Morgunblaðið - 24.03.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.03.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987 Aðalfundiir miðstjórnar Framséknarflokksins AF INNLENDUM VETTVANGI eftir AGNESI BRAGADÓTTUR Ahyggjur vegna lélegrar útkomu í skoðanakönnunum ÞAÐ KANN að hljóma einkennilega, en er eigi að síður stað- reynd, að umræðan um Albertsmál og innri átök í Sjálfstæðis- flokknum setti hvað mestan svip á aðaifund miðstjórnar Framsóknarflokksins sem haldinn var um helgina á Selfossi. Ekki svo að skilja að um skipulagðan dagskrárlið hafi verið að ræða, heldur ræddu menn málin í hálfum hljóðum og reyndu að gera sér grein fyrir því hvaða áhrif það hefði fyrir Framsóknar- flokkinn, ef Albert Guðmundsson færi fram í sérframboð í Reykjavík. Greinilegt er af máli miðstjórnarmanna, að þetta er þeim mikið áhyggjuefni, og hallast margir þeirra meira að segja að því að slíkt sérframboð geti gert það að verkum að Framsókn- arflokkurinn í Reykjavík fengi engan mann kjörinn á Alþingi. Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokks- ins flutti miðstjóminni skýrslu sína á laugardagsmorgun. Hann sagði að þessi miðstjórnarfundur væri haldinn í skugga skoðana- kannanna, sem ekki væni Framsóknarflokknum hagstæðar. Umræðan um ástæður þess að Framsóknarflokkurinn hefur komið illa út úr skoðanakönnun- um var mjög mikil á fundinum. Steingrímur sagði að það væri staðreynd að Framsóknarflokkur- inn kæmi ávallt verr út úr skoðanakönnunum en kosningum. Iðulega væri fylgi flokksins tveim- ur til §órum prósentustigum meira í kosningum en skoðana- kannanir segðu til um. Þetta sagði Steingrímur þó ekki vera nægi- lega skýringu. Málflutningur og verk Framsóknarflokksins næðu ekki til unga fólksins í landinu, og því þyrfti flokkurinn að breyta. Þá sagði Steingrímur að það væri staðreynd að sá klofningur og sú sundrung sem ríkti á vinstri væng stjómmálanna hefði haft skaðleg áhrif á fylgi Framsóknarflokksins. „Það er ekki heldúr nokkur vafi á því að framboð Stefáns Val- geirssonar í Norðurlandi eystra hefur haft áhrif á fylgi flokksins, ekki bara þar, heldur víða um land,“ sagði Steingrímur. Það var ljóst af máli miðstjóm- armanna að það er þeim mikið áhyggjuefni að flokkurinn skuli ekki standa betur en raun ber vitni, nú, þegar einungis mánuður er til kosninga. Voru þeir sam- mála um að flokksmenn þyrftu að breyta um baráttuaðferðir og Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins flytur miðstjóm flokksins skýrslu sína. mannsson fyrir þau orð sem hann lét falla í viðtali við Vikuna í síðustu viku. Steingrímur sagði þar m.a. að það yrði að viðurkenn- ast að þeir Aiexander Stefánsson og Jón Helgason næðu ekki til fóiksins á sama hátt og hann og Halldór Ásgrímsson. Enginn fundarmanna gerði þetta viðtal þó að umræðuefni úr (>ontu, en menn skröfuðu sín á milli um að hér hafi gáleysislegt tal form- annsins komið sér illa og skaðað flokkinn. Einn fundarmanna upp- lýsti mig um að á þingflokksfundi Framsóknarflokksins sl. miðviku- dag hefði viðtal þetta verið rætt. Jón Helgason hafi þá látið þau orð falla að þessi orð Steingríms yrðu ekki tekin aftur. Skaðinn væri skeður, en Alexander mun hins vegar hafa verið ómyrkari í máli og gagnrýnt Steingrím harð- lega fyrir þessi orð. Sagði Alex- ander að hér væri um mjög ómaklega og óverðskuldaða aðför að þeim Jóni að ræða. Steingrím- ur mun þá hafa svarað því til að hann stæði við hvert orð í Vikuvið- talinu. Það væri betra fyrir Alexander og raunar allan þing- flokk Framsóknarflokksins að gera sér grein fyrir því að mál- flutningur þeirra Alexanders og Jóns næði ekki eyrum fólksins. Þetta yrði hann var við á hverjum einasta fundi sem hann kæmi á. Það má segja að málflutningur Steingríms á miðstjórnarfundin- um, hafí verið í svipuðum og dúr og það sem hann sagði á þing- flokksfundinum, nema hvað hann gagnrýndi ekki einstaka menn, heldur lýsti þungum áhyggjum sínum, yfir því að það sem Fram- sóknarflokkurinn væri að gera og hefði gert undanfarin fjögur ár, næði ekki eyrum fólksins. reyna með nýjum og breyttum aferðum að ná eyrum unga fólks- ins. Jafnvel hafði verið búist við að einhveijir miðstjómarmanna myndu gagnrýna Steingrím Her- Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra og aðstoðarmaður hans, Finnur Ingólfsson bera saman bækur sínar. Framkvæmdastj órn Framsóknarflokksins: Valur Am- þórsson hlaut flest atkvæði VALUR Arnþórsson, kaupfélags- stjóri KEA hlaut flest atkvæði í kjöri til framkvæmdastjórnar Framsóknarflokksins, á aðal- fundi miðstjórnar Framsóknar- flokksins, sem haldinn var á Selfossi um helgina. Valur hlaut 60 atkvæði. Haraldur Olafsson varð í öðru sæti með 58 atkvæði, Sigrún Magn- úsdóttir í þriðja sæti með 53 atkvæði og Sverrir Sveinsson frá Siglufirði í 4. sæti með 47 at- kvæði. 27 nöfn voru á framboðslist- anum, en 9 átti að kjósa. Röð 5. til 9. sætis er eftirfarandi: 5. Jónas Jónsson, Reykjavík, 6. Ragnheiðui- Sveinbjörnsdóttir, Hafnarfirði, 7. Níels Árni Lund, Hafnarfirði, 8. Ásta R. Jóhannesdóttir, Reykjavík og 9. Drífa Sigfúsdóttir. Dagbjiiit Höskuldsdóttir frá Grundarfirði varð í 10. sæti og féll því úr fram- kvæmdastjórninnni. Sömuleiðis Hákon Hákonarson frá Akureyri. Nýjir í framvkæmdastjórnina kom inn þeir Haraldur Olafsson. og Sverrir Sveinsson. Halldór Asgrímsson: Menn eru þannig í framan að þeir eru vísir til átaka Selfossi. ÞAÐ kom í lilut Halldórs Ás- grímssonar að slíta miðstjórnar- fundi Framsóknarflokksins þar sem Steingrímur Hermannsson þurfti að hverfa af fundinum á annan fund í Reykjavík. Halldór brýndi menn til átaka. Hann hvatti þá til að nota tækifærið og atburði undanfarinna daga til að beija á Sjálfstæðisflokknum hvenær sem færi gæfist. „Við þurfum að ganga bjartsýn til kosninga,“ sagði Halldór og enn- fremur: „Menn eru þannig í framan að þeir eru vísir til átaka í komandi kosningum.“ — Sig. Jóns. Selfoss: Allt gisti- rými fullt um helgina Ágreiningur er um kjam- orkuvopnalaus Norðurlönd Steingrímur Hermannsson í varnarstöðu Selfossi. ÁGREININGUR kom í Ijós milli manna á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins varðandi afstöðuna til þess að lýsa Norð- urlöndin kjarnorkuvopnalaust svæði. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir bar fram tillögu um að eitt af bar- áttumálum næsta kjörtímabil yrði að ísland verði aðili að samkomu- lagi um kjamorkuvopnalaus Norðurlönd. Steingrímur Her- mannsson lýsti sig andvígan svo afdráttarlausri afstöðu og vísaði til samþykktar Alþingis. Páll Péturs- son mótmælti túlkun Steingríms á samþykktinni en vildi jafnframt draga úr orðalagi Ástu Ragnheiðar og láta fylgjast með málinu. Har- aldur Ólafsson lýsti sig fylgjandi áliti Ástu og aðiid að samkomulagi um kjamorkuvopnalaus Norðurlönd og sagði hann slíkt geta orðið upp- haf að öðrum kjarnorkuvopnalaus- um svæðum annars staðar á hnettinum. Már Péturson lagði áherslu á það að ályktun um þessi mál væri í takt við það sem skoð- anakannanir sýndu um vilja fólks og hún yrði afdráttarlaus. Ráð- herrar og þingmenn flokksins hefðu nóg ráð með að útvatna tillögur miðstjórnarfundarins í þessu efni sem öðrum. Af undirtektum sem fylgismenn aðildar að samkomulagi um kjarn- orkuvopnalaus Norðurlönd fengu, en þeim var klappað lof í lófa, er Ijóst að sjónarmið formanns flokks- ins biðu lægri hlut. Sú var og túlkun nokkurra sem rætt var við. Tími til umræðna um áherslur í kosningabaráttunni og baráttumál næsta kjörtímabil var mjiig skamm- ur. Úm þær var fyrst fjallað í umræðuhópum en í lokin var stjórn flokksins falið að færa tillögurnar í endanlegt horf. — Sig. Jóns. Selfossi. ALLT gistirými á Selfossi var fullt um helgina þegar aðalfund- ur miðstjórnar Framsóknar- flokksins fór fram í Hótel Selfossi. Björn Lárusson hótel- sljóri sagði að þetta sannaði nauðsyn þess að' auka við gisti- rými á staðnum. Hópurinn, sem gisti um helgina, er sá stærsti sem komið hefur á starfstíma hótelsins. Gestir gistu einnig á hótel Þóristúni sem er í næsta nágrenni. Við lok fundar framsóknarmanna vakti Halldór Ásgn'msson sjávarút- vegsráðherra athygli fundarmanna á hótelinu og sagði það glæsilegt merki um uppbyggingu í ferðamál- um. Það ætti að geta orðið mönnum hvatning til átaka í þessum mála- flokki úti á landi. Nýlega var gefinn út litprentaður bæklingur um hótelið og aðra þjón- ustu við ferðamenn á Selfossi. — Sig. Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.