Morgunblaðið - 24.03.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 24.03.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987 55 _______Brids________ GuðmundurSv. Hermannsson GÓÐ sagnkerfi og rétt notkun þeirra er ekki svo lítill hluti af bridsspilinu, og sumir spilarar eyða tugum eða hundruðum klukkutíma í að samæfa sagn- kerfið og reyna að undirbúa sig svo að ekkert komi þeim á óvart og setji þá út af laginu. Eðli spilanna er samt þannig að stundum gengur erfíðlega að koma beisli á þau, og þau láta ekki alltaf að stjórn, sama hvað spilarar eyða miklum tíma í að nálgast þau með lokkandi sagnvenjur fyrir agn. Því vill það oft verða svo að í skiptinga- spilum gildir heppnin frekar en að sá sem vinnur spilið hafí farið þá einu réttu leið. Um þessar mundir er haldin landsliðskeppni á vegum Bridge- sambands Islands, þar sem sex pörum var boðið í einskonar stoð- keppni og á grundvelli hennar og Morgunblaðið/Þorkell STJÓRN Bridgesambands íslands sannaði það á föstudaginn að hún er betri í brids en stjórn Reykjavíkurborgar, en þá fór fram bridsmót með þátttöku tveggja sveita sem stjómarmenn Brid- sambandsins mynduðu, einnar sveitar sem skipuð var starfsmönnum borgarskrifstofanna og einnar sveitar sem skipuð var starfsmönnum borgarverkfræðings. Bridssambandssveitiraar tvær urðu efstar en þær voru skipaðar Birni Theódórssyni, Birai Eysteinssyni, Esther Jakobsdóttur, Ólafi Lárussyni, Jóni Baldurssyni, Jóni Steinari Gunnlaugssyni, Erai Amþórssyni og Þorarai Sófussyni. Davíð Oddsson borgarstjóri leiddi borgarskrifstofusveitina en með honum spiluðu Magnús Óskars- son borgarlögmaður, Jón G. Tómassson borgarritari og Eggert Jónsson borgarhagfræðingur. Sveit borgarverkfræðings var skipuð Stefáni Hermannssyni, Birai Höskuldssyni, Baldvin Baldvinssyni og Þórarai Hjaltasyni. Guðmundur Kr. Sigurðsson var keppnisstjóri. Þessi mynd var tekin í upp- hafi mótsins sem fór fram í Sigtúni 9, en Bridgesambandið og Reykjavíkurborg eiga þar húsnæði sameiginlega. „Ranga“ sögnin gaf mest í aðra hönd annarar frammistöðu paranna verða valin þijú pör í landslið íslands á Evrópumótinu. Fyrsti hluti þessarar keppni fór fram síðastliðinn sunnudag og þá spiluðu pörin sex tvímenning með 16 spilum á milli para, alls 80 spil, en útreikningurinn var með sveita- keppnissniði, þannig að það par sem sat til dæmis NS við borð númer 1 bar saman við þau pör sem sátu AV við borð númer 2 og 3 og spil- aði þannig í raun tvöfaldan leik í hverri umferð. í þessari fyrstu lotu var óvenju mikið um skiptingarspil, þótt spilin væru gefín við borðið. 6-5 skipting- ar voru ekki óalgengar, 7-5 og 6-6 sáust einnig og 6- og 7-Iitir voru hversdagslegir. Það kom líka í ljós að þessi sex útvöldu pör fundu mismunandi lausnir oft á tíðum á þeim vanda- málum sem skiptingarspilin bjuggu til. Og hvaða leiðir voru réttar, og hvort „réttu" leiðimar gáfu yfíríeitt nokkuð í aðra hönd var síðan mál sem menn eru sjálfsagt enn að rök- ræða um. Sem dæmi um þetta er hér tekið eitt spil úr mótinu. Það er áhuga- vert fyrir þá sök að sagnir þróuðust mjög misjafnlega við öll borðin þijú og hvergi var spilaður sami loka- samningurinn. Þegar spilin og sagnimar eru síðan skoðuð er mjög erfítt að benda á að einhver einn spilari hafí endilega gert neitt af sér en samt varð stór sveifla í spil- inu í öllum leikjunum. Vestur Norður ♦ A6 V 8642 ♦ 1082 ♦ A963 Austur ♦ KD109752,,,, ♦ G83 V5 IIHII VKD10 ♦ - ♦ G93 ♦G10874 Suður ♦ KD52 ♦ 4 VAG973 ♦ AKD7654 ♦ - NS voru einir á hættu og vestur sagði fyrstur. Við tvö borð valdi hann að opna á 4 spöðum en við eitt borðið valdi vestur að opna á 1 spaða. Þar sátu Jón Baldursson og Sigurður Sverrisson NS og Símon Símonarson og Guðmundur Páll Amarson AV: Vestur Norður Austur Suður GPA JB SS SSV 1 spaði pass 2 lauf 5 tíglar 5 spaðar pass pass dobl allir pass Sjálfsagt eru ekki allir sammála sögnum Guðmundar, en eftir að hann hafði opnað á 1 spaða og Símon svaraðjákvætttaldi Sigurður eðlilega að lítill möguleiki væri á slemmu í NS. Hann hoppaði því eins hátt og hann taldi öruggt, en Guð- mundur sagði ótrauður áfram. Pass Jóns var krafa en Sigurður taldi sig hafa gert nóg og doblaði. Það var rétt ákvörðun eins og spilið lá því NS máttu ekki fara hærra. 5 spaðar fóru síðan 2 niður og Jón og Sigurð- ur fengu 300. Við annað borð komust NS í slemmuna. Þar sátu Öm Amþórs- son og Guðlaugur R. Jóhannsson NS og Aðalsteinn Jörgensen og Ásgeir Ásbjömsson AV: Vestur Norður Austur Suður AJ ÖA ÁÁ GRJ 4spaðar pass pass ðtíglar pass pass 5 spaðar 5 grönd pass 6 tíglar allir pass Guðlaugur er yfírleitt ekki hræddur við sagnmiðana en 5 granda sögnin flokkast samt undir fífldirfsku. Þegar NS spilin eru skoðuð virðist það samt vera farsæl ákvörðun að fara í slemmu, því að- eins þarf að komast hjá að gefa fleiri en 1 slag á hjarta. Það tekst ef hjartað liggur 2-2, eða ef vestur á kóng eða drottningu stakt og suð- ur kemst inn í borð til að spila á hjartagosann eftir að hafa tekið ásinn. Og raunar virðist vera hægt að vinna spilið þó austur eigi hjarta- hjónin þriðju, með því að spila hjarta úr borði inni á spaðaás, og fara aftur inn í borð á tígultíu, ef tígull- inn liggur 2-1, til að spila aftur hjarta. í þessu tilfelli gekk ekkert af þessu, því hjartað var 3-1, austur átti öll hjartaháspilin sem úti vom og að auki brást tígulinnkoman í blindan, þegar tígullinn lá 3-0. Slemman fór því einn niður. Við þriðja og síðasta borðið sat ég og Bjöm Eysteinsson NS og Asmundur Pálsson og Karl Sigur- hjartarson AV: Vestur Norður Austur Suður ÁP BE KS GSH 4 spaðar pass pass 4 grönd pass 5 lauf dobl 5 tíglar pass 5 hjörtu dobl a.pass Ég ætlaði fyrst að segja 5 tígla við 4 spöðum en svo fékk ég slemmuvonarbakteríuna. Til þess að slemma stæði þurfti Bjöm helst að eiga eitthvað í hjartanu og því sagði ég 4 grönd vitandi að Bjöm myndi segja 5 lauf, svo ég gæti sagt 5 tígla og sýnt tígul og hjarta. Við nánari athugun er þessi sögn mjög vafasöm: munurinn á litunum er of mikill til að taka áhættuna af að spila 5 hjörtu, og eins getur norður varla sagt slemmu jafnvel þótt hann eigi hjónin í hjarta og ás til hliðar. Þessi sögn hafði þó óvænt áhrif þegar Karl fór að dobla okkur; ég veit ekki nema ég hefði sagt 6 tígla yfir 5 hjörtum, til þess að vera sam- kvæmur sjálfum mér. 5 hjörtu unnust auðveldlega og við fengum 850 fyrir. Við græddum því vel á spilinu eða samtals 25 impa, Aðalsteinn og Ásgeir græddu 23, Guðmundur og Símon græddu 2 impa, Sigurður og Jón töpuðu 2 impum, Guðlaugur og Öm töpuðu 23 impum og Asmundur og Karl 25 impum. Og er svo hægt að draga ein- hvem lærdóm af þessu spili? Ég ætla að láta lesendum eftir að svara þeirri spumingu. Það segir þó máski eitthvað um svona skiptingarspil yfírleitt að sú sögn sem var einna helst gagnrýni verð af þeim öllum, 4 granda sögnin mín, skyldi upp- skera mest! VILTU KOMAST I HÓP ÁNÆGÐRA VEISLUHALDARA ? ■; á ertu best settur með M fallegu einnota dúkana ! , sr- okkar. Þeir tryggja þér vel dúkað borð og auðveldan eftirleik. Einnota borðdúkarnir firá DUNI eru fallegir og sterkir og fást í 7 mismunandi litum sem þú velur eftir tilefni veislunnar. J Dúkarnir eru í rúllum, 40 m lang- Æ ir og 1.25 m breiðir; þú þarft aðeins ál að klippa af rúllunni þá lengd sem ^jj hentar þér hverju sinni og allt smellpassar! - Og verðið kemur þér þægilega á ^ óvart. FANNIR HF Bíldshöfða 14, simi 672511 Aðrir söluaðilar: Rekstrarvörur, Osta- og smjörsalan sf., Hafsteinn Vilhjálmsson, Þ. Björgúlfsson hf., heildverslun, M. Snædal, heildverslun, H. Sigurmundsson hf., heildverslun, Réttarhálsi 2. Reykjavlk, sími 91-685554 Bitruhálsi 2, Reykjavik, simi 91-82511 Hliöarvegi 28, ísafiröi, sími 94-3207 Hafnarstræti 19, Akureyri, slmi 96-24491. Lagarfelli 4, Egilsstööum, sími 97-1715 Vestmannaeyjum, simar 98-2344/2345
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.