Morgunblaðið - 24.03.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.03.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987 Bæjarstjórnarfundur í dag: Lagt til að stj órnsýslumið- stöðin verði í miðbænum Morgunblaðið/Skapti Hallppnmsson Akureyringar í efstu sætum AKUREYRINGAR urðu í þremur efstu sætunum í stórsvigi á bikarmóti SKÍ í 15-16 ára flokki sem fram fór í Hlíðarfjalli um helgina. A myndinni eru, frá vinstri: Vilhelm Þorsteinsson, sem varð annar, sigurvegarinn Jóhannes Baldursson og Jón Harðar- son, sem varð þriðji. Urslit mótsins er að finna í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. Fleira veitt en atkvæði: Þrír þingmenn í dorg- veiðikeppni á Mývatni BÆJARRÁÐ hefur lagt til að Byggðastofnun og Húsnæðis- stofnun rikisins verði veitt vilyrði fyrir lóð á miðbæjarsvæð- inu við Strandgötu og Geislagötu fyrir stjórnsýslumiðstöð, en það er einmitt sú lóð sem forráða- menn stofnananna kjósa helst — en þeir hafa mestan áhuga á að byggja nýtt stórhýsi undir um- rædda stjórnsýslumiðstöð. Verður tillaga bæjarráðs vænt- anlega samþykkt á fundi bæjar- stjórnar í dag. Eins og Morgunblaðið greindi frá á dögunum er óskalóð stofnana undir stjórnsýslumiðstiið þai- sem vorslunin Augsýn stendur nú en húsið og lóðin eru í eigu Kaupfélags Eyfirðinga. Sjónvarp Akureyri ÞRIÐJUDAGUR 24. mars § 18.00 Þetta er barnið mitt (This Child Is Mine). Bandarísk sjón varpsmynd með Líndsay Wagner og Chris Sarandon í aðalhlutverk um. Hjón ættleiöa barn en móðir barnsins sér sig um hönd og not- ar öll tiltæk ráð til að fá barnið aftur. 19.40 Spæjarinn.Teiknimynd. 20.05 Golden Globe-verðlaunaaf- hending. §21.45 Barnavændi (Pretty Baby). Bandarisk kvikmynd með Keith Carradine og Brooke Shields í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Lous Malle. Ljósmyndari ergagntekinn af vændinu í New Orleans, sér- staklega barnavændinu. §23.35 NBA-körfuboltinn. Sacra- mento-Los Angeles Lakers. Umsjónarmaður er Heimir Karls- son. 01.10 Dagskrárlok. I samþykkt bæjarráðs er gert ráð fyrir að endanleg lóðarveiting fari fram innan eins árs og verði bygg- ingarskilmálar þá tilbúnir. Áskilið PÉTUR Valdimarsson, tækni- fræðingur á Akureyri og formaður hins nýstofnaða Þjóð- arflokks, skipar cfsta sæti á lista fiokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra við alþingiskosning- arnar í vor. Listinn var ákveðinn á fimmtu- dag og er þannig: 1. Pétur Valdimarsson, tæknifræð- ingur, Akureyri. 2. Anna Helgadóttir, kennari, Kópaskeri. 3. Sigurður Jónsson, bygginga- fræðingur, Akureyri. 4. Margrét Bóasdóttir, söngvari, Gronjaðarstað. 5. Ingunn St. Svavardóttir, sálfræð- ingur, Kópaskeri. 6. Snædís Gunnlaugsdóttir, lög- fræðingur, Húsavík. 7. Sveinn Björnsson, tæknifræðing- ur, Akureyri. 8. Gunnlaugur Sigvaldason, bóndi, Svarfaðardal. 9. Björgvin Leifsson, líffræðingur, Akureyri. 10. Valdimar Pétursson, skrifstofu- maður, Akureyri. 11. Sveinn R. Brynjólfsson, skipu- lagsarkitekt, Ólafsfirði. 12. Guðný Björnsdóttir, húsmóðir, Kelduhverfi. 13. Þórdís Ólafsdóttir, húsmóðir. er að húsbyggjandi uppfylli skilyrði um fjölda bílastæða á miðbæjar- svæðinu samkvæmt nánari regium, sem bæjarstjórn setur fram. Eyjafirði. 14. Sigurpáll Jónsson, bóndi, Háls- hreppi. Auglýst eft- ir skóla- stjóra að Síðuskóla STAÐA skólastjóra við Síðuskóla verður auglýst laust til umsóknar fljótlega. Ingólfur Ármannsson hefur verið í launalausu leyfi frá skólastjóra- starfinu yfirstandandi skólaár en hann hefur sagt starfínu lausu frá 31. júlí næstkomandi. Ingólfur var í haust ráðinn skóia- og menningar- fulltrúi bæjarins. Davíð Oskarsson var í haust ráð- inn skólastjóri Síðuskóla í leyfi Ingólfs og hefur Davíð nú ritað skólanefnd bréf þar sem hann lýsir því yfir að hann muni ekki sækja um endurráðningu í starfið. Skóla- nefnd hefur því samþykkt að óska eftir því að starfið verði auglýst laust til umsóknar. ÞRÍR þingmanna Norðurlands- kjördæmis eystra, sem taka þátt í alþingiskosningunum í vor, ætla sér að veiða fleira en atkvæði i kosningabaráttunni. Þeir sem ætla að vera svona iðn- ir við veiðarnar eru Björn Dag- bjartsson, Sjálfstæðisflokki, Guðmundur Bjarnason, Framsókn- arflokki og Steingrímur J. Sigfús- Þjóðarf lokkurinn: Pétur í fyrsta sæti Mor^unblaðið/Skapti Hall^rímsson Sigurvegararnir, Björn Theodórsson og Jón Baldursson, 'spila við Þórarin B. Jónsson og Pál Pálsson. Þórarinn Sigþórsson og Valur Sigurðsson, sem urðu í öðru sæti, spila við heimamenn. son, Alþýðubandalagi. Dorgveiðikeppnin á Mývatni verður haldin laugardaginn 4. apríl næstkomandi. Hún hefst kl. 12 á hádegi og henni lýkur kl. 17. Skrán- ingu lýkur kl. 10 sama dag. Upplýsingar um keppnina eru gefn- ar í Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit; hjá Eldá hf. í Mývatnssveit; og á ferðaskrifstofunni Ævintýraferðum í Reykjavík. Því má bæta við til gamans að 25 Norðmenn hafa boðað komu sína í dorgveiðikeppnina og hugsanlegt er að fleiri Norðurlandabúar komi til landsins í því skyni að taka þátt í keppninni. Þá hafa mótshaldarar fengið Jón Kristjánsson, fiskifræð- ing, til að mæta á mótið og gefa keppendum góð ráð. Bridsfélag Akureyrar: Forseti Bridssambands- ins vann stórmótið BJÖRN Theodórsson, forseti Bridssambands Islands, sigraði á stórmóti Bridsfélags Akureyrar um helgina ásamt Jóni Baldurs- syni. Hlutu þeir félagar 1.240 stig. Keppni stóð yfir á iaugar- dag og sunnudag og fór frani í Félagsborg, félagsheimili starfs- manna Sambandsverksmiðjanna á Akureyri. Þijátíu og sex pör tóku þátt í stórmóti BA. Það var Þórarinn B. Jónsson sem sá um framkvæmd mótsins, en hann keppti einnig og varð í 12. sæti ásamt Páli Pálssyni. Það var ekki nóg með að par úr Reykjavík sigraði á mótinu heldur voru Reykvíkingar einnig í öðru sæti. Það voru þeir Þórarinn Sig- þórsson og Valur Sigurðsson. Þeir hlutu 1.230 stig. í þriðja sæti urðu Jakob Kristins- son og ísak Örn Sigurðsson með 1.226 stig, Hermann Hujibens og Hörður Steinbergsson í fjórða sæti með 1.217 stig og í fimmta sæti Þórir Leifsson og Jóhann Gauti með 1.193 stig. Jakob Kristinsson (snýr baki í Ijósmyndarann) og ísak Örn Sigurðs- son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.