Morgunblaðið - 24.03.1987, Side 40

Morgunblaðið - 24.03.1987, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987 Bæjarstjórnarfundur í dag: Lagt til að stj órnsýslumið- stöðin verði í miðbænum Morgunblaðið/Skapti Hallppnmsson Akureyringar í efstu sætum AKUREYRINGAR urðu í þremur efstu sætunum í stórsvigi á bikarmóti SKÍ í 15-16 ára flokki sem fram fór í Hlíðarfjalli um helgina. A myndinni eru, frá vinstri: Vilhelm Þorsteinsson, sem varð annar, sigurvegarinn Jóhannes Baldursson og Jón Harðar- son, sem varð þriðji. Urslit mótsins er að finna í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. Fleira veitt en atkvæði: Þrír þingmenn í dorg- veiðikeppni á Mývatni BÆJARRÁÐ hefur lagt til að Byggðastofnun og Húsnæðis- stofnun rikisins verði veitt vilyrði fyrir lóð á miðbæjarsvæð- inu við Strandgötu og Geislagötu fyrir stjórnsýslumiðstöð, en það er einmitt sú lóð sem forráða- menn stofnananna kjósa helst — en þeir hafa mestan áhuga á að byggja nýtt stórhýsi undir um- rædda stjórnsýslumiðstöð. Verður tillaga bæjarráðs vænt- anlega samþykkt á fundi bæjar- stjórnar í dag. Eins og Morgunblaðið greindi frá á dögunum er óskalóð stofnana undir stjórnsýslumiðstiið þai- sem vorslunin Augsýn stendur nú en húsið og lóðin eru í eigu Kaupfélags Eyfirðinga. Sjónvarp Akureyri ÞRIÐJUDAGUR 24. mars § 18.00 Þetta er barnið mitt (This Child Is Mine). Bandarísk sjón varpsmynd með Líndsay Wagner og Chris Sarandon í aðalhlutverk um. Hjón ættleiöa barn en móðir barnsins sér sig um hönd og not- ar öll tiltæk ráð til að fá barnið aftur. 19.40 Spæjarinn.Teiknimynd. 20.05 Golden Globe-verðlaunaaf- hending. §21.45 Barnavændi (Pretty Baby). Bandarisk kvikmynd með Keith Carradine og Brooke Shields í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Lous Malle. Ljósmyndari ergagntekinn af vændinu í New Orleans, sér- staklega barnavændinu. §23.35 NBA-körfuboltinn. Sacra- mento-Los Angeles Lakers. Umsjónarmaður er Heimir Karls- son. 01.10 Dagskrárlok. I samþykkt bæjarráðs er gert ráð fyrir að endanleg lóðarveiting fari fram innan eins árs og verði bygg- ingarskilmálar þá tilbúnir. Áskilið PÉTUR Valdimarsson, tækni- fræðingur á Akureyri og formaður hins nýstofnaða Þjóð- arflokks, skipar cfsta sæti á lista fiokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra við alþingiskosning- arnar í vor. Listinn var ákveðinn á fimmtu- dag og er þannig: 1. Pétur Valdimarsson, tæknifræð- ingur, Akureyri. 2. Anna Helgadóttir, kennari, Kópaskeri. 3. Sigurður Jónsson, bygginga- fræðingur, Akureyri. 4. Margrét Bóasdóttir, söngvari, Gronjaðarstað. 5. Ingunn St. Svavardóttir, sálfræð- ingur, Kópaskeri. 6. Snædís Gunnlaugsdóttir, lög- fræðingur, Húsavík. 7. Sveinn Björnsson, tæknifræðing- ur, Akureyri. 8. Gunnlaugur Sigvaldason, bóndi, Svarfaðardal. 9. Björgvin Leifsson, líffræðingur, Akureyri. 10. Valdimar Pétursson, skrifstofu- maður, Akureyri. 11. Sveinn R. Brynjólfsson, skipu- lagsarkitekt, Ólafsfirði. 12. Guðný Björnsdóttir, húsmóðir, Kelduhverfi. 13. Þórdís Ólafsdóttir, húsmóðir. er að húsbyggjandi uppfylli skilyrði um fjölda bílastæða á miðbæjar- svæðinu samkvæmt nánari regium, sem bæjarstjórn setur fram. Eyjafirði. 14. Sigurpáll Jónsson, bóndi, Háls- hreppi. Auglýst eft- ir skóla- stjóra að Síðuskóla STAÐA skólastjóra við Síðuskóla verður auglýst laust til umsóknar fljótlega. Ingólfur Ármannsson hefur verið í launalausu leyfi frá skólastjóra- starfinu yfirstandandi skólaár en hann hefur sagt starfínu lausu frá 31. júlí næstkomandi. Ingólfur var í haust ráðinn skóia- og menningar- fulltrúi bæjarins. Davíð Oskarsson var í haust ráð- inn skólastjóri Síðuskóla í leyfi Ingólfs og hefur Davíð nú ritað skólanefnd bréf þar sem hann lýsir því yfir að hann muni ekki sækja um endurráðningu í starfið. Skóla- nefnd hefur því samþykkt að óska eftir því að starfið verði auglýst laust til umsóknar. ÞRÍR þingmanna Norðurlands- kjördæmis eystra, sem taka þátt í alþingiskosningunum í vor, ætla sér að veiða fleira en atkvæði i kosningabaráttunni. Þeir sem ætla að vera svona iðn- ir við veiðarnar eru Björn Dag- bjartsson, Sjálfstæðisflokki, Guðmundur Bjarnason, Framsókn- arflokki og Steingrímur J. Sigfús- Þjóðarf lokkurinn: Pétur í fyrsta sæti Mor^unblaðið/Skapti Hall^rímsson Sigurvegararnir, Björn Theodórsson og Jón Baldursson, 'spila við Þórarin B. Jónsson og Pál Pálsson. Þórarinn Sigþórsson og Valur Sigurðsson, sem urðu í öðru sæti, spila við heimamenn. son, Alþýðubandalagi. Dorgveiðikeppnin á Mývatni verður haldin laugardaginn 4. apríl næstkomandi. Hún hefst kl. 12 á hádegi og henni lýkur kl. 17. Skrán- ingu lýkur kl. 10 sama dag. Upplýsingar um keppnina eru gefn- ar í Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit; hjá Eldá hf. í Mývatnssveit; og á ferðaskrifstofunni Ævintýraferðum í Reykjavík. Því má bæta við til gamans að 25 Norðmenn hafa boðað komu sína í dorgveiðikeppnina og hugsanlegt er að fleiri Norðurlandabúar komi til landsins í því skyni að taka þátt í keppninni. Þá hafa mótshaldarar fengið Jón Kristjánsson, fiskifræð- ing, til að mæta á mótið og gefa keppendum góð ráð. Bridsfélag Akureyrar: Forseti Bridssambands- ins vann stórmótið BJÖRN Theodórsson, forseti Bridssambands Islands, sigraði á stórmóti Bridsfélags Akureyrar um helgina ásamt Jóni Baldurs- syni. Hlutu þeir félagar 1.240 stig. Keppni stóð yfir á iaugar- dag og sunnudag og fór frani í Félagsborg, félagsheimili starfs- manna Sambandsverksmiðjanna á Akureyri. Þijátíu og sex pör tóku þátt í stórmóti BA. Það var Þórarinn B. Jónsson sem sá um framkvæmd mótsins, en hann keppti einnig og varð í 12. sæti ásamt Páli Pálssyni. Það var ekki nóg með að par úr Reykjavík sigraði á mótinu heldur voru Reykvíkingar einnig í öðru sæti. Það voru þeir Þórarinn Sig- þórsson og Valur Sigurðsson. Þeir hlutu 1.230 stig. í þriðja sæti urðu Jakob Kristins- son og ísak Örn Sigurðsson með 1.226 stig, Hermann Hujibens og Hörður Steinbergsson í fjórða sæti með 1.217 stig og í fimmta sæti Þórir Leifsson og Jóhann Gauti með 1.193 stig. Jakob Kristinsson (snýr baki í Ijósmyndarann) og ísak Örn Sigurðs- son.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.