Morgunblaðið - 24.03.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.03.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJÚDÁGUR 24. MARZ 1987 Nemendur þeyta bíl- flautur í mótmælaskyni Nemendur í framhaldsskól- um hafa ákveðið að þeyta bílflautur í tvær mínútur í dag frá klukkan 15 í mót- mælaskyni við það ástand, sem skapast hefur vegna verkfalls kennara. Það er Félag framhaldsskóla sem stendur að þessari aðgerð í því skyni að þrýsta á stjóm- völd um að koma til móts við kröfur kennara og leysa deiluna. Ætla nemendur að þeyta flautur bifreiða sinna kl. 15, hvar sem þeir eru staddir. Heimsókn Stoltenbergs hefst í dag: Færir Þjóðminjasafn- inu gamalt íslenzkt drykkjarhorn að gjöf THORVALD Stoltenberg, ut- anríkisráðherra Noregs, hyggst færa Þjóðminjasafni Islands að gjöf gamalt, íslenzkt drykkjar- horn, er hann kemur í opinbera Grískur stórpíanisti GRÍSKI pianóleikarinn Dimitri Sgouros heldur tónleika á vegum Tónlistarfélagsins í Austurbæj- arbíó í kvöld kl. 20.30. Á efnisskránni eru fjögur verk, ítalski konsertinn eftir Bach, Sónata í f-moll, op. 57, Appassionata eftri Beethoven, Harmonies du Soir eftir Liszt og Sinfónískar etýður eftir Schumann. Sgouros, sem er aðeins 17 ára gamall, lék hér á tónleikum fyrra við mikla hrifningu áheyrenda. Er hann talinn einn efnilegasti píanó- leikari heimsins í dag. heimsókn til íslands i dag. Talið er, að hornið sé frá því einhvern tímann á tímabilinu 1450-1600, en það er silfurslegið og er álit- ið, að silfurskrautið sé ekki eins gamalt og hornið sjálft. Litið er vitað um sögu hornsins annað en það, að í upphafi síðasta áratugar komst það í einkaeigu í Minnesota í Bandaríkjunum. Þang- að var það selt af vopnasafnara einum í New York, eftir að hann uppgötvaði, að þarna var ekki um púðurhom að ræða. Drykkjarhomið er 48 sm langt og fagurlega útskorið með myndum af frásögnum Gamla testamentis- ins. Árið 1985 keypti þáverandi ríkisstjóm borgaraflokkanna í Nor- egi hornið fyrir 80.000 n. kr. (um 450.000 ísl. kr.) af hinum banda- ríska eiganda þess með það í huga að gefa Islendingum það við viðeig- andi tækifæri. Morgunblaðið/Júlíus Isknattleikur á Tjörninni VORJAFNDÆGUR voru síðastliðinn laugardag og er dagnrinn því orðinn lengri en nóttin. Dagurinn heldur áfram að vinna tíma af nóttunni og fagna börnin því. Þessir strákar voru í ísknattleik á Reykjavíkurtjörn I gær og virðast bara bera sig nokkuð fagmannlega að. Drukknaði í Isafjarðarhöfn ísafirði. SKIPVERJI af rækjutogaranum Hersi frá Hafnarfirði drukknaði í höfninni á Isafirði aðfaranótt laugardags. Að sögn Jónasar Eyjólfssonar, yfirlögregluþjóns á Ísafírði, leitaði skipstjóri togarans til lögreglunnar að kvöldi laugardags, en þá höfðu skipverjar grennslast fyrir um fé- laga sinn þegar hann var ekki kominn um borð á fótaferðartíma um morguninn. Vitað var að hann hafði farið frá borði milli kl. 4 og 5 um morguninn og ætlaði þá að heimsækja kunningja sinn á togar- anum Runólfí, sem lá á öðrum stað í höfninni. Hann kom aldrei þangað og er það álit lögreglunnar að hann hafi fallið milli skips og bryggju þegar hann ætlaði í land. Skömmu eftir að skipstjórinn leitaði til lögreglunnar hafði hún samband við forráðamenn björgun- arsveitanna á ísafirði og var skipulögð leit hafin upp úr mið- nætti aðfaranótt sunnudags og leitað fram eftir nóttu. Með birtingu voru fullmannaðar sveitir slysa- vamafélagsins og hjálparsveita skáta ásamt froskköfurum teknar til starfa og um kl. 10.30 um morg- uninn fannst lík mannsins á reki í höfninni, ekki langt frá Hersi. Maðurinn sem lést hét Sölvi Ing- ólfsson, tæplega 29 ára að aldri, búsettur í Hafnarfirði. Hann var ókvæntur. Snjókoma, mikil hálka og leið- indaveður var þegar slysið átti sér stað. v Úlfar Sölvi Ingólfsson Slitnað upp úr samningaviðræðum kennara og ríkisins: Yerkfall út vikuna þýðir að önnin er nemendum ónýt - segir Kristján Thorlacius formaður HIK Samningaviðræðum Hins íslenska kennarafélags og ríkisins var frestað um óákveðinn tíma í gær eftir stuttan samningafund, og eru báðir aðilar mjög vondaufir um að samningar náist á næst- unni. Hið sama er að segja um viðræður ríkisins og háskólamennt- aðra hjúkrunarfræðinga en í þeirri deilu var haldinn stuttur fundur sem lauk án þess að annar væri boðaður. Verkfall kennara í framhaldsskólum hefur nú staðið á aðra viku og að sögn Kristj- áns Thorlacius formanns HÍK er líklegt að standi verkfallið út þessa viku verði þessi önn nemendum í framhaldsskólum ónýt. Hið íslenska kennarafélag hélt blaðamannafund í gær eftir að slitnað hafði upp úr samningavið- ræðum. Þar skýrðu forustumenn félagsins sjónarmið samninga- nefndarinnar. Kristján Thorlacius formaður HIK rakti fyrst sögu samningaviðræðnanna og benti á að í úrskurði kjaradóms árið 1986 hefði verið talað um að samnings- aðilar yrðu sjálfir að leiðrétta þann mismun sem væri á kjörum háskólamenntaðra manna á al- mennum vinnumarkaði og hjá ríkinu en miðað var við að sá munur væri 30%. Það væri krafa félagsins að í þessum samningum verði stigið stórt skref til að jafna þennan kjaramun. Á fundinum kom fram að HÍK hefði gert kröfu um að lágmarks- laun byijenda með full réttindi hækkuðu um 48% á tveimur árum og sú krafa hefði verið lækkuð í 36%. Kristján sagði að frá því samningaviðræður hófust við ríkið í bytjun mars hefðu samninga- fundirnir gengið þannig fyrir sig að tilboð samninganefndar ríkis- ins hefði sífellt verið það sama í mismunandi útfærslum. Aðeins hefði verið breytt dagsetningum á þessum tveggja ára tíma og tekið úr einum vasanum og fært í hinn. Heimir Pálsson varaformaður HÍK sagði að í síðasta tilboði ríkis- ins hefði verið talað um að hækka lágmarkslaun mest, eða upp í 38.835 krónur, en taka þær hækkanir af öðrum greiðslum sem kennarar fá utan við taxtann. Það hefði til dæmis verið talað um greiðslur fyrir yfirferð verkefna, tækjavörslu og fleira í þeim dúr. í tilboðinu hefði jafnvel falist lækkun heildarlauna hjá sumum. Heimir sagði að um síðustu helgi hefði komið upp hugmynd um endurskoðun alls launakerfis kennara á öllu tveggja ára tíma- bilinu. Þessari hugmynd hefði verið tekið með jákvæðum huga og kennarar talið að þarna væri opnuð leið út úr þessum samning- um í raunverulega kennarasamn- inga. Stðan hefði strandað á sjálfum launaliðnum. Heimir sagði að kennarar hefðu farið á fund bæði fjármála- og mennta- málaráðherra og svo hefði virst að þar ríkti einlægur vilji til að leysa deiluna og sérstaklega hefðu þeir mætt skilnin.gi hjá mennta- málaráðherra. „Hinsvegar sjáum við ekki á samninganefnd ríkisins að sá skilningur nái lengra. Þar gerist nákvæmlega ekki neitt. Samninganefnd ríkisins kemur til leiks með ákveðinn gefinn ramma og utan hans er ekki hægt að ræða. Til þess að leysa þessa kjaradeilu þarf pólitískan vilja og við bíðum eftir að sá vilji sýni sig í verki,“ sagði Heimir Pálsson. Indriði H. Þorláksson formaður samninganefndar ríkisins sagði í samtali við Morgunblaðið að þeg- ar verkfall var boðað og viðræð- urnar hófust hefði samninga- nefndin ekki talið vera tíma til mikils reiptogs í viðræðunum. Því hefðu þeir möguleikar, sem voru til samninga að mati nefndarinn- ar, verið lagðir mjög opið á borðið. Síðan hefði verið rætt á þeim grundvelli um samning á sömu nótum, og þó aðeins hærri, og við aðra ríkisstarfsmenn. Þegar Indriði var spurður um niðurstöðu kjaradóms og áhrif hans á samningaviðræðurnar sagði.hann að meðallaun á síðasta ári til framhaldsskólakennara hefðu verið 70-75 þúsund krónur. I kjaradómi hefði verið tekið fram að nauðsynlegt væri að færa aukagreiðslur inn í föstu mánað- arlaunin. Tillögur ríkisins hefðu lotið að því en kennarar hefðu sett sig á móti breytingunum. Indriði sagði að í upphafi hefðu kennarar lagt fram kröfu sem þýddi 50-60% launahækkun. Þeg- ar hreyfing komst á viðræðurnar um síðustu helgi og komist hafði verið niður á umræðugrundvöll um hvernig staðið skyldi að úttekt á vinnutíma hefðu kennarar kom- ið með 47-48% hækkunarkröfu á launin. „Þeir meta þennan árang- ur sem náðist í öðrum málum um helgina nákvæmlega einskis. Það verður því að draga þá ályktun að þarna ráði ferðinni menn sem ekki vilja semja,“ sagði Indriði H. Þorláksson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.