Morgunblaðið - 24.03.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987
25
Húsaleigukönnun Hagvangs:
Staðsetning og stærð
skiptir mestu um verðlag
AÐALÞÆTTIR við verðlagningu
á húsaleigu atvinnuhúsnæðis eru
staðsetning og stærð leiguhús-
næðisins, samkvæmt niðurstöð-
um húsaleigukönnunnar
Hag^vangs sem nú er nýlokið.
Þannig getur vel staðsett lítil
verslunaraðstaða á jarðhæð kostað
rúmlega tvöfalt meðalverð verslun-
arhúsnæðis og allt að þrefalt
meðalverð skrifstofuhúsnæðis á
sama svæði, að sögn Reynis Krist-
inssonar, stjórnarformanns Hag-
vangs.
Þá er verðlagsþróun innan svæða
og milli svæða nokkuð breytileg frá
ári til árs. Fylgir þessi þróun nokk-
uð þeim breytingum sem verða
þegar svæðin þróast úr að vera iðn-
aðarsvæði í útjaðri byggðar, yfir í
að verða verslunar- og skrifstofu-
húsnæði í tengslum við samfellda
byggð.
Þetta er í fimmta sinn sem Hag-
vangur safnar upplýsingum um
húsaleigukostnað á atvinnuhúsnæði
á höfuðborgarsvæðinu. Könnunin
nær yfir átta svæði: vesturbæ; mið-
bæ; Laugaveg og Þingholt; Múla,
Skeifu og Kringlua; Voga og Sund;
Artúnshöfða, Kópavog og Hafnar-
fjörð.
Atvinnuhúsnæði er skipt niður í
verslunarhúsnæði, skrifstofuhús-
næði og iðnaðarhúsnæði. Niður-
stöður könnunarinnar byggja á
upplýsingum frá um á þriðja hundr-
að leigumála frá leigjendum og
leigusölum, bæði einkaaðilum og
opinberum fyrirtækjum.
Ríkismat sjávarafurða:
Starf smönnum
hefur fækkað
um tæplega 60
Útgjöld minnka um 25 milljónir á ári
Víða reynt að koma fiski framhjá mati
FERSKFISKMAT Ríkismats
sjávarafurða var lagt niður um
síðustu áramót og hefur mat á
ferskum fiski færzt til fisk-
vinnslu og útgerðar. Við þessa
breytingu var 58 starfsmönnum
í 43 stöðugildum sagt upp störf-
um og eru þær uppsagnir ýmist
orðnar að veruleika eða verða
það um mánaðamótin. Miðað við
heilt ár er gert ráð fyrir því, að
útgjöld Ríkismatsins minnki um
25 milljónir króna, en sá sparnað-
ur næst ekki allur á þessu ári.
Halldór Árnason, fiskmatsstjóri,
sagði í samtali við Morgunblaðið,
að uppsagnarfrestur hjá viðkom-
andi starfsmönnum hefði verið
mislangur, en uppsagnir væru allar
að komast til framkvæmda. Hann
sagði að mat á ferskum fiski, eftir
þetta, hefði verið unnið með ýmsum
hætti. Algengt hefði verið, sérstak-
lega á suðvesturhorni landsins, að
menn hefðu viljað fara framhjá
mati, þrátt fyrir skyldu til hins
gagnstæða. Það hefði meðal annars
stafað af því, að útgerðir og físk-
verkendur hefðu í talsverðum mæli
samið um fast verð á aflanum mið-
að við fyrirfram ákveðna skiptingu
eftir gæðaflokkum. Þeir hefðu því
ekki haft beina þörf fyrir matið til
að reikna út verð á fiskinum. Á
þessum hluta landsins hefðu mál
þróazt í þessa átt, en víða hefðu
fiskvinnslufyrirtæki ráðið fyrrum
matsmenn Ríkismatsins til starfa
hjá sér og væri það algengast á
svæðinu frá Austfjörðum og norður
um til Vestfjarða.
Halldór sagði einnig, að starf-
semi Ríkismatsins á þessari vertíð
Leiðrétting
ÞAU mistök urðu í viðtali við
Sigurð Hafliðason sl. sunnudag
að kona hans var sögð Óskars-
dóttir en heitir réttu nafni Klara
Tómasdóttir. Beðist er velvirð-
ingar á þessum mistökum.
hefði aðallega beinzt að því, að
fylgjast með meðferð afla og reyna
að hafa áhrif á úrbætur með reglu-
legri útgáfu fréttabréfs. Vafasamt
væri að binda of marga þætti með-
ferðar á fiski í reglugerð og því
væri farin sú leið að reyna að hafa
áhrif á viðkomandi með dreifingu
upplýsinga og frétta af gangi mála.
Starfsmenn stofnunarinnar yrðu því
miður varir við mikla sóun verð-
mæta, sem stafaði af slæmri
meðferð á fiski. Það ætti við um
alla þætti, frá veiðum og þar til
fiskur væri tekinn úr hráefnis-
geymslum. Meðferð um borð, við
flutninga á landi og í móttökum
væri oft ábótavant. Með því að
bæta meðferð fisksins á öllum þess-
um stigum mætti auka verðmæti
aflans verulega.
Prestkosningalögin:
' *IÍ
Rækjutogarinn Gissur ÁR 6 í heimahöfn.
Þorlákshöfn:
Morgunblaðið/.IHS
Rækjutogarinn Gissur ÁR 6
kemur til heimahafnar
Þorlákshöfn.
FJÖLDI manns var samankom-
inn á Svartaskersbryggjunni í
Þorlákshöfn til að fagna því
er rækjutogarinn Gissur ÁR 6
kom til heimahafnar í fyrsta
sinn á fimmtudag. öllum var
boðið um borð til að skoða þetta
glæsilega skip og þiggja veit-
ingar í boði eigenda. Það er
hlutafélagið Ljósavík í Þorláks-
höfn sem á þessa glæsilegu 315
tonna fljótandi rækjuverk-
smiðju.
Eigendur Ljósavíkur eru þau
hjónin Unnþór Halldórsson og
Kristín Þórarinsdóttir og Guð-
mundur Baldursson og Kim
Soring. Þau áttu áður 135 tonna
bát með sama nafni. Sá bátur var
seldur í júní 1985. En það var
ekki fyrr en í apríl 1986 sem skrif-
að var undir samninga við skip-
asmíðastöð Þorgeirs og Ellerts á
Akranesi um nýja skipið. Búið er
að fara reynslusiglingu vestur í
Kolluál og reyndist skipið í alla
staði mjög vel.
Aðalskipstjóri á skipinu verður
Guðmundur Guðfinnsson en ann-
ar eiganda Guðmundur Baldurs-
son verður afleysingaskipstjóri.
Alls eru ráðnir um 20 menn á
skipið en 13 manna áhöfn verður
í hverri veiðiferð. Auk þessara 13
verða með í fyrstu veiðiferð raf-
virki frá skipasmíðastöðinni og
japani sem sjá mun um að gæði
framleiðslunnar verði í lagi. Sa-
mið hefur verið við japani um
Guðmundur Guðfinnsson skipstjóri.
kaup á öllum aflanum fyrirfram
og skuldbinda þeir sig til að greiða
markaðsverð.
Að sögn vélstjórans, Jóns Inga
Gunnsteinssonar, eru allar vélar
og tæki af nýjustu og bestu gerð.
Siglingatækin eru flest frá Fur-
ino, keypt hjá ísmar og Skip-
aradíói. Aðalvélin er norsk 165
hestafla dieselvél sem heitir Berg-
en og er hún þannig stillt að
hægt er að brenna svartolíu þó
ekki sé reiknað með því á næs-
tunni. Ljósavélarnar eru tvær 390
hestafla Catterpiller og. 230
Cummings. Þær geta framleitt
nálægt einu megawatti af raf-
magni. Frystikerfið sem er danskt
heitir Henry Södy getur afkastað
22 tonnum á sólarhring. Lestin
tekur um 110 tonn af frystri
rækju. Margar nýjungar eru í
skipinu t.d. er kælisjórinn af vél-
inni sem er um 32 gráðu heitur
notaður til að hita upp allt rekk-
verk og minnka þannig ísingar-
hættu. Einnig er eimari í skipinu
sem getur framleitt 7 tonn af
fersku vatni úr sjó á sólarhring.
Ibúðir áhafnar sem allar eru hinar
vistlegustu eru hitaðar upp með
katli sem nýtir afgasið frá vélinni.
JHS
Nýju lögin breyta í raun litlu
-segir Geir Waage, formaður Prestaf élagsins
„Það er búið að berjast mjög
lengi fyrir breytingu á gömlu
lögunum sem eru frá 1915, en
nýju lögin breyta í raun litlu. I
stað þess að sóknarbörn velji
grest mun kjörnefnd gera það.
Eg sé ekki ástæðu til að taka
undir þann mikla fögnuð sem
komið hefur fram hjá mörgum
því kosningar hafa ekki verið
lagðar af,“ sagði Geir Waage,
formaður Prestafélags íslands
þegar Morgunblaðið leitaði álits
hans á hinum nýju prestkosn-
ingalögum sem samþykkt voru á
Alþingi skömmu fyrir þinglausn-
ir.
„Breytingin _er þó ótvírætt til
nokkurra bóta.I fyrsta lagi er búið
að fá í gegn að sniðnir voru verstu
vankantarnir af gömlu lögunum og
því má gera ráð fyrir að auðveldara
verði að fá fram enn frekari breyt-
ingar þegar reynsla er komin á
þetta nýja fyrirkomulag. í öðru lagi
er það ljóst að gamla fyrirkomulag-
ið var algerlega búið að ganga sér
til húðar, það hentaði engan veginn
í stóru, fjölmennu prestaköllunum.
Kosningabaráttan var orðin svo
viðamikil þar og þar með kostnaðar-
söm að stór hætta var á því að
peningarnir skæru úr um hver hlyti
embætti. Segja má að vankantarnir
hafi verið þeir sömu og eru á próf-
kjörsfyrirkomulaginu. I þriðja lagi,
og það ætti í raun alltaf að nefna
fyrst, þá er prestkosning, hvort-
heldur litið er á gamla fyrirkomu-
lagið eða nýju lögin, algerlega
fráleit aðferð til að kalla prest. Hún
er ósamrýmanleg allri kirkjulegri
hefð, enda ósamrýmanleg eðli þess
postullega embættis sem presturinn
gegnir.
Geir sagði að mjög mikið hefði
verið hringt í sig á meðan umræða
stóð yfir um frumvarpið á Alþingi,
aðallega prestar en einnig leik-
menn. „Þeir vildu að stjórn Presta-
félagsins beitti þrýstingi til að
frumvarpið færi í gegn, en það
gerðum við ekki því við töldum
eðlilegt að þingmenn fenju frið til
að fjalla um mál sem mikla um-
Qöllun fékk innan kirkjunnar. Þetta
þýðir þó ekki að ekki hafi verið
talað við þingmenn af hálfu presta.
Almennt virðast menn mótfallnir
prestkosningum, en helst virðist að
fyrirkomulagið eigi sér formælend-
ur hjá eldri kynslóðinni. Mér fínnst
með ólíkindum hvað þetta mál virð-
ist mikið tilfinninga- og hitamál hjá
fólki almennt. Persónulega tel ég
það galla að biskup skuli ekki vera
tryggð bein áhrif á val prests í
hveiju tilviki og er dálítið hræddur
við að þetta nýja fyrirkomulag geti
leitt til þess að ákveðin togstreita
geti myndast milli sveitasókna, ann-
ars vegar, og sóknarnefnda {
þéttbýlisstöðunum innan sama pre-
stakalls, hinsvegar.Ég tel einnig að
ákveðin hætta sé á því að pólitík
komist inn í prestkosningar með
eindregnari hætti en verið hefur.
Það eru mörg fleiri atriði í lögunum
sem ég er dálítið hræddur við , en
þegar á heildina er litið eru nýju
prestkosningalögin þakkarverð úr-
bót, miðað við það sem áður var.