Morgunblaðið - 24.03.1987, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987
rr
NORRÆN
BIRTA
ÍPARÍS
Aldamótamálarinn
Þórarinn B. Þorláksson
sómir sér þar vel
í Petit Palais í París, annarri
af stóru g-læsilegn sýningar-
höllunum frá heimssýning-
unni um aldamótin, stendur
yfir mikil sýning á verkum
aldamótamálara Norðurlanda
undir nafninu Lumieres du
Nord eða Birtan á norðurslóð-
um. Þarna verða til sýnis fram
i maí um 170 málverk eftir
norræna málara, allar málað-
ar á tímabilinu 1885-1905. Á
þeim tíma voru á Norðurlönd-
um margir þekktir málarar
sem sátu við listabfunna í
París, Róm og þýsku borgun-
um Berlin og Miinchen. Þar á
meðal eru Norðmaðurinn Ed-
vard Munch og Daninn Vi-
helm Hammershoi, sem í
hugum Parísarblaðanna virð-
ast bera hæst, enda frægð
Munchs gamal gróin en sá
síðarnefndi sýnist nú síga á
og kominn í tísku. OII stóru
dagblöðin í París skrifuðu um
sýninguna þegar hún opnaði
og hið virta blað Le Monde á
forsíðunni, sagði hana fallega
og einstakt ævitýri. Libérati-
on gerði henni lika góð skil
og getur m.a. Islendingsins
Þórarins B. Þorlákssonar og
mynda hans sem spretti eins
Sólarlag við Tjömina nefndi Þórarinn B. Þorláksson þessa mynd, sem hann málaði 1905.
Stóri Dímon, olíumálverk eftir Þórarinn B. Þorláksson, málað 1902.
og áreynslulaust úr íslensku
landslagi, hestanna hans, sól-
arlagsins og bláu fjallanna
sem speglist í heiðarvötnum í
víðáttunni sem líði svo út í
bláma nætur og svarta sanda.
Sýningin í París, sem áður
hafði verið í Diisseldorf og Lon-
don, var nú aukin og heilmikið
veður af henni gert. Hún var
opnuð með viðhöfn af Margréti
Danadrottningu 23. febrúar ,
raunar í tvennu lagi. Fyrst heim-
sótti Mitterand forseti sýning-
una og skoðaði hana með
drottningu og hinum fransk-
ættaða eiginmanni hennar og
innan við 100 gestum, en síðan
var hátíðleg opnun með kampa-
vínsveislu fyrir þúsund manns,
þar sem Jaques Chirac forsætis-
ráðherra og borgarstjóri og
menntamálaráðherrann Franco-
is Leotard voru gestgjafar. En
sýningin í París er haldin að til-
Útvegsbanki íslands:
Sala hlutabréfa hafin
- lágfmarkshlutur lOþúsund
LÖG UM stofnun hlutafélagsbanka um Útvegsbanka íslands tóku gildi
18. mars sl. en samkvæmt lögunum skal viðskiptaráðherra annst fyrir
hönd ríkisstjómarinnar undirbúning að stofnun hlutafélagsbanka og
fara með eignarhlut ríkisins í honum.
í samræmi við ákvæði laganna Frestur til að skrifa sig fyrir hluta-
hefur fjárhæð hluta verið ákveðin fé í hinum nýja banka, sem lagt hefur
verið til að heiti Útvegsbanki íslands
hf., rennur út þann 30. mars nk.
Vegna ákvæða laga um viðskipta-
banka og hlutafélög hefur verið
ákveðið að hlutafé hins nýja banka
skuli greitt eigi síðar en 30. apríl.
Stofnfundur bankans verður hald-
inn 7. apríl 1987 og fer þá m.a. fram
kjör bankaráðs hins nýja banka.
Hinn nýi banki yfirtekur Útvegs-
banka ísiands hinn 1. maí nk.
með það í huga að einstaklingar og
lögaðilar geti keypt hlut í hinum nýja
hlutafélagsbanka og er lágmarks-
hlutur kr. 10.000.-. Að öðru leyti
skiptist hlutafé í hluti að nafnverði
kr. 100.000.-, 1.000.000.-, 10.000.
000,- og 100.000.000.-.
Frá og með mánudeginum 23.
mars mun áskriftarskrá liggja
frammi í viðskiptaráðuneytinu, Am-
arhvoli, í Útvegsbanka íslands,
aðalbanka, og í útibúm hans.
Þá er loksins komin á markaðinn sann-
kölluð draumableia. Bleia sem situr vel
og er þægileg, og um leið svo auðveld í
meðförum að afi gamli fer létt með bleiu-
skiptin. Minsten bleian er þannig úr
gerð að hún dregur í sig mjög mikinn