Morgunblaðið - 25.04.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 25.04.1987, Blaðsíða 60
xa 60 V8(?I .Ilfl'íA 3S HTIDACIflAOUA I CIICIA Ifll/TTOflOM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 Plötudómar aX- r iHaa^K7V,u! Hlauptu eftir’enni ★ ★ ★ ★ ★ Hún er hreint frábær, drífðu þig að eignast eintak! Svona mætti í stuttu máli dæma nýútkomna hljómplötu þeirra félaga í Level 42. Plat- an heitir „Running in the family“. Öll lögin tel ég vera vel gerð, bæði hvað varðar texta og fram- setningu, og verður að telja slíkt frekar sjaldgæft í plötuútgáfu núorðið. Level 42 hefur sannað okkur frónbúum ágæti sitt áður og er þetta gullmoli sem ekki má ganga úr greipum þeirra sem unna góðri popptónlist. BRY V Sveitarokk ★ ★ ★ ★ Eftir siðustu plötu Green on Red gáfu flestir upp alla von um að sveitin sú ætti sér viðreisnar von eftir að hún gekk á hönd stórum plötuút- gefanda. Með sinn nýjustu plötu sýnir Green on Red hinsvegar að ekki var rétt að afskrifa sveitina. Platan er harðari og rokkaðri en síðasta plata og að öllu leyti betri. Lögin eru öll sveitarokkleg allt frá Clarksville til Killer Inside of Me, sem er reyndar eitt besta lag sveitarinnar frá upphafi. Fáttnýtt ★ ★ ★ ★ Á meðal efnilegra hljóm- sveita sem fram komu í Bandaríkjunum uppúr 1970 var hljómsveitin Television. Hún gaf aðeins út tvær plötur og leystist síðan upp. Einn stofnandi sveitarinnar og sá sem einna mest markaði stefnuna var Tom Verlane. Tom Verlaine gaf nýlega út sína Qórðu plötu síðan Televisi- on lagði upp laupana. Enginn skyldi örvænta þó torsótt sé að grípa þessa plötu, hún gefur því meira sem meira er hlustað. Verlaine er glettilega góður gítarleikari og söngvari sem minnir mikið á Lloyd Cole (eða Cole á hann). Textamir eru svo í góðu samræmi við þá stórborg- arfírringu sem Verlaine sjmgur helst um. rokksíðan Umsjón: Árni Matthíasson Hinn nýi saklausi Prince. Takið eftir krossinum um hálsinn. Afríkutónlist Tímanna tákn Prince er einn dularfyllsti og um leið metnaðarfyllsti popptón- listarmaður seinni ára. Hann hefur komið sér i sviðsljósið rækilegar en flestir aðrir en fer siðan allt að því huldu höfði utan tónleikasalanna. Þessu til við- bótar má segja að ekki sé nóg með að hann sendir frá sér plöt- ur sem verða að teljast meistara- verk á mælikvarða poppsins, aukinheldur stendur hann i ströngu í að semja metsölulög fyrir aðra svo að segja má að nær því allt sem hann tekur sér fyrir hendur verði að gulli. Fyrir þremur árum sendi hann frá sér plötuna Purple Rain sem á var tónlist úr samnefndri kvikmynd. Kvikmyndin fékk óskarsverðlaun fyrir tónlistina og platan seldist í milljónum eintaka. Þar í kjölfarið fylgdi kvikmyndin Under the Cherry Moon sem fengið hefur slæma dóma og plötumar Around the World in a Day og Parade. Around the World in a Day kom mönnum á óvart, segja má að tón- listin hafi ekki verið langt frá sýrutónlist sjöunda áratugarins og Parade kom mönnum einnig á óvart, Prince virtist vera að bakka niður af tindinum, kannski hræddur við frægðina? Nýjustu plötunnar, Sign O’ the Times, var því beðið með óþreyju og ekki minnkaði eftirvæntingin Segja má að öll dægurtónlist Vesturlanda sé að meira eða minna leyti upprunnin í afrískri tónlist. Þetta var fyrir löngu, en á seinni árum hafa tónlistarmenn á Vesturlöndum iðulega leitað til Afríku að innblæstri og áhrifum. Gott dæmi um slíkt er Graceland, plata Paul Simon, sem er unnin upp úr suður-afriskri tónlist að mestu. En Afríkumenn skapa að sjálfsögðu sjálfir tónlist sem oftast er ætluð Afríkumarkaði, en nær þó iðulega til hlustenda á Vesturöndum. Þekktastir afrískra tónlistarmanna á vesturlöndum verða að teljast King Sunny Adé, Fela Ransome Kuti og Prince Nico. Ekki ómerkari eru Youssou N’Dour og Thomas Mapfumo þótt nýrri séu og ekki má gleyma Soweto. Sowetotónlist. Graceland Paul Simon vakti athygli á tónlistarmönnum í Suður-Afriku sem oft hafa átt í erfiðleikum vegna aðskilnaðarstefnu stjórnvalda. Sounds of Soweto heitir tvöföld safnplata þar sem reynt er að gefa einhveija mynd af því sem markvert gerist í tónlistinni þar syðra. Flytjendur eru 25 og spannar tónlistin allt f rá reggaeblendnu rokki að diskófönki. Áhrif frá Vestur-Evrópu eru greinileg en þó heyrist alltaf að um afríska tónlist er að ræða. Flytjendur eru upp og ofan eins og gengur en þessi tilraun til kynningar á suður-afrískrí tónlist verður að teljast vel heppnuð. Fól eða? Það vakti ýmist óhug eða hrifningu þegar fréttist að svol- arnir í The Beastie Boys yrðu viðstaddir kynningu Grammy- verðlaunanna 1987. Beastie Boys, sem eru frægir fyrir flest annað en prúða fram- komu, skipa þrír ungir menn, þeir King Ad-Rock, MCA og Mike D, og þeir gerðu monthátíðina, sem ætíð er í tengslum við Grammy afhendinguna, að bjórsvalli hinu mesta Thomas Mapfumo. Thomas Mapfumo velur aðra leið í tónlistarsköpun. Frá honum kom nýlega platan Chimurenga For Justice (barátta fyrir réttlæti), sem tekin er upp í Eþíópíu. Thomas er rastafaritrúar og setur það sinn svip á tónlistina sem telja má negTgae að mestu. Til dæmis eru lögin A Tambazuma Nashe og Mugara Ndega Í&& mjög reggaeleg og sem slík með því J&a allra besta sem heyrist af þvisa tónlist. £■ Þó eru afrisku áhrifin alltaf áberandi. Youssou N’Dour. Youssou N’Dour® hefur vakið mikla hrifningu í Bandaríkjun- Vj um í vetur en hann hefur verið þar á ferð V með Peter Gabriel. Youssou, sem er frá Dakar, spilar hraða afríkutónlist með listilega nýttu slagverki. Hann hefur gefið út eina stóra plötu með hraðri danstónlist, sem ber rímjj nafnið Nelson Mandela. Þar í eru einnig afrísku áhrifin fólgin, þetta er dans — tónlist og sem slik þegar í ljós kom að platan átti að vera tvöföld, fyrsta tvöfalda platan frá Prince síðan meistaraverkið 1999 kom út. Ekki er enn hægt að festa hend- ur á Prince þegar hlustað er á Sign 0’ the Times. A plötunni eru sextán lög, helmingurinn með því besta sem frá Prince hefur komið, restin bara vel fyrir ofan meðallag, sé miðað við það sem er að gerast í bandaríska poppheiminum í dag. Flestir kannast sennilega við titillag plötunnar sem heyrst hefur í út- varpi frá því áður en platan kom til landsins. Vel fönkað lag með góðum þjóðfélagsádeilutexta, sem sýnir að Prince hugsar um margt annað en bara frægðina. House- quake, I Could Never Take the Place of Your Man og Hot Thing eru lög sem ekki eru síðri. It, Slow Love og U Got the Look eru líka góð, þó ekki séu þau eins góð. Þessi lög eru svo ólík innbyrðis að ótrú- legt má teljast, en fjölbreytnin, sem er eitt það athyglisverðasta við plöt- una, er einnig eitt það sem veikir hana. Prince hefur sýnt það áður að hann hefur meira vald en flestir aðrir á svartri fönktónlist og einnig hefur hann sýnt að hann hefur góð tök á hvítu sýrurokki. Það er til marks um hæfileika hans að hann bregður þessu öllu fyrir sig á Sign O’ the Times og meiru til. Kannski er hann um of gefinn fyrir að sýna hvað hann getur, ef hann hefði lagt það á sig að reyna að ná einhveijum heildarsvip á plötuna hefði hann gert hana enn betri. Úr þessum tveimur plötum hefði þá getað orð- ið ein sem væri meistaraverk. Það vantar herslumuninn. Ný plata frá Sverri Stormsker Ný hljómplötuútgáfa, Hljómplötuútgáfan Tony, tók til starfa nýverið og hóf ferilinn með því að gera þriggja plötu samning við Sverri Stormsker. Fyrsta platan er væntanleg um miðjan maí og herma fregnir að þar bryddi Sverrir upp á ýmsum nýjungum. Sverrir hefur fengið sér til aðstoðar um fimmtán manns, þeirra á meðal þá Haukssyni Eirík og Hauk. Einnig ætlar Tony að gefa út tólftommu með hljómsveitinni Xplendid um sama leyti, en við þá sveit gerði hann álíka samning. í sumar ætla Sverrir og Xplendid síðan að þeysa um landið og kynna plötumar. af rap tónlist, pönki og þunga- rokki, ekki ósvipað Run DMC. Textamir eru. klúrir og fjalla gjaman um það sem ekki má tala um. Gott dæmi um það er að finna í laginu Fight For Your Right (To Party), þar sem þeir gera lítið úr menntun yfirleitt. Fyrsta stóra plata þeirra félaga, Licensed to 111, kom mjög á óvart, MCA, Ad-Rock og Mike D ekki síst, þegar hún skaust í fyrsta sæti bandaríska breiðskífulistans og sit- ur þar enn sjö vikum síðar. í tónleikaferðum sem famar voru til að fylgja plötunni eftir sýndu félag- amir slíka framkomu í flugvélum og. á hótelum að þeir era pesona non grata í öllum flugvélum eins stærsta innanlandsflugfélags Bandaríkjanna og era einnig óvel- komnir á hótelum einni stærstu hótelkeðju þarlenskri. Ein saga hermir að eitt sinn hafí þeir beitt loftpressu til að rjúfa gat á gólf hótelherbergis sem þeir gistu í til að geta betur komið bjór til kunn- ingja sinna á hæðinni fyrir neðan. Önnur saga segir frá því að annað sinn hafí þeir breytt einbýlishúsi sem þeir leigðu í innisundlaug og eyðilagt þar með alla innanstokks- muni og gólf hússins sem gaf víst eftir á stöku stað. Hvað sem segja má um The Be- astie Boy og þeirra framkomu, tónlist og textagerð, mega þeir þó eiga það að ekki eru þeir leiðinlegir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.