Morgunblaðið - 25.04.1987, Blaðsíða 50
VRGI jÍJjqA ?.S 3RTJOÁG5TAOIJAJ íTJ<?AvIírt4TT05JCVM
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987
Kosningarnar
Um 26.000 nýjir kjósendur
Fyrstu atkvæðatölur birtar
á tólfta tímanum í kvöld
UM 26.000 íslendingar eiga í dag
rétt til að greiða atkvæði í kosn-
ingum til Alþingis fyrsta sinni.
Alþingi lækkaði lágmarksaldur
kjósenda úr 20 árum í 18 ár með
lögum árið 1984 og bætast þvi
sex árgangar, á aldrinum 18-23
ára við kjörskrána. Lögum sam-
kvæmt eiga kjördeildir í kaup-
stöðum að opna ekki síðar en kl.
10.00. en kl. 12.00 á öðrum stöð-
um. I þéttbýli hefst kjörfundur
víðast hvar kl. 9.00 árdegis og
lýkur kl. 23.00. Samkvæmt veð-
urspá verður vott á landinu í
dag, en veður milt og skaplegt
að öðru leiti.
Talning atkvæða hefst fyrir lukt-
um dyrum í fjölmennustu kjördæ:
munum um kvöldmatarleytið. í
Reykjavík ætti að verða hægt að
birta fyrstu tölur á tólfta tímanum
og þá ættu líka að koma tölur úr
Reykjaneskjördæmi og Norðurlandi
vestra. í öðrum kjördæmum eru
aðdrættir kjörgagna erfiðari og
samtöl blaðamanns við formenn
kjörstjóma í gær leiddu í ljós að
hugsanlega gæti dregist fram á
þriðjatímann aðfaranótt sunnudags
að fyrstu tölur liggji fyrir í öllum
kjördæmunum átta.
Á Austurlandi, Vesturlandi, Suð-
urlandi og Norðurlandi eystra
notast kjörstjómir við flugvélar sem
flytja lq'örkassa á Egilsstaði, ísa-
fjörð, Selfoss og Akureyri. Frá
Selfossi ættu fyrstu tölur að berast
fyrir miðnætti, en formenn hinna
kjörstjómanna sögðust ekki geta
lofað fyrstu tölum fyrr en á milli
1.00-2.00 um nóttina gangi allt
eftir áætlun. Þeir sem fróðastir em
telja að nýju kosningalögin valdi
því að ekki verði hægt að spá áreið-
anlega um skiptingu þingsæta fyrr
en búið er að telja umtalsverðan
hluta atkvæða í öllum kjördæmum.
Kjósendum fjölgar
mest í Reykjanesi
Á kjörskrá eru um 171.400
manns, sem eru 14% fleiri en við
Alþingiskosningar árið 1983. Kjós-
endum fjölgar mest í Reykjanes-
kjördæmi. Þar eru 39.200 á
lq'örskrá, 18% fleiri en við síðustu
kósningar.í Reykjavík eru 67.400
manns á kjörskrá, um 14% fleiri en
í síðustu kosningum.
Fjölgun í öðrum kjördæmum er
undir landsmeðaltali, á Austurlandi
eru 9.000 á kjörskrá og fjölgar kjós-
endum um 12%, á Norðurlandi
eystra eru 17.900 á kjörskrá, fjölg-
ar um 11% og á Suðurlandi 13.600,
íjölgar jafn mikið. Á Vesturlandi
eru 10.100 á kjörskrá. Þar er fjölg-
unin um 9% eins og á Norðurlandi
vestra þar sem kjósendur eru 7.300.
Fámennasta kjördæmið eru Vest-
firðir, með 6.800 kjósendur, 6%
fleiri en í síðustu Alþingiskosning-
um. Þessar tölur geta breyst þegar
kjörstjómir hafa lokið við að úr-
skurða um kærur vegna kjörskrár.
Útstrikanir og
breytingar leyfðar
Allir kjósendur geta valið á milli
a.m.k. sjö framboðslista við þessar
kosningar. Flestir listar eru í fram-
boði í Norðurlandi eystra, eða 9
alls. Auk þess að veita ákveðnum
lista atkvæði sitt, er leyfilegt að
breyta röð á framboðslistanum eða
hafna einstökum frambjóðendum
með því að strika nöfn þeirra út.
Vilji kjósandi breyta nafnaröð á
þeim lista er hann kýs setur hann
tölustafinn 1 fyrir framan það nafn
er hann vill hafa efst, töluna 2 fyr-
ir framan þann frambjóðanda er
hann vill hafa annan í röðinni og
svo framvegis. Ef hann hyggst
hafna frambjóðanda á þeim lista
strikar hann yfir nafn hans. Ólafur
Walter Stefánsson skrifstofustjóri
dómsmálaráðuneytisins sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær, að
til þess að hnika manni til á lista
þyrfti um helmingur kjósenda list-
ans að breyta röðun hans. Ekki
má gera önnur merki á kjörseðilinn
en þessi og ef kjósandi haggar við
öðrum listum en þeim sem hann
kýs er seðilinn þar með ógildur.
Rigning sunnanlands
en bjart fyrir norðan
Veðurspáin gerir ráð fyrir vax-
andi sunnanátt og rigningu um
landið vestanvert, en bjart veður
framan af degi á Norðausturlandi
og Austurlandi. Síðdegis þykknar
einnig upp í þeim kjördæmum og
rignir eitthvað í kvöld. Þá tekur við
suðvestanátt með skúrum eða
slydduéljum á vesturlandi.
Sjá veðurkort á bls. 4 og auglýs-
ingu kjörstjórnar í Reykjavík á
bls. 33.
Kosið um
útsvar og
áfengis
verslun
í TVEIMUR bæjarfélögum gefst
kjósendum kostur á að taka þátt
í skoðanakönnun samhliða kosn-
ingu til Alþingis.
Kjósendur á Akranesi verða
spurðir um afstöðu til þess að út-
svarsprósenta hækki um 5% til þess
að standa straum af kostnaði við
byggingu dvalarheimilisins Höfða.
A Seltjamarnesi er spurt um af-
stöðu kjósenda til þess að opnuð
verði áfengisútsala í kaupstaðnum.
Morgunblaðið/Pétur Þorsteinsson
VIÐ KJÖRBORÐIÐ
Jón Björnsson hreppsstjóri Reykholtsdalshrepps fyllir út gögn á eldhússborðinu í Deildartungu vegna utankjörstaðarkosning-
ar Odds Albertssonar fulltrúa úr Reykjavík. A meðan það fer fram, mætti ætla að Oddur og Narfi, sonur Jóns hreppsstjóra,
hefðu eitthvað að segja um alla þessa framboðslista, sem birtir eru I Lögfoirtingarblaðinu.