Morgunblaðið - 25.04.1987, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 25.04.1987, Blaðsíða 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 tióðir leikarar á góðri stund. Hackman sem körfuboltaþjálfarinn og Hopper sem bæjarbyttan i Leikið til sigurs. Liðsandinn í lagi Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson , Leikið til sigurs — Best Shot (Hoosiers) ☆ ☆☆ Leikstjóri: David Anspaugh. Kvikmyndatökustjóri: Fred Murry. Tónlist: Jerry Goldsmith. Framleiðandi: Carter de Haven. Aðalleikendur: Gene Hackman, Dennis Hopper, Barbara Hers- hey. Bandarísk Hemdale/Orion 1986. Þá er okkur boðið uppá enn eina, glænýja mynd að vestan. Hún hefur verið skýrð upp fyrir Evrópumark- aðinn og nefnist nú Best Shot, sem höfðar til meginefnis hennar, sem er körfubolti. I Ameríku gengur hún hinsvegar undir nafninu Hoosiers, ^em hefur þótt heldur framandi fyrir íbúa gamla heimsins. Enda er það hábandarískt og er viðumefni á íbúum Indiana-fylkis, en á þeim slóðum er myndin tekin. En undir þessari nafngift hefur nokkur hróð- ur borist um myndina, m.a. fékk gamla biýnið hann Dennis Hopper tilnefningu til Óskarsverðlaunanna í ár fyrir frammistöðu sína í mynd- inni. Leikið til sigurs fjallar um bar- áttu gamalreynds körfuboltaþjálf- ara við að koma góðu lagi á skólalið í krummaskuði á berangurslegu víðfeðmi Miðríkjanna og endur- heimta jafnframt viðurkenningu í augum fólks. Þama í fámenninu, hvort tveggja, mikill áhugi fyrir íþróttinni og andstaða og fordómar gagnvart ákveðinni og markvissri þjálfun Hackmans. Eftir að hafa borið sigur úr být- um á borgarafundi, þar sem borin var fram vantrauststillaga gegn honum, fer Hackman að ganga flest í haginn og leiðir dvergliðið í glæsi- lega sigurgöngu. Þessi látlausa en vandaða mynd gerir spuminguna um liðsanda að aðalatriði, árangur samvinnu liðs- heildarinnar gerir gæfumuninn. Það em góðir kraftar sem standa á bak við LTS. Leikstjórinn David Ansapugh, sem hér er að öllum líkindum að gera sína fyrstu alvöru- mjmd, heldur endum vel saman. Bæði er myndin spennandi hvað viðvíkur kröfuboltakeppninni, blessunarlega laus við nokkum „Rockyffling", og mannleg, og at- hyglisverð persónusköpun utan vallar lykillinn að velgengni hennar. Hackman er nú orðinn einn traustasti, miðaldra karakterleikar- inn í kvikmyndaborginni, (Eureka, Misunderstood, Twice in a Life- time), og hér bætir hann við enn einni rós í hnappagatið í traustri og líklegri túlkun sinni á hinum seinheppna kröfuboltaþjálfara og skaphundi. Hershey er svona slark- fær en ástarævintýri þeirra passar illa inní heildarmyndina og hefði gjaman mátt missa sig. Það kemur á óvart að sá af end- emum frægur, Dennis Hopper, hlaut tilnefningu í ár fyrir að leika bæjarbyttuna. Hopper er svo sann- arlega flinkur leikari, hér sem oft áður, en alls ekki að gera neitt merkilegt. Maður hefur heyrt þeirri útskýringu fleygt að tilnefningin hafi verið sárabót fyrir það að Hopper hlaut ekki tilnefningu fyrir bestan leik í aðalhlutverki í þeirri umdeildu, (illræmdu?) Blue Velvet. Kannski er málið svona einfalt, a.m.k. er þetta ekki verri útskýring en hver önnur. Annað sem prýðir LTS er geysi- lega falleg kvikmyndataka Murrys, sem fangar listilega litadýrð slétt- unnar, víðáttuna sem og þrengsli íþróttasalanna. Leikið til sigurs er sannarlega óvænt og vel gerð sending frá henni Hollywood, þessi óvenjulega mynd lýsir ljóslifandi fáseðri hlið á bandarísku þjóðlífi og Hackman er í toppformi. Góð skemmtun fyrir alla aldursflokka. IMttgþiiiSlfttoí# Góðan daginn! Fermingar 1. sunnu- dag eftir páska Ferming í Árbæjarkirkju sunnu- daginn 26. aprU kl. 14.00. Prest- ur: Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Fermd verða: Stúlkur: Guðný Erla Jakobsdóttir, Hraunbæ 164. Laufey Jóna Högnadóttir, Brekkubæ 18. Lilja Kristín Magnúsdóttir, Álakvísl 128. Selma Gústafsdóttir, Reykási 3. Sigríður Þómnn Grétarsdóttir, Rauðási 5. Sigrún Karlsdóttir, Grundarási 4. Drengir: Eyþór Hafbergsson, Lambhaga v/Vesturlandsveg. Freyr Eyjólfsson, Funafold 67. Guðmundur Öm Amarson, Hraunbæ 98. Gunnar Hákonarson, Funafold 59. ívar Þór Sigþórsson, Hraunbæ 136. Leó Þór Þórarinsson, Hraunbæ 26. Oddur Steinarsson, Reyðarkvísl 24. Ólafur Friðrik Óskarsson, Hraunbæ 90. Þórhallur Jónsson, Blesugróf 24. Breiðholtssókn. Ferming i Bú- staðakirkju sunnudaginn 26. apríl kl. 13.30. Prestur: Sr. Gísli Jónasson. Fermd verða: Stúlkur: Áslaug Hallvarðsdóttir, írabakka 2. Eva Hauksdóttir, Ósabakka 9. Guðrún Jóna Sæmundsdóttir, írabakka 22. Hafdís Einarsdóttir, Dvergabakka 28. Hafdís Inga Rafnsdóttir, Hjaltabakka 4. Hulda Bjamadóttir, Hjaltabakka 24. Inga Lind Gunnarsdóttir, Irabakka 4. Piltar: Elmar Þór Þorkelsson, Maríubakka 22. Guðmundur Sverrisson, Fiskakvísl 7. Gunnar Már Ragnarsson, Feijubakka 4. Gunnar Svanberg Skúlason, Vesturbergi 146. Óskar Rúnar Harðarson, Feijubakka 4. Trausti Hafliðason, Eyjabakka 3. Þorgeir Valur Pálsson, Skriðustekk 27. Þórður Ámason, Kóngsbakka 11. Þröstur Daníelsson, Eyjabakka 7. Digranesprestakall. Ferming í Kópavogskirbju sunnudaginn 26. april kl. 10.30. Prestur: Sr. Þor- bergur Kristjánsson. Fermd verða: Drengir: Ami Þór Gunnarsson, Neðstutröð 6. Bjami Georg Einarsson, Brekkutúni 20. Bogi Hólmar Viðarsson, Vatnsendabletti 235. Friðfinnur Öm Hagalín, Digranesvegi 74. Geir Ragnar Róbertsson, Birkigrund 16. Guðmundur Tómasson, Grenigrund 7. Hlynur Eggertsson, Daltúni 36. Ingimundur Kárason, Fumgmnd 52. Jón Ólafur Bergþórsson, Fífuhvammi 5. Ólafur Guðni Friðriksson, Ástúni 14. Rúnar Vincent Jensson, Fögmbrekku 25. + VIÐKJÓSUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.