Morgunblaðið - 25.04.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.04.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 Sumar- málarabb GledSegt sumar Gleðilegt sumar — gleðilegt sumar. Þessi góða íslenska kveðja ómar af vörum margra þessa dag- ana. Fáar þjóðir fagna vorkom- unni á sama hátt og við íslendingar, enda ástæðan ríkari hjá okkur en hjá flestum öðrum. Norðurlandabúar fagna ekki vor- komunni eins og við og sé hinn dæmigerði Skandinavi spurður um sumardaginn fyrsta, koma á hann vöflur, það hugtak er óþekkt. Sá sem reynir að klóra í bakkann nefnir gjaman Jóns- messuna og þá hlæjum við íslend- ingar dátt. Ýmsir siðir eru tengdir þessum tímamótum hjá okkur og má nefna þann sið að gefa sumar- gjöf. Bak við þá venju blundaði e.t.v. hugsunin um að rík ástæða væri til að gleðjast yfir því að hafa þraukað veturinn af. í þjóðfélagi, þar sem flestir gátu tekið undir með skáldinu sem kvað: Ég er bóndi og allt mitt á — undir sól og vindi, skipti árferð- ið öllu og íslendingar fyrri alda höfðu trú á veðrabrigðum ýmissa merkisdaga til spásagnar um lengri eða skemmri tíma. Að sjálf- sögðu höfðu mót sumars og veturs spásagnargildi. Víða var sá siður í hávegum hafður að setja út öðu- skel með vatni í að kvöldi hins síðasta vetrardags. Ef fraus sam- an sumar og vetur átti vel að vora. Ekki hef ég reynt þetta sjálf og gaman væri að vita hvort nokk- ur hafi gert það nú á þessum tímamótum. Eru e.t.v. veðurfræð- ingar og veðurtungl alveg búnir að leysa af hólmi eldri aðferðir? BLÓM VIKUNNAR 48 Umsjón: Ágústa Bjömadóttir Veðrið — já það verður sjálf- sagt enn um sinn óþijótandi umræðuefni okkar íslendinga og þá ekki síst þeirra sem unna gróðri. í raun má segja að undar- lega hafi viðrað í vetur og þá ekki síst suðvestanlands, þar sem veturinn kom naumast fyrr en um miðjan mars. Að undanskildum frostakafla í haust hefur verið ótrúlegt blíðviðri. Já, svo mildur vetur að garðagróður hefur víða látið ginnast til að vakna af vetr- ardvalanum. í garði mínum hafa krókusar blómstrað síðan 1. fe- brúar. Og nú er að sjá hvort frostakaflinn sem hefur verið nær samfellt síðan um miðjan mars hefur skammkalið tijágróður. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott segir máltækið og e.t.v. lærðum við af þessu hreti að einhverjar þær tegundir sem nú eru komnar í ræktun séu í raun of viðkvæmar fyrir íslenska veðráttu. Eitt er það blóm, sem hefur staðið af sér veturinn og ætlar enn að vaxa með vorinu, en það er Blóm vikunnar. Eins og margir lesendur muna, var þessi þáttur endurvakinn 1. laugardag í sumri fyrir réttu ári. Greinahöfundar eru félagar í Garðyrkjufélagi íslands en Ágústa Bjömsdóttir hefur umsjón með þættinum. Það er dijúg vinna sem liggur bak við svona regluleg- an þátt og oft erum við í vafa um hvaða efni eigi helst að skrifa. Ekki svo að skilja að skortur sé á viðfangsefnum, en hvað vilja lesendur helst? Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð en látið okkur vita um óskaefnið. Óskaefnið, já við gróðurunn- endur eigum margt óskaefnið. Og nú ætlar sjónvarpið að láta nokk- um hlut óska okkar rætast. 2. maí hefur göngu sína í sjónvarp- inu ný þáttaröð sem nefnist Garðrækt. Þetta er röð a.m.k. 10 þátta um garðrækt sem sýnd verður á laugardögum kl. 6. Norska sjónvarpið og norska garðyrkjufélagið hafa átt sam- vinnu í a.m.k. 10 ár um gerð garðyrkjuþátta sem sýndir em á hveiju vori. Stjóm G arðyrkj u fél ags i n s hef- ur í góðri samvinnu við Hinrik Bjamason hjá sjónvarpinu valið úr þessu safni. Hér er komið víða við og við reyndum af fremsta megni að velja þætti sem falla vel að íslenskum aðstæðum. Og jafn- vel þótt ekki sé unnt að leika allt eftir hér á landi, má fá margar góðar hugmyndir og læra ný vinnubrögð. Olafur B. Guðmunds- son ritari G.í. og ritstjóri Garð- yrkjuritsins mun fylgja þáttunum úr hlaði af okkar hálfu, Fyrsti þátturinn fjallar um skjól, annar um harðgerð sumarblóm. Rætt verður um grænmetisgarðinn, ræktun tómata og agúrka, skóla- garða, steinhæðir og steinbeð, hellulagnir, matjurtaræktun fatl- aðra og hvemig byggingarlóð breytist í skrautgarð. Jón O. Ed- wald þýðir þættina. Munið bara að hvfla ykkur á garðvinnunni kl. 6 á laugardögum og setjast stutta stund fyrir framan sjónvarpið. Nú fer í hönd unaðsfullur árstími. Vonandi hefur nýliðinn illviðrakafli sameinað páskahret og sumarmálahret, krossmessu- hret og hvítasunnuhret. Megi fyrsti laugardagur í sumri verða íslensku þjóðinni til farsæld- ar. Sigríður Hjartar, formað- ur Garðyrkjufélags ís- lands. Nýju kosningalögin gera allar spár erfiðari - segja tölvuforritarar fyrir kosningasjónvarp FORRIT fyrir kosningasjónvarp Stöðvar 2 og ríkissjónvarpsins eru nú fullgerð. Stöð 2 vinnur með tölvubúnað frá IBM og hef- ur Tölvumyndir hf. gert forritið. Ríkissjónvarpið hinsvegar er með tölvubúnað frá Hewlett Packard og hefur Verk- og kerf- isfræðistofan unnið forritið fyrir kosningasjónvarp þess. Davíð Jónsson hjá Verk- og kerf- isfræðistofunni sagði að forritun samkvæmt nýju kosningalögunum væri heldur flóknari en samkvæmt SÆNSKAN EÐA AMERISKAN BÍL. ÞYSKAN, NIPPARTS Það er sama hverrar þjóðar bíllinn er. Við eigum varahlutina. EIGUM Á LAGER: kúplingar,kveikjuhluti;bremsuhluti, STARTARA, ALTERN ATORA, SÍUR,AÐALLJÓS, BENSÍNDÆLUR, ÞURRKUBLÖÐ ofl. KREDITKORTA ÞJÓNUSTA FREMSTIR í VARAHLUTUM BÍLVANGUR sf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687BOO gömlu lögunum. Fara þyrfti í gegn- um fleiri skref við úthlutun þing- sæta en áður auk þess sem taka þyrfti tillit til fleiri reiknitalna og undantekninga en áður. „Nýju lögin gera spár erfíðari en áður. Illmögu- legt er að taka nokkurt mark á spám fyrr en að minnsta kosti fyrstu tölur úr öllum kjördæmum liggja fyrir vegna nýju laganna og nýrra flokka, sem nánast eru óþekktar stærðir. Þegar búið er að lesa upp tölur úr hveiju kjördæmi fyrir sig, liggja fyrir útreikningar og yfírlit yfír þingmannafjölda hvers flokks í kjördæminu. í framhaldi af því get- um við sýnt sambærilegt yfírlit yfír landið og hvemig stjómin gagnvart stjómarandstöðunni stendur. Við bemm saman fylgi flokka eftir kjör- dæmum og niðurstöður kosninga eftir mismunandi kosningalögum. Við getum sýnt hvaða áhrif nýju kosningalögin hafa með tilliti til fjölda atkvæða að baki hveijum þingmanni, bæði eftir einstökum flokkum og kjördæmum, en með nýju lögunum er einmitt verið að reyna að jafna misræmi á milli kjör- dæma,“ sagði Davíð. Friðrik Sigurðsson, forritari hjá Tölvumyndum hf., var sammála Davíð um að nýju kosningalögin hefðu það í för með sér að erfítt yrði að gera góða spá um úrslit kosninganna nema að fyrir lægju tölur frá öllum kjördæmum. „Fylgi flokks í einu kjördæmi hefur áhrif á þingmannatölu í því næsta og til þess að sjá þessar breytingar fyrir, verða að liggja fyrir marktækar tölur úr öllum kjördæmum. Það sem hinsvegar hefur skeð í skoðana- könnunum er að einstök kjördæmi hafa aldrei verið tekin fyrir, nema í einstökum tilvikum, heldur landið sem heild tekið allt. Því verðum við að bíða eftir fyrstu tölum úr öllum kjördæmum til að geta spáð að al- vöru í spilin," sagði Friðrik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.