Morgunblaðið - 24.03.1987, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987
67
"DFIR SFGJR m I ÓPRGOTINU HfíFl íÓKMRRNFFWPUM VERIP PF?LI9 RÐ KOÓSfl 0M~
FERÐRieRRe OG PRESTOM VFR|£ GERT R£> I/ERR MEÐ LJÖS RLLflN SÓLRRHRlNGINN"
Þessir hringdu . .
Hver vegna
engin húsa-
smíðameistari?
Hulda Guðmundsdóttir hringdi:
Nú er búið að skipa dómnefnd
til þess að yfírfara og dæma 38
tillögur um ráðhús. Þetta verður
mikið og vandasamt verk og til
þess þarf hæft fólk sem kann að
lesa teikningar og veit hvemig
unnið er við byggingar. I nefnd-
inni eru þrír arkitektar, en eru
þeir iðnlærðir líka? Sigrún Magn-
úsdóttir, borgarfulltrúi, og Davíð
Oddson, borgarstjóri, sem bæði
eiga sæti í nefndinni, hafa þau
unnið við húsbyggingar? Væntan-
legt ráðhús á að gegna mikilvægu
hlutverki og því nauðsynlegt að
val á byggingu undir það verði
ekki slys líkt og Þjóðarbókhlaðan,
Seðlabankinn, Kringlan og Borg-
arleikhúsið. Því spyr ég, og vona
að ég fái svar við: Hvers vegna
er enginn húsasmíðameistari í
dómnefndinni?
Hænsnafætur,
g'ular rætur
Rannveig hringdi:
Síðastliðinn föstudag birtist
vísa um hálsinn á honum Svana.
Konan sem sagði frá henni hafði
lært vísuna þegar hún var lítil.
Þetta er mjög gömul vísa sem ég
lærði þegar ég var 6-7 ára göm-
ul, þó í svolítið annarri útgáfu en
þessi kona:
Hænsnafætur, gular rætur,
hálsinn á honum Svana
Sá sem kyssir dömumar,
honum verður það að vana.
Tapaði
kuldaskó
Daníel hringdi:
Ég tapaði svörtum karlmanns
kuldaskó nr. 44 einhverntímann
fyrir jól. Þetta var í Reykjavík.
Ef einhver hefur rekist á hann
er hann vinsamlegast beðinn um
að hringja í síma 37096 eða
19011.
Spilið
Reykjavíkur-
lagið
Sólveig hringdi:
Væri ekki hægt að fá
Reykjavíkurlagið, sem fékk verð-
laun á afmælinu í fyira, sungið í
útvarpi eða sjónvarpi?
Vísan á dönsku
Gunnar hringdi:
Ég heyrði þessa vísu sem
stráklingur frá mömmu minni og
þá á dönsku:
Honsefoder, gule roder,
halsen af en svane.
Han som kysser pigerne,
har en dárlig vane.
Hún skýrði hana svo fyrir mér
að eldabuskan væri í eldhúsinu
að týna til í matinn, hænsnafæt-
ur, gulrætur og háls af svani, en
þá hefði vinnumaðurinn stolist til
að kyssa hana á hálsinn. Fór þá
eldabuskan með þessa vísu.
Svar frá Póst- og
sí mamálastofnuninni
Jóhann Guðmundsson, New Jersey
í Bandaríkjunum, kvartar yfir því
í Velvakanda (15. mars sl.) að
snældur, sem hann sendir að stað-
aldri í pósti frá Bandaríkjunum til
íslands, séu tvo mánuði á leiðinni.
Bréfritari tekur ekki fram hvort
um flug- eða skipspóst sé að ræða.
Flugpóstur frá Bandaríkjunum
berst hingað daglega, en skipspóst-
ur er háður ferðum skipa. Nýafstað-
ið farmannaverkfall hefur valdið
töfum á flutningi skipspósts eins
og nærri má geta. Éinnig hefur
þess orðið vart að flugpóstur frá
Bandaríkjunum berist með skips-
pósti. Um má kenna mistökum
póststarfsmanna vestra, en einnig
því að sendendur hirði ekki alltaf
um að ganga nógu vel frá póstin-
uin, gleymi til dæmis að líma
flugmerkimiða á sendingar sínar.
Nauðsynlegt er að fara að settum
reglum í þessu efni og gildir það
að sjálfsögðu um fleiri lönd en
Bandaríkin.
Töluvert hefur verið um kvartan-
ir vegna seinagangs pósts frá
Bandaríkjunum og hafa póstmála-
yfirvöld hér komið þeim áleiðis til
réttra aðila. Fyrir kemur til dæmis
að póstur til Islands er sendur til
Irlands eða jafnvel einhverra fjar-
lægra eyja. Dæmi eru líka um að
skipspóstur sé sendur fyrst til Evr-
ópulanda (Englands, Þýskalands,
Hollands, Danmerkur) áður en hann
berst til íslands. Þetta veldur að
sjálfsögðu allt töfum og óþægind-
um.
Bréfritara verður tíðrætt um
hunda sem hann virðist telja að
póstmeistarinn í Reykjavík hafí í
þjónustu sinni í því skyni að láta
þá þefa af pósti og seinki þar af
leiðandi útburði. Þessir hundar eru
aðeins til í hugskoti bréfritara.
Hundar, sem notaðir eru til fíkni-
efnaleitar, eru ekki á vegum
póststofunnar í Reykjavík, heldur
lögreglu og seinka alls ekki al-
mennri póstdreifingu. Póstur er
borinn út eða sendur áfram ekki
siðar en daginn eftir að hann berst,
enda er nú sem fyrr lögð áhersla á
hraða og góða þjónustu.
Jóhann Hjálmarsson,
blaðafulltrúi Póst- og
símamálastofnunar.
húsgagn»höllin
REYKJAVlK
Við
bjóðum
k
það
besta
sem þú geturfengið í rúmum og dýn-
um — allt með 2ja ára ábyrgð. — Ekki
nóg með það — við bjóðum þér líka
besta verðið — lægsta verðið og góða
greiðsluskilmála.
Rúm: Tegund: 539 er 160 cm á breidd
og 200 cm á lengd.
Litir: Bronz (messing).
Dýna: Heil svampdýna (eða tvær)
mjög vönduð með mjúkri og stífri hlið.
Verð kr. 42.990 með dýnu og tveimur
náttborðum.