Morgunblaðið - 24.03.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.03.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987 GREINING á fylgi stjómmála- flokkanna í síðustu þjóðmála- könnun _ Félagsvísindastofunar Háskóla íslands leiðir í ljós, að rúmlega 40% verka- og iðnaðar- fólks í alþýðusambandinu styðja Sjálfstæðisflokkinn, um 22% styðja Alþýðuflokkinn og um 16% styðja Alþýðubandalagið. Um 41% launþega i heild styðja Sjálfstæðisflokkinn og um 55% atvinnurekenda. Alþýðubanda- lagið og Kvennalistinn njóta meira fylgis meðal opinberra starfsmanna en þeirra sem vinna hjá einka- eða samvinnufyrir- tækjum. í maí á síðasta ári birti Félags- vísindastofnun greiningu á fylgi flokka í helstu starfsstéttum. Þar kom meðal annars fram, að fylgi Alþýðuflokks var nokkuð jafnt í flestum stéttum, á bilinu 15—20%, en þó var það minna meðal bænda og skrifstofufólks og meira meðal sjómanna. Nærri 60% bænda sögð- ust mundu kjósa Framsóknarflokk- inn, ríflega 20% sjómanna sömuleiðis, en fylgi flokksins meðal kennslu- og heilbrigðisstétta og skrifstofufólks var minna en al- mennt var meðal annarra stétta. Sjálfstæðisflokkur naut fylgis um 40% úr stéttum verkalýðs, iðnaðar- manna og skrifstofufólks, mun minna meðal kennslu- og heilbrigð- isstétta og bænda, en meira meðal sérfræðinga, stjómenda og atvinnu- rekenda. Alþýðubandalag hafði stuðning um 30% kennslu- og heil- brigðisstétta, 15—18% verkafólks, iðnaðarmanna og sjómanna, og um 10% stuðning meðal annarra stétta. Kvennalisti hafði loks mest fylgi meðal kennslu- og heilbrigðisstétta og skrifstofufólks. Starfsmenn Félagsvísindastofn- unar hafa nú unnið frekar úr könnun á fylgi flokkanna, sem gerð var fyrir Morgunblaðið dagana 7. til 12. mars. í meðfylgjandi töflum og línuritum er fylgið greint sér- staklega fyrir meðlimi helstu stétt- arsamtaka, eftir þjóðfélagsstöðu og eftir því hvort kjósendur starfa í einkageiranum eða hjá hinu opin- bera. Hér er um nýtt sjónarhom á fylgi flokkanna að ræða því byggt er á annars konar flokkun en í ofan- nefndri greiningu á fylgi meðal starfsstétta. Þó er rökrétt samhengi milli niðurstaðna úr báðum grein- ingum. Hafa ber í huga að minni hópamir í töflunum em full fá- mennir til að draga megi af þeim nákvæmar ályktanir um skiptingu þeirra á flokka, en þeir gefa þó vísbendingar. í töflu 1 er fylgi stjórnmálaflokk- anna sýnt meðal meðlima helstu stéttarsamtaka launþega, meðal launþega í heild og meðal atvinnu- rekenda og einyrkja. Meðlimir ASÍ eru greindir í tvennt, verka- og iðn- aðarfólk annars vegar og verslunar- og skrifstofufólks hins vegar. Þá er fylgi flokka meðal meðlima BSRB sýnt. Rétt er að benda á að þeir sem þar koma fram endur- spegla ekki alla opinbera starfs- menn. Sú flokkun sem fram kemur í töflu 2 sýnir þá betur í heildina. Fjórði dálkurinn sýnir fylgið í öðrum launþegafélögum, en flestir í þess- um hópi eru úr Sambandi banka- manna, BHMR og Bandalagi kennara. I fímmta dálki er fylgi flokkanna meðal kjósenda í hópi launþega í heild sýnt, bæði meðal þeirra sem eru í launþegasamtökum og annarra. Loks eru atvinnurek- endur og einyrkjar í heild sýndir til samanburðar við hina ýmsu hópa launþega. Rúmlega 40% verka- og iðnaðar- fólks í ASÍ styður Sjálfstæðisflokk, um 22% styðja Alþýðuflokk og um 16% segjast munu kjósa Alþýðu- bandalag. Meðal verslunarfólks í ASÍ hefur Sjálfstæðisflokkur meiri stuðning, eða um 50%, en Alþýðu- flokkur og Alþýðubandalag hafa minni stuðning. Framsóknarflokkur og Kvennalisti hafa hins vegar held- ur meiri stuðning meðal verslunar- fólks en meðal verkalýðshópanna í ASÍ. Meðal meðlima BSRB hefur Sjálfstæðisflokkur um 39% og Al- þýðuflokkur um 23%, en Alþýðu- bandalag fær stuðning um 16%. Kvennalisti fær heldur meiri stuðn- ing meðal meðlima BSRB og annarra launþegasamtaka en ASI. Ef litið er á launþega í heild, í dálki 5, má sjá að um 41% þeirra styðja Sjálfstæðisflokk, 18% styðja Alþýðuflokk og um 16% Alþýðu- bandalag. Fylgi Framsóknarflokks og Kvennalista meðal launþega er minna. Atvinnurekendur styðja Sjálfstæðisflokk hins vegar í ríkari mæli, eða um 55%. Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur hafa svipað- an stuðning í þessum hópi (17—18%), en aðrir flokkar hafa minna. I hópi einyrkja er allstór hópur bænda ásamt iðnaðarmönn- um og öðrum. Þetta kemur fram í því að Framsóknarflokkur fær nærri þriðjungs stuðning hjá ein- yrlq'um, en rétt er að hafa í huga að fylgi flokkins meðal bænda einna er hærra. í töflu 2 er sýnt fylgi flokkanna meðal kjósenda sem starfa í einka- geira og í opinberum geira atvinnu- lífsins. Tafla 2. Fylgi flokka meðal kjósenda sem starfa í einkageira og í opinberum geira. Einka- Opinber geiri geiri Alþýðuflokkur 18 18 Framsókn 15 11 Sjálfstæðis- 44 35 flokkur Alþýðubandalag 12 22 Kvennalisti 5 11 Flokkur 2 2 mannsins Sérframb. 1 1 Stefáns Valg. Þjóðarflokkur 3 2 Alls 100 100 Fjöldi 479 176 Þeir sem vinna við samvinnu- rekstur teljast með einkageira. Meginniðurstaðan í töflu 2 er sú, að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur hafa minna fylgi meðal % þeirra sem starfa í opinbera geiran- um en hinna sem starfa í einka- geira. Á móti kemur að Alþýðu- bandalag og Kvennalisti hafa meira fylgi meðal opinberra starfsmanna. í töflu 3 er sýnt fylgi flokkanna meðal helstu menntahópa. Taflan sýnir að Sjálfstæðisflokk- ur hefur mikið fylgi í öllum menntahópum, en mest þó meðal háskólamanna og minnst meðal þeirra sem hafa lokið skyldunámi. Alþýðuflokkur hefur mest fylgi meðal þeirra sem einungis hafa lok- ið verklegu framhaldsnámi, en svipað meðal annarra menntahópa. Framsóknarflokkur hefur mest fylgi í hópi þeirra sem hafa lokið skyldunámi, en minnst meðal þeirra sem hafa lokið bóklegu framhalds- námi. Alþýðubandalag hefur hins vegar mestan stuðning meðal þeirra sem hafa lokið bóklegu framhalds- námi (í þessum hópi er hluti kennara), en minnst í hópi verk- menntafólks. Fylgi stjórnmálaflokkanna eftir þjóðfélagshópum: Um 40% verkafólks í ASÍ styðja Sjálfstæðisflokkiim — Alþýðubandalagið og Kvennalistinn sækja fylgi til opinberra starfsmanna ASÍ: ASÍ: Verkaf-, Versl. Iðn.menn fólk. BSRB Önnur launþ. félög Launþ.Atvinnu- Ein- alls rekenduryrkjar % % % % % % % Alþýðu- 22 14 23 15 18 18 11 flokkur Framsókn 10 13 12 10 12 17 31 Sjálfstæðis- 41 50 39 38 41 55 37 flokkur Alþýðu- 16 12 16 15 16 8 8 bandalag Kvennalisti 4 9 10 13 8 0 0 Flokkur 2 1 — 4 2 2 2 mannsins Sérframb. 3 1 1 0 0 Stefáns Valgeirs. Þjóðar- 3 1 4 2 0 0 flokkur Alls 100 100 100 100 100 100 100 Fjöldi 183 77 74 79 529 60 65 Tafla 1. Fylgi flokka meðal meðlima ólíkra stéttarsamtaka launþega, og meðal atvinnurekenda og einyrkja. Einungis þeir sem gefa upp flokk. Skyldu- Stysta Verkl. Bókl. Hásk,- nám framh. framh. framh. nám % % % % % Alþýðuflokkur 14.6 18.2 24.8 13.4 15.2 Framsókn 17.1 13.6 13.4 8.2 12.1 Sjálfstæðis- flokkur 36.6 43.2 43.6 39.2 47.0 Alþýðubandalag 17.6 12.9 9.4 23.7 12.1 Kvennalisti 5.9 9.1 2.0 12.4 12.1 Flokkur mannsins 1.5 1.5 2.7 1.0 — Sérframb. Stefáns Valg. 1.0 0.8 1.3 1.0 — Þjóðarflokkur 5.9 0.8 2.7 1.0 1.5 Alls 100 100 100 100 100 Fjöldi 205 132 149 97 66 Tafla 3. Fylgi flokka eftir menntun. Einungis þeir sem gefa upp flokk. j ■ ASÍ: Verkafólk | ; 53 ASÍ: Verslunarf. Alþýðufl. Framsókn Sjálfst.fl. Alþýðubl. Kvennalisti Fylgi flokkanna meðal meðlima í ASÍ, BSRB og atvinnurekenda. Alþýðufl. Framsókn Sjálfst.fl. Alþýðubl. Kvennalisti Fylgi flokka í einkageira og opinbera geiranum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.