Morgunblaðið - 25.04.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.04.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 45 Thatcher ýjar að kosn- ingum á Bretiandi London, Reuter. MARGARET Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, sagði á fimmtudag að kjósendum myndi brátt gefast tækifæri til að tjá sig um viðleitni stjórnarinnar til að vinna bug á atvinnuleysi i landinu. Stjómmálaskýrendur telja líklegt að Thatcher boði til kosninga 18. júní næstkomandi en þá er von á tölum um fjölda atvinnulausra á Bretlandi. Búist er við að tala þeirra verði þá komin niður fyrir þijár milljónir og væri það verulegur sig- ur fyrir stjóm íhaldsflokksins. Kjörtímabili Margaret Thatcher lýkur hins vegar ekki fyrr en í júní á næsta ári en fullvíst er talið að hún boði til kosninga á næstu mán- uðum. Vinni íhaldsflokkurinn sigur í þeim kosningum mun Thatcher verða forsætisráðherra þriðja kjörtímabilið í röð en það hefur aldr- | Gengi | gjaldmiðla STERLINGSPUNDIÐ kostaði 1,6465 dollara í London á hádegi í gær. Dollarinn féll enn og hefur verðgildi hans gagnvart jeninu ekki verið lægra frá lokum síðari heims- styrjaldarinnar. Verð á gulli og silfri hefur ekki verið hærra í fjögur ár. Gengi helstu gjaldmiðla var á þann veg að dollarinn kostaði: 1,3310 kanadíska dollara, 1,7955, vestur-þýsk mörk, 2,0260 hollensk gyllini, 1,4650 svissneska franka, 37,19 belgíska franka, 5,9825 franska franka, 1.280 ítalskar límr, 139,70 jen, 6,2550 sænskar krónur, 6,6850 norskar krónur, 6,7730 danskar krónur. Gullúnsan kostaði 461,25 dollara. ei áður gerst í sögu breskra stjóm- mála. Nýjustu skoðanakannanir sýna að Ihaldsflokkurinn hefur mikið forskot á stjómarandstöðuflokk- ana. Samkvæmt könnun sem birt Suður-Afríka: Jóhannesarborg’, Reuter. STJÓRNVÖLD í Suður-Afríku halda 1.484 börnum og ungling- um í fangelsum landsins án þess að réttað hafi verið í málum þeirra. Háttsettur yfirmaður í suður-afrfsku lögreglunni skýrði frá þessu í gær. Tala þessi er mun hærri en hing- að til hefur verið álitið. Alls hafa 4.244 verið handteknir frá því að neyðarástandslög gengu í gildi í landinu í júní á síðasta ári. 1.484 böm og unglingar á aldrinum 12 til 18 ára sitja í fangelsi án þess að hafa verið dregin fyrir rétt. Öll eru bömin blökkumenn. Hæstiréttur Suður-Afríku úr- skurðaði í gær að ákvæði neyðar- ástandslaga sem meina fréttamönn- um að skýra frá pólitískri ólgu í landinu fengju ekki staðist fyrir lögum. Fréttamönnum er einungis heimilt að senda ritskoðaðar fréttir út úr landinu. Úrskurður dómstóls- ins kemur til með að skerða vem- lega völd lögreglunnar í landinu og sögðu lögfræðingar og talsmenn mannréttindasamtaka að þetta væri mikill sigur fyrir þá sem beijast fyrir afnámi kynþáttaaðskilnaðar- stefnunnar í landinu. Talsmaður stjómarinnar sagði að þess yrði freistað að fá úrskurðinum hnekkt. Skýrt var frá því í gær að lög- reglumenn hefðu fellt þijá blökku- menn í borginni Durban og að einn var á miðvikudag nýtur íhaldsflokk- urinn 15 prósenta meira fylgis en Verkamannaflokkurinn. Yrðu nið- urstöður kosninganna í samræmi við þetta fengi flokkur Thatcher 140 sæta meirihluta á þingi. Reuter William Modibehdi er 11 ára gamall og er hann einna yngstur þeirra barna sem fangelsuð hafa verið i Suður-Afríku án þess að þau hafi verið dregin fyrir rétt. Honum var sleppt i desember á síðasta ári. maður hefði látið lífið í innbyrðis átökum blökkumanna í Soweto, skammt frá Jóhannesarborg. Að minnsta kosti 14 manns hafa látið í átökum í Suður-Afríku í þessari viku og er stjómmálaólgan rakin til kosninga sem verða í næsta mánuði þar sem einungis hvítir menn hafa kosningarétt. 1.400 böm og ungl- ingar í fangelsum Reuter Assad íMoskvu Hafez al-Assad, Sýrlandsforseti, er nú staddur í Moskvu til viðræðna við Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna, og munu umræður þeirra einkum snúast um þátttöku Sovétmanna í hugsanlegri ráð- stefnu um frið í MiðausturlöndUm. Auk þess verður rætt um samstarf þjóðanna í hermálum en Sýrlendingar em helstu bandamenn Sovét- stjómarinnar í þessum heimshluta. Pólland: Lögregla handtek- ur 20 andófsmenn Varsjá, Reuter. LÖGREGLUMENN handtóku um 20 pólska andófsmenn í gær til að koma í veg fyrir alþjóðlega friðarráðstefnu sem fólkið hyggst gangast fyrir í næsta mánuði. Eftir að hafa handtekið andófs- mennina leituðu lögreglumenn í íbúðum þeirra og gerðu upptæk skjöl varðandi ráðstefnuna. Fjórir óeinkennisklæddir lögreglumenn handtóku Jacek Czaputowicz, sem er helsti talsmaður friðarhreyfingar sem nefnist „Frelsi og friður. „Handtökurnar vom framkvæmdar vegna ráðstefnunnar en friðar- sinnar frá Evrópu og Bandaríkjun- um munu sækja hana,“ sagði einn skipuleggjandanna í viðtali við Re- uters-fréttastofuna. „Handtökur sem þessar ganga í berhögg við yfirlýsta stefnu Mikhails Gorbachev Sovétleiðtoga," sagði talsmaður samtakanna „Frelsi og friður". Ráðstefnan verður haldin í fimm kirkjum í Varsjá dagana 5. til 7. maí. Henni mun ljúka með athöfn við gröf andófsmannsins Otto Schi- mek. Flokkur Græningja í Vestur- Þýskalandi mun senda fulltrúa á ráðstefnuna auk þess sem danskir þingmenn hyggjast sækja hana. Auk þeirra munu fulltrúar hinna ýmsu friðarhreyfinga í Evrópu og Bandaríkjunum sitja ráðstefnuna. ERLENT Fangakaupm að austan Catherine Field, The Observer. í annað skiptið á hálfum mánuði keyptu Vestur þjóðveijar þéttset- inn langferðabíl af pólitískum föngum frá Austur Þýzkalandi fyrir stuttu. Samningarnir um skipti á þessum mönnum fyrir greiðslu í vestrænum gjaldeyri komust til framkvæmda nokkrtun klukkustundum eftir gagnkvæm skipti Austur og Vestur Þjóð- veija á njósnurum á landamærunum í Berlín miðvikudaginn 1. apríl. Berlínarmúrinn;pólitískum föngum sleppt vestur yfir gegn greiðslu í vestrænum gjaldeyri. Strax og stór-njósnaranum Luthar Erwin Lutze, sem hafði komið hundruðum leynilegra hemaðarskjala í hendur Austur Þjóðverja á áttunda áratugnum, hafði verið skilað austur yfir landamærin kom langferðabifreið akandi vestur yfir þéttsetin átt- atíu pólitískum föngum. Þetta var sami ljöldi fanga og yfirvöld í Bonn höfðu keypt lausa viku fyrr. Svo til allir höfðu setið í fangelsum fyrir glæpi á borð við ólögleg samskipti við vestræna aðila, tilraunir til að flýja úr landi eða fyrir að neita að gegna her- þjónustu. Fangakaup hófust árið 1963, og frá árinu 1971 hafa yfirvöld í Bonn varið rúmlega þremur millj- örðum marka (um 65 milljörðum króna) til að kaupa lausa „sam- landa“ sína að austan. Oftast nægir að bjóða greiðslur í vestrænum gjaldeyri til að tryggja pólitískum föngum frelsi. En í einu tilviki hafa hvorki tilboð um skipti á njósnurum, peninga- greiðslur né samningatilraunir borið árangur. Þrátt fyrir bætt samskipti ríkjanna hefur Vestur Þjóðverjum ekki tekizt að fá leystan úr haldi 51 árs lækni, sem er alvarlega sjúkur og hefur frá miðju ári 1979 verið haldið í einangrun í fangelsi í Austur Berlín. Saga Christu-Karinar Schum- ann er dapurleg. Hún var lífsglöð kona í fullu starfí, en síðustu mánuðina sem hún naut frelsis stóð hún í ástarsambandi við einn mikilvægasta njósnara Vestur Þjóðveija í Austur Þýzkalandi. Hún var starfandi háls- nef- og eymalæknir við sjúkrahús í Austur Berlín, og snemma árs 1979 hitti hún og varð ástfangin af Winifred Baumann aðmírál. Vegna tengsla hans við leyniþjón- ustu hersins og fjölskyldutengsla hennar í Vestur Þýzkalandi var þeim bannað að búa saman. Ákváðu þau þá að flytjast vestur yfír ásamt tveimur sonum Christu-Karinar, sem þá voru 9 og 11 ára. Svo virðist sem Christa-Karin hafi þá enn ekki vitað að Bau- mann hafði um margra ára skeið verið að koma upplýsingum um herstyrk Austur Þjóðveija og Varsjárbandalagsins, starfsemi austurþýzku leyniþjónustunnar og háttsettra opinberra starfsmanna til vesturþýzku leyniþjónustunnar - BND. Baumann samdi um það við BND að verða fluttur ásamt Schumann fjölskyldunni vestur yfir gegn því að hann gæfi ítar- lega skýrslu við komuna. Daginn áður en átti að hjálpa þeim vestur yfir voru þau handtekin. Hart var tekið á máli Christu- Karinar og öðrum til viðvörunar var hún dæmd til 15 ára fangelsis- vistar fyrir „tilraun til að flýja land“. Baumann var leiddur fyrir herrétt, dæmdur til dauða og skot- inn. Ekki er ljóst hvemig upp komst um „rauða aðmírálinn". Grunur leikur á að einhver starfsmaður BND á mála hjá Austur Berlín hafi komið upp um hann, eða þá að Baumann hafi sjálfUr með hegðan sinni vakið grunsemdir hjá eigin leyniþjónustu. Á sex til átta vikna fresti má Christa-Karin fá einhvem að- standenda sinna í heimsókn, og stendur heimsóknin þá í eina klukkustund, en á tíu daga fresti má hún senda fjölskyldu sinni í Dresden ritskoðað bréf. Hún fær litla eða enga læknis- hjálp við alvarlegum blóðrásar og hjartaveilum. Samkvæmt upplýs- ingum sem borizt hafa vestur yfír landamærin er heilsa hennar orðin svo slæm að hendur hennar hafa blánað. Bróðir hennar, búsettur í Vest- ur Þýzkatandi, hefur barizt fyrir að fá hana leysta úr haldi, en nýleg áskomn hans og 163 lækna til mannréttindaráðsins í Genf bar engan árangur. Ruth Thomitzek, mágkona Christu-Karinar, hefur haldið uppi mótmælum við „Checkpoint Charlie" hliðið í Berlín frá því í nóvember 1985. Sagt er að austurþýzk yfírvöld hafi harðneitað að láta Christu- Karinu lausa eða að skipta á henni og einhveijum sem er í haldi fyr- ir vestan þótt ekki sé ljóst hvað, ef eitthvað, hún hafí vitað um njósnir aðmírálsins. Nú, þegar Lutze er kominn austur yfir og sagt er að Margar- ete Holke, sem stundaði njósnir fyrir Austur Þjóðveija í skrifstofu forseta Vestur Þýzkalands, vilji dveljast áfram fyrir vestan, eru horfumar ekki góðar fyrir Christu-Karinu. En fjölskylda hennar heldur baráttunni áfram á Vesturlönd- um, og fyrirhugað er að leita aðstoðar hjá Elisabetu drottningu, prinsinum og prinsessunni af Wales og Mitterrand Frakklands- forseta (sem öll heimsækja Berlín á þessu ári) við að fá Christu- Karinu leysta úr haldi áður en hún lætur Hfið vegna skorts á læknis- hjálp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.