Morgunblaðið - 25.03.1987, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 25.03.1987, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 29 Andstæðingar Brandts vildu klekkja á honum - segir Margarita Mathiopoulos Bonn, Reuter, AP. Fyrstu tölur úr kosningum á Indlandi: Gandhi hafði ekki erindi sem erfiði Kalkútta. AP. MARGARITA Mathiopoulos sagði í gær í sjónvarpsviðtali, að andstæðingar Willys Brandts, fráfarandi formanns Jafnaðar- mannaflokksins í Vestur-Þýzka- landi (SPD), hefðu viljað notfæra sér skipun hennar sem talsmanns flokksins til að klekkja á Brandt og véfengja hæfileika hans til þess að vera í forystu fyrir flokknum. Margarita tilkynnti í fyrradag, að hún væri hætt við að sækjast eftir stöðu blaðafulltrúa SPD. Grískt blað hafði það eftir henni í gær, að hún hefði orðið að láta af stöð- unni, sökum þess að hún var útlendingur. Hún hygðist nú snúa sér aftur að fyrra starfi sínu í Stuttgart, þar sem hún hafði starf- að við almennatengsl. Hans-Jochen Vogel, sem nú hef- ur tekið við formennsku í SPD, sagði í gær, að gagnrýni sú, sem Brandt hefði sætt vegna þessa máls ætti engan rétt á sér. Brandt hefði orðið fyrir árásum, sem væru til skammar. Þeim hefði verið ætlað að særa Brandt persónulega og sýndu skort á samstöðu með honum innan flokksins. Norðmaðurinn Reiulf Steen, fyrr- Margarita Mathiopoulos um formaður Verkamannaflokksins í Noregi og nú annar af tveimur forsetum Stórþingsins, komst svo að orði í gær, að það væri dapur- legt, að einn mikilvægasti stjóm- málamaður Vestur-Evrópu frá stríðslokum hefði orðið að ljúka stjómálaferli sínum vegna þessa máls. FYRSTU tölur úr kosningunum, sem fram fóru í fyrradag í þrem- ur ríkjum Indlands, bentu til, að í tveimur ríkjanna hefði Kon- gressflokkur Rajivs Gandhi, forsætisráðherra, ekki haft er- indi sem erfiði en vegnað betur í því þriðja. Kosningamar á mánudag í Vest- ur-Bengal, Kerala og Kasmír vom fyrsti prófsteinninn á vinsældir Gandhis eftir að hann tók við emb- ætti sem forsætisráðherra. Sam- kvæmt fyrstu tölum frá Kerala hafði kosningabandalag undir for- ystu kommúnista fengið 58 sæti af 107 töldum en Kongressflokkur- inn 47 og stefnir því í ósigur fyrir Gandhi þar sem flokkur hans hafði þar áður 77 sæti af 140 alls. í Vestur-Bengal þar sem Gandhi beitti sér mjög til að reyna að fella núverandi meirihluta undir forystu kommúnista bentu tölur til, að það myndi ekki takast. Í Kasmír leit hins vegar út fyrir, að kosninga- bandalag Kongressflokksins og samtaka múhameðstrúarmanna myndi vinna auðveldan sigur. Þessar kosningar vom mjög mik- ilvægar fyrir Rajiv Gandhi þótt staða hans sjálfs sem forsætisráð- herra hefði ekki verið að veði. Ef úrslitin verða þau, sem líkur benda til í ríkjunum þremur, hefur hann beðið nokkurn hnekki og var ekki á bætandi. Honum hefur ekki tekist að kveða niður ólguna í Punjab og annars staðar í landinu og vegna þess hefur hann sett ofan í augu landa sinna. 0 Italskir trúmenn: Alnæmi er hefnd Guðs Italíu, Róm, frá Brynju Tomer. HEIMURINN snýst fyrst og fremst í kringum sjö helstu synd- ir mannkynsins og Guð hefur svarað með því að senda okkur alnæmi." þetta fullyrðir ítalski kardinálinn Giuseppe Siri í við- tali við tímaritið II Sabato. Fullyrðing þessi hefur valdið töluverðu fjaðrafoki meðal ftala þvi menn eru að vonum ekki all- ir sammála trúmanninum. ítalski kardinálinn Giuseppe Siri er þess fullviss að Guð hafi sent mannkyninu hinn ógurlega sjúk- dóm. Hann segir sjúkdóminn „beina hefnd Guðs gegn syndum manns- ins, sérstaklega þeim sem bijóta gegn sjötta boðorðinu“. Er talið berst að fómarlömbum sjúkdómsins sem ekki hafa endilega brotið gegn boðorðunum, til dæmis bömum fíkniefnaneytenda, segir kardinál- inn: „Því miður breiðir sjúkdómur- inn úr sér og nær einnig til saklauss fólks, þannig hafa syndarar einnig líf saklausra á samviskunni.“ Fleiri trúmenn hafa látið í ljós álit sitt á alnæmi. Erkibiskupinn í Genova segist til dæmis efins um að lækning finnist á næstu ámm. „En sjúkdómurinn er refsing Guðs, á því er enginn vafí.“ Guðfræðingar em þó ekki allir sammála þessu og helsta deiluefnið er að sjálfsögðu sú fullyrðing að alnæmi sé refsing Guðs. Séra Giuseppe Mattai, guð- fræðingur og siðfræðingur, er ekki sammála kardinálanum og erkibisk- upnum. Hann bendir réttilega á að í gamla testamentinu er mjög oft talað um hefnd Guðs. „í hvert sinn sem boðorð Guðs vom brotin, var kallað á refsingu af Hans hálfu. Þessi trú var bein afleiðing ríkjandi hugsunarháttar. í Nýja testament- inu er hins vegar stigið afar mikil- vægt skref,“ segir séra Mattai og vitnar í Lúkasarguðspjall þar sem Jesú bámst boð um að Pílatus hefði blandað blóði Galíleumanna í fómir þeirra og Jesús segir: „Eða þeir átján sem tuminn féll yfir í Sílóam og varð að bana, haldið þér, að þeir hafí verið sekari en allir þeir menn, sem í Jerúsalem búa?“ Séra Mattai segir að ekki sé hægt að fullyrða að sjúkdómar eða náttúm- hamfarir séu refsing Guðs. „Hugs- unarháttur sá sem ríkti til forna og kemur fram í Gamla testament- inu, kemur alltaf fram öðm hvom meðal nútímamanna." Þetta deilumál verður líklega aldrei leyst, þrátt fyrir miklar um- ræður. Flestir em þó sammála um að mikilvægast sé að fínna mótefni gegn sjúkdómnum, sem guðfræð- ingurinn Gerald O’Collins segir einfaldlega hluta af nútímanum. „Það er virðingarleysi við hina sjúku að segja að alnæmi sé refsing Guðs. Hinir ýmsu sjúkdómar em oft af- leiðing rangra ákvarðana sem við tökum.“ ísrael: Árangri náð í glím- unni við alnæmi Tel Aviv, Reuter. ÍSRAELSKUR vísindamaður segist hafa náð góðum árangri i meðhöndlun alnæmissjúklinga með efni, sem hann unnið er úr eggjarauðu. Dr. Yehuda Skornick, aðstoðar- yfirlæknir Rokach-sjúkrahússins í Tel Aviv sagðist myndu gera grein fyrir niðurstöðum meðferðar á 14 alnæmissjúklingum, lO Bandaríkja- mönnum og fjórum Israelum, á ráðstefnu um krabbameinsrann- sóknir í Nizza í Frakklandi í næstu viku. Dr. Skornick sagði að sjúkling- arnir hefðu sýnt bata og sjúk- dómseinkenni hjá sumum þeirra horfið. Efnið, sem þeim var gefið, er kallað AL721 og líkist margaríni og er mjög ódýrt í framleiðslu, að sögn Dr. Skornick. UPP MEÐ SAUMAVÉLINA í tilefni af saumadögum 23.-31. mars bjóðum við 10% afslöff af öllum vörum í verslunum okkar. Einnig býðst viðskiptavinum SNÍÐAAÐSTOÐ í verslun okkar Þarabakka3 íMjóddinni. Þar verður leiðbeint um snið og sníðar effir kl.3daglega 23.-31.mars. Notfœrið ykkur 10% afslöffinn saumadagana og kaupið sumar- efnin nýkomnu. Mjög mikið úrval bœði í fatadeild og gardfnu- og heimilisdeild. búðimar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.