Morgunblaðið - 24.03.1987, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 24.03.1987, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987 69 kvæmdirnar sagði Guðrún að mörg væri matarholan og t.d. væri árlega varið úr ríkissjóði 400 milljónum kr. í risnu og að sú íjárhæð væri betur komin annars staðar. Friðrik Sophusson, Sjálfsstæðis- flokki, sagði að skerðinguna í Framkvæmdasjóð fatlaðra væri ekki hægt að skrifa á reikning neins eins stjórnmálaflokks eða ríkis- stjórnar, því síðasta ríkisstjórn sem sett hefði þessi lög hefði sjálf byrj- að á skerðingu þeirra. Hann benti á Lottóið sem þá tekjulind sem bundnar væru vonir við varðandi úrbætur í málefnum fatlaðra og sagði það stefnu stjórnvalda að ekki yrði skert frekar framlög til Framkvæmdasjóðsins. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, sem kom beint af miðstjórnarfundi Framsóknar- flokksins á Selfossi, sagði, að þar hefði verið rædd sú stefna flokksins að stuðla að jafnræði og jafnrétti meðal allra landsmanna. Styrkja þyrfti fatlaða til sjálfsbjargar, þeir væru mikilvægur starfskraftur fyrir þjóðfélagið í heild. Hann sagði að auka þyrfti tekjur ríkissjóðs með endurskoðun á skattalögunum, ná til skattsvikara, og ef það ekki tækist þá yrði að auka skatta á þá sem meiri efnin hefðu. Svavar Gestsson, Alþýðubanda- lagi, sagði að standa ætti við lögin um Framkvæmdasjóð fatlaðra, sem væri auðveldara nú en fyrii' nokkr- um árum vegna góðærisins. Fatlað- ir ættu að fá sinn skerf af því. Átak í húsnæðismálum fatlaðra væri næsta skrefið, sagði Svavar, og brýnt væri að gera áætlanir um aðgengismál fatlaðra. ()11 voru þau sammála um að lífeyrisgreiðslur fatlaðra ættu ekki að vera lægri en lágmarkslaun, svo væri ekki nú og úr því yrði að bæta. Magnús Bjarnfreðsson stjórnaði umræðum og fyrirspurnum. Aðgengi fatlaðra Að loknum framsögum voru fyr- irspurnir úr sal og spunnust þá nokkrar umræður um aðgengismál fatlaðra. Fram kom m.a. að þrátt fyrir lög um að fatlaðir skulu hafa aðgengi að öllum opinberum stofn- unum, er í bígerð að embætti skipulagsstjóra ríkisins, sem heyrir undir Félagsmálaráðuneytið, verði flutt á þriðju hæð í nýju húsi sem engin lyfta er í. Ef svo fer munu margir fatlaðir því ekki kost að reka erindi sín á skrifstofu skipu- lagsstjóra ríkisins eða starfa þar. Málefni fatlaðra heyra einnig undir Félagsmálaráðuneytið. Fullt var út úr dyrum á Kosningavöku fatlaðra Morgunbiaðið/oi.K.M. Fulltrúar stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á Alþingi sátu fyrir svörum. Lengst til hægri við pallborðið eru Arnþór Helgason, formað- ur Oryrkjabandalagsins, og Eggert Jóhannesson, formaður Þroska- hjálpar. Einnig var gagnrýnt það virðing- arleysi sem fréttaágripi á táknmáli er sýnt hjá sjónvarpinu. Auk þess að byrja aldrei á tilsettum tíma, kl. 19.25, væri útsendingin iðulega rofin í miðju kafi vegna annarra dagskrárliða. Þá var bent á að Fé- lag heyrnarlausra greiðir laun túlka í fréttum á táknmáli, þar sem fréttastofan neitar að greiða þau laun. Greinilegt var að þessar upp- lýsingar komu mörgum á óvart og sagði Friðrik Sophusson þetta vera stofnuninni til skammar. I sama streng tóku Steingrímur Her- mannsson og Jón Baldvin Hannib- alsson. Guðrún Agnarsdóttir sagði að fréttir á táknmáli væri sjálfsögð þjónusta og táknmálskennslu ætti að koma inn í alla skóla. Svavar Gestsson sagði að álíka vitlaust væri að Félag heyrnarlausra greiddi þessi laun og ef íþróttahreyfingin ætti að borga laun Bjarna Felix- sonar. ELSKA Lokaatriði vökunnar var flutn- ingur á Ijóði eftir 17 ára gamla stúlku, Ásdísi Jennu Ástráðsdóttur. Ásdís Jenna er alvarlega hreyfi- hömluð og tjáir sig nær eingöngu með hjálp tölvu. Ljóðið hennar heit- ir Elska. Ég elska fuglana fuglarnir geta flogið ég get ekki flogið ég get sungið fuglarnir syngja með mér Ég elska mennina mennirnir geta gengið ég get ekki gengið mennirnir geta sungið ég get sungið mennirnir syngja ekki með mér Til sölu nokkrir 9.0 tonna stálbátar til afgreiðslu strax Uppl. í símum 12879 og 25988 TÓNLISMRSKOU KOPRJOGS Frá Tónlistarskóla Kópavogs Aðrir vortónleikar skólans verða haldn- ir í salnum í Hamraborg 11,3. hæð, miðvikudaginn 25. mars kl. 20.30. Skólastjóri. OKEYPIS BÆKLINGUR Starfsframi, betri vinna, betri laun Eftir nám í ICS-bréfaskólanum átt þú möguleika á auknum starfsf rama og betur launaöri vinnu. Þú stundar námiö heima hjá þér á þeim hraöa sem þér hentar. Nú stunda rúmar 8 milljón- ir manna nám í gegnum ICS-bréfaskólann! Líttu á listann og sjáöu Öll þau tækifæri sem þér gefast. ICS-bréf askólinn hefur örugglega námskeiö sem hæfir áhuga þinum og getu. Prófskír- teini i lok námskeiöa. Sendu miðann strax í dag og þú færö ÓKEYPIS BÆKLING sendan í f lugpósti. (Setjiö kross í aðeins einn reit). Námskeiöin eru öll áensku. □ Tölvuforritun □ Almenntnám □ Ratvirkjun □ Bifvélavirkjun □ Ritstörf □ Nytjalist □ Bókhald □ Stjórnun □ Vélvirkjun fyrirtækja □ Garðyrkja □ Kjólasaumur □ Innanhús- arkitektúr □ Stjórnun hótela og veitingastaða □ Blaðamennska □ Kælitækni og loftræsting Nafn: Heimilisfang:................................................ ICS International Correspondence schools Dept. YYS, 312/314 High Street, Sutton, Surrey SM11PR, England. OPIÐ: Mán.-föst. 9-18 laugard. 14-17 BENCO hf. LÁGMÚLA 7, SÍMI 84077. LETTASTUR! (3,1 kg) VINNUÞJARKUR! SPARNEYTINN! (1,6 A) HRAÐVIRKT RÁSAVAL gefur strax SÁ EINI VATNSÞÉTTI! SÁ EINI RYKÞÉTTI! 2 ÁRA ÁBYRGÐ! KAUPLEIGUSAMNINGAR! 5IMDNSEN BÍLASÍMINN 4F
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.