Morgunblaðið - 25.04.1987, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987
Níðskrifum bæjarsljór-
ans í Hafnarfirði svarað
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði reynir að fela óstjórn
sína með rakalausum árásum á pólitíska andstæðinga Jr'
Jóhann G. Bergþórsson
„Þrátt fyrir það hefur
bæjarstjóri, „fulltrúi
hins nýja ábyrga afls“
eins og- hann kýs að lýsa
sjálfum sér, ekki getað
staðið í skilum með
greiðslur á víxlum sem
Hafnarfj arðarhöf n
hafði samþykkt til Hag-
virkis sem greiðslur
upp í byggingarkostn-
aðinn. Sl. miðvikudag
voru tæpar 6 milljónir
komnar í vanskil. Sýnir
það ljóslega hversu
horfir með fjármála-
stjórn bæjarins undir
stjórn bæjarstjóra,
þetta eru þó engan veg-
inn einu vanskil bæjar-
ins.
hefðu unnið frábært starf við bygg-
ingu hússins á mettíma frá í janúar,
sættu sig ekki við að vera reknir
út úr húsinu. Þeir vildu vinna verk-
ið og eftirlitsmaður gæti ákveðið
einhliða verð fyrir það, næðist ekki
samkomulag um verð, sem ekkert
hefði á reynt.
Til þess að gera bæjarstjóra ljóst
hversu vel hefði verið unnið að
byggingu hússins var strax eftir
páska afhent bréf sem tíundaði þá
fresti sem verktaki ætti rétt á vegna
verkfalla og aukaverka, en það er
til 5. maí nk.
Húsið er tilbúið til afhendingar
í dag, 24. apríl.
Samþykkt endurskoðuð verk-
áætlun gerði ráð fyrir 25. apríl.
Þrátt fyrir að bæjarstjóra væri
kunnugt um þessa afstöðu Hagvirk-
is, þvingar hann með röngum
upplýsingum fram samþykkt í hafn-
arstjóm á tilboðinu, sem Hrafnkell
Ásgeirsson hafði gerst málsvari
fyrir. Þar með var bæjarstjóri búinn
að koma málinu í illleysanlegan
hnút með vinnubrögðum sínum.
Agreiningur um lausn
Rétt er að það komi fram, að
innan hafnarstjómar og víðar er
ágreiningur um hvemig staðið skuli
að því að koma upp aðstöðu fyrir
skrifstofur og fleira fyrir fískmark-
aðinn.
Ég og fleiri hafa viljað koma
þessari aðstöðu upp í litlu timbur-
húsi, sem sett yrði upp utan við
húsið.
Hrafnkell Ásgeirsson varafor-
maður hafnarstjómar hefur hins
vegar viljað byggja sérstakt hús
inni í hinu nýja fískmarkaðshúsi
yfír þessa starfsemi.
Að sjálfsögðu hefur Guðmundur
Ámi fylgt skoðunum Hrafnkels í
blindni í þessu máli. Því er nú kom-
ið sem komið er.
í kostnaðinn horfa kratamir aldr-
ei, þegar bæjarsjóður borgar. Sem
betur fer hefur nú bæjarráð gripið
inn í þetta mál og tekið fram fyrir
hendumar á bæjarstjóra. Á fundi
sínum síðastliðinn miðvikudag sam-
þykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra
að vinna að því, að margumræddri
skrifstofuaðstöðu fískmarkaðarins
skuli komið upp í húsnæði utan
hins nýja húss, en ekki byggt sér-
stakt hús inni í fískmarkaðshúsinu.
Bæjarstjóri var hins vegar ekkert
farinn að gera í málinu, seinast
þegar ég vissi, en Hrafnkell var enn
að beijast fyrir því innan hafnar-
stjómar að nýtt hús yrði byggt inni
í fiskmarkaðshúsinu.
eftirJóhann G.
Bergþórsson
Guðmundur Ámi Stefánsson
bæjarstjóri og bæjarfulltrúi Al-
þýðuflokksins birtir á sumardaginn
fyrsta óvenju rætna grein í Al-
þýðublaði Hafnarfjarðar, þar sem
hann ræðst á undirritaðan af sínu
alkunna offorsi. Það vekur athygli,
að þessi árás bæjarstjórans birtist
tveimur dögum fyrir kosningar.
Segir það að sjálfsögðu sína sögu
um tilgang bæjarstjórans.
Meginárásarefni Guðmundar
Áma á mig em þau, að ég hafi
tekið hagsmuni Hagvirkis umfram
bæjarhagsmuni. Nefnir hann þar
sem dæmi afstöðu mína til ný-
gerðra kjarasamninga bæjarins við
starfsmenn sína og byggingu Hag-
virkis á húsi fyrir fiskmarkað í
Hafnarfírði.
í báðum tilfellum úir og grúir
af rangfærslum hjá bæjarstjóranum
og enn víðar er viðamiklum stað-
reyndum sleppt og aðrar rangtúlk-
aðar. Kemur það engum á óvart
sem fylgst hafa með störfum og
málflutningi Guðmundar Áma það
tæpa ár, sem hann hefur gegnt
störfum bæjarstjóra, að málflutn-
ingur hans sé með þessum hætti.
Fyrir hina sem ekki þekkja til mála-
vaxta þykir mér rétt að skýra nánar
frá staðreyndum þessara tveggja
mála, sem bæjarstjóri reynir að
nota til árása á mig nú rétt fyrir
kosningar. Skal fyrst vikið að samn-
ingum við bæjarstarfsmenn.
Bæjarstjórinn skildi
ekki samningana
Þegar bæjarstjóri kynnti samn-
ingana við bæjarstarfsmenn í
bæjarstjóm kom meðal annars
fram, að hann gat ekki gert grein
fyrir hversu miklar kjarahækkanir
væru í raun, hvorki í prósentuhækk-
unum beint, krónutölum á árs-
gmndvelli fyrir bæjarsjóð né hvaða
munur var á samningunum og ný-
gerðum almennum kjarasamning-
um.
í umræðum var honum bent á,
að áhrif þessara samninga gætu
verið víðtæk, gætu haft víxlverkan-
ir m.a. vegna uppsagnarákvæða og
haft í för með sér mun meiri hækk-
anir en sem næmi beinum hækkun-
um samningana, vegna þess, að
aðkeypt vinna og þjónusta myndi
hækka að sama skapi, ef aðrir hlið-
stæðir samningar fylgdu á eftir.
Við umræður um málið í bæjar-
stjóm tók bæjarstjóri af sinni
alkunnu háttvísi að dylgja með þau
áhrif, sem kjarasamningur bæjarins
kynni að hafa á laun starfsmanna
Hagvirkis.
Eru það orðin þekkt vinnubrögð
hjá bæjarstjóranum, að slá þannig
út í aðra sálma, til að breiða yfír
rökþrot sitt í umræðum.
Ég svaraði bæjarstjóranum því
að allar víxlhækkanir kaupgjalds
og verðlags hefðu áhrif á kaup-
greiðslur annarra fyrirtækja og þár
á meðal að sjálfsögðu Hagvirkis
líka.
Slíkar hækkanir umfram þann
ramma, sem samið var um í desem-
ber, væru hins vegar aðeins til þess
að kynda undir verðbólgunni og
eyðileggja langþráðan stöðugleika
efnahagslífsins. Guðmundur Ámi
er einkennilega gleyminn á að hon-
um er falin umsjá bæjarsjóðs, hann
skal gæta hagsmuna bæjarins í
hvívetna og allra bæjarbúa, líka í
samningum við starfsmenn bæjar-
ins.
Til samningsgerðarinnar leitaði
hann engra ráða hjá mönnum er
til samningsgerðar þekkja, enda
þótt hann augljóslega skildi þá ekki
sjálfur.
Það vakti athygli, að Guðmundur
Ámi kynnti samningana sem „bú-
bót“ til starfsmanna, en hirti ekki
um áhrif á stöðu bæjarsjóðs, þótt
ekki sé hún beysin eins og vikið
mun að hér á eftir.
Hér vom meintir kosningahags-
munir Alþýðuflokksins settir ofar
hagsmunum bæjarins.
Fiskmarkaðurinn
Síðara dæmið sem Guðmundur
Ámi velur til árása á mig snýr að
Fiskmarkaðnum væntanlega.
Hagvirki var lægstbjóðandi í
byggingu húss fyrir markaðinn. í
lok nóvember sl. undirritaði fyrir-
tækið síðan verksamning um smíði
hússins. Framkvæmdir hafa gengið
mjög vel og er þeim nú um það bil
að ljúka. Allir venjulegir menn
hefðu þakkað verktakanum góðan
gang verksins, en Guðmundur Ámi
virðist augljóslega ekki sú mann-
gerð, sem metur það sem vel er
gert. Þvert á móti stofnar hann nú
til deilna í verklok, þar sem hann
reynir án opins útboðs að koma
aukaverkum við fískmarkaðshúsið
í hendur utanbæjaraðila. Nýtur
hann þar dyggilegs stuðnings vara-
formanns hafnarstjómar, Hrafn-
kels Ásgeirssonar.
Af þessu tilefni verður ekki hjá
því komist, að rifja lítillega upp
sögu fískmarkaðarins til þess að
mönnum verði ljóst hversu ranglega
bæjarstjóri kýs að skýra frá mála-
vöxtum.
í útboði þar sem hver og einn
verktaki hannaði húsið sjálfur var
Hagvirki hf. hlutskarpast og bauð
mjög hagstætt verð í byggingu
hússins. Hafnarsjóður og bæjar-
sjóður vom í vandræðum með
íjármögnun framkvæmdanna,
þannig að þess var farið á leit við
Hagvirki hf. að það tæki Melabraut
18, 1.800 fermetra hús, upp í Fisk-
markaðshúsið sem er 4.000 fer-
metrar. Eftir nokkrar umræður og
vegna áhuga forsvarsmanna Hag-
virkis á að hugmyndin um að
fískmarkaður yrði að vemleika náð-
ist samkomulag og gerður var
samningur með hagstæðum
greiðsluskilmálum fyrir bæinn.
Bæjarsjóður í
millj ónavanskilum
Ljóst er að Hagvirki hefur vem-
lega aðstoðað bæjarsjóð við fjár-
mögnun byggingar fískmarkaðar,
auk þess að bjóða lægst. Þrátt fyr-
ir það hefur bæjarstjóri, „fulltrúi
hins nýja ábyrga afls“ eins og hann
kýs að lýsa sjálfum sér, ekki getað
staðið í skilum með greiðslur á
víxlum sem Hafnarfjarðarhöfn
hafði samþykkt til Hagvirkis sem
greiðslur upp í byggingarkostnað-
inn. Sl. miðvikudag vom tæpar 6
milljónir komnar í vanskil. Sýnir
það ljóslega hversu horfír með fjár-
málastjóm bæjarins undir stjóm
bæjarstjóra, þetta em þó engan
veginn einu vanskil bæjarins. T.d.
má geta þess, að bæjarsjóður hefur
stöðugt verið stórlega yfírdreginn
frá því mánuði eftir að vinstri menn
tóku við stjóminni í fyrravor.
Deilur um aukaverk
í samningunum um fískmarkað-
inn em ákvæði um aukaverk, sem
hljóða svo:
„Verktaki skal vinna þau auka-
verk sem eftirlitsmaður biður um,
semja skal um verð fyrir siík auka-
verk áður en þau em framkvæmd.
Náist ekki samkomulag um slík
aukaverk ákveður eftirlitsmaður
einhliða verð fyrir þau og getur
verktaki áfrýjað ákvörðunum eftir-
litsmanns til gerðardóms skv. 10.
grein þessa samnings".
Fjöldi aukaverka hefur verið unn-
inn eða er verið að vinna, m.a.
starfsmannaaðstaða í vesturenda
hússins, enda þótt ekki sé búið að
ganga endanlega frá verði. Ljóst
hefur verið frá því í des. sl. að Fisk-
markaðurinn hf. myndi þurfa
einhveija skrifstofuaðstöðu o.fl. í
eða við húsið. Hefur ítrekað verið
bent á nauðsyn þess, að ákvörðun
um slíkt yrði að hraða til þess að
ekki ylli töfum á opnun markaðar-
ins. Hefur um það verið bókað í
verkfundargerðum. Þrátt fyrir það
er það fyrst 1. apríl, að beiðni frá
bæjarstjóra berst um óformlegt
tilboð í slíka aðstöðu. Ný lýsing
með viðaukasetningum berst hinn
6. apríl. Tilboð Hagvirkis er afhent
bæjarstjóm hinn 9. apríl. Er það í
vandaða aðstöðu úr holsteini og
múraða f hólf og gólf í samræmi
við notkun inni í röku og óeinangr-
uðu húsi. Bæjarstjóra þótti kostnað-
ur við þessa aðstöðusköpun fyrir
fiskmarkaðinn vera of hár skv. til-
boðinu. Samkvæmt verksamningn-
um gat hann vísað tilboðinu til
úrskurðar eftirlitsmanns bæjarins
eða gerðardóms, en þá leið vildi
hann ekki fara.
Hrafnkell fer á stúfana
Næst gerist það, að varaformað-
ur hafnarstjómar, Hrafnkell Ás-
geirsson, fer á stúfana til mágs síns
og tengdra aðila og fær yfír helgina
unnar teikningar af bámjáms-
klæddu timburhúsi inni í fískmark-
aðnum.
í kjölfarið fylgir svo tilboð, sem
á bak við stendur í raun utan-
bæjarfyrirtæki sem hvergi hafði
áður komið að verkinu.
Öðrum hafnfirskum fyrirtækjum
var hins vegar ekki gefinn neinn
kostur á að gera tilboð.
Tvískinnungur
bæjarstjóra
Tvískinnungur Guðmundar Áma
Stefánssonar í þessu máli átti þó
eftir að koma enn betur í ljós.
Á sama tíma og tæknilegur ráðu-
nautur bæjarins með byggingu
fískmarkaðarins er að afhenda
tæknifræðingi Hagvirkis magnskrá
yfír aðstöðu úr timbri til þess að
gera tilboð í hringir bæjarstjóri í
mig og segist vera með lægra tilboð
í aðstöðuna.
Krafðist hann þess, að Hagvirki
fengi byggingameistara hússins
tafarlaust til þess að heimila öðrum
aðilum að he§a störf inni í húsinu
áður en afhending færi fram og
skrifa sig jafnframt frá verkinu.
Að bíða eftir því að Hagvirki
skilaði tilboði í það verk, sem trún-
aðarmaður bæjarins hafði á svipaðri
stundu verið að óska eftir tilboði í
frá Hagvirki, kom ekki til greina
af hálfu bæjarstjóra. Ég tjáði bæj-
arstjóra að ég vildi ráðfæra mig við
starfsmenn mína, áður en ég svar-
aði kröfúm hans. Þeir upplýstu mig
um að þeim hefði verið falið að
gera tilboð í breytta útfærslu. Þeir
vísuðu til ákvæða samningsins og
töldu að þeir ættu að vinna verkið
og að meistarar og starfsmenn, sem
Lokaorð
Hagvirki er í dag langstærsta
verktakafyrirtæki landsins. Það
veitir hundruðum manna atvinnu,
þar á meðal ijölmörgum Hafnfirð-
ingum. Fyrirtækið er ekki þekkt
af því að gera illa við starfsfólk
sitt nema síður sé. Það ágæta
starfsfólk, sem hjá Hagvirki vinnur,
er órækasta sönnunin fyrir því.
Það níð og sá óhróður, sem Guð-
mundur Ámi Stefánsson hefur nú
gripið til að bera út um Hagvirki
og mig persónulega, lýsir honum
og hans hugarástandi miklu fremur
en þeim, sem hann ætlar að reyna
að ófrægja.
Það er líklega til allt of mikils
mælst af Guðmundi Áma að hann
skilji mikilvægi þess fyrir hvert
bæjarfélag, að þar séu góð og vel
rekin atvinnufyrirtæki.
Fyrir honum virðist pólitískur
sandkassaleikur skipta mestu máli.
Á meðan hann var í minnihluta í
bæjarstjóm gerði þetta ekki svo
mikið til, en nú eftir að hann er
orðinn bæjarstjóri ætti hann að
reyna að koma sér upp úr sand-
kassanum.
Vafalítið hefur Guðmundur Ámi
ætlað að liðsinna Alþýðuflokknum
með þessum níðskriftim sínum um
mig.
Aumur er sá málstaður, sem tel-
ur sig þurfa á slíkum skrifum að
halda sér til framdráttar.
Hvers mega menn vænta, ef
slíkir spekingar komast f ríkisstjóm.
Höfundur er forstjórí Hagvirkis
hf. ogbæjarfulltrúi Sjálfstœðis-
fiokksins í Hafnarfirði.
IONAOaRBANIU ÍSLANDS HF UA31 TILKYNNINO
GRENSASÚTIBU HAALEITISBR. SS-60.K. UH VANSKIL
VIXLAR - S1H1 tí2 756 DÁJJS. 31.03.B7
1.600.0U0.U0
37.5UU.0U
2AU.U0
1.537.740,00
EF PáR HAHO
ÞEGAK GREm
VINSAHLEGAST
EYOILEGGIO
TILKYNNINGUNA
HAFNARFJAROARHÖFN 35U3-35U5 GREIOANOI
HAGVIKKI HF 3525-1308 UTGEFANOI
ALHENNak TRYGGINGAK HF 0267-3363 AÖEKINGUK
OFANGKEINDUR VlAlLL ER ENN 1 VANSKILUH. HÉ.K HEO ER
SKUKAO « YOUR AO GKEIOA HANN NU ÞEGAK ASAHl KUSTNAOl.
vinsamlegast hafio aour senuan gkeiosluseoil HEOFEKOIS
ÞEGAK GREITT ER. - ÞETTa EK LUKAAOVöKUN.
Ein tilkynninganna um vanskil bæjarsjóðs vegna greiðslu á víxlum
þeim sem samþykktir voru sem greiðslur upp í byggingaframkvæmd-
ir við Fiskmarkaðshúsið. Vanskil skipta nú milljónum.
GJALDD.
VIXILNK•
15.03.87
70-U30083
HAGVIRKI HF
SKUTAHRAUN 2
I!..
2 2U HAFNAKFJOftOUR---
VIXILUPKHAO
DKAlTARVEXUR
KUSTNAÐUK
--— SA/JITaLS
.,