Morgunblaðið - 24.03.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.03.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987 1 Islensk ritvinnsla Fjölbreytt og vandað námskeið í notkun rit- kerfisins ORÐSNILLD. Forritið er á íslensku og með íslensku orðasafni. Leiöbeinandi: Dagskrá: * Grundvallaratriði við notkun PC-tölva * Ritvinnsla með tölvum * Ritkerflð ORÐSNILLD * íslenska orðasafnið og notkun þess * Útprentun á laserprentara * Umræða og fyrirspurnir Elísabet Halldórsdóttir starfsmaður hjá Rafreikni hf. Tími: 30.-31. mars og 1.-2. apríl ki. 13-16. Innritun daglega frá kl. 8-22 í símum 687590, 686790, 687434 og 39566. Borgartúni 28 ÞÚSEM STRAUJAR GERÐU KRÖFUR! BELDRAYstrauborðin eru fyrirþá sem strauja. Þau eru létt og meðfærileg og standastkröfur um góða aðstöðu fyrir þig, straujárnið og þvottinn. Þannig á gott strauborð að vera. BELDRAYstrauborðin fást ibúsáhaldaverslunum og kaupfélögum um land allt. EINKAUMBOÐ I.GUÐMUNDSSON & CO HF. SÍMI 24020 Ein frá hjartanu Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Peggy Sue giftist (Peggy Sue Got Married). Sýnd í Stjörnubíói. Stjörnugjöf: **** Bandarísk. Leikstjóri: Francis Coppola. Handrit: Jerry Leichtl- ing og Arlene Sarner. Framleið- andi: Paul R. Gurian. Kvikmyndataka: Jordan Cronen- weth. Klipping: Barry Malkin. Tónlist: John Barry auk rokklaga frá 1960. Helstu hlutverk: Kath- leen Turner, Nicholas Cage, Barry Miller, Chatherine Hicks, Joan Allen og Kevin J. O’Connor. Helsta afrek nýjustu Coppola- myndarinnar, Peggy Sue giftist (Peggy Sue Got Married), sem sýnd er í Stjörnubíói, er að fjalla um það sem margir mundu kalla ofurvenju- legar krísur miðaldra fólks, örvænt- ingu vegna hugsanlegs skilnaðar til dæmis, á óvenjulegan og sér- stakan en fyrst og fremst dúndur skemmtilegan og líflegan máta. „Peggy Sue“ er dæmalaust indæl mynd yfirfull af ljúfsárum og tregablöndnum söknuði og minn- ingum, fyndnum kringumstæðum í bland við sterka ástarsögu og gamla rokkara sem setja hana í réttan gír. Stundum langar mann til að dansa við þessa mynd. Kathleen Turner er algjört æði í hlutverki Peggy Sue, sem lendir í tímaferða- lagi og færist aftur í tilverunni um 25 ár, og Francis Coppola, sem sit- ur við stjórnvölinn, hefur varla gert aðra betri síðan hann var Guðfaðir- inn í Hollywood í upphafi áttunda áratugarins. „Peggy Sue“ er tímaferðalags- mynd um hina miðaldra Peggy (Kathleen Turner) sem fær tæki- færi til að byrja uppá nýtt eftir misheppnað hjónaband þaðan sem hún lagði upp fyrir 25 árum. Mynd- in er um möguleikana sem hún hafði og leiðina sem hún valdi og í millitíðinni lærir hún að meta það sem lífið hefur veitt henni. Myndin hefst á 25 ára útskriftar- afmæli menntaskólahópsins frá 1960. Leikfímisalur Buchanan- menntaskólans er skrýddur flenni- stórum myndum af goðunum ungu, m.a. Charlie (Nicolas Cage) og Peggy Sue, sem giftust strax eftir menntaskólann en eru nú að skilja eftir öll þessi ár. Á ballinu eru allir gömlu vinirnir samankomnir. Sumir breytast aldrei, sumir eru ríkir, aðrir eru hamingjusamir. En ein- hvern veginn varð aldrei neitt úr draumunum sem þau áttu. Nióur með hita- kostnaðinn OFNHITASTILLAR = HÉÐiNN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRRANTANIR-ÞJÓNUSTA „Ef ég hefði tækifæri til að gera þetta allt uppá nýtt mundi ég sann- arlega gera hlutina öðruvísi," segir Peggy Sue. Og það er rétt nýbúið að kjósa hana balldrottningu kvöldsins þegar hún líður útaf og vaknar aftur árið 1960. Peggy hef- ur lent á tímaflakki og fengið sitt tækifæri til að breyta hlutunum. „Eg ætla alla vega ekki að giftast þér aftur," segir hún við Charlie. Peggy Sue yngist ekki við tíma- flakkið; hún er sama lífsreynda og veraldarvana konan og hún var en núna er hún í líkama 18 ára stúlku. Hún býr að allri þeirri þekkingu sem lífíð hefur veitt henni. Hún veit hvernig hún hefði getað verið betri, hún veit hvað varð um félagana og hún veit hvemig á eftir að fara fyrir henni og Charlie. Og hún veit líka að þessi tími var sá besti í hennar lífi. En hún er hvað sem því líður ekkert annað en lifandi tímaskekkja, á ekki heima þarna og vill hverfa aftur til síns fyrra lífs. I vel skrifuðu handritinu er nóg pláss fyrir tímaferðalagsbrandara um Bítlana og Edsel-bílana mis- lukkuðu og tækniundur framtíðar- innar en líka ofurskáldlega rómantík með verðandi stórrithöf- undi, sem Kevin J. O’Connor leikur. Peggy Sue langaði alltaf til að sofa hjá honum en uppreisnarhugur hans brýst út í taumlausri andúð á Hemingway. Og svo er það hinn umkomulausi Charlie, sem langar til að verða frægur rokksöngvari og elskar Peggy Sue út af iífinu. Hann á í mestum erfiðleikum með að botna í þessari nýju og breyttu Peggy en hún sér á honum nýja hlið eða eiginleika sem hún var búin að gleyma að hann hafði. Kathleen Tumer fer á kostum. Hún hefur svo gaman af þessu hlut- verki og leikur það af svo miklum krafti og innileik að maður efast ekki um eitt andartak að hún sé a.m.k. 25 ámm á undan öllum hin- um. Nicolas Cage kemur svolítið undarlega fyrir sjónir með stóran, falskan efri góm og rödd sem er eins og í sjö ára gömlum fylupúka. Þetta gerir hann að vísu heldur asnalegan en um leið strákalegri og myndar sterka andstæðu við hina ftillorðinslegu Tumer. Menn hafa þurft að bíða lengi eftir því að Coppola gerði mynd sem höfðar til hins breiða áhorfenda- hóps. Eftir vandræði og erfiðleika með Zoetrope-fyrirtækið sitt og myndir, sem hafa verið allt frá inni- haldslitlum stílæfingum í unglinga- myndageiranum til rándýrrar en um margt mislukkaðrar gangsters- myndar, kemur frá honum mynd eins og skrattinn úr sauðarleggn- um, sem setur hann aftur á réttar brautir. Það má vera að hörðustu stuðningsmönnum finnist hann heldur sléttur og felldur í „Peggy Sue“ en það era sjálfsagt miklu fleiri sem njóta þess í botn sem hann hefur fram að færa. Ef bíómyndir vestur í Banda- ríkjunum eiga eftir að leita í auknum mæli til sjöunda áratugar- ins eftir nostalgíu og trega verður það „Peggy Sue“ mikið til að þakka. En það verður erfítt fyrir hvem sem er að feta í fótspor hennar. Langar þig til Ástralíu eða Nýja Sjálands? ASSE minnir á að umsóknarfrestur um námsdvöl á árinu 1988 rennur út 1. apríl. Ef þú ert 15-17 ára getur þú sótt um. /J American Scandinavian Student Exchange Nóatúni 17, 105 Reykjavík, ísland. Sími 621455. Kathleen Turner og Nicolas Cage í hlutverkum sínum í mynd Stjörnu- bíós, Peggy Sue giftist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.