Morgunblaðið - 27.03.1987, Side 52

Morgunblaðið - 27.03.1987, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ fclk í fréttum — Nei, ég á engar eldspýtur, en maðurinn minn er með kveikjara. COSPER Frá vinstri: Marís Gíslason og Pálmi Guð- mundsson sem fengu viður- kenningu fyrir 30 ára öruggan akstur, yfirmað- ur flotastöðvar- innar Peter C. Baxter, Theodór Þorvaldsson sem fékk viðurkenn- ingu fyrir 20 ára stjórnun og Ingim- ar Þórðarson sem fékk viðurkenningu fyrir 20 ára örugg- an akstur. Meðlimir slökkviliðsins sópuðu til sin viðurkenningum að venju, en flestir voru að sinna skyldustörfum og því tóku yfir- menn þeirra það hlutverk að sér. A myndinni er Haraldur Stefánsson slökkviliðsstjóri lengst til vinstri með sína menn. Peter C. Baxter yfirmaður flotastöð varinnar er lengst til hægri. Keflavíkurflug- völlur: Rúmlega 300 Islendingum var veitt við- urkenning Keflavík. RÚMLEGA 300 íslenskum starfsmönnum hjá varnarlið- inu á Keflavíkurflugvelli var veitt viðurkenning fyrir árvekni í starfi fyrir nokkru. Peter C. Baxter, yfirmaður flotastöðvarinnar, af- henti viðurkenningamar. Tveir bifreiðastjórar, Maríus Gíslason og Pálmi Guðmundsson, eru búnir að aka í 30 ár án þess að þá hafí hent nokkurt óhapp. Magnús Guðmundsson, hjá vinnu- og heilbrigðiseftirliti vam- arliðsins, sagði að menn virtust almennt standa mjög vel að ör- yggismálum á Keflavíkurflugvelli. Skýrslur sýndu að starfsmenn sem störfuðu í atvinnugreinum þar sem búast mætti við hárri slysatíðni yrðu ekki jafnoft fyrir óhöppum og við mætti búast. Aldrei væri of varlega farið í þess- um efnum og því væri gaman að geta veitt þeim aðilum, sem sýndu árvekni í starfí sínu, viðurkenn- ingu. - BB Fill fyrir ráðherrann Aöllu má maður nú eiga von“, gæti Hans Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands, verið að hugsa á því augnabliki sem þessi mynd var tekin. Hann var þá staddur í eigin afmælisveislu, en hann varð 60 ára sl. laugardag og fékk þá fjölda gjafa þar á meðal þennan uppstoppaða fíl. Reuter C0SPER ©Pl*

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.