Morgunblaðið - 25.04.1987, Blaðsíða 89

Morgunblaðið - 25.04.1987, Blaðsíða 89
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 89 Andrésar andar-leikarnir á skíðum: Akureyringar sigursælir FJÖLMENNASTA skfðamót landsins, Andrósar andar-leik- arnir, hófst hér á Akureyri á fimmtudaginn. Þetta er f 12. sinn sem mótið er haldið og keppend- ur eru að þessu sinni 419 talsins frá 8 fólögum. Keppt er f aldurs- flokkum allt niður f 7—9 ára en aldursforsetar mótsins eru 12 ára. Heimamenn voru sigursælir á opnunardegi mótsins, alls komu 7 gullverðlaun af 15 í þeirra hlut. Siglfirðingar létu einnig mikið að sér kveða. Þeir áttu sigurvegara í 4 af 5 greinum göngunnar. Aðstæður skíðafólksins eru eins og best verður á kosið í Hlíðar- fjalli og sumarið heilsaði keppnis- fólkinu á eftirminnilegan máta með blíðviðri. Vegleg verðlaun Keppt er um glæsilega verð- launabikara og mikið er af auka- verðlaunum. Sigurvegarar í 12 ára flokki í svigi, stórsvigi og göngu fá til að mynda skíði í verðlaun. Skipa- deild Sambandsins gefur verðlaun til mótsins ásamt versluninni Út- ilífi sem veitir aukaverðlaun til allra flokka. Hver einasti keppandi á mótinu er síðan leystur út í móts- lok með gjöf frá bókaforlaginu sem gefur úr Andrésblöðin. • Teitur Ólafur Marshall úr Reykjavfk er hór á fullri farð í stórsvigi 7 ára drengja. Hann hafnaði í 9. sæti af 38 keppendum. Morgunblaöiö/Þorkell • Kári JóhannGsson frá Akureyri vann nauman sigur í göngu með hefðbundinni aðferð f flokki 12 ára. Hann hvílir hór lúinn bein eftir sigurinn. Spennandi ganga „Ég hélt að þetta myndi ekki takast hjá mór, ég var búinn að vera á eftir honum svo lengi," sagði Kári Jónasson, Akureyri, eft- ir nauman sigur sinn í göngu 12 ára pilta með heföbundinni aðferð. Alls voru gengnir tveir og hálfur km og úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu metrunum. Aðeins þrem- ur sekúndum munaði á Kára og Ólafsfirðingnum, Kristjáni Hauks- syni, sem hafnaði í öðru sæti eftir að hafa leitt gönguna framan af. Margt er sértil gamans gert Það er mikið um að vera hjá yngstu kynslóðinni á mótinu og tíminn er vel nýttur. Keppni hefst klukkan 10 árdegis flesta dagana og stendur fram á eftirmiðdag. Á kvöldin eru síðan verðlaunaaf- hendingar auk skemmtiatriða í íþróttahöllinni. í fyrrakvöld sá Val- geir Guðjónsson Stuðmaður um að tryggja keppnisfólkinu betri svefn með fjölbreyttri skemmti- dagskrá. Það er mikill undirbúningur sem liggur að baki stórmóti sem þessu. Veg og vanda af skipulagningu mótsins eiga þeir Gísli Lórentsson, Óðinn Árnason, Sigurður Aðal- steinsson og Magnús Gíslason en þeir eru í mótsstjórn. Fjöldi ann- arra hefur lagt hönd á plóg og sem dæmi má nefna að um 100 manns eru í farar- og liðsstjórnum félag- anna. MorgunblaöiÖ/Þorkell # Bjartmar Guömundsson frá ÓlafsfirÖi keppti í göngu 12 ára drengja þar sem hann hafnaði f 3. sæti. Ottó Freyrfrá Daivík: Ottó var óheppinn „Þetta var náttúrulega mjög svekkjandi. Þó að ég hafi ekki átt neina möguleika á að vinna, þá er alltaf gaman að vera með,“ sagði Ottó Freyr Ottósson frá Dalvík, sem varö fyrir því óláni að meiðast á fæti í keppni 12 ára flokksins stórsvigi. Þó að meiðsl Ottós séu ekki alvarleg þá gat hann ekki keppt í sviginu. Hann var þó hinn hress- asti á skemmtuninni í iþróttahöll- inni og fékk örlitlar sárabætur, myndabók um Andrés önd og fé- laga. • Hildur Ösp Þorsteinsdóttir fró Akureyri sigraði í svigi f flokki 11 ára stúlkna. Lítill munur „Ég myndi ekki segja að þetta hafi verið léttur sigur því að það var lítill munurá okkur," sagði Hild- ur Ösp Þorsteinsdóttir frá Akureyri sem vann í svigi í flokki 11 ára stúlkna. „Það var ágætt færi á fjallinu í dag og ég stefni á að vinna líka í stórsvigi," sagði Hildur sem lærði á skíðum þegar hún var aðeins fjögurra ára. Morgunblaðiö/Þorkell • Sveinn Bjarnason fré Húsavfk. Byrjaði keppni fjögurra ára „Þetta er sjötta Andrésar andar-mótið sem ég tek þátt í, ég byrjaði að keppa þegar ég var fjögurra ára,“ sagði Sveinn Björnsson, 9 ára gutti sem hélt uppi heiðri Húsvíkinga fyrsta keppnisdaginn með því að sigra í stórsvigi í sínum flokki. „Ég ætla Ifka að reyna að vinna í sviginu á laugardaginn og ég held að okkar liði takist að vinna fleiri verðlaun á mótinu. Það verður þó erfitt því Akur- eyringarnir eru svo sterkir."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.