Morgunblaðið - 24.03.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.03.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987 Ö4 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágústlngi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö. Umskipti hjá Flugleiðum Harkan í samkeppni flugfé- laga á alþjóðlegum flug- leiðum hefur verið mikil undanfarið. Á þetta ekki síst við um leiðina yfir Norður- Atlantshaf. Sífellt berast fréttir um ný úrræði flugfélaga til að tryggja stöðu sína á þeirri leið eða bijótast inn á hana. Mörg þeirra endast aðeins skamma hríð, önnur, sem eru rótgróin, vilja auka hlut sinn og beita til þess ýmsum ráðum. Á forsíðu Morgunblaðsins á laugardag var til að mynda greint frá því, að SAS hótaði að hætta við kaup á bandarískum farþega- þotum ef félagið fengi ekki að fljúga til fleiri bandarískra áfangastaða en nú. Flugleiðir hf., sem eru þátt- takendur í samkeppninni á Norður-Atlantshafi, héldu aðal- fund á föstudag. Þar kom fram, að á árinu 1986 var afkoma félagsins betri en nokkru sinni fyrr í sögu þess. Hefur nú verið hagnaður á rekstri þess í fjögur ár; hann dugar þó ekki enn til þess að vinna upp tapið á rekstr- inum 1979 til 1982. Þijár meginástæður eru gefnar fyrir hinni hagstæðu niðurstöðu: lækkun eldsneytisverðs, vax- andi umsvif félagsins og aukin nýting. Síðastliðið ár flutti fé- lagið fleiri farþega en nokkru sinni fyrr, það er yfir 800 þús- und. Áætlunarflug Flugleiða er þrískipt: jfir Norður-Atlants- haf, frá Islandi til Evrópu og innanlandsflug. Á undanfömum ámm hefur Evrópuflugið vaxið mest. Á síðustu þremur áram hefur farþegum í Evrópuflugi Qölgað um 103 þúsund eða um 67% og vora þeir 256 þúsund á síðasta ári, aðeins fleiri en í Norður-Atlantshafsfluginu. Þessi vöxtur á Evrópuleiðum stafar annars vegar af auknum ferðalögum Islendinga og hins vegar af miklum áhuga evr- ópskra ferðamanna á íslandi. Evrópsk flugfélög fylgjast að sjálfsögðu með þróuninni á flug- leiðum til íslands. Uppi era áform hjá einhveijum þeirra um að hefja hingað áætlunarflug. Ekki er vafí á því, að tilkoma hinnar nýju og glæsilegu flug- stöðvar á Keflavíkurflugvelli á eftir að hafa áhrif á erlend flug- félög, þegar þau gera upp hug sinn varðandi Islandsflug. Jafn- framt er til þess að líta, að á vettvangi Evrópubandalagsins er unnið að því að auðvelda samkeppni milli flugfélaga. Breytingar í þeim efnum eiga eftir að hafa áhrif utan landa- mæra bandalagsríkjanna. Allir viðurkenna, að flugvélar Flugleiða þarf að endurnýja. Stjóm félagsins hefur haft það til athugunar, hvernig að þess- ari endumýjun skuli staðið. Þar era álitamálin mörg. Sú stefnu- mótandi ákvörðun hefur verið tekin, að fyrst skuli flugvélamar á Evrópuleiðunum endurnýjað- ar. Á hinn bóginn hefur hvorki verið ákveðið, hvemig staðið skuli að fjármögnun, né hvaða flugvélar skuli keyptar. Það er skynsamlegt að beina athygl- inni fyrst að Evrópuflugleiðun- um. Fái Flugleiðir nýja keppinauta er líklegast, að það verði á þeim leiðum. Farartæki, þjónusta og verð auk áfanga- staða og ferðatíðni era þættir, sem viðskiptavinirnir hafa í huga við kaup á farseðlum. Talið er, að á núvirði kosti endurnýjun flugvélaflota fé- lagsins um 10 milljarða króna. Hér er því um meiri íjárfestingu að ræða en nokkurt íslenskt fyrirtæki hefur áður staðið frammi fyrir. Er ekki að undra, þótt það vefjist fyrir mönnum, hvernig að fjáröflun skuli stað- ið. Hitt er ljóst, að það er óhjákvæmilegt fyrir félagið, vilji það halda sínum hlut, að ráðast í þetta stórvirki. Fyrir þennan aðalfund Flugleiða var meiri ásókn í hlutabréf í félaginu en menn eiga að venjast á íslensk- um markaði. Ýmislegt bendir til þess, að hana megi að vera- legu leyti rekja til valdabaráttu innan félagsins. Á hinn bóginn er hér einnig um vaxandi áhuga einstaklinga og fyrirtækja þeirra á því að fjárfesta í öflug- um fyrirtækjum. Ef til vill er unnt fyrir Flugleiði að styrkja fjárhagslega stöðu sína með sölu nýrra hlutabréfa. Kapp- hlaup um völd og áhrif milli núverandi hluthafa má að minnsta kosti ekki standa í vegi fyrir því, að þessi fjármögnun- arleið verði reynd vegna nýju flugvélanna. Flugleiðir hf. hafa staðið sig þannig í hinni alþjóðlegu flug- samkeppni á erfiðleikatímum á einu erfíðasta markaðssvæði heims, að full ástæða er til að ætla að félagið sé vel í stakk búið til að takast á við hin stóra verkefni er miða að því að treysta innviði og stöðu félags- ins enn frekar. Bjartsýni í herbúðum Reagans forseta eftír Henry Brandon Svo virðist sem Ronald Reagan Bandaríkjaforseta hafi tekist að bæta að nokkru upp þann álits- hnekki sem forsetaembættið^ beið vegna vopnasölunnar til írans. Embættismenn í Washington virð- ast þessarar skoðunar og raunar , allur þorri almennings ef marka má skoðanakannanir. Þótt sjón- varpsávarp forsetans þar sem hann viðurkenndi að hann bæri ábyrgð á þeim mistökum sem gerð voru valdi þar nokkru um, skiptir mestu að Reagan hefur tekist að fá nýja menn til liðs við sig og þar með öðlast traust þjóðarinnar á ný. Snjallasti leikur Reagans var tvímælalaust sá að fá Howard Bak- er, fyrrum öldungadeildarþing- mann, til að taka að sér embætti starfsmannastjóra. Baker naut mik- ils álits er hann sat á þingi, hann sannaði hæfileika sína er hann var leiðtogi repúblikana í öldungadeild- inni, og hann er þekktur fyrir að vera maður hófsamur sem leita vill sátta í sérhverri deilu. Repúblikanar jafnt sem demó- kratar fögnuðu því að Baker skyldi tilnefndur til embættisins. Þeir binda vonir við að Baker geti orðið þess valdandi að framkvæmd stjómarstefnunnar vegi þyngra en afdráttarlaus hugmyndafræði sem einkenndi feril Donalds Regan, fyrrum starfsmannastjóra. Skipun þeirra Franks Carlucci öryggisráðgjafa og Williams Webst- er, yfirmanns Ieyniþjónustunnar (CLA), styrkir einnig stjómina og bendir til þess að ábyrgir stjómar- hættir hafi verið settir á oddinn. Vitaskuld búast menn ekki við að Reagan forseti söðli algerlega um og taki að beijast fyrir aukinni skattheimtu líkt og Baker gerði er hann sat á þingi. En forsetinn verð- ur að treysta á ráðleggingar aðstoðarmanna sinna. Þær ráðlegg- ingar munu vafalítið reyríast heilla- drýgri en áður nú þegar nýir stjómarhættir hafa mtt sér til rúms. Frank Carlucci er hvorki ævin- týramaður né pólitískur hugsuður. En hann hefur gífurlega reynslu á sviði utanríkis- og hermála og hefur sýnt að hann er staðfastur stjórn- andi. William Webster naut mikillar virðingar sem dómari í St. Louis áður en hann réðst til starfa sem yfírmaður alríkislögreglunnar og fékk það erfiða hlutverk að endur- reisa hana eftir Watergate-hneyksl- ið. Nú tekst hann á við sams konar verkefni innan leyniþjónustunnar. Hann hefur ekki mikla reynslu á sviði alþjóðamála en leyniþjónustan þarf fyrst og fremst á vönduðum og lögfróðum manni að halda, sem nýtur trausts almennings. Allir þessir eiginleikar fara saman í Will- am Webster. Meðaldrægar eldflaugar Svo virðist sem heppnin sem lék við Reagan forseta fyrsta kjörtíma- bilið sem hann sat að völdum hafi aftur gengið til liðs við hann. How- ard Baker íhugaði sjálfur að bjóða sig fram til forseta í næstu kosning- um og það er með ólíkindum að Reagan skuli hafa tekist að fá hann til að falla frá því áformi og koma sér til hjálpar. Og hveijum hefði dottið í hug að Mikhail S. Gorbach- ev Sovétleiðtogi kæmi eins og frelsandi engill og byði samkomulag um útrýmingu meðaldrægra kjam- orkuflauga í Evrópu. Efasemda- mennirnir telja að Gorbachev hafi boðist til að semja nú þar sem Reag- an forseti og stjómin séu í sárum. En vera kann að Gorbachev sjái sér einnig hag í að ná árangri. Sérfræð- ingar í bandaríska utanríkisráðu- neytinu telja líkur á að samkomulag um Evrópuflaugamar verði undir- ritað á þessu ári. Ef svo fer mun Gorbachev geta þegið boð forsetans um að koma til Washington og Reagan mun ljúka ferli sínum á eftirminnilegan hátt. Sú bjartsýni sem hefur gripið um sig í herbúðum forsetans er tilkom- in vegna þess að embættismenn telja góðar horfur á samkomulagi við Sovétmenn. Vegur þar þyngst að Frank Carlucci hefur tekist að fá samþykki varnarmálaráðuneytis- ins og utanríkisráðuneytisins fyrir drögum að sáttmála um Evrópu- flaugamar þar sem einnig er að finna ströng ákvæði varðandi eftir- lit með þyí að hann verði virtur. Samkvæmt drögum þessum munu bandarískir sérfræðingar búnir full- komnustu tækjum hafa eftirlit með verksmiðjum þeim er framleiða sov- ésku SS-20-kjamorkuflaugamar og er gert ráð fyrir að 100 menn hafi þann starfa með höndum að fylgj- ast með því að Sovétstjómin virði ákvæði sáttmálans. Ekki er búist við því að Sovétmenn samþykki þetta þegjandi og hljóðalaust en sá vandi er ekki óyfirstíganlegur. Bandarískir embættismenn hafa rætt við starfsbræður sína í Evrópu um framkvæmd eftirlitsins eins og eðlilegt er þar eð flaugamar eru staðsettar þar. Eftir því sem ég best veit liggur þegar fyrir sam- komulag um þetta atriði. Aukin bjartsýni bandarískra embættis- manna á einnig rætur sínar að rekja til þess að Reagan forseta er um- hugað um að knýja fram samkomu- lag. I þriðja lagi hafa Sovétmenn gefið til kynna að þeir séu reiðubún- ir til að samþykkja eftirlit á sovésku landsvæði. Yuri Vorontosov, helsti samningamaður Sovétstjómarinnar í Genf, sagði nýlega að ráðamenn í Kreml væru reiðubúnir til að sam- þykkja að bandarískir embættis- menn fylgdust með því þegar sovésku flaugamar í Evrópu yrðu fjarlægðar. Sagði hann að Banda- ríkjamenn þyrftu á sama hátt að heimila sovéskum sérfræðingum að skoða verksmiðjur þær sem fram- leiða kjamorkuflaugamar. Hins vegar hafa Sovétmenn ekki lagt fram ítarlegar tillögur varðandi þetta atriði. Ólík aðstaða Það er tiltölulega auðvelt fyrir Sovétmenn að bjóðast til að heimila eftirlit með verksmiðjunum þar sem öll vopnaframleiðsla lýtur stjóm ríkisvaldsins. í Bandaríkjunum háttar þannig til að vopnafram- leiðsla er í höndum einkafyrirtækja. Ég sneri mér til bandarísks sérfræð- ings og spurði hann hvort stjóm- völdum í Bandaríkjunum myndi takast að fá fyrirtækin til að fallast á að sovéskir sérfræðingar fylgdust með framleiðslu þeirra. Ég tók sem dæmi fyrirtækin „Martin Marietta" og „General Dynamics", sem fram- leiða Pershing-flaugamar og stýri- flaugamar sem komið hefur verið fyrir í Evrópu, og spurði hvort þau myndu reynast reiðubúin til sam- starfs. Spumingum mínum svaraði hann á þann veg að engu skipti þótt fyrmefndu fyrirtækin væru mótfallin eftirliti, þau myndu verða tilneydd til að samþykkja það ef þau hygðust tryggja áframhaldandi viðskipti við yfirvöld hermála í Bandaríkjunum. Ég vék því næst að þeim kostnaði sem óhjákvæmi- lega hlytist af því að hafa fjölmennt bandarískt starfslið við eftirlit í Sovétríkjunum og öðmm austan- tjaldsríkjum. Sagði hann þau útgjöld vera hverfandi lítil saman- borið við kostnað vegna smíði Pershing II-kjamorkuflauganna. Loks vék ég að því hvort aðildarríki Atlantshafsbandalagsins, og eink- um Þjóðveijar, myndu samþykkja að sovéskir sérfræðingar héldu til innan landamæra þeirra. Kvað hann viðbrögð viðkomandi ríkja hafa ver- ið jákvæð og hefðu þau að ýmsu leyti bætt þær tillögur sem Banda- ríkjamenn hefðu kynnt þeim. Uppsetning flauganna olli stjórn- málaólgu í nokkmm ríkjanna og allt bendir til þess að þau séu reiðu- búin að sjá á bak þeim. „Glasnost“ Frá því Gorbachev komst til valda í Sovétríkjunum hafa embættis- menn þar eystra sýnt áður óþekkta hæfileika í miðlun upplýsinga og áróðurstækni. Bandaríska embætt- ismenn, sem vinna að samskiptum austurs og vesturs, fysir mjög að láta reyna á þá opinskáu umræðu Einn snjallasti leikur, sem Ronald Reagan hefur leikið til að endurvekja traust á sér, er að fá Howard Baker til að hafa daglega stjórn í Hvíta húsinu. Hér sést Reagan vísa Baker til sætis á ríkisstjómarfundi. sem leiðtoginn hefur boðað sam- kvæmt „Glasnost“-stefnunni svo- nefndu og freista þess að fá aðgang að sovéska sjónvarpinu. Utanríkis- ráðuneytið bandaríska og sjálfstæð- ar stofnanir hafa að undanfömu kannað hvernig „Glasnost“-stefn- unni verður best svarað. Áður fyrr var þetta ekkert vandamál því þá var áróður Sovétmanna nánast bamalegur og stefnan ósveigjanleg. Sovéskir ráðamenn og stjórnmála- skýrendur hafa átt greiðan aðgang að bandarískum sjónvarpsáhorfend- um. Þeir hafa og staðið fyrir sínu og svarað spumingum á lýtalausri ensku. Bandaríkjamenn munu inn- an tíðar leita eftir sams konar aðgangi að sovéskum fjölmiðlum í þeirri trú að stefna Sovétleiðtogans taki einnig tií þeirra. Helst kysu þeir að viðræðum bandarískra og sovéskra embættismanna yrði sjón- varpað um Sovétríkin. Vandinn er sá að ákaflega fáir háttsettir banda- rískir embættismenn tala rússn- esku. Umræður með aðstoð túlks verða aldrei jafn beinskeyttar því þá er ekki unnt að tala beint til áhorfenda. En vissulega eiga Bandaríkjamenn sérfræðinga um sovésk málefni sem tala reiprenn- andi rússnesku. Frá því Mikhail S. Gorbachev komst til valda hafa orðið gífurleg- ar breytingar. Hann er greinilega mjög ákveðinn maður og hann stefnir að því að ná samkomulagi um afvopnun við Ronald Reagan Bandríkjaforseta þar sem Reagan gæti knúið fram staðfestingu þings- ins á sáttmálanum áður en kjörtímabili hans lýkur. Bandarískir embættismenn voru lengi að átta sig á hinni lævísu stefnu Sovétleið- togans. Þessa dagana eru þeir óðum að gera sér grein fyrir henni. Sam- skipti austurs og vesturs hafa tekið grundvallarbreytingum. Höfundur var um 30 ára akeið Moskvufréttarítari Lundúnablaðs- ins Sunday Times. Hann ritar nú dálka um bandarísk stjómmál og er þekktur fyrir viðtöl sín við Ronald Reagan og aðra háttsetta bandaríska embættisntenn. Á fundinum í Hvíta húsinu: Reagan nær sér * a Hvíta húsinu, Washington. Frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Stuðningsmenn Reagans for- seta eru himinlifandi vegna þess hve vel hann stóð sig á blaða- mannafundinum á fimmtudags- kvöld. Jafnvel andstæðingar forsetans viðurkenna að hann hafi borið sigur af hólmi á fund- inum, sem beðið hafði verið eftir með eftirvæntingu. Ekkert nýtt kom fram í íran- málinu. Robert Strauss, fyrrver- andi formaður Demókrata- flokksins, lét svo ummælt í sjónvarpsviðtali eftir fundinn, að almenningur í Bandaríkjunum væri orðinn hundleiður og þreyttur á að þvæla um málið. Klukkustund áður en fjölmiðla- fundur forsetans hófst í austursal Hvíta hússins fóru fréttamenn að streyma gengnum norðausturhliðið að forsetabústaðnum við Pennsyl- vaniu-tröðina. Sumir blaðamenn voru látnir tæma vasa sína áður en verðir slepptu þeim inn. Vörður virtist í fyrstu undrandi er hann sá skilríki þess er þetta ritar. Það tók heldur lengri tíma fyrir mig en aðra að komast í gegn. Islenskir frétta- menn eru sjaldséðir fuglar á þessum slóðum. Austursalurinn er líkastur litlu leikhúsi, með þægilegum sætum fyrir fréttafólkið, en á palli er ponta, sem forsetinn gengur að eft- ir löngum, teppalögðum gangi. Forsetinn gekk að pontunni á mínútunni átta. Hann bar sig frjáls- mannlega leit brosandi yfir salinn. Hátt og hvellt gall við rödd er sagði: Forseti Bandaríkjanna. Fréttamennimir risu á fætur sem einn maður. Forsetinn benti nú til aldurs- forseta flölmiðlamannanna, Helenu Thompson frá United Press Intem- ational. Frúin hefír verið fréttakona við Hvíta húsið frá ómunatíð. Ég man eftir að hafa fyrst séð hana á fyrsta blaðamannafundi Tramans forseta í aprílmánuði 1945, en þá var hún þegar „gömul í hettunni" í Hvíta húsinu, kom þangað í tíð Roosevelts. Reagan afgreiddi spumingu frú- arinnar snarlega og benti á næsta spyijanda. Það var augljóst frá byijun að Reagan var í essinu sínu þama í pontunni. Hann svaraði spurning- um fljótt og vel, stundum með gamanyrðum. Þetta hefði þess vegna eins vel getað verið sóknar- fundur í sveitakirkju. Jafnvel Sam Donaldson, fréttamaður ABC-sjón- varpsstöðvarinnar, sem er frægur fyrir uppivöðslusemi, hagaði sér eins og prúður fermingardrengur, sem gengur til prestsins. „Sjiikleg- illkvittni“ Það hefur vafalaust ýtt undir hógværa framkomu fjölmiðla- manna að þessu sinni, að daginn fyrir blaðamannafund Reagans hafði öldungadeildarþingmaðurinn Alan K. Simpson frá Wyoming held- ur betur tekið fjölmiðlafólk í karphúsið fyrir það sem hann kall- aði „sjúklega illkvitni“ í árásum á forseta Bandaríkjanna. „Þið erað ekki að spyija forsetann til þess að fá svör," sagði öldungadeildar- maðurinn, „þið haldið að hann sé veikur fyrir og þess vegna hundelt- ið þið hann“. Þessar skammir þingmannsins höfðu þau áhrif, að kunnir frétta- þulir viðurkenndu að fjölmiðlafólk hefði gengið of langt í ofstæki sínu gagnvart forsetanum og að mál væri að linni. Reagan var fljótur til svara og kankvís. Rautt er talinn besti litur- inn til að ná athygli forsetans á blaðamannafundum. Fagurlega skreytt sjónvarpsfréttakona, rauð- klædd, afsakaði sig með því að hún strik væri með hæsi; þess vegna kynni forsetinn að eiga bágt með að heyra hvað hún segði. Það fór ekki á milli mála hvað frúin átti við, því nokkram dögum áður hafði Reagan sagt að hann gæti ekki svarað spumingum fréttamanna fyrir hæsi. Forsetinn greip glensyrði frú- arinnar á lofti og sagði: „Ekki er unnt að hæla manni meira en með því að herma eftir honum." Er ýjað var að því að forsetinn hefði ef til vill ekki sagt satt og rétt frá, svaraði hann: „Nei, ég ætla ekki að skrökva að bandarísku þjóðinni. Ég læt aðra um það.“ Öll- um var ljóst hver átti sneiðina. Forsetinn hitti í mark. Hann lét hjá líða að skýra orð sín frekar. Vígreifustu sjónvarpsmenn, eins og t.d. Sam Donaldson frá ABC- sjónvarpinu, viðurkenndu að Reagan hefði staðið sig mjög vel. „Hann var fyrsta flokks í kvöld," var haft eftir Donaldson, sem bætti við: „Fimmtíu ára dvöl í Hollywood kom honum að haldi og leyndi sér ekki.“ Það kann að hafa farið fyrir fleir- um eins og þeim er þetta ritar, að hugsa til kappræðna þeirra Walters Mondale og Reagans fyrir kosning- araar 1984. í fyrra skiptið stóð Reagan sig herfilega en í seinna skiptið sigraði hann glæsilega. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ronald Reagan rís upp eftir að hafa verið sleginn niður. En stundum er ekki nóg að vinna eina orrustu í stóru stríði og íran- málið er ekki úr sögunni. Ný reglugerðarákvæði: Sjúkraliðar eiga rétt á framhaldsnámi RAGNHILDUR Helgadóttir heil- brigðis- og tryggingarráðherra hefur gert breytingu á reglu- gerðarákvæðum um Sjúkraliða- skóla íslands. Breytingin tryggir að sjúkraliðar eiga rétt á allt að sex mánaða framhaldsnámi í sér- hæfðum greinum, en þetta hefur lengi verið baráttumál sjúkraliða og hafa verið gerðar bókanir þar að lútandi í kjarasamningum. Ragnhildur Helgadóttir heil- brigðis- og tryggingaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að nefnd hefði unnið að endurskoðun reglu- gerðarinnar um nám sjúkraliða og hefði hún lagt til að haldinn yrðu námsskeið í sérhæfðum gréinum fyrir sjúkraliða árlega. Þær greinar sem sérstaklega væra tilgreindar væra öldranarhjúkran, bamahjúkr- un, geðhjúkran, heimahjúkran, og námsskeið vegna aðstoðar á skurð- stofum. Nefndin teldi skólann ekki í stakk búinn til þess að halda lengri námsskeið en sex mánaða, en gert væri ráð fyrir að kennsla gæti hafist í sumum þessara greina strax á næsta hausti. „Nefndin var skipuð vegna end- urtekinna óska Sjúkraliðafélagsins og bókanir hafa verið gerðar hvað þetta varðar í sambandi við kjara- samninga oftar en einu sinni," sagði Ragnhildur Helgadóttir, ennfremur. RUV stefnir að veitingu starfslauna til listamanna Verða laun menntaskólakennara og frítt húsnæði í Eyjafirði RÍKISÚTVARPIÐ ætlar að stefna að því að veita starfslaun til listamanna á komandi árum. Markús Orn Antonsson útvarps- stjóri lagði fram tillögu sína um starfslaunin á fundi fram- kvæmdasljórnar RUV og var hún samþykkt þar einróma sl. fimmtudag. Tillagan var síðan kynnt útvarpsráði á föstudag og var hún einnig samþykkt þar ein- róma. Listamennimir, sem koma til með að njóta starfslaunanna, munu fá að búa í húsi Ríkisútvarpsins í Skjaldarvík í Eyjafirði og auk þess munu þeir njóta starfslauna, sem að öllum líkindum verða laun menntaskólakennara. Elva Björk Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri RUV sagði í samtali við Morgun- blaðið að ekki væri frá þessu gengið í smáatriðum svo sem hve hárri upphæð væri veitt hveijum lista- manni og hvort veitt skuli einum eða fleiri listamönnum starfslaun á. „Við eram menningarstofnun og viljum gjarnan standa undir því hlutverki. Okkur fínnst því sjálfsagt að rétta fram höndina til að styðja við bakið á listamönnum. Síðan er gert ráð fyrir því að Ríkisútvarpið semji við viðkomandi um framflutn- ing á efni frá hans hendi að loknu tímabili starfslaunanna," sagði Elva Björk. Ólafsfjöður: Tveimur bjargað úr Ólaf sfj ar ðamúlanum Ólafsfirði. ÖKUMENN tveggja bifreiða lentu í vandræðum í Ólafsjarð- amúla á föstudag í miklu hvass- virði og snjókomu. Festu þeir sig í fannferginu og þurftu aðstoð björgunarsveita til að komast til byggða. UM hádegisbilið á föstudag skall á versta veður, norðan hvassviðri með mikilli snjókomu. Var þá vitað að bílaumferð hafði verið á veginum um Ólafsfjarðamúla. Þegar grennslazt hafði verið um þær bif- reiðir, sem vitað var um, kom í ljós að ein þeirra á leið til Dalvíkur hafði ekki komið fram. Vora björg- unarsveitir SVFÍ á Dalvík og Ólafsfirði þegar kallaðar út og héldu þær á Múlann. Fundu þeir síðan sína bifreiðina hvor, aðra Dalvíkurmegin við svokölluð Mígildi og hina Ólafsfyarðamregin utan við Kúahagagil. Ökumennimir létu fyr- ir berast í bifreiðum sínum og var þeim báðum bjargað til byggða. Aðstæður leitarmanna vora hinar verstu vegna mikillar snjókomu og hvassviðris. Jakob Landakotvill stækka Hafnarbúðir ST. JÓSEFSSPÍTALI hefur ósk- að eftir leyfi til að byggja við lijúkrunarheimilið í Hafnarbúð- um og tvöfalda með því sjúkra- rúmin. í bréfí spítalans, sem lagt var fyrir borgarráð, segir að reynsla af Hafnarbúðum hafí verið góð en komið hafi í ljós, að þjónusturými hússins er það stórt að hægt væri að sinna fleiri sjúklingum. I fram- drögum, sem stjóm spítalans hefur látið gera, er gert ráð fyrir við- byggingu, sem fjölga mun sjúkra- rúmum úr 25 í 48 og nýta um leið betur það rými sem fyrir er. Gert er ráð fyrir um 200 fer- metra viðbyggingu á þremur hæðum auk kjallara eða samtals 800 fermetra húsi, vestur af Hafn- arbúðum. Byggingarkostnaður er áætlaður um 23 milljónir og kostn- aður við búnað 3 milljónir. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið hefur þegar heimilað stækkun Hafnarbúða. Borgarráð vísaði erindinu til skipulagsnefndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.