Morgunblaðið - 24.03.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.03.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987 23 í þágu hverra? eftírÁrna * Arnason Því er stundum haldið fram, að of margir aðilar stundi innflutnings- verslun hér á landi. Þessa fullyrð- ingu má með ýmsu móti til sanns vegar færa. Með rökum má t.d. sýna fram á, að fleiri stunda þessa atvinnugrein en væri, ef innflutn- ingsversluninni væru búin sambæri- leg starfsskilyrði og í grannlöndum okkar. Vissulega er það svo, að innflutn- ingsþarfir okkar eru það marg- brotnar, að eðlilegt er, að töluverðan fjölda aðila þurfi til, ef sinna á þessu hlutverki af nokkurri sérhæfíngu og sérþekkingu. Einnig er það ekki gefið, að stór fyrirtæki sinni þessum þörfum endilega betur en minni fyrirtæki. Stærðin er ekki alltaf hagkvæmnisatriði og oftar en menn hyggja er hún fjötur um fót. Hins vegar hafa atvinnugrein- inni að ýmsu leyti verið búin undarleg starfsskilyrði. Þannig virðast aðilar, sem ekki fengju not- ið sín við venjuleg samkeppnisskil- yrði erlendis, geta starfað hér, án þess að áhættan að viðskiptum við þá sé þeim verulega til íþyngingar. Má þar bæði nefna áhættu vegna ónógs eiginfjár í rekstri og óáreið- anleika og vanskila í viðskiptum. Aðgerðir, sem ætlað hefur verið að draga úr innflutningi eða torvelda starfsemi innflutningsverslunar hafa valdið þessu og öfugt við til- gang sinn orðið til þess að hækka vöruverð til almennings og bæta starfsaðstöðu þeirra, sem síst skyldi. Hér skulu tvö dæmi nefnd. Bankastimplun Áður en innfluttar vörur fást toll- afgreiddar þarf að sanna með stimpli frá banka, að varan sé greidd eða samið hafi verið um greiðslu hennar. Þessi skylda var bæði hugsuð til eftirlits með erlend- um gjaldfresti vegna innflutnings og til að sporna gegn því, að láns- trausti okkar erlendis væri spillt. I reynd nær bankastimplunin hvor- ugu markmiðinu og virkar jafnvel þveröfugt. Vilji menn fara framhjá þeim reglum, sem gilt hafa um erlendan greiðslufrest, hefur bankastimplun- in engu breytt, en hún hefur gert annað verra. Hún hefur gert aðilum, sem ekki njóta lánstrausts, kleift að fá til sín vörur, jafnvel að láni, án þess að þeir setji tryggingar eða kaupi ábyrgð banka vegna viðskipt- anna. Hún hefur þannig veitt erlendum seljendum vernd í við- skiptum við íslendinga, þótt sú vernd veiti seljendum stundum falskt öryggi, þegar kaupandinn leysir ekki til sín vöru, heldur lætur hana liggja hér á hafnarbakkanum í 12 mánuði og kaupir hana þá á uppboði fyrir verð, sem samsvarar broti af verðmæti hennar. Þessu er nú verið að breyta að frumkvæði viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra, en stefnt er að því að fella úr tollalögum og lögum um gjaldeyrismál skyldu t.il banka- stimplunar innflutningsskjala til sönnunar greiðslu á vörum, áður en tollafgreiðsla fer fram. Jafn- framt hefur viðskiptaráðherra haft í undirbúningi breyttar reglur um erlendar lántökur o.fl., þar sem reglur um greiðslufrest vegna inn- flutnings eru m.a. færðar í nútíma- legra horf. Við þessa breytingu þurfa erlendir seljendur að gæta sín betur í viðskiptum og kanna áreið- anleika og greiðslugetu innflytj- enda. Þannig kunna reglur, sem við fyrstu sýn virðast vera rýmkun á erlendum greiðslufresti að tak- marka hann í reynd við skilamenn og dæma úr leik þá, sem ekki eru trausts verðir. Reikningsviðskipti I tolli Tollstjórar eða fógetar hér á landi eiga sér marga viðskiptavini. Enn hafa þeir þó ekki mátt fara að for- dæmi starfsbræðra sinna í grann- löndum okkar og taka þá, er þeir treysta, í reikningsviðskipti eins og tíðkast í venjulegum viðskiptum. Þvert á móti er þeim uppálagt að halda vörum frá innflytjendum, uns aðflutningsgjöld eru greidd. Fyrir bragðið eru athafnasvæði við hafn- ir landsins yfirfull af innfluttum vörum og farmflytjendur hafa orðið að reisa og reka dýrar vörugeymsl- ur fyrir ótollafgreiddar vörur. Á sama tíma standa vörugeymslur innflytjenda oft hálftómar og illa nýttar. Að grípa þannig inn í atvinnu- starfsemi manna vegna tekjuöflun- ar ríkisins heyrir fortíðinni til á Vesturlöndum. Eina hliðstæðan eru mannræningjar, sem þurfa að halda gíslum sínum til að geta vænst greiðslu. í annarri atvinnustarfsemi þekkist það ekki, að framleiðsluvör- ur séu gerðar upptækar þar til öll gjöld hafa verið greidd til ríkis- sjóðs. Viðskiptamannabókhald hjá tollstjórum er bæði réttlætis- og hagkvæmnismál. Þá fengju inn- flytjendur vörurnar afhentar strax við komu flutningsfarms, en gerðu aðflutningsgjöld upp síðar eins og tíðkast með innheimtu á öðrum óbeinum sköttum. Til þess að kom- ast í reikningsviðskipti hjá tollstjór- um með þessum hætti þyrftu menn að sjálfsögðu að reynast traustsins verðir og geta t.d. í byijun sett fram tryggingar fyrir greiðslu gjaldanna. Kerfið umbunaði þannig þeim skil- vísu í stað þess að draga alla í dilk vanskilamannanna. Hagkvæmni þessa fyrirkomulags hefur einnig verið leidd í ljós. Nefnd undir forsæti Ásgeirs Péturssonar, þáverandi sýslumanns, skilaði t.d. áliti um þetta mál 15. ágúst 1978 og var það mat nefndarinnar, að þessu fylgdi sparnaður, sem næmi 800—900 milljónum króna á verð- lagi ársins 1977. Þetta eru 260—290 milljónir króna á núver- andi verðlagi. Auk þess sparast mikill tími vegna fljótari tollaf- greiðslu, en hún gæti styst um nokkra daga. Mótbárur hafa þó komið fram gegn þessu nútímalega fyrirkomu- lagi. Þær reynast samt ekki á rökum reistar, þegar betur er að gáð. í fyrstu óttuðust t.d. iðnrek- endur, að þetta fyrirkomulag myndi leiða til aukinnar samkeppni á inn- lendum markaði. Sá ótti er hins vegar ástæðulítill, enda er innlend iðnaðarframleiðsla í tollfijálsri sam- keppni við innfluttar vörur. Af samkeppnisvörum þeirra yrði því enginn tollur færður á gjaldfrest. Aðrir óttuðust þenslu af þessum sökum, en þar verða menn að átta sig á, að peningamagn í umferð er ekkert aukið. Innflytjandinn skuld- bindur sig til að greiða aðflutnings- Árni Árnason Viðskiptamannabók- hald hjá tollstjórum er bæði réttlætis- og hag- kvæmnismál. Þá fengju innflyljendur vörurnar af hentar strax við komu flutningsfarms, en gerðu aðf lutnings- gjöld upp síðar eins og tíðkast með innheimtu á öðrum óbeinum skött- um. Tii þess að komast í reikningsviðskipti hjá tollstjórum með þessum hætti þyrftu menn að sjáifsögðu að reynast traustsins verðir og geta t.d. í byrjun sett fram tryggingar fyrir greiðslu gjaldanna. gjöld vörunnar innan tveggja mánaða og gegn því breytist ein- ungis geymslustaður vörunnar. Nú geta vörur hins vegar legið allt að 12 mánuði á hafnarbakkanum og sá tími yrði styttur til mótvægis. Loksins, eftir 10 ára umræður, er Alþingi að afgreiða þetta mál í frumvarpi til tollalaga. Samvæmt breytingartillögu við frumvarpið er lögð til veruleg lagfæring á út- færslunni frá upprunalegri mynd, en herslumuninn vantar. Að ástæðulausu er ráðherra þar veitt heimild til að ákveða með reglugerð vexti af aðflutningsgjöldum frá toll- afgreiðsludegi til greiðsludags. Verði svo, mun hagræðingin hugs- anlega aldrei ná lengra en í laga- safnið. Það er í hæsta máta ósennilegt, að innflytjendur muni gangast undir skuldbindingar um greiðslu aðflutningsgjalda við þess- ar aðstæður, nema vegna vara, sem nauðsyn ber hvort eð er að tollaf- greiða. Og í þeim tilvikum er jafnvel sennilegt, að aðflutningsgjöldin yrðu staðgreidd, ef vextir yrðu t.d. þeir sömu og nú af viðskiptavíxlum. Aðrar vörur sætu hins vegar áfram á hafnarbakkanum, og þar með hefði tekist að klúðra „tolÍkrítinni“ í það, sem hún átti aldrei að verða: Samanburður á vöxtum af bankal- áni og vöxtum vegna gjaldfrests á aðflutningsgjöldum. Með þessari niðurstöðu hrósa þá þeir á endanum happi, sem ekki njóta nægilegs trausts til að koma til álita, sem aðnjótendur gjaldfrests á aðflutn- ingsgjöldum. Ef virðisaukaskattur verður innleiddur, en ráðgert hefur verið að innheimta hann í tolli, verð- ur hópurinn orðinn æði stór sem situr eftir með sárt ennið. Þá fá menn þó vonandi loks skilið, hversu fjarstæðukennt það er að innheimta vexti af óuppgerðum aðflutnings- gjöldum, þ.m.t. virðisaukaskatti, enda dettur engum í hug að sú regla verði tekin upp við innheimtu á öðrum óbeinum sköttum. Lokaorð Misjafn sauður í mörgu fé, segir orðtakið. Innflytjendur eins og aðr- ar stéttir þurfa að sætta sig við þá staðreynd. Það er hins vegar hart að þurfa að sætta sig við, að lög og reglur skuli styðja við þá, sem helst mættu missa sín úr atvinnu- greinum landsmanna. Sú er afleið- ingin af þeirri hefð, sem hér hefur tíðkast, að sníða laga- og reglugerð- arsetningu út frá þeirri forsendu, að menn séu í eðli sínu óheiðarlegir og því séu boð og bönn með ströng- um viðurlögum nauðsynleg. Ósanngjörnum reglum er hins veg- ar iðulega slælega framfylgt, þannig að þeir óheiðarlegu leika í reynd lausum hala. Þar með eru óeðlileg bönd lögð á heilbrigða at- vinnustarfsemi heiðarlegra manna. Er ekki kominn tími til að þeir skil- vísu fái að njóta eðlilegs trausts í viðskiptum í stað þess að sníða regl- urnar vanskilamönnum í hag? Höfnndur er framkvæmdastjóri Verzlunarráðs íslands. Kjamorkuvopnalaus sveit- arfélög á Norðurlandi eftír Björn Dag- bjartsson Það er líklega mjög erfitt að vera sannfærður kommi eða allaballi á íslandi í dag. Skoðanakannanir síðustu missera sýna fylgistap þeirra svo um munar, engar tíma- bundnar sveiflur heldur stöðug visnun, uppdráttarsýki eða innra mein sem nagar Alþýðubandalagið. Meinsemdin grefur út annað slagið og gröfturinn lekur úr kýlunum. Flokksfólk skrifar undir opinbera útskúfun (pereat) á þingmönnum flokksins fýrir að greiða atkvæði samkvæmt samvisku sinni og rétt- arvitund en ekki hlífa flokksagan- um. Þingmennirnir fordæmdu veija sig með biblíusamlíkingum, ekki öllum af betra taginu, fyrir flokks- systkinunum. Blaðamenn og rit- stjórar málgagnsins standa í ritdeilum við frambjóðendur. Orð formannsins eru opinberlega höfð að engu. Vei yður verka- lýðsforingjar Þau voru aumkunarverð viðbrögð Alþýðubandalagsforystunnar við samningum ASÍ og VSÍ í haust. Hálfruglaðir snerust foringjarnir í hringi í skoðunum sínum og vildu ekki trúa því að skynsamlegir og ábyrgir samningar hefðu náðst, að tækifærið til pólitískra illinda væri gengið þeim úr greipum. Illa duld- ist mönnum gremjan í garð samn- ingamannanna þá strax. Hún hefur síðan stöðugt kraumað undir og brotist upp á yfirborðið af og til, nú síðast í sambandi við stað- greiðslukerfi skatta. Umhyggja pólitískra forystumanna Alþýðu- bandalagsins fyrir skattgreiðend- um, sem hafa um og yfir 1 milljón króna í árstekjur, er ekki einleikin. Það er gamalkunnug aðferð fyrir- myndarherranna í austri að skamma Albani í stað Kínveija, að skamma VSÍ og Þorstein Pálsson í stað forystumanna verkalýðs- hreyfíngarinnar. Gremjan óx þegar sjómannaverk- föllin leystust og samningar tókust við hveija stéttina eftir aðra. Eina haldreipið sem eftir er og nú er hangið í dauðahaldi eru ýmsir há- skólamenn, fyrst og fremst kennar- ar. Það er áreiðanlegt að hendinni verður ekki sleppt svo glatt af for- ystumönnum kennara. Óróinn og illindin sem ætíð skapast í verk- föllum verða notuð til hins ýtrasta. Áróðursblað Æskulýðsfylkingar Alþýðubandalagsins, sem dreift er meðal framhaldsskólanema, ber þessa glöggt merki. Meðal annars fær Alþýðusambandsforystan þar sinn skammt fyrir að leyfa sér að semja við iðnaðarmenn um svipað kaup og lágmarkslaun kennara fyr- ir minnstu kennsluskyldu. Æsku- lýðsfylkingin kann tökin á því að egpia saman stéttum og senda verkalýðsforingjum tóninn í leið- inni. Smalamennska með kjarnorkuvá Alþýðubandalagið er búið að gef- ast upp við sitt gamla helsta baráttumál, „Herinn burt“. Keflavíkurgöngur með „ísland úr NATO“ á gunnfánun eru löngu gleymt fyrirbæri. Vestræn sam- vinna er jafnvel ekkert skammar- yrði lengur. Hin viðbjóðslegu árásar- og drápsmannvirki, ratsjár- stöðvar, eru ónothæf grýla lengur þar sem almenningur hefur skilið að ratsjárstöðvar tryggja hvað mest öryggi sjófarenda og flugvéla. Lengi hefur verið haldið í það að reyna að smala fólki saman með Björn Dagbjartsson „En einhvern veginn hefur gengið verr að reka fólk saman með kjarnorkupísknum. Heimsf riðarf erðalög Olafs Ragnars eru að vísu tíunduð rækilega í fjölmiðlum, bæði þegar hann fer og kemur, en það er varla nokkur sem hefur áhuga á ferðasögum hans leng- ur.“ því að hræða það á kjarnorkuvopn- um, sem Þjóðviljinn segir að Bandaríkjamenn ætli að sprengja heiminn í loft upp með. Þessi svipa dugði nokkuð vel allt fram á sfðasta ár og eins reyna menn auðvitað að notfæra sér kjamorkuótta almenn- ings. En einhvern veginn hefur gengið verr að reka fólk saman með kjarnorkupísknum. Heimsfrið- arferðalög Ólafs Ragnars eru að vísu tíunduð rækilega í fjölmiðlum, bæði þegar hann fer og kemur, en það er varla nokkur sem hefur áhuga á ferðasögum hans lengur. Kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum var eins og síðasta hálmstrá komma í vetur til að halda kjarnorkuóttanum við. Þessi tillaga gamalla norrænna vinstri krata hefur mér alltaf þótt einkennileg. í fyrsta lagi vita menn ekki til þess að kjarnorkuvopn séu staðsett á Norðurlöndunum og engin áform þar um. í öðru lagi hefði slík yfirlýs- ing enga þýðingu ef til ófriðar drægi með stórveldunum. I þriðja lagi eru Norðurlönd afskaplega lítið land- svæði miðað við drægi eldflauga. 1 fjórða lagi eru svo stórveldin að rembast við að semja um útrýmingu kjarnavopna í allri Evrópu, enda hefði það miklu fremur einhveija þýðingu í hugsanlegri styijöld. Ég legg því til að kommar breyti tillögunni í baráttu fyrir kjamorku- vopnalausum sveitarfélögum á Norðurlandi. Höfundur er alþingismaður Sjálf- stæðisflokks í Norðurlandskjör- dæmi eystra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.