Morgunblaðið - 25.03.1987, Page 29

Morgunblaðið - 25.03.1987, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 29 Andstæðingar Brandts vildu klekkja á honum - segir Margarita Mathiopoulos Bonn, Reuter, AP. Fyrstu tölur úr kosningum á Indlandi: Gandhi hafði ekki erindi sem erfiði Kalkútta. AP. MARGARITA Mathiopoulos sagði í gær í sjónvarpsviðtali, að andstæðingar Willys Brandts, fráfarandi formanns Jafnaðar- mannaflokksins í Vestur-Þýzka- landi (SPD), hefðu viljað notfæra sér skipun hennar sem talsmanns flokksins til að klekkja á Brandt og véfengja hæfileika hans til þess að vera í forystu fyrir flokknum. Margarita tilkynnti í fyrradag, að hún væri hætt við að sækjast eftir stöðu blaðafulltrúa SPD. Grískt blað hafði það eftir henni í gær, að hún hefði orðið að láta af stöð- unni, sökum þess að hún var útlendingur. Hún hygðist nú snúa sér aftur að fyrra starfi sínu í Stuttgart, þar sem hún hafði starf- að við almennatengsl. Hans-Jochen Vogel, sem nú hef- ur tekið við formennsku í SPD, sagði í gær, að gagnrýni sú, sem Brandt hefði sætt vegna þessa máls ætti engan rétt á sér. Brandt hefði orðið fyrir árásum, sem væru til skammar. Þeim hefði verið ætlað að særa Brandt persónulega og sýndu skort á samstöðu með honum innan flokksins. Norðmaðurinn Reiulf Steen, fyrr- Margarita Mathiopoulos um formaður Verkamannaflokksins í Noregi og nú annar af tveimur forsetum Stórþingsins, komst svo að orði í gær, að það væri dapur- legt, að einn mikilvægasti stjóm- málamaður Vestur-Evrópu frá stríðslokum hefði orðið að ljúka stjómálaferli sínum vegna þessa máls. FYRSTU tölur úr kosningunum, sem fram fóru í fyrradag í þrem- ur ríkjum Indlands, bentu til, að í tveimur ríkjanna hefði Kon- gressflokkur Rajivs Gandhi, forsætisráðherra, ekki haft er- indi sem erfiði en vegnað betur í því þriðja. Kosningamar á mánudag í Vest- ur-Bengal, Kerala og Kasmír vom fyrsti prófsteinninn á vinsældir Gandhis eftir að hann tók við emb- ætti sem forsætisráðherra. Sam- kvæmt fyrstu tölum frá Kerala hafði kosningabandalag undir for- ystu kommúnista fengið 58 sæti af 107 töldum en Kongressflokkur- inn 47 og stefnir því í ósigur fyrir Gandhi þar sem flokkur hans hafði þar áður 77 sæti af 140 alls. í Vestur-Bengal þar sem Gandhi beitti sér mjög til að reyna að fella núverandi meirihluta undir forystu kommúnista bentu tölur til, að það myndi ekki takast. Í Kasmír leit hins vegar út fyrir, að kosninga- bandalag Kongressflokksins og samtaka múhameðstrúarmanna myndi vinna auðveldan sigur. Þessar kosningar vom mjög mik- ilvægar fyrir Rajiv Gandhi þótt staða hans sjálfs sem forsætisráð- herra hefði ekki verið að veði. Ef úrslitin verða þau, sem líkur benda til í ríkjunum þremur, hefur hann beðið nokkurn hnekki og var ekki á bætandi. Honum hefur ekki tekist að kveða niður ólguna í Punjab og annars staðar í landinu og vegna þess hefur hann sett ofan í augu landa sinna. 0 Italskir trúmenn: Alnæmi er hefnd Guðs Italíu, Róm, frá Brynju Tomer. HEIMURINN snýst fyrst og fremst í kringum sjö helstu synd- ir mannkynsins og Guð hefur svarað með því að senda okkur alnæmi." þetta fullyrðir ítalski kardinálinn Giuseppe Siri í við- tali við tímaritið II Sabato. Fullyrðing þessi hefur valdið töluverðu fjaðrafoki meðal ftala þvi menn eru að vonum ekki all- ir sammála trúmanninum. ítalski kardinálinn Giuseppe Siri er þess fullviss að Guð hafi sent mannkyninu hinn ógurlega sjúk- dóm. Hann segir sjúkdóminn „beina hefnd Guðs gegn syndum manns- ins, sérstaklega þeim sem bijóta gegn sjötta boðorðinu“. Er talið berst að fómarlömbum sjúkdómsins sem ekki hafa endilega brotið gegn boðorðunum, til dæmis bömum fíkniefnaneytenda, segir kardinál- inn: „Því miður breiðir sjúkdómur- inn úr sér og nær einnig til saklauss fólks, þannig hafa syndarar einnig líf saklausra á samviskunni.“ Fleiri trúmenn hafa látið í ljós álit sitt á alnæmi. Erkibiskupinn í Genova segist til dæmis efins um að lækning finnist á næstu ámm. „En sjúkdómurinn er refsing Guðs, á því er enginn vafí.“ Guðfræðingar em þó ekki allir sammála þessu og helsta deiluefnið er að sjálfsögðu sú fullyrðing að alnæmi sé refsing Guðs. Séra Giuseppe Mattai, guð- fræðingur og siðfræðingur, er ekki sammála kardinálanum og erkibisk- upnum. Hann bendir réttilega á að í gamla testamentinu er mjög oft talað um hefnd Guðs. „í hvert sinn sem boðorð Guðs vom brotin, var kallað á refsingu af Hans hálfu. Þessi trú var bein afleiðing ríkjandi hugsunarháttar. í Nýja testament- inu er hins vegar stigið afar mikil- vægt skref,“ segir séra Mattai og vitnar í Lúkasarguðspjall þar sem Jesú bámst boð um að Pílatus hefði blandað blóði Galíleumanna í fómir þeirra og Jesús segir: „Eða þeir átján sem tuminn féll yfir í Sílóam og varð að bana, haldið þér, að þeir hafí verið sekari en allir þeir menn, sem í Jerúsalem búa?“ Séra Mattai segir að ekki sé hægt að fullyrða að sjúkdómar eða náttúm- hamfarir séu refsing Guðs. „Hugs- unarháttur sá sem ríkti til forna og kemur fram í Gamla testament- inu, kemur alltaf fram öðm hvom meðal nútímamanna." Þetta deilumál verður líklega aldrei leyst, þrátt fyrir miklar um- ræður. Flestir em þó sammála um að mikilvægast sé að fínna mótefni gegn sjúkdómnum, sem guðfræð- ingurinn Gerald O’Collins segir einfaldlega hluta af nútímanum. „Það er virðingarleysi við hina sjúku að segja að alnæmi sé refsing Guðs. Hinir ýmsu sjúkdómar em oft af- leiðing rangra ákvarðana sem við tökum.“ ísrael: Árangri náð í glím- unni við alnæmi Tel Aviv, Reuter. ÍSRAELSKUR vísindamaður segist hafa náð góðum árangri i meðhöndlun alnæmissjúklinga með efni, sem hann unnið er úr eggjarauðu. Dr. Yehuda Skornick, aðstoðar- yfirlæknir Rokach-sjúkrahússins í Tel Aviv sagðist myndu gera grein fyrir niðurstöðum meðferðar á 14 alnæmissjúklingum, lO Bandaríkja- mönnum og fjórum Israelum, á ráðstefnu um krabbameinsrann- sóknir í Nizza í Frakklandi í næstu viku. Dr. Skornick sagði að sjúkling- arnir hefðu sýnt bata og sjúk- dómseinkenni hjá sumum þeirra horfið. Efnið, sem þeim var gefið, er kallað AL721 og líkist margaríni og er mjög ódýrt í framleiðslu, að sögn Dr. Skornick. UPP MEÐ SAUMAVÉLINA í tilefni af saumadögum 23.-31. mars bjóðum við 10% afslöff af öllum vörum í verslunum okkar. Einnig býðst viðskiptavinum SNÍÐAAÐSTOÐ í verslun okkar Þarabakka3 íMjóddinni. Þar verður leiðbeint um snið og sníðar effir kl.3daglega 23.-31.mars. Notfœrið ykkur 10% afslöffinn saumadagana og kaupið sumar- efnin nýkomnu. Mjög mikið úrval bœði í fatadeild og gardfnu- og heimilisdeild. búðimar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.