Morgunblaðið - 25.04.1987, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 25.04.1987, Blaðsíða 80
80 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 FJÖREGG Skessur tvær höfðu náð Hlina kongssyni á vald sitt, en samferða- menn Hlina höfðu misst hann frá sér í mikilli þoku, er þeir voru á veiðum. Kóngur lét nú það boð út ganga að hver, sem fyndi son sinn og kæmi með hann heim aftur, skyldi eignast hálft ríki sitt. Karl og kerling voru í Garðshomi. Þau áttu eina dóttur, er Signý hét. Hún lagði strax af stað með nesti og nýja skó að leita að Hlina. Að áliðn- um degi kom hún að helli einum og fann Hlina sofandi í reklqu með gullofínni ábreiðu yfír sér. Rúnir voru ritaðar á rekkjuna, sem hún skildi ekki. Viidi hún vekja Hlina en gat ekki. Fór nú Signý fram að hellisdyrum og faldi sig á hurðarbaki. Brátt komu inn í heilinn tvær skessur stórskomar mjög. „Fuss um fei, mannaþefur í helli okkar," segir önnur. En hin segir að það sé af Hlina kongssyni. Síðan gengu þær inn að rekkju þeirri, sem kongsson svaf í, og segja svo: „Syngi, syngi svanir mínir, svo hann Hlini vakni." Hlini vaknar og spyr þá yngri skessan hvort hann vilji borða og hvort hann vilji ekki eiga sig. Hann neitar því þver- lega. Þá kallar hún upp og segir: „Syngi, syngi svanir mínir, svo hann Hlini sofni." Svanimir sungu og hann sofnaði. Morguninn eftir fóru skessumar burt úr hellinum. Signý vakti nú kongsson, eins og skessumar höfðu að farið og lagði honum þau ráð að þegar skessan spyrði hann að kvöldi hvort hann vilji eiga hana, skuli hann játast henni með því móti að hún segi honum hvað ritað sé á rekkjuna og hvað þær skessur séu að haf- ast að á daginn. Gekk þetta nú eftir, að Hlini játaðist skessunni og fékk að vita hvað rúnimar á reklqunni þýddu. „Renni, renni rekkja mín, hvert sem maður vill.“ Skessan sagði: „Á daginn erum við að veiða dýr og fugla úti á skóginum, en þegar okkur verður á milli með það, setjumst við und- ir eik eina og hendum á milli okkar Qöregginu okkar." Hlini spyr, hvort nokkuð sé vandfarið með það. „Brotni það erum við báðar dauðar," segir skessa. Eftir næt- ursvefn fóru skessumar út í skóg við eik eina. Þar heyrðu þau hlát- ur mikinn. Að ráðum Signýjar fór Hlini upp í eikina. Sá hann þá báðar skessumar undir eikinni, og hélt önnur þeirra á gulleggi, og snaraði því að hinni. í sama vettvangi skaut kongsson spjóti sínu og kom það á eggið á flug- inu, svo það brotnaði. Við það brá skessunum svo að þær ultu útaf með froðufalli. Kongssonur og Signý fóm nú heim, giftust og unnust vel og lengi. Þar með lýk- ur þessari endursögn á sögunni af Hlina kongssyni, sem árið 1903 birtist í kverinu Þijatíu ævintýri, úrval úr þjóðsögum og ævintýrum Jóns Ámasonar. Því er þessi saga rakin hér og nú, að oft hefur mér sýnst sem glannaskap þeim, sem skessumar sýndu í meðferð flöreggs síns og varð þeim að flörtjóni, megi jafna við sofandahátt, skilningsleysi og jafnvel glannaskap, sem við ís- lendingar sýnum á meðferðinni á okkar eigin flöreggi, frelsinu. Það er ekki sjálfgefíð að við íslendingar höfum tjáningarfrelsi, trúfrelsi, ferðafrelsi og kosninga- rétt og Iqorgengi, og reyndar em þær þjóðir miklu færri, sem eiga fjöreggið sitt óbrotið, en hinar, sem mega horfa upp á það brotið og fótum troðið. Við skulum því ekki fara í skessuleik mkeð fjör- eggið okkar, ekki kasta því á milli okkar, því víst er setið um það. Heldur fela það varðveislu þeim, sem vita hvers virði fjöregg- ið frelsið er. Meðan við hlustum á kosninga- tölumar skulum við næra okkur á einhveiju góðu. Pylsur með skinku og osti 10 pylsur 1 msk. sterkt sinnep 10 sneiðar skinka 10 sneiðar maribo-ostur (nota má annan feitan ost) 1 dl tómatsósa 1 meðalstór laukur 1 msk. matarolía 1 hvítlauksgeiri 1 meðalstór rauð paprika 6 dropar tabaskósósa 2 tsk. soyasósa. 1. Skerið rifur í pylsumar, smyijið þær síðan að innan með sinnepi. 2. Veflið skinkusneiðamar í rúllur og setjið eina sneið í hverja pylsu. 3. Skerið ostsneiðamar í sundur :langsum, leggið ofan á skinkuna að endilöngu. 4. Hitið glóðarrist og glóðars- teikið pylsumar í 5—7 mínútur. Ef þið hafíð ekki glóðarrist er hægt að steikja pylsumar í 220°C heitum bakarapfni. 5. Afhýðið láukinn og hvítlauk- inn, skerið smátt. Takið steinana úr papríkunni og skerið smátt. 6. Hitið matarolíu í potti, steik- ið lauk, hvítlauk og papríku í pottinn og sjóðið í 7 mínútur. Setjið tómatsósun og soya-sósuna út í. 7. Berið sósuna með pylsunum ásamt einhverskonar brauði. Kjúklingasalat 1 steikur eða soðinn kjúklingur 250 g ferskir hvítir og fallegir sveppir 200 g Port Salut-ostur 3 harðsoðin egg 4—5 meðalstórir tómatar 1 dl matarolía safi úr 1 sítrónu 2 tsk. milt gott sinnep tsk. salt 6 dropar tabaskósósa nýmalaður pipar ristað brauð og smjör. 1. Skerið tómatana í sneiðar og setjið á botninn á djúpu fati. 2. Ef þið notið soðinn kjúkling, þarf að taka húðina af honum, en ef hann er steiktur, er húðin notuð með. Rífíð kjúklinginn í smábita, skerið ekki með hníf. Gott er að nota gaffal við að rífa kjúklinginn niður. Setjið bitana í skál. 3. Takið skumina af eggjunum, og saxið frekar smátt. Setjið sam- an við lquklingabitana. 4. Þerrið sveppina með eldhús- rúllu, þvoið ekki. Skerið síðan í sneiðar. Skerið ostinn í litla bita. Setjið sveppina og ostinn með í skálina. 5. Setjið olíu, sítrónusafa, sin- nep, salt, tabaskósósu og pipar í aðra skál. Þeytið saman. Hellið síðan yfír það sem er í hinni skál- inni. Blandið varlega saman með tveimur göfflum. 6. Hellið salatinu ofan á tómat- ana á fatinu. 7. Berið ristað brauð og smjör með. Heitt brauð með beik- oni, eplum og osti 10 formfranskbrauðssneiðar smjör til að smyrja brauðið með feitur ostur ofan á 10 brauðsneið- ar 2 stór epli, helst súr 5 stórar sneiðar beikon. 1. Smyijið brauðið, setjið ost ofan á sneiðamar. 2. Skerið eplin í sneiðar, sting- ið úr þeim kjamann, en afhýðið ekki. Leggið eina sneið á hveija brauðsneið. 3. Skerið hveija beikonsneið þversum í sundur, klippið síðan með skæram langsum í ræmur. Þannig að fjórar ræmur myndist úr hverri beikonsneið. 4. Setjið tvær ræmur í kross ofan á eplasneiðina. 5. Hitið bakaraofn í 200 °C, blásturofn í 180°C. Notið ekki glóðarrist. Setjið brauðið í ofninn, og bakið í 12—15 mínútur. 6. Berið brauðið fram heitt. Pönnukökur með blað- lauk og rækjum Pönnukökurnar: 2 egg tsk. salt 4 dl mjólk 2 dl hveiti 1 dl heilhveiti tsk. lyftiduft 1 msk. matarolía. 1. Hrærið eggin með saltinu. 2. Blandið saman hveiti, heil- hveiti og lyftidufti. 3. Setjið mjöl og mjólk út í eggin og hrærið vel saman. 4. Setjið matarolíuna út í. Þetta á að verða þykkt deig. 5. Hitið pönnukökupönnu og bakið 12—15 pönnukökur úr deig- inu. Fyllingin: 1 stór blaðlaukur (púrra) 2 dl saltvatn til að sjóða laukinn í 250 g rækjur 30 g smjör eða smjörlíki 3 msk. hveiti 1 peii kaffíijómi safínn af blaðlaukum tsk. múskatduft 2 msk. ijómaostur án bragðefna 50 gr rifínn maribó eða óðalsost- ur. 6. Skerið gróf blöð af lauknum, skolið síðan vel undir rennandi vatni. Kljúfíð og láta renna inn í hann. Skerið síðan ( sneiðar. 7. Hitið saltvatn og sjóðið lauk- inn í því í 5—7 mínútur. Hellið á sigti en geymið soðið. 8. Bræðið smjörið í potti, hellið út í það hveiti. Hrærið síðan ijóma og blaðlaukssoði út í. 9. Setjið múskat og ijómaost út í og hrærið vel saman. 10. Setjið blaðlaukinn og rækj- umar út í. 11. Skiptið þessu jafnt á pönnu- kökumar og vefjið upp. Setjið í eldfast mót. 12. Rífíð ostinn og stráið yfír. 13. Hitið bakaraofn í 200°C, blásturofn í 180°C. Setið fatið í ofninn og bakið í 15 mínútur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.