Morgunblaðið - 25.04.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.04.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 Athugasemd Stöðvar 2: „Auglýsingin barst of seint“ ÓLAFUR H. Jónsson, fjármála- ojBf framkvæmdastjóri Stöðvar 2, hafði samband við Morgunblaðið og greindi frá því að frásögn Alberts Guðmundssonar í sjón- varpsþætti ríkissjónvarpsins í gærkvöldi, þess efnis að Stöð 2 hefði neitað að taka auglýsingu frá Borgaraflokknum á kjördag, vegna þess að stjórnarflokkarnir Yfirlýsing frá starfsmönnum B.M. Vallár MORGUNBLAÐIÐ hefur verið beðið að birta eftirfarandi yfir- lýsingu: Starfsmenn B.M. Vallár hf. vilja gjarnan koma á framfæri vanþókn- un sinni á grein sem birtist í 2. tbl. kosningablaðs Borgaraflokks- ins, sem borið var í hús föstudaginn 24. apríl. Grein þessi, sem greinir frá skoðanakönnun meðal starfs- manna B.M. Vallár hf. um fylgi flokkanna í komandi kosningum er alröng og á við engin rök að styðj- ast. Eina skoðanakönnunin sem starfsmenn kannast við að hafi verið framkvæmd var um fylgi tveggja einstaklinga innan sama flokks og tók aðeins 21 maður þátt í henni og þar af voru nokkrir ein- staklingar innan fyrirtækisins. Það er hart ef stjórnmálaflokk- amir taka upp á því að birta falsaðar skoðanakannanir f nafni starfsmanna fyrirtækja, daginn fyr- ir kosningar þegar lítill sem enginn tími er fyrir viðkomandi að ná fram leiðréttingu. Starfsmenn B.M. Vallár hf. hefðu keypt upp allan auglýsin- gatímann, væri tilhæfulaus með öllu. „Það átti að skila þessari auglýs- ingfu sem Albert var að tala um inn síðastliðinn miðvikudag, en hún barst hingað kl. 3 á föstudag," sagði Ólafur, „og því miður var ekki hægt að taka við henni þetta seint. Þetta snertir enga stjómmála- flokka, heldur einungis það að það er svo mikið að gera rétt fyrir kosn- ingar, að ekki er hægt að hafa skilafrest á auglýsingum styttri en þetta." Ólafur sagði að honum þætti mjög illa að Stöð 2 vegið með þess- ari ásökun Alberts Guðmundssonar. „Mér finnst til háborinnar skammar að koma með svona ásökun á Stöð 2 í beinni útsendingu - ásökun á sjónvarpsstöð sem hefur hleypt öll- um að, án tillits til þess hvað þeir heita, eða hvar í flokki þeir standa," sagði Ólafur. H ® H [Sl (ul tm Sl B [á| @ [g QJ H Hl Lesbók fylgir ekki Morgunblað- inu í dag. Hún kemur næst út 9. maí. Morgunblaðið/Einar Falur María Hjaltadóttir, fulltrúi á Kaupstefnunni hf., tekur á móti forseta íslands, frú Vigdísi Finn- bogadóttur, þegar hún heimsótti sýninguna „Sumarið ’87“ í gær. Kaupstefnan hf * A sjötta þúsund manns hafa komið UM 4000 manns sóttu sýning- una „Sumarið ’87“ í Laugar- dalshöll fyrsta sýningardaginn, sumardaginn fyrsta, sam- kvæmt upplýsingum Guðmund- ar Jónssonar, framkvæmda- stjóra Kaupstefnunnar hf. Guðmundur sagði að um kvöld- matarleytið í gær hefðu gestir dagsins verið orðnir um 1500 tals- ins, og kvaðst hann mjög ánægður með aðsóknina. „Hún er framar björtustu vonum," sagði Guð- mundur. Frú Vigdís Finnbogadóttir, for- seti íslands, skoðaði sýninguna síðdegis í gær. Sýningin verður opin um helg- ina frá kl. 13 til kl. 22 og næstu viku frá kl 16 til 22 virka daga, en á laugardag og sunnudag eftir viku verður opnunartíminn hinn sami og nú um helgina. Norðmenn víkja frá banni við innflutningi á seiðum NORSKA landbúnaðarráðuneyt- ið mun veita undanþágur frá Slökkviliðsmenn fyrir utan Ljónið. Morgunblaðið/GIsli Úlfarsson banni við innflutningi á seiðum til Noregs í ár. Landsamband fiskeldis- og hafbeitarstöðva hef- ur unnið i þessu máli að undan- fömu og hefur nú fengið það staðfest að islensku stöðvaraar geti selt seiði til Norður-Noregs, með venjulegum fyrirvara vegna hættu á sjúkdómum og fleira. Friðrik Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Landsambandsins, sagði, að í byijun mars hefði legið ljóst fyrir að töluvert væri til af óseldum seiðum í landinu, en útlit fyrir að Noregsmarkaðurinn myndi lokast. Talið hefði verið að allt að helmingur framleiðslunnar hefði þá verið óseldur og ekki útlit fyrir að hægt yrði að selja hann til haf- beitar eða sjókvfaeldis, miðað við stöðuna í uppbyggingu framhalds- eldis hér innanlands. Sagði Friðrik að í þessari stöðu hefði Landsambandið farið að setja þrýsting á að fá innflutning til Noregs leyfðan, með aðstoð sjávar- útvegsráðuneytisins, enda væru seiðastöðvamar og kaupendur úti áhugasamar um þessi viðskipti. Hann sagði að það væri mikill létt- ir fyrir forráðamenn stöðvanna að Norðmenn ætluðu að víkja frá inn- flutningsbanninu og væru þeir nú famir að ræða við kaupendur Noregi. Ekki væri nein trygginj fyrir að af samningum yrði, en þess þröskuldurinn væri þó úr veginum Friðrik sagðist hafa heyrt að í Nor egi vantaði um 2 milljónir seiða oj gerði hann sér vonir um að íslenski stöðvunum tækist að selja upp und ir 1 milljón seiða, en nú væri ósel< 1 til 1 V* milljón seiða hér. Grunur um íkveikju í verzlunarmiðstöð tnfirfti VIÐ stórtjóni lá þegar eldur kom upp i vörumarkaðnum Ljóninu að morgni sumardagsins fyrsta. Talið er að kveikt hafi verið i rusli í kyndiklefa sem er sér- byggður i suðausturhorni húss- ins. Klefinn á að vera eldheldur, en þegar mjög fullkomnu eldvamar- kerfi var komið fyrir í húsinu voru bomð göt úr klefanum fyrir vatns- pípur, með þeim komst eldurinn inn í verzlunarmiðstöðina. Boðunar- kerfi fór strax í gang, þegar reykur fór að leika um húsið, en þó hringdi aldrei á lögreglustöðinni, eins og á að gera. Við athugun kom í ljós að tæknimenn Pósts og síma höfðu aftengt símalínuna af vangá þegar tengdir vom nýir símar í húsið vegna eigendaskipta í verzluninni Vömvali nýlega. Vatnskerfið kom þó í veg fyrir að eldurinn breiddist um husið, en talið er að um tveir Stuðkompaníið vann HUÓMSVEITIN Stuðkomp- aníið frá Akureyri sigraði í Músiktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar, en úrslit voru til- kynnt klukkan hálfeitt i nótt. Hljómsveitina skipa fimm ungir piltar. Stuðkompaníið hlaut hámark stiga, 40 stig. í öðra sæti varð Metan frá Sauðárkróki með 32 stig og í þriðja sæti Hvass frá Stykkishólmi með 31 stig. tímar hafi liðið frá því eldurinn kviknaði þar til slökkviliðið var kvatt á vettvang af vegfaranda, sem sá reyk leggja frá húsinu. Slökkviliðið var kallað út kl. 4.40 að morgni, en klukkutíma síðar var öllu slökkvistarfi lokið. Lítilsháttar skemmdir urðu af reyk og vatni í matvöramarkaðnum Vöravali, sem er á neðri hæðinni. Að sögn Heiðars Sigurðssonar, eiganda vöruhússins er tjónið um 5 til 6 milljónir króna. Að hans sögn verður það að teljast mikill hönnun- argalli að vatnsslökkvikerfið skuli ekki vera í kyndiklefanum, þar sem mest hættan er af eldi. Að sögn Öskars Sigurðssonar rannsóknarlögreglumanns leikur rökstuddur granur á því að um íkveikju hafi verið að ræða og er málið í rannsókn. Úlfar Stj órnar hugmy nd Jóns Baldvins Hannibalssonar: Ríkisstjóm Alþýðu- flokks, Kvennalista og Sjálfstæðisflokks Kjósendur vísa veginn um stjórnar- myndun, sagði Þorsteinn Pálsson JÓN Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, sagði í framboðskynningu Stöðvar 2 í Háskólabíói sl. mið- vikudagskvöld: „Úr þvi sem komið er tel ég bezta kostinn vera ríkisstjóra Alþýðuflokks, Kvennalista og Sjálfstæðis- flokks.” Formaður Alþýðu- flokksins áréttaði þessa stjómarhugmynd sína í útsend- ingu Stöðvar 2 á fimmtudags- kvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 spurði Þorstein Pálsson, formann Sjálf- stæðisflokks, hvað hann hefði að segja um framangreint stjómar- tilboð formanns Alþýðuflokksins. Þorsteinn svaraði því til að bæði Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, og Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, hafí í framboðsræðum biðlað til Sjálf- stæðisflokks um stjómarmyndun að kosningum loknum. „í þessu felst rétt pólitískt mat,“ sagði Þorsteinn. „Það verður ekki unnt að mynda hér sterka, starfhæfa ríkisstjóm nema að Sjálfstæðis- flokkurinn verði þátttakandi í henni." Þorsteinn sagði að fram- komin hugmynd Jóns Baldvins um stjómarmynstur að kosningum loknum byggði einnig á þessum veraleika. „Það er hinsvegar ekki hægt að treysta því“, sagði Þorsteinn, „að mynduð verði ríkisstjóm með þátttöku Sjálfstæðisflokksins nema hann komi sterkur út. Það er um þetta sem kosningamar snúast. Ef kjósendur vilja sterka ríkisstjóm og taka ákvörðun í samræmi við það í kjörklefanum á laugardaginn verður hægt að mynda ferska og sterka ríkis- stjóm. Um þetta snýst kosninga- baráttan núna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.