Morgunblaðið - 25.04.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.04.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 27 Menntun í ferðaþjónustu eftirFriðrik Haraldsson Ferðaþjónustan hérlendis er orðinn veigamikill þáttur í atvinn- ulífi þjóðarinnar, hefur þegar skipað sér í sess meðal þýðingar- mestu útflutningsatvinnuveganna, og á ennþá eftir að vaxa fiskur um hrygg. Þrátt fyrir mikilvægið, hefur þessi atvinnugrein verið, og er ennþá, olnbogabam að mestu leyti. I því tilefni má nefna, að einungis tvær greinar ferðaþjón- ustunnar njóta einhvers skipulegs undirbúnings og menntunar, þ.e. leiðsögumenn og matreiðslu- og framreiðslufólk. Það er því fagnaðarefni, að Gunnar G. Schram, alþingismað- ur, hefur fylgt í höfn þingsálykt- unartillögu um kennslu í ferðamálum áður en þingi var slit- ið nú í vetur. Gunnar ritaði um þessi efni í Morgunblaðið, nú síðast 2. apríl sl., og reifaði nauð- syn þess, að verkin þyrftu að fylgja. I nefndri grein hans kemur fram, að hann hafi ekki talið ástæðu til að tilgreina lengd náms, og hvar það skuli fara fram í skóla- kerfínu en sér samt ástæðu til að álykta, að það eigi ekki heima á háskólastigi. Þess má geta að af- föll í Leiðsöguskola Ferðamálaráðs Islands eru alltaf mikil, m.a. vegna þess, að fólk hefur ónóga undir- búningsmenntun og a.m.k. 60% af félögum í Félagi leiðsögumanna hafa minnst 3 ára háskólanám að baki. Nú um eins árs skeið hefur starfað nefnd á vegum mennta- málaráðuneytisins til að undirbúa stofnun ferðamálaskóla, þar sem skólamenn og leikmenn í ferða- þjónustu hafa lagzt á eitt til að finna æskilegustu lausnina. Þar hafa fulltrúar leiðsögumanna fært fullgild rök fyrir því, að menntun þeirra sé og þurfí að vera svo víðfeðm, að engin leið sé til að henni verði lokið í ijölbrauta- eða menntaskólum, auk þess, að ungt fólk, sem útskrifast þaðan hafí ekki þann aldur, þroska og þekk- ingu til að bera til að takast á við þetta veigamikla starf. Víða um lönd fá leiðsögumenn ekki að yrða á ferðamenn fyrr en að loknu allt að 4 ára háskóla- námi. Þar skilja stjómvöld og forsvarsmenn ferðamála hve áríð- andi þáttur þessarar stéttar er í öflun gjaldeyristekna og hve þessi hluti ferðaþjónustunnar er mikils- verður þáttur í landkynningunni. í þessum sömu löndum er stétt leiðsögumanna líka lögvemduð og þess stranglega gætt, að engir viðvaningar stefni ferðaþjón- ustunni í hættu. Hérlendis em alltaf nokkur brögð að því, að aðskotafólki sé falin fararstjóm og leiðsaga er- lendra ferðamanna og því miður oftast með slæmum árangri, stundum með hörmulegum afleið- ingum. Fyrir nokkmm ámm gerðu Kópavogskaupstaður og mennta- Leiðrétting EITT orð misritaðist í grein Ragnhildar Helgadóttur, heil- brigðisráðherra, í Morgunblað- inu á finuntudaginn og brenglaði merkingu efnislega. Orðið „lágmark“ stóð þar sem átti að standa „lágmarkslaun." Rétt hljóðar málsgreinin, þar sem villan var, svo: „Við teljum eðlilegt að elli- og örorkulífeyrir ásamt tekjutryggingu og heimilis- uppbót hækki í lágmarkslaun." Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. „Hérlendis eru alltaf nokkur brögð að því, að aðskotafólki sé falin fararstjórn og leiðsaga erlendra ferðamanna og því miður oftast með slæmum árangri, stund- um með hörmulegum afleiðingum.“ málaráðuneytið með sér samning um byggingu og rekstur ferða- málaskóla í bænum, en fátt hefur gerzt í þeim efnum. Þessi samn- ingur, líkt og lög um opinber fjárframlög, er úr mjög teygjan- legu efni. Orð eru til alls fyrst, en er ekki búið að tala nóg? Gildandi reglur Samkvæmt lögum og reglu- gerðum um ferðamál á Ferðamála- ráð meðal annars að annast rekstur leiðsöguskóla og gæta Friðrik Haraldsson þess, að innlendir leiðsögumenn með réttindi séu í fylgd með er- lendum hópum eða veita hæfum einstaklingum atvinnuleyfí til slíkra starfa með venjulegum fyr- irvörum. Hinu fyrmefnda hefur verið sinnt að meðaltali annað hvert ár frá 1977 en sú rökstudda tilfinning hefur læðzt að fólki, að Ferðamálaráð vilji eindregið losna undan þeim krossi. Ekki vegna þess, að skólinn sé of dýr í rekstri, heldur fremur vegna áhugaleysis. Nemendur í Leiðsöguskólanum hafa sjálfir greitt a.m.k. helming kostnaðar með skólagjöldum til þessa og nú í vetur allan kostnað- inn. Hvar gerist svona lagað annars staðar í skólakerfinu? Hvemig er staðið að menntun fólks í öðmm undirstöðuatvinnu- vegum þjóðarinnar? Sums staðar er fólk á launum við að læra. Þáttur ferðamála- samtaka Fyrir nokkmm ámm hóf Ferða- málaráð herferð fyrir stofnun ferðamálafélaga og samtaka um land allt. Þetta tókst mæta vel og varð aflvaki þeirra breytinga, sem við höfum séð og munum sjá í bættum skilyrðum til móttöku ferðamanna. Meðal þess fyrsta, sem mörg þessara félaga og sam- taka komust að niðurstöðu um, var, að nauðsynlegt væri að mennta staðarleiðsögumenn. Mætir skólamenn vom fengnir til að ýta þessari hugmynd af stokk- unum og þetta skyldi gert á örsköi.imum tíma og án alls samr- áðs við Ferðamálaráð, Leiðsögu- skólann og Félag leiðsögumanna. Sem betur fer tókst hér um bil að sannfæra viðkomandi um fá- nýti slíkra vinnubragða og betra væri að byggja á fenginni reynslu. Samt sem áður kom í Jjós, að árangur af þeim tveimur nám- skeiðum, sem haldin hafa verið, var alls ekki ákjósanlegur. Á þessu stigi málsins er full ástæða til að benda á, að til er reglugerð um menntun leiðsögu- manna og Leiðsöguskólinn hefur einn rétt til að útskrifa þá. Marg- ir skólar á landsbyggðinni hafa áhuga á opnun ferðamálabrautar, núna síðast Menntaskólinn á Eg- ilsstöðum og Reykholtsskóli. Það er ekki gott að rasa um ráð fram á þessu sviði, heldur að fara eftir gildandi reglum og leggja hönd á plóginn við vandaðan undirbúning staðlaðrar námskrár og náms- gagna fyrir slíkar brautir og Ferðamálaskóla framtíðarinnar. Höfundur er formaður Félags leiðsögumanna. Stóíiniesjametm Ellert Eiríksson, sveitarstjóri, er í framboði til Alþingis. Hann er Suðurnesjamaður og gjörkunnugur málefnum kjördæmisins. í störfum sínum hefur hann sýnt og sannað að þar fer ábyrgur maður og með kjöri hans tryggjum við okkur traustan og góðan fulltrúa á þing. Við undirritaðir kjósendur Sjálfstæðisflokksins beinum því til allra Suðurnesjamanna að þeir veiti Ellert brautargengi í kosningunum. Ellert er í 4. sæti D-listans, sem er baráttusæti okkar Suðurnesjamanna. Stöndum saman um kosningu Ellerts Eiríkssonar og kjósum D-listann. Tómas Tómasson, Keflavík Svanlaug Jónsdóttir, Keflavík Finnbogi Björnsson, Garði Dagný H. Hildisdóttir, Garði Sæmundur Þórðarson, Vognm Særún Karlsdóttir, Vogum Áki Granz, Njarðvík Margrét Sanders, Njarðvík Eiríkur Tómasson, Grindavik Agústa Gísladóttir, Grindavík Björgvin Lúthersson, Höfnum Alma Jónsdóttir, Sandgerði Jón Erlingsson, Sandgerði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.