Morgunblaðið - 24.03.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.03.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987 Starfsemi Amarfiugs til hagsbóta fyrir þjóðina eftir Hörð Einarsson Það dylst engum, sem les grein Gísla Maack um Amarflug í Morgunblaðinu 19. marz sl., að persónuleg heift stýrir hendi hans og huga. Heift sinni beinir hann aðallega að tveimur mönn- um, Agnari Friðrikssyni, fyrr- verandi framkvæmdastjóra Arnarflugs, sem neyddist til að taka á honum þegar hann setti félaginu afarkosti, og undirrit- uðum, sem aldrei hefur átt nokkurn skapaðan hlut saman við hann að sælda, ekki einu séð hann, svo að ég viti til. Og fómar- lamb hans á að verða Araarflug, sem hann telur ekki eiga tilvem- rétt eftir að hann getur ekki lengur haft gott af félaginu sjálf- ur. Blekkingartalið Að sjálfsögðu mun ég láta liggja á milli hluta þau skrif Gísla er snúa að einstökum þáttum í rekstri Arn- arflugs fyrr á árum, enda þekki ég ekki til þeirra. Þótt ætíð orki tvímælis, hvort yfirleitt á að virða svars skrif á borð við skrif Gísla tel ég rétt og óhjákvæmilegt að víkja að því, sem hann kallar „blekkingarstarfsemi Harðar Ein- arssonar og félaga hans“, svo erfítt sem það þó er að festa á því hendur í grein hans í hvetju þessi „blekk- ingarstarfsemi" á að vera fólgin. Til þess að létta sér að koma óorði á okkur, sem nú sitjum í stjóm Arnarflugs, byijar Gísli á að gefa sér, að Agnar Friðriksson hafi blekkt okkur. Þetta höfum við hins vegar aldrei sagt. Þvert á móti er það staðföst skoðun mín, að þótt þær upplýsingar, sem Agnar Frið- riksson og aðrir stjómendur Amarflugs gáfu á grundvelli áætl- ana sinna um afkomu Amarflugs hafi ekki staðizt, þegar til uppgjörs kom, hafí þessar upplýsingar verið gefnar eftir beztu vitund á þeim tíma. Gísla Maack er greinilega sárt um það, að hætt hefur verið leigu- flugsverkefnum erlendis á vegum Amarflugs og að tap Amarflugs á árinu 1986 er rakið að mestu eða öllu leyti til leiguflugsverkefnanna, enda vann hann að þessum verkefn- um og átti eigi lítinn þátt í áætlana- gerð um þau. Óskhyggja fær þó engu breytt hér um, blákaldar stað- reyndimar tala sínu máli. Ég fæ heldur ekki betur séð en Gísli kom- ist á endanum að sömu niðurstöðu og við í stjórn félagsins, að félagið hafi ekki haft fjárhagslegt bolmagn eða stjómunarlega getu til þess að standa að þessum rekstri. Hvers vegna þá að halda honum áfram? Afskiptin, sem engin voru Allt tal Gísla Maack um afskipti mín og minna félaga af rekstri Arnarflugs í átta mánuði áður en við gengum til liðs við félagið er staðlausir stafir. í fyrsta lagi var það ekki fyrr en í lok janúar 1986, að þáverandi stjómarformaður fé- lagsins, Haukur Bjömsson, hafði samband við mig um málefni Amar- flugs og ekki fyrr en í marz, að ég og ýmsir aðrir menn förum að fjalla alvarlega okkar í milli um málefni félagsins. í öðra lagi hvarflaði það ekki að okkur félögunum að hafa afskipti af rekstri félagsins fyrr en niðurstaða lægi fyrir í því, hvort við tækjum þátt í hlutafjáraukning- unni í félaginu eða ekki og ákvörðun um það var ekki tekin fyrr en í júní. Á þessu var fullur skilningur milli fyrri stjómenda félagsins og okkar, sem síðar gengum inn í stjóm þess. Á athugunartímabilinu greindu stjómendur félagsins okkur frá ýmsu er varðaði rekstur félags- ins, en við hvorki hvöttum né löttum til einstakra ákvarðana, þ. á m. samnings um pílagrímaflug fyrir Alsírsmenn. Það var því ekki fyrr en á lokastigi, að ég og mínir félag- ar hófum bein afskipti af leigu flugvéla til verkefnisins, en þá þeg- ar var t.d. það atriði umsamið, sem mestu máli skipti, þ.e. leigugjaldið til eiganda vélanna. Leignflugið erlendis Af einhveijum ástæðum er sú endurskipulagning, sem fram hefur farið á Amarflugi og enn er unnið að, mikill þymir í augum Gísla Maack. Verður ekki betur séð en hann hefði talið það betri kost að hætta áætlunarflugi milli íslands og Evrópu, en halda áfram leigu- flugsverkefnum erlendis. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr er það staðreynd, að hin hörmulega afkomu leiguflugsverk- efnanna var að sliga félagið. Því er það ótvírætt þýðingarmesta ráð- stöfunin í endurskipulagningunni á rekstri Amarflugs að draga félagið út úr þessum rekstri. Auðvitað verð- ur þó ekki skorið á svo umfangsmik- inn rekstur eins og hér var um að ræða í einu vetfangi. Fjöldi mála, sem tengist þessum rekstri, er enn í gangi og verður öragglega í tals- verðan tíma. Á meðal þessara mála era ýmis uppgjörsmál og deilumál, sem verða að hafa sinn gang. Það kostar bæð starfskrafta og fé að Ijúka slíkum málum, en að því er unnið að leysa þau með sem hag- kvæmustum hætti fyrir Amarflug. Heilaspuni um innanlandsflug- Einn sérkennilegasti heilaspuni Gísla Maack varðar innanlandsflug Amarflugs, sem ákveðið hefur ver- ið að reka í sérstöku fyrirtæki. Gísli fullyrðir, að ábyrgðinni á rekstri þessa fyrirtækis hafi verið komið á sveitarfélög þeirra staða, sem flogið er til. Hið rétta er hins vegar, að sveitarfélögin koma hér hvergi nærri og hefur ekki einu sinni verið rætt við forsvarsmenn þeirra um þátttöku í þessum rekstri. Amar- flug innanlands hf. er stofnað sem hreint dótturfyrirtæki Amarflugs hf. Þá getur Gísli Maack alveg spar- að sér áhyggjur af væntanlegri sölu flugvéla og fasteigna Amarflugs til innanlandsflugfélagsins eða að samgönguráðherra sér að aðstoða Amarflug við að skjóta undan eign- um. Sala á flugvélum og fasteignum til innanlandsflugfélagsins er ekk- ert á döfinni hvað sem einhvem tíma síðar kann að verða. Osæmilegar dylgjur Eitthvert ósmekklegasta atriðið í öllum skrifum Gísla Maack er dylgjur hans í þá átt, að stjómend- ur Ámarflugs beiti flugmenn og flugvirkja „þrýstingi í viðhaldsmál- um“, sem hlýtur að eiga að skilja þannig, að hvatt sé til vanrækslu í viðhaldi. Hér fer Gísli enn einu sinni með staðlausa stafi. Viðhald á flug- vélum Amarflugs er í höndum hinna ágætustu fagmanna, sem stjómendur félagsins treysta full- komlega fyrir því, að öryggissjónar- miða sé í hvívetna gætt. Og flugvélar félagsins era með reglu- legu millibili sendar í skoðun í samræmi við fyrirmæli þar að lút- andi. I samanburði við síðastgreinda atriðið er það svo meinlítið, þótt Gísli Maack haldi því fram, að ég stjómi „markvissri áróðurs- og aug- lýsingaherferð í Qölmiðlum" og sé á fjölmiðla„trippi“ vegna þeirra upplýsinga, sem eftir mér hafa ver- ið hafðar að undanfomu um málefni Amarflugs. Við, sem vinnum að málum Amarflugs, kysum ekkert frekar en geta unnið að þeim í full- kominni kyrrþey — geram það eftir því sem við verður komið. Fýrirtæki verða ekki rekin eða endurskipulögð í blöðum eða öðram íjölmiðlum. Hitt er okkur þó Ijóst, að vegna erfiðleikanna í rekstri Amarflugs er félagið undir smásjá. Af þeim Hörður Einarsson „Ekkert er óedlilegt við það, að menn hafi mis- munandi álit á mögu- leikum Arnarflugs eins og annarra fyrirtækja og auðvitað gengur enginn þess dulinn, að hér er um áhættusaman atvinnurekstur að ræða. Þótt allt gengi að óskum í rekstri Arn- arf lugs næstu árin er ljóst að endurreisn fé- lagsins mun taka mörg sökum höfum við talið rétt að gefa sem allra ítarlegastar upplýsingar um rekstur og önnur málefni fyrir- tækisins, þegar eftir því hefur verið leitað. Það er og hefur verið stefna okkar í því efni að draga ekkert undan og skýra frá rekstri fyrirtæk- isins alveg opinskátt. Þessari stefnu verður áfram fylgt, bæði gagnvart íjölmiðlum, hluthöfum og væntan- legum hluthöfum. Gísli Maack þarf því ekki að hafa áhyggjur af þvi, að þeir, sem vilja kaupa hlutafé í félaginu, muni ekki fá allar upplýs- ingar, sem unnt er að gefa, þ. á m. um þau efni, sem hann tiltekur í grein sinni. Samstarf ríkisvalds og einkaaðila um endur reisn Arnarflugs Þó að endurskipulagning Amar- flugs hafi vissulega notið stuðnings af hálfu ríkisvaldsins fer því fjarri, að Amarflug sé „ríkisstyrktur ómagi á þegnum þessa lands", eins og Gísli Maack fullyrðir í grein sinni. Starfsemi Amarflugs er þvert á móti til ómetanlegs gagns fyrir íslenzku þjóðina. Sú þjónusta, sem félagið heldur uppi í flutningum með farþega og vörar milli íslands og áætlunarstaða á meginlandi Evrópu er ómissandi fyrir íslenzkt viðskiptalíf og ferðamannaþjónustu hér á landi. Sú samkeppni, sem Amarflug tryggir í flugsamgöngum milli Islands og Evrópu, hefur ótrú- leg áhrif til hagsbóta fyrir íslenzkan almenning, þótt markaðshlutdeild Amarflugs sé tiltölulega lftil. Það var því tvímælalaust rétt stefnu- mörkun hjá ríkisstjóminni, þegar erfiðleikar Amarflugs komu á dag- skrá fyrir u.þ.b. 1 lh ári, að stuðla að því, að hér á landi yrðu rekin tvö millilandaflugfélög og beita sér fyrir stuðningi við Arnarflug í fram- haldi af þeirri stefnumörkun. I ljósi hennar gengu fjölmargir einkaaðil- ar til liðs við félagið með hlutafjár- framlögum. Þó að vandi Arnarflugs hafi reynzt stærri heldur en bæði nýir hluthafar og forsvarsmenn ríkisvaldsins töldu í upphafi réttlæt- ir það engan veginn, að hlaupið sé frá vandanum. Einkaaðilar og ríkis- vald hafa sagt a í ákvörðun sinni. að endurreisa Amarflug og hljóta því einnig að segja b. Trú á lífvæn- legan rekstur Sú hlutafjáraukning, sem nú stendur yfir hjá Amarflugi, er þýð- ingarmikill liður í endurreisn Amarflugs. Stjórnarmenn í félag- inu og þeir hluthafar, sem standa þeim nærri, hafa lýst yfir vilja sínum til þess að taka myndarlegan þátt í hlutafjáraukningunni, jafnvel með mun hærri hlutafjárframlögum en í hlutafjáraukningunni á sl. ári. En veralega meira verður þó til að koma. Þess vegna hefur m.a. verið auglýst til sölu hlutafé á almennum markaði. Ekkert er óeðlilegt við það, að menn hafi mismunandi álit á möguleikum Amarflugs eins og annarra fyrirtækja og auðvitað gengur enginn þess dulinn, að hér er um áhættusaman atvinnurekstur að ræða. Þótt allt gengi að óskum í rekstri Amarflugs næstu árin er ljóst að endurreisn félagsins mun taka mörg ár. Ekki verður betur séð en rekstur millilandaflugsins hafi gengið samkvæmt áætlun það sem af er þessu ári. Fyrstu tvo mánuði ársins jukust flutningar í millilandafluginu um 45% miðað við sama tíma á sl. ári. Þeir, sem standa rekstri félagsins næst, hafa því fulla trú á því, að hér sé um ágætlega lífvænlegan rekstur að ræða, svo framarlega sem náist að saxa á gamla skuldahalann eins og að er stefnt með hlutafjáraukningunni. Þessa trú sína ætla þeir að stað- festa í verki með hlutafjárframlög- um — og það er bezta tryggingin, sem aðrir aðilar geta fengið fyrir því, að af fullri sannfæringu sé að hlutafjáraukningunni staðið. Höfundur er stjómarformaður Amarflugs hf. Ríkisútvarp/Sjónvarp: Selma Guðmundsdóttir Óskar Ingólfsson Guðrún S. Birgisdóttir Háskólatónleikar á morgnn HÁSKÓLATÓNLEIKAR verða á morgun, 25. mars, í Norræna húsinu. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 og standa í u.þ.b. hálftíma. Guðrún S. Birgisdóttir leikur á þverflautu, Óskar Ingólfsson á klarinett og Selma Guðmundsdóttir á píanó verk eftir Lewin, Villa Lo- bos og Saint-Saéns. Endanleg mynd komin á kosningasj ónvarpið ENDANLEGA var gengið frá fyrirkomulagi kosningasjón- varpsins á fundi útvarpsráðs sl. föstudag. Jafnframt var felld tillaga framkvæmdastjórnar sjónvarpsins um að sjónvarpa beint framboðsfundum flokk- anna frá Sauðárkróki og Sel- fossi. „Við gerðum tillögu um að sjón- varpa tveimur fundum til að gera kosningabaráttuna líflegri og skemmtilegri en verið hefur undan- farið," sagði Pétur Guðfinnsson, framkvæmdastjóri sjónvarps, í samtali við Morgunblaðið. Ut- varpsráð taldi hinsvegar að þar sem ekki væri hægt að gera öllum kjördæmum jafnhátt undir höfði væri óeðlilegt að taka tvö kjördæmi út úr og sjónvarpa þaðan. Einnig taldi ráðið að þeir átta framboðs- ' -w f’%/* .$*• * > itx . j fundir, sem fyrirhugaðir eru í sjónvarpi, dygðu af hálfu sjón- varpsins. Ánnars vegar verða framboðs- kynningar í sjónvarpssal í lok dagskrár þann 6. og 7. apríl, fjórir flokkar á hvora kvöldi. Hins vegar verða haldnir átta framboðsfundir fyrir hvert kjördæmi og verða þeir í formi umræðuþátta. Fundarstjór- ar verða fréttamenn sjónvarpsins. Sex fundanna verða í beinni út- sendingu úr sjónvarpssal, en fundir tveggja kjördæma, Norðurlands vestra og Norðurlands eystra, verða sendir út frá Akureyri fimmtudaginn 23. apríl á sumar- daginn fyrsta. Kvöldið fyrir kosningar, föstu- daginn 24. apríl, verður síðan hringborð í beinni útsendingu með þátttöku formanna flokkanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.