Morgunblaðið - 24.03.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.03.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987 39 Söngvakeppni sjónvarpsstöðva 1987 Morgunblaðið/Einar Falur Þátttakendur voru flestallir viðstaddir. Hljómsveitin Model (fremst) varð í öðru sæti, með lagið „Lífið er lag“. SIGURLAG í söngvakeppni sjónvarpsstöðva varð lag Valgeirs Guðjónssonar „Hægft og hljótt“ sem Halla Margrét Árnadóttir syngur og verður það lag framlag íslands í söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva sem Morgunblaðið/Einar Falur Valgeir Guðjónsson höfundur sigurlagsins „Hægt og hljótt“, ásamt konu sinni Ástu Raguarsdóttur og Höllu Margréti Arnadóttur söngkonu fagna sigri. fram fer í Belgpu 9. maí næstkomandi. Höfundur lagsins, Valgeir, er gamal- reyndur lagasmiður og sem einn af meðlimum Stuð- manna löngu landskunnur. Söngkonan Halla Margrét hefur stundað söngnám við Söngskólann undanfarin þrjú ár og er þetta í fyrsta sinn sem hún syngur opin- berlega hér á landi. Átta ellefu manna dómnefnd- ir sátu í öllum kjördæmum landsins í gærkvöldi og greiddu 10 lögum atkvæði í söngva- keppni sjónvarpsstöðva. Dómendur voru á aldrinum 16 til 60 ára, konur voru 47 en karlar 41. Keppninni var sjónvarpað í ríkissjónvarpinu. Fyrst voru lög- in 10 leikin en að því búnu voru atkvæði greidd og úrslit tilkynnt í hveiju kjördæmi fyrir sig. Þeg- ar í upphafi tóku tvö laganna, sigurlagið og lag Gunnlaugs Briem og Friðriks Karlssonar, „Lífið er lag“, forystuna. Það lag flutti hljómsveitin Model, en aðalsöngvari hennar er Eiríkur Hauksson. Eftir að tölur höfðu birst í þremur kjördæmum voru bæði lögin jöfn með 30 stig hvort, en síðan tók „Hægt og hljótt" forystuna og hlaut 12 stig þrisvar í röð, einu sinni 10 og loks 12 stig í lokin. Þar með. var sigurinn innsiglaður. Að loknum árnaðaróskum stjórnenda og áhorfenda í sjón- varpssal afhenti Hrafn Gunn- laugsson dagskrárstjóri innlendrar dagskrárgerðar sig- urvegaranum Valgeiri Guðjóns- syni fyrstu verðlaun, 300.000 krónur. Einnig fékk Valgeir peningaupphæð frá samtökum tónskálda og textahöfunda. Auðar götur STÓR hluti þjóðarinnar sat við sjónvarpstækin í gær- kvöldi og horfði á úrslit íslensku forkeppninnar fyrir Söngvakeppni sjónvarps- stöðva í Evrópu. Samkvæmt upplýsingum lögreglumanna í Reykjavík og á nokkrum stöðum úti á landi voru óvenju fáir á ferli á meðan keppnin fór fram og settu lögreglu- menn það í samband við keppnina. „Mjög rólegt", „auðar götur“, „allt steindautt" og „þjóðin í dvala“, var meðal svara sem fengust hjá lögreglumönnum að keppninni lokinni og eru þau lýsandi fyrir ástandið um allt landið. Lítið álag var á símakerfi landsins á meðan á útsendingu söngvakeppninnar stóð, en mik- ið álag strax að henni lokinni. „Það er eins og hálf þjóðin hafi farið í símann strax eftir keppn- ina,“ sagði simastúlka á langlínumiðstoðinni. „Hægt og hljótt“ sigr- aði með 14 stíga mim Morgunblaðið/Þorkell Sr. Hjálmar Jónsson prófastur á Sauðárkróki textahöfundur og Geirmundur Valgeirsson höfundur lagsins „Lífsdansinn“, sem varð í fjórða sæti. Of hægt og hljótt? _______Tónlist Sveinn Guðjónsson Þjóðin hefur nú kveðið upp dóm sinn yfir lögunum 10 sem kepptu til úrslita í söngvakeppni sjónvarps- ins og sá dómur var afgerandi. Valgeir Guðjónsson og söngkonan unga, Halla Margrét Ámadóttir, hrósuðu sigri og er fyllilega ástæða til að óska þeim til hamingju. Úrslit- in komu mér ekki á óvart því lagið er gullfallegt og vel sungið. Eg verð þó að viðurkenna að ég hefði valið Lífsdans Geirmundar Valtýssonar, hefði ég mátt ráða. Með því er ég alls ekki að segja að það lag sé betra út frá einhveij- um tónfræðilegum, tæknilegum eða faglegum sjónarmiðum. Eg er hins vegar þeirrar skoðunar að Geiri sé sá eini af þessum höfundum sem hefur áttað sig til fulls á, um hvað söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva snýst. Sannleikurinn er sá að þessi keppni er alveg einstakt fyrirbrigði í tónlistarsögunni og menn verða að setja sig í sérstakar stellingar til að átta sig á þeim lög- málum sem þar gilda. Geirmundur hefur að mínum dómi réttu formúl- una, þessa laufléttu sveiflu sem til þarf. í ljósi þessara lögmála sem gilt hafa í Evrópu-söngvakeppninni hef ég því ákveðnar efasemdir um að Hægt og hljótt eigi erindi í keppn- ina í Briissel. Það læðist að mér sá grunur að lagið sé einfaldlega of hægt og hljótt til að eiga þar mögu- leika. Vonandi skjátlast mér þar og ég vil undirstrika að með þessu er ég ekki að kasta rýrð á Valgeir Guðjónsson sem tónsmið enda á hann það alls ekki skilið. Því síður vil ég draga kjarkinn úr hinni ungu og bráðefnilegu söngkonu sem á eftir að flytja lagið í Briissel í vor. Vonandi hefur hún nægilega sterk bein til að standast það álag sem slíku fylgir. Söngvakeppni sjónvarpsstöðva — Úrslit Borgar- nes ísa- fjörður Sauðár- krókur Akur- eyri Egils- staðir Sel- foss Hafnar- fjörður Reykja- vík Samtals Röð Ég leyni minni ást eftir Jóhann G. Jóhannsson. Björgvin Halldórsson syngur. 4 6 2 6 3 1 5 3 30 8. Hægt og hljótt eftir Valgeir Guðjónsson. Halla Margrét Árnadóttir syngur. 10 10 10 12 12 12 10 12 88 1. Lífsdansinn eftir Geirmund Valtýsson og Hjálmar Jónsson. Björgvin Halldórsson og Erna Gunnars- dóttir syngja. 8 4 12 4 6 4 7 10 55 4. í blíðu og- stríðu eftir Jóhann Hclgason Höfundursyngur 2 5 4 3 2 3 4 1 24 9. Sumarást eftir Þorgeir D. Hjaltason og Iðunni Steinsdóttur. Jóhanna Linnet syngur. 3 3 3 5 5 2 3 8 32 7. Norðurljós eftir Gunnar Þórðarson og Ólaf Hauk Símonarson. Eyjólfur Kristjánsson syngur 6 7 7 10 8 6 8 7 59 3. Lífið er lag eftir Gunnlaug Bricm, Friðrik Karlsson og Birgi Bragason. Hljómsveitin Model flytur. 12 12 6 7 10 10 12 5 74 2. Sofdu vært eftir ólaf Hauk Símonarson. Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur. 1 2 1 1 1 7 1 6 20 10. Aldrei ég gleymi eftir Axel Einarsson og Jóhann G. Jóhannsson. Erna Gunnarsdóttir syngur. 7 1 5 8 4 5 2 4 36 6. Mín þrá eftir Jóhann G. Jóhannson Björgvin Halldórsson syngur. 5 8 8 2 7 8 6 2 46 5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.