eru íjórar mótbárur íhalds- Hannes Hólmsteinn Gissurarson manna við kenningu Hayeks settar fram og þeim svarað. í fjórða kafl- anum er litið á þrenn andmæli fijálslyndra manna við kenningu Hayeks og leitast við að svara þeim. I niðurstöðunum er reynt að hefla af kenningu Hayeks þá agnúa, sem höfundur hefur fundið í fyrri köfl- um. Það er einn höfuðkostur þessarar ritgerðar, að hún er mjög skipulega upp byggð og þess vegna ævinlega skýrt, hvað höfundur er að fara. Hann hefur afmarkað efni sitt vandlega og nær því að segja margt. Hún er líka skrifuð á prýði- legu máli og laus við þá andlegu hægðatregðu, sem svo oft einkenn- ir doktorsritgerðir. Það er af svo mörgu að taka í þessari bók, að ekki er nokkur von til þess að gera efni hennar skil í stuttum ritdómi, en rétt er að víkja frekar að fáeinum atriðum, svo að lesendur glöggvi sig á, hvað verið er að Ijalla um og hvernig það er gert. Það fyrsta, sem ber að nefna, er hugtakið „sjálfsprottið skipulag". Ég býst við, að mörgum fari eins og mér að undrast það, hve mikið verk Hayek ætlar því að gera í kenningakerfí sínu, því að það virð- ist vera svo nauða einfalt og óbrotið. En einn kosturinn við þessa bók er, að í henni kemur skýrt fram, hvaða verk það vinnur og hvaða verk það vinnur ekki. Hugtakið er tæki til að greina hegðun einstaklinga í félagi við aðra. Það er tilraun til að varpa ljósi á þann dularfulla hlut af hveiju samskipti einstaklinga leiða ekki til ringulreiðar fremur en skipulags. Því að það virðist vera satt, að velji hver og einn ævinlega það, sem honum er sjálf- um fyrir beztu leiðir það til þess að allir eru verr settir. Þessi vandi kemur fram í fangaþrautinni eða „prisoner’s dilemma", sem svo er nefnd á ensku. en Hayek vill ekki nota svo einfaldar forsendur fyrir hagfræði sinni eða stjómmálakenn- ingu. Það, sem hann er að segja, er, að okkur eru þau náttúrulegu takmörk sett, að við getum einung- is svalað þörfum okkar sjálfra og okkar nánustu og getum haft hverf- andi áhrif á heildarskipanina, enda er hún ekki verk neins eins. Hann afneitar því forsendum klassískrar hagfræði um homo economicus, sem stjómast einungis af eigin- hagsmunum. Hann telur að æski- legar afleiðingar fylgi sérplægnum athöfnum einungis við ákveðin skil- yrði, siðferðileg og lagaleg. Af þessari hugmynd sinni leiðir Hayek svo, að það sé óskynsamlegt að tmfla verk mannanna með vald- boði, því að það leiði til ófyrirséðra afleiðinga, sem bæði vinni gegn upphaflega ásetningi verksins og hinni sjálfsprottnu skipan. Mér virðist það ekki alltaf jafn skýrt og Hannes telur, að hin sjálf- sprottna skipan sé einungis reynd- arkenning, þ.e. kenning sem lýsir og skýrir veruleikann, en segir ekk- ert fyrir um, hvað sé æskilegt. En Hayek virðist líka vilja geta sagt á grundvelli hennar, að ýmis mann- anna verk séu ósækileg, jafnvel röng. Og til þess að hann geti sagt það með fullum þunga þarf hann að geta vísað til einhvers annars en „sjálfsprottins skipulags”. Ef hann gerði það, væri hér um að ræða siðferðilega kenningu, sem hún á ekki að vera. En það verður enn sennilegra, að Hayek þarfnist einhvers meira, þegar það er haft í huga, að hann vill stundum gera mjög skarpan greinarmun á stað- hæfingum um verðmæti og stað- hæfíngum um staðreyndir. Til að skýra, hvað hér er um að ræða, er rétt að taka dæmi. Hann- es nefnir bílbelti og löggjöf, sem skyldar allar ökumenn til að nota þau, sem dæmi um valdboð, er hef- ur ófyrirsjáanlegar afleiðingar, sem vinna gegn ásetningi löggjafarinn- ar. Hann vitnar í rannsókn, sem bendir til, að þótt ökumenn verði öruggari aukist hætta gangandi vegfarenda, sem er ófyrirséð afleið- ing löggjafarinnar. En það má spytja um afleiðinguna, af hveiju hún sé slæm. Og í svarinu nægir ekki að vísa til hins sjálfsprottna skipulags, því þá værum við komin í hring. Hayek gæti gripið til al- gildra reglna, sem Hannes gerir grein fyrir. Én ég held, að þurfi miklu ítarlegri greinargerð fyrir þeim, en hér er að hafa, sérstaklega fyrir því, hvernig þær eru möguleg- ar. Þessar athugasemdir þýða þó ekki, að Hayek hafi ekki ýmislegt til síns máls. Ég hygg til að mynda, að það mætti styrkja íhaldssemi hans með skýringu á því einkenni félagslegra fyrirbæra, að þau virð- ast í mjög róttækum skilningi vera ófyrirsegjanleg og allar skýringar á þeim hljóta að koma eftir á. Sé þessi skoðun rétt, þá er hún sterk rök fyrir því, að ekki sé réttlætan- legt að stjóma samfélaginu í krafti spádóma um framtíðina, því það sé bæði ómögulegt og jafnvel ósiðlegt. Nú er ég ekki viss um, að þessi skoðun sé rétt, en hún væri þungt lóð á vogarskálar kenningar Hay- eks. Rétt er að nefna annan hlut. Sú kenning Hayeks er fræg, að ríkisaf- skipti af því tæi, sem felast í velferðarríkinu, leiði á endanum til alræðis. Stundum virðist hann vilja segja, að þau hljóti að leiða til al- ræðis. Rökin fyrir þessari skoðun sækir hann í lýsingu sína á eðli sjálfsprottins skipulags, þegar allt kemur til alls. En hvað verður um þessi rök, ef við gerum greinarmun á alræðisvaldi og ótakmörkuðu valdi? Munurinn er sá, að ótakmark- að vald nær ekki til alls þjóðlífsins, en því eru þó engin takmörk sett. Ég hygg, að í lýðræðisríkjum Vest- urlanda megi segja, að ríkisvald sé ótakmarkað, nema í Bandaríkjun- um. I allri Vestur-Evrópu getur ríkisvald gripið inn í þjóðlífið, þar sem yfirvöld telja þurfa á hveijum tíma. En það er óréttlætanlegt að kalla þau alræðisríki í sama skiln- ingi og Sovétríkin eru alræðisríki. Sé þessi gi-einarmunur réttlætan- legur, er kominn alvaríegur brestur í þessa kenningu Hayeks. Það er rétt að biðja lesendur for- láts á því, hvað þessi ritdómur er orðinn langur. En þessi bók dr. Hannesar Hólmsteins Gissurarson- ar verðskuldar vandlegan lestur. Hún lýsir og skýrir merkilegar kenningar um eðli mannfélagsins með svo ljósum og lipurlegum hætti, að eftirtektarvert er. Það þýðir ekki, að allir lesendur þurfi að fallast á allt sem í bókinni stend- ur. í þessum ritdómi hef ég sett fram örfáar af þeim spurningum, sem vöknuðu við lesturinn. Réttlæting sagnfræðinn- ar og ensk 17. aldar saga Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Marc Bloch: Apologie der Ge- schichte oder Der Beruf des Historikers. Herausgegeben von Lucien Febvre. Klett-Cotta im Deutschen Taschenbuch Verlag 1985. Christopher Hill: The Collected Essays of Christopher Hill I—II. The Harvester Press 1985—86. Þeir sem hafa ánægju af því að lesa sögu þarfnast engrar rétt- lætingar og þeir sem skrifa sögu þarfnast heldurengrar réttlæting- ar, nema ef vera skyldi að þeir teldu gagnlegt að skilgreina þá aðferð, sem þeir nota við rann- sóknir og jafnframt tilganginn með skrifum sínum. Marc Bloch fæddist í Lyon 1886 og var skotinn af Gestapo-liðinu 1944. Hann var meðal merkustu sagnfræðinga á 20. öld, sérgrein hans var miðaldasaga. Hann var meðal stófnenda „Annales...“. Bloch skrifaði þessa bók við mjög svo óhægar aðstæður, Frakkland hermunið og hann á flótta. Lucien Febvre gaf handritið út, sem var fjarri því að vera frágengið af höfundarins hendi. Handritið var skrifað að því best er vitað á árun- um 1941—42. Þessar hugrenningar eru öðr- um þræði uppkast að stefnu og söguskoðun þeirra manna sem mótuðu stefnu „Annales“, en Lucien Febvre segir í eftirmála að Bloch hafi lengi íhugað að setja saman rit um hugmyndirnar, sem mótuðu þá stefnu. Líklega hafa aldrei verið gerðar slíkar kröfur til sagnfræðingsins og þeir gerðu sem stóðu að „Annales“ ogjafn- framt fullnægðu þeir sjálfir þeim kröfum framar öðrum með eigin ritum, ekki síst Marc Bloch. Christopher Hill er meðal kunn- ustu sagnfræðinga Englendinga. Sérsvið hans eru 16. og 17. öld og eins og undirtitill þessara greinasafna gefur til kynna eru þau trúarbrögð og stjórnmál (I: Writing and Revolution in 17th Century England — II: Religion and Politics in 17th Century Eng- land). Hill hefur skrifað margar bæk- ur um þessi efni, m.a. „The English Revolution", 1970 — „Change and Continuity in Se- venteenth Century England", 1974 og rit um Milton og samtíð hans. Þetta safn spannar greinar frá þijátíu ára tímabili, sumar áður óbirtar. í fyrra bindinu fjallar höfundur um ýmsa höfunda og skáld, svo sem Milton, Thomas Trahern, Samuel Butler og dag- bókarhöfundinn Samuel Peoys. I fyrra bindi kemur glöggt fram hvemig kvæði og bókmenntalegar samantektir geta aukið sagn- fræðilegan skilning á vissum tímabilum oft betur en aðrar heimildir. Hill skrifar í inngangi að „því miður fari því fjarri að sagnfræðingar lesi bókmennta- gagnrýni (og ég óttast að margir þeirra lesi ekki heldur enskar bók- menntir)". Þetta á ekki aðeins við enska sagnfræðinga. Með athug- unum sínum á bókmenntun 16. og 17. aldar og afstöðu höfund- anna til stjórnmála samtímans nær höfundur betri tökum á sam- félaginu en ella hefði orðið. í II. bindi er efnið trú og stjórn- mál á 17. öld. Höfundurinn sýnir fram á þátt trúarinnar og trúar- deilna í þeim byltingarstefnum og byltingum sem urðu á Englandi á 17. öld. Vitanlega var löngum vit- að um trúarlega afstöðu púrítana, en höfundurinn metur trúarþátt- inn að nýju og sér margt, sem þetta snertir í nýju ljósi. Hann gerir t.d. hlut ýmissa sértrúar- flokka, þ.e. flokka sem stóðu utan aðalhópanna, þýðingarmikinn í þessum átökum. Höfundur athugar kenningar um endurkomu Krists og um þús- und ára ríkið í því sambandi. Þegar ríkjandi samfélag var talið það sem væri af Guði skikkað og eins og það ætti að vera, lifði vonin um þúsund ára ríkið neðan- jarðar og gat af sér margvíslegar hræringar, sem voru litnar illu auga af stjómendum. Trúardeil- umar og deilumar um biskupa- kirkjuna ollu miklum átökum, bæði beinum og óbeinum og þær deilur áttu sinn þátt í auknum áhrifum Englendinga vítt um heim. Landnám í öðmm heimsálf- um fylgdu í kjölfar þessara deilna og þáttur þeirra að mótun nýrra hugmynda og meðvitundar um heimsmyndina vár það sem um- skiptum olli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.