Morgunblaðið - 25.04.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.04.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 23 Af róm- verskri mynt __________Mynt_______________ Ragnar Borg Verðið á mynt hefír frá alda öðli haft einhverja viðmiðun. ís- lenska orðið peningur þýðir næstum hið sama og orðið búpen- ingur. Er dregið af latneska heitinu á búfé „pecunia". í upp- hafí var verðgildið miðað við þekkta einingu búpenings, nefni- lega uxa. Er myntin var fundin upp losnuðu menn undan vöru- skiptunum, sem einkennt höfðu viðskipti fram til þess tíma. Notkun gulls, silfurs og kopars í mynteiningum auðveldaði öll við- skipti milli manna og þjóða. Auðvitað tók það nokkum tíma að fínna hið rétta gengi og það breyttist auðvitað með tímanum. Myntin auðveldaði viðskipti einnig á þann veg, að einfalt var „að skipta uxanum í smærri eining- ar“. Ekki var lengur nauðsynlegt að koma með eitt nautslæri eða hjörð nauta, heldur giltu svo og svo margir silfurpeningar hið sama. Á sama hátt þurfti að staðla mál og vog. Við höfum nú okkar kíló og sentimetra. Áður voru hér pund og álnir. Ágústus keisari í Róm endurskipulagði myntina í Róm árið 27. f.Kr., svo og mál og vog. Algengustu mynteiningar Rómveija voru, as sem var kopar- mynt og denarus sem var silfur- mynt. Gullpeningar voru fáir og fóru flestir í mála hermanna. Margir keisaranna freistuðust til að rýra silfrið í denarus og varð hann smám saman verðlaus og við tók antonianus. Diokletianus endurskipulagði svo myntina árið 296, og lét slá gull, silfur og kop- armýnt. Kallaðist nú koparmyntin follis. Hlutföllin milli myntarinnar voru þessi: 1 gull aureus = 20 silfur argentii = 40 follis. Hélst Ágústus keisarí á mynt frá þvi Skáldavaka í TÓNLISTARFÉLAG Kristskirlgu heldur Skáldavöku í Safnaðar- heimilinu Hávallagötu 16, Reykjavík, sunnudaginn 26. apríl kl. 16.00. Vakan er haldin í minn- ingu Krístinar Önnu Þórarins- dóttur leikkonu, sem lést 2. nóvember sl. og i samvinnu við bókaútgáfu Máls og menningar, sem hefur nýlega gefið út snældu með upplestrum hennar á islensk- um ljóðum. Á vökunni munu koma fram skáldin Stefán Hörður Grímsson, Sigfús Daðason, Vilborg Dagbjarts- dóttir, Þorgeir Þorgeirsson, Kristján Árnason, Þorsteinn frá Hamri og Nína Björk Ámadóttir og lesa upp úr verkum sínum. Einnig munu hljóðfæraleikaramir Camilla Söder- berg blokkflautuleikari, Ólöf Ses- selja Óskarsdóttir gömbuleikari og Snorri Öm Snorrason lútuleikari, sem em félagar í Musica Antiqua, flytja barrokktónlist frá ýmsum löndum og tríó, skipað Kolbeini Bjamasyni flautuleikara, Amþóri Jónssyni sellóleikara og pfanóleikar- anum Önnu Guðnýju Guðmunds- dóttur, mun leika verk eftir Leif Þórarinsson. Diokletianus keisarí. Mynt frá þvi um áríð 300. um stund svo, þar til Konstantin- us mikli skipulagði myntkerfíð á ný, árið 312. Byggist kerfið á gull solidus, en sjötíu og tveir slíkir peningar fengust úr pundi af gulli. 24 silfur siliqua peningar fengust þá fyrir einn solidus. Menn tala um að eitthvað sé „sólítt og vandað". Orðið solitt er dregið af nafninu á gullpeningi Konstantinusar mikla, sem kallað- ist solidus. Miklu meira er til af gamalli rómverskri mynt en margir halda og auk þess em margir pening- amir ódýrir þótt þeir séu allt að 2000 ára gamlir. Margir sjóðir fínnast áriega því gröfur og jarð- ýtur grafa nú dýpra en áður vfir gert með höndunum. Rómverskir peningar finnast í mörgum lönd- um og hefir hver sitt sérkenni. Bæði var að þeir vom handslegn- ir einn og einn í einu, og róm- verskar myntsláttur vom í mörgum löndum hins stóra róm- verska ríkis. Á myntsafni Þjóðminjasafnsins og Seðlabankans era margir róm- verskir peningar. Það er marg- faldlega þess virði að skreppa á safnið á morgun. Það er opið milli 2 og 4 á sunnudögum og er við Einholt nr. 4. um Krísts burð. Kristskirkju Krístin Anna Þórarinsdóttir Tónlistarfélag Kristskirkju hefur haldið u.þ.b. 20 tónleika á sl. einu og hálfu ári. Þetta er önnur Skálda- vakan sem það gengst fyrir, og er ætlunin að slíkar samkomur verði árviss viðburður á vegum félagsins. Aðgangur er ókeypis. Evrópufrímerki 4. maí nk. Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson Hið sameiginlega efni Evrópufrí- merkjanna (CEPT) er að þessu sinni byggingalist. Póst- og símamála- stofnunin eða útgáfuneftid hennar kaus að velja hér sem myndefni hluta steindra glugga í Fossvogs- kapellu í Reykjavík. Um það má e.t.v. hafa ýmsar skoðanir, hvort þetta val fellur að öllu undir bygg- ingalist í strangasta skilningi. Á móti hinu verður samt ekki mælt, að slík gluggaskreyting er hluti af þeirri byggingu, sem hún prýðir. Ég er hins vegar ekki í vafa um, að menn sætta sig vel við þessi frímerki, þegar þeir líta þau augum og fara að nota þau. Höfundur þessara steindu glugga er hinn kunni glerlistamaður Leifur Breiðfjörð og greinir frá ævi hans og listamannsferli í tilkynningu póststjómarinnar. Má taka hér upp sumt af því, sem þar segir. Leifiir Breiðfjörð er fæddur í Reykjavík 1945 og stundaði _nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands. Þá lagði hann stund á glerlistamám í Edin- borg um nokkur ár og svo aftur síðar í Englandi. Leifur er orðinn vel þekktur fyrir glerlistaverk sín, bæði hér heima og erlendis, enda prýða verk hans margar opinberar byggingar og einkaheimili. Verðgildi hinna nýju Evrópufrí- merkja em 12 og 15 krónur, en það svarar til burðargjalds undir almenn bréf innan lands og til Norðurlanda og svo til annarra Evrópulanda. Myndefni steindu glugganna er píslarganga Frelsarans, og sést hluti hennar á frímerkjunum. Guli glugginn (sem er á 12 kr. merkinu) vísar í norður á kapellunni og sýnir Jesúm kikna undan krossinum, hon- um fylgja hinir góðu. Gulur hlýr liturinn á að tákna hið góða, segir í tilkynningunni. Blái glugginn (á 15 kr. merkinu) vísar í austur og sýnir m.a. hermenn og friðardúfu. Þar sem gluggamir tveir mætast í hom em þessir tveir litir tengdir saman með fjólubláum lit, lit sorg- arinnar. Að mínum dómi em þessi Evr- ópufrímerki mjög falleg, og á ég von á, að svo muni öðmm einnig fínnast. Fer sérlega vel á, að þetta minnisstæða myndefni skuli koma á frímerkjum, sem notuð verða mjög mikið undir almennt burðar- gjald, því að með þeim hætti verður það bezt kynnt meðal viðskipta- manna íslenzku póststjómarinnar. Þessi frímerki em prentuð hjá Cour- voisier S.A. í Sviss með sólprentun- araðferð og „rastardjúpþrykki“, eins og segir í tilkynningunni, og hér á sú prentun ömgglega vel við. Nokkur atriði um fiug á íslandi Póst- og símamálastofnunin hef- ur gefið út brytling með þessu nafni og þá í beinu framhaldi af útgáfu Flugstöðvarfrímerkisins 14. þ.m. Hér er í hnotskum rakin saga flugs á íslandi allt frá upphafí þess árið 1919. Með þessu yfirliti fylgir einn- ig kort, sem sýnir þær leiðir, sem Flugleiðir og Amarflug fara um himinhvolfíð til þess að flytja menn og vaming til og frá íslandi og eins innan lands. Ekki verður nánar fjallað um þennan ritling hér, en ég vil einungis benda lesendum á þetta ágæta framtak íslenzku póst- stjómarinnar til að kynna viðskipta- mönnum sínum þennan þátt í íslenzkri samgöngusögu, um leið og hin glæsilega flugstöð er tekin í notkun. Menn geta ömgglega fengið þennan brytling á flestum pósthúsum landsins. Afbrigði og gallar í frímerkjum í þætti 21. marz sl. fítjaði ég upp á nýju umræðuefni í sambandi við gerð frímerkja, þ.e. ýmsum frávik- um og göllum, sem koma fram við prentun þeirra. Þetta efni er svo víðtækt og um leið þess eðlis, að skoðanir safnara em allskiptar um gildi þess og jafnvel réttmæti innan frímerkjasöfnunar. Þar sem þætti þessum er að jafnaði skorinn nokk- uð þröngur stakkur hveiju sinni, verð ég að taka ýmis áhugaverð efni smám saman fyrir samhliða öðm því, sem efst er á baugi og þolir síður bið. Vissulega em frímerkjasafnarar eins og aðrir safnarar á marga lund sérkennilegir menn í augum margra. En ósköp væri nú heimur- inn snautlegur, ef allir samferða- menn byndu bagga sína á sama veg. Sem betur fer er ekki svo. Ef bókasafnari kaupir bók, verður hún að vera heil og ógölluð. Og hvaða málverkasafnari vill kaupa gallað málverk og hengja upp á vegg hjá sér? En þessu er oft öfugt farið með frímerkjasafnara. Þeir keppast eftir alls kyns frávikum frá því, sem kalla má venjulegt frímerki, og em búnir til að reiða út allmikið fé til þess að ná í slíka hluti í söfn sín. Ekki er ég nógu mikill sálfræðingur til þess að geta skýrt þann mun, sem hér er á söfnunarhneigð manna eftir því efni, sem verið er að slægj- ast eftir. Fyrir mér er það svo sem nokkur skýring, að margur hefur gaman af að eiga og státa af því, sem aðrir eiga ekki, að ekki sé tal- að um, ef það er álitið „unikum", eins og segir á fagmáli. Um þetta em til ýmsar mjög skemmtilegar sögur meðal frímerkjasafnara, hvort sem þær em sannar eða ekki. Auðvitað em alls konar prófþrent og tilraunir í sambandi við frímerkjaútgáfu hluti af sögu frímerkjanna. En síðasta gerð þeirra er svo vitaskuld hið eiginlega frímerki, sem út kemur til nota á vegum póststjómanna sem greiðsla fyrir burðargjald. Og sú gerð á að sjálfsögðu að vera gallalaus frá hendi prentsmiðjunnar. Hér er það svo aftur, sem brotalöm kemur oft fram og mörgum frímerkjasöfnur- um til ánægju og oft vemlegs ávinnings um leið. En meira um það síðar. Ég óska svo lesendum þessa þátt- ar gleðilegs sumars. Innilegar þakkir til allra sem mundu mig á áttrœÖisafmœli mínu þann 14. apríl sl. GuÖ blessi ykkur öll. Anna Jónsdóttir, Hörðalandi 6. GUFU- GLEYPAR Blástur bæöi beint út eöa í gegnum kolsíu. Fáanlegir í 5 litum. Tveggja ára ábyrgö. Tilboðsverð Kr. 7.996,- stgr. LÆKJARGÖTU 22 HAFNARFIRÐI SÍMI: 50022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.