Morgunblaðið - 24.03.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.03.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987 13 leikmannastefnunnar og voru þau Bima Friðriksdóttir Kópavogi, Helgi Hjálmsson Garðabæ og Oli Þ. Guðbjartsson Selfossi kjörin til að skipuleggja næstu leikmanna- stefnu og móta starfsgrundvöll hennar. Mikil ánægja kom fram á meðal fulltrúa með þennan nýja þátt í starfi kirkjunnar sem leikmanna- stefnan er. Töldu þeir hana mikil- vægt skref til aukinna áhrifa leikmanna í kirkjulegu starfí. Leikmannastefna Þjóðkirkjunnar: Miklar umræður um framtíðarform - segir Pétur Sigurgeirsson, biskup íslands FYRSTA leikmannastefna Þjóð- kirkjunnar var haldin um síðustu helgi í Reykjavík. Biskup kallaði fulltrúa prófastdæmanna fimmt- án tU stefnunnar og fylgdi þar hvatningu prófastafundar árið 1986, en samkvæmt starfs- mannafrumvarpi Þjóðkirkjunn- ar, sem nú liggur fyrir Alþingi er gert ráð fyrir leikmanna- stefnu árlega. Að sögn herra Péturs Sigurgeirs- sonar, biskups íslands, kom hugmyndin um slíka stefnu fyrst fram hjá starfsháttanefnd kirkjunn- ar árið 1977 þannig að tíu ár liðu þar til að hugmyndin varð að veru- leika. Biskup hefur ítrekað lagt áherslu á aukin þátt leikmanna í starfí kirkjunnar og kemur það meðal annars glöggt fram í Hirðis- bréfí hans „Kirkjan öllum opin“. Fyrri dag stefnunnar var Guðrún Ásmundsdóttir leikari framsögu- maður um kirkjuna og starf hennar og voru þar miklar umræður um hvemig leikmenn mættu hafa sem mest og best áhrif á innra líf kirkj- unnar. Dr. Ármann Snævarr flutti síðan fyrirlestur um lög og reglur er varða kirkjuna og forstöðumenn hinna ýmsu stofnanna kirkjunnar kynntu starfsemi þeirra. Fulltrúar voru gestir kirkjumálaráðuneytis í ráðherrabústaðnum til hádegisverð- ar þennan dag. Seinni daginn fór stefnan fram í Hallgrímskirkju. Kirkjan var skoð- uð og kynnt það starf, sem þar fer fram og sóttu meðal annars flestir leiksýninguna sem þar fer fram um Kaj Munk. Pétur sagði að miklar umræður hefðu farið fram um framtíðarform Fulltrúar á leikmannastefnu Þjóðkirkjunnar ásamt biskupi íslands. Fremri röð frá vinstri: Óli Þ. Guð- bjartsson Selfossi, Helgi Hjálmsson Garðabæ, herra Pétur Sigúrgeirsson, Margrét Lárusdóttir Skútustöð- um, Kristján Þorgeirsson Mosfellssveit og Halldór Finnsson Grundarfirði. Aftari röð frá vinstri: Magnús B. Jónsson Hvanneyri, Jón ísberg Blönduósi, Gísli Árnason Reykjavík, Haraldur Júlíusson Rangárvalla- sýslu, Magnús Einarsson Egilsstöðum, Guðný Guðnadóttir Vík í Mýrdal, Þórir Sigurbjömsson Neskaups- stað, Baldur Jónsson Reykjavík og Jón Oddgeir Guðmundsson Akureyri Stjörnubíó: Peggy Sue giftist KATHLEEN TURNER, Nicolas Cage og Barry Miller leika aðal- hlutverkin í nýjustu mynd Stjörnubíós, Peggy Sue giftist. Leikstjóri mvndarinnar er hinn margfaldi Oskarsverðlaunahafi Francis Coppola. í myndinni er leikin tónlist sjötta og sjöunda áratugarins. Peggy Sue er fráskilin tveggja bama móðir. Það er haldið ball í tilefni 25 ára skólaafmælis og Peggy Sue fer. Þegar hún er kosin „drottning kvöldsins“ líður yfir hana, öllum viðstöddum til mikillar skelfingar. En Peggy Sue vaknar og þá 25 árum áður, hún er komin til ársins 1960. Giftist hún Charlie, fyrrverandi eiginmanni sínum, Ric- hard eða Michael? Breytir hún lífi sínu þegar tækifærið býðst? Lífsreynd, fertug, tveggja bama móðir sem skyndilega er orðin 18 ára ráðvillt skólastúlka tekur kannski aðrar ákvarðanir nú, segir í frétt frá kvikmyndahúsinu. , „3 ár jr ífararbroddi Gísli J. Johnsen sf. hóf sölu á IBM einkatölvum í mars 1984. Á þeim þremur árum sem síðan eru liðin, hefur fyrirtækið selt fleiri tölvur en nokkur annar einstakur aðili hér á landi. Þarf fleiri meðmnpíi?^ BOKHALDSPAKKI ífi IBM-XT tölva 640K, 20Mbseguldiskur . kr: 99.700.- FACIT 4514 prentari .. kr: 44.900,- Fjérhagsbókhald . kr; 43.200, Tölvuboró ..... kr: 20.000, PAKKAVEWÐ staðgr. kn 97.786.- Greiðslukjör: Jafnar greiðslur i 12 ménuöi kr: 8.900.- é mánuöi. RITVINNSLUPAKKI Námskeið3c Samtals agar ... kr: 10.500, kr. 230.800, PAKKAVERÐ staðgr. kr 198.270- Greiöslukjör: Jafnar grelðslur í 12 mánuðl kr: 18.100 á mánuöi. Jafnar greiðslur i 24 mánuöi kn 9.800 á mánuði. Bjóðum einnig mikið úrval af fylgihlutum fyrir tölvur, svo sem 20-30-40-70Mb seguldiska, segulbandsstöðvar fyrir öryggisafrit, ijölþættan hugbúnað, tölvuborð, kennslu í eigin skóla; sem sagt allt sem þarf. — Okkar þekkmg í þína þágu GÍSLI J. JOHNSEN SF. T1 NÝBÝLAVEGI 16 • P.O. BOX 397 • 202 KÓPAVOGUR • SÍMI 641222
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.