Morgunblaðið - 25.03.1987, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 25.03.1987, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 17 Geislavirk efni í Islandshaf Mótmælum áf ormum Breta eftír Gunnar G. Schram Sérstök ástæða er til þess fyrir okkur íslendinga að vera vel á verði gegn öllu því sem mengað getur hafið við strendur landsins. Um langa framtíð mun sjávarfang verða mikilvægasta auðlind okkar og sá grundvöllur sem líf í landinu bygg- ist fyrst og fremst á. Uggvænleg ráðagerð Um þessar mundir er á ferðinni uggvænleg ráðagerð sem valdið getur geislavirkri mengun á haf- svæðunum kring um landið, ef því er að skipta. Hér er átt við þau áform sem nú eru á kreiki í Bret- landi að reisa kjarnorkuendur- vinnslustöð í Dounreay á norðaust- urströnd Skotlands, við Pentlandsíjörðinn. Eiga afköst , þeirrar stöðvar að vera 60—80 af brennsluefni kjarnaofna á ári. Geislavirkni á f iskislóð Fyrir skömmu var birt skýrsla íslenskra sérfræðinga um þetta mál. Hana unnu sérfræðingar Geislavarna ríkisins, Hafrann- sóknastofnunarinnar Siglingamála- stofnunarinnar og Magnús Magnússon prófessor. I þessari skýrslu er gefið skýrt viðvörunar- merki um að mikil hætta geti hér verið á ferðum. Þar segir orðrétt að „vegna ríkjandi hafstrauma muni geislavirk efni sem losuð verða í sjó frá stöð- inni berast á hafsvæðið umhverfis ísland, m.a. fiskislóðina milli Jan Mayen og íslands". Ekki þarf að spyija að leikslok- um, ef slíkt gerist sem hér er spáð. Ekki mun íslenskur fiskur, sem veiddur er í geislavirkum sjó, verða seldur á markaði í útlöndum — né neytt hér innanlands. Stoðunum yrði kippt undan íslensku efna- hagslífi og gífurleg kreppa myndi ganga yfir landið. Hér er um til- ræði að tefla við hagsæld íslensku þjóðarinnar í framtíðinni. Samþykkt Alþing-is Þetta eru ástæðurnar til þess að Gunnar G. Schram „Alþjóðleg ráðstefna um mengun á hafsvæð- unum kring- um Island mun draga athygli þjóða heims að þeirri hættu sem hér er á ferðum og því stórkost- lega ábyrgðarleysi að ætla að taka þá áhættu að iosuð verði geisla- virk efni í hafið við Skotland — svo skammt undan ströndum Fær- eyja, Noregs og Islands sem raun ber vitni. Það er ábyrgðarleysi á hæsta stigi og slíkar ráðagerðir verður að stöðva áður en þær eru orðnar að veruleika.“ þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins báru fyrir skömmu fram á Alþingi tillögu um viðnám í þessu máli. Það voru auk mín þeirPétur Sigurðsson og Eyjólfur Konráð Jónsson. Al- þingi samþykkti í einu hljóði þessa tillögu. Hún er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að hvetja til að efnt verði til ráðstefnu hér á landi um varnir gegn mengun við Island og annars staðar i Norðaustur-Atlantshafi þar sem sérstaklega verði fjallað um þá hættu sem fiskistofnunum og mannvist á þessu svæði er búin vegna mengunar frá geislavirk- um efnum. Felur Alþingi ríkis- stjórninni að vinna að framgangi málsins.** Þessa tillögu samþykkti utanrík- ismálanefnd þingsins samhljóða og síðan Alþingi degi. áður en þingslit áttu sér stað, þann 18. mars. Skjótra við- bragða þörf Með tillögunni hefur Alþingi ósk- að eftir því við ríkisstjómina að þegar verði tekið með fyllstu hörku á þessari aðsteðjandi hættu að mik- ilvægasta atvinnuvegi landsmanna. Það dylst engum að hér er skjótra viðbragða brýn þörf. Við verðum að láta rödd okkar heyrast í þessu máli svo eftir verði tekið á alþjóða- vettvangi. Mótmæli em sjálfsögð og slíkar orðsendingar hafa þegar verið sendar Bretum af nágranna- þjóðum okkar svo sem Norðmönn- um og Dönum. En hér þarf meira að koma til. Nýr Reykjavíkur- fundur Alþjóðleg ráðstefna um mengun á hafsvæðunum kring um ísland mun draga athygli þjóða héims að þeirri hættu sem hér er á ferðum og því stórkostlega ábyrgðarleysi að ætla að taka þá áhættu að losuð verði geislavirk efni í hafið við Skot- land — svo skammt undan strönd- um Færeyja, Noregs og íslands sem raun ber vitni. Það er ábyrgðar- leysi á hæsta stigi og slíkar ráðagerðir verður að stöðva áður en þær eru orðnar að veruleika. Ríkisstjórn Islands og öll íslenska þjóðin þarf að láta rödd sína heyr- ast í þessu efni svo eftir verði tekið. Það verður best gert með nýrri Reykjavíkurráðstefnu. Við viljum ekki endurtekningu á slysinu í Chernobyl í grennd við okkar eigið land eða svipað mengunartjón og átti sér stað í ánni Rín á síðasta ári þar sem öllu lífi í vatnavistkerf- inu var eytt. Aukin mengunarhætta Ég vil ljúka þessari grein með því að vitna aftur orðrétt í skýrslu íslensku sérfræðinganna sem út kom í desember sl. Þar segja þeir eftirfarandi: „Bygging endurvinnslustöðvar í Dounreay mun auka mengunar- hættu fyrir Norður-Atlantshaf ekki hvað síst af völdum slysa sem orðið geta bæði við flutning á geislavirk- um efnum með skipum á erfiðum siglingaleiðum og vegna óhappa sem ekki er hægt að útiloka að geti orðið í endurvinnslustöðinni. Staðsetning stöðvarinnar í Doun- reay orkar mjög tvímælis. Mengun og mengunarhætta frá væntanlegri stöð í Dounreay snertir frekar hags- muni ríkja sem hafa ekki beinan hag af vinnslunni en hagsmuni þeirra ríkja sem að byggingu stöðv- arinnar munu standa.“ Höfundur skipar 5. sæti á fram• bodslista Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjaneskjördæmi. GRÍSKI PIANOSNILLINGURINN DMITRI SGOUROS í HÁSKÓLABÍÓI FIMMTUDAGINN 26. MARS EFNISSKRÁ KVÖLDSINS: \„Y*\ V-6 yr\xv \ /•JT Cr^ RAVEL: Gæsamamma Þessi ungi einleikari, sem kom hingað til lands síðastliðið ár, er öllum þeim er á hann hlýddu, enn í fersku minni. Stjórnandi þessu sinni er finnski hljómsveitarstjórinn PETRI SAKARI. Sakari er í hópi hinna stórefnilegu, finnsku hljómsveitarstjóra sem tönlistarunnendum víða um lönd eru vel kunnir. MOZART: Sinfónía nr. 40 RACHMANINOFF: Píanókonsert nr. 3 MIÐASALA I GIMLI kl. 13—17 og við innganginn. Greiðslukortaþjónusta s. 622255 SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS íslenskir sérfræðingar telja að vegna ríkjandi hafstrauma muni geislavik efni sem losuð verða í sjó frá kjarnorkustöðinni í Doun- reay við Pentlandsfjörðinn á Skotlandi berast á fiskislóðina milli Jan Mayen og íslands. A kortinu er merkt inn hugsanleg leið geislaefn- anna með straumum til íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.