Morgunblaðið - 25.04.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 25.04.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 Kosningarnar Nýju kosningalögin: 62 þingsætum skipt á kjördæmi eitt jöfnunarsæti er óbundið í dag er í fyrsta sinn kosið sam- kvæmt nýjum kosningalögum. Markmiðið með þeim er í fyrsta lagi að jafna kosningarétt eftir búsetu og í öðru lagi er reynt að ná fullum jöfnuði milli flokka. Einn þeirra, sem hefur verið þingmönnum til aðstoðar við að útfæra reglur í samræmi við þessi markmið er Þorkell Helga- son prófessor við raunvisinda- deild Háskólans. Hann ritaði grein um nýju kosningalögin hér i blaðið 7. mars síðastliðinn og hefur veitt leyfi sitt til að sá kafli hennar, þar sem nýja kerf- inu er lýst sé endurbirtur i dag. Fer hann hér á eftir. Þingsæti verða alls 63 og skipt- ast þannig í hefðbundin kjördæmis- sæti og sæti sem háð eru jöfnunarákvæðum (uppbótarsæti): Kjörd. Jöfn. AUs sæti sæti Reykjavík 14 4 18 Reykjanes 9 2 11 Vesturland 4 1 5 Vestfirðir 4 1 5 Norðurland vestra 4 1 5 Norðurland eystra 6 1 7 Austurland 4 1 5 Suðurland 5 1 6 Samtals 50 12 62 Auk þess er eitt jöfnunarsæti óbundið kjördæmum og getur kom- ið sem viðbót í eitt þeirra. Ræðst það af kosningaúrslitum hvert það fer. Svipar þessu sæti því til hinna gömlu uppbótarsæta. Reyndar er nokkur sveigjanleiki í skiptingu sæta milli kjördæma. Átta af þing- sætunum 62 er skipt fyrir hverjar kosningar milli kjördæmanna sam- kvæmt sérstakri formúlu sem tekur mið af kjósendatölu. Ofangreind skipting gildir við næstu kosningar. Ekki er þó líklegt að þessi niðurröð- un riðlist í náinni framtíð. Kjördæmissætum er úthlutað með reglu stærstu leifar. Hvemig það gerist verður best lýst með dæmi. Lítum á fimm-manna kjör- dæmi þar sem þrír listar voru í kjöri og hlutu atkvæði sem hér segir: X-listi Y-listi Z-Iisti Samt. 2800 1500 1200 5500 Þá skal fyrst ákvarða kjördæmis- tölu sem svo er nefnd í lögunum. Er hún meðaltal atkvæða að baki hveiju þingsæti, þ.e.a.s. tala gildra atkvæða deilt með þingsætatolunni. í dæminu nemur því kjördæmistal- an 5500/5=1100 atkvæðum. Úthlutun fer þannig fram að fyrst hlýtur sá listi sæti er fékk flest atkvæði, eða X-listinn. Atkvæðatala hans er síðan lækkuð sem nemur kjördæmistölunni og er þá 1700. Enn á X-listinn flest atkvæði og hlýtur því einnig annað sætið. Að því loknu verður atkvæðaleif hans 600 atkvæði. Er þá komið að Y-list- anum að hljóta þriðja sætið og á hann þá atkvæðaleif upp á 400 atkvæði. Síðasta kjördæmissætið, það ijórða, fellur þá til Z-listans út á 1200 atkvæði og eftir verða 100 atkvæði. Þetta er dregið saman í næstu töflu þar sem sýnd er at- kvæðatala að lokinni hverri úthlut- un og endanlegar atkvæðaleifar: X-listi Y-listi Z-Iisti Samt. 2800 1500 1200 5500 1700 400 100 600 Röðsæta l.og2. 3. 4. 4 Atkv.leif 600 400 100 1100 Þannig er kjördæmissætum hvers kjördæmis úthlutað og ganga þá út 50 sæti alls. Þau sæti sem eftireru, 13 talsins, eru til jöfnunar á milli flokka og er þeim skipt eftir landsfylgi með d’Hondts-reglu. Er hér engin breyting frá samsvarandi ákvæðum kosningalaganna frá 1959 og skal því ekki farið nánar út í þá sálma. En nú er eftir að koma þessum 13 sætum til einstakra framboðs- lista. Er það ekki auðvelt verk svo öllum líki. Einfaldast virðist að líta á þær atkvæðaleifar, sem nú eru eftir og halda áfram úthlutun á grundvelli þeirra. I kjördæminu, sem haft var til viðmiðunar, hefur X-listinn stærstu atkvæðaleif. Ef það er stærsta atkvæðaleif á landinu færi samkvæmt þessu fyrsta jöfnunarsætið til hans svo framarlega sem flokkur hans á rétt á jöfnunarsætum. Ef ekki, verður að ganga fram hjá listum X-flokks- ins. Úthlutun á þessum nótum er þó ekki sanngjöm vegna mismun- andi stærðar kjördæma. Oll fyrstu jöfnunarsætin gengju út í Reykjavík og á Reykjanesi og gæti þá reynst erfitt að koma síðustu jöfnunar- mönnum fyrir á landsbyggðinni. Skv. nýju lögunum er því mæli- kvarðinn á stöðu manna ekki sjálf atkvæðaleifín heldur hlutfall henn- ar af kjördæmistölunni. Þannig er t.d. staða næsta manns á X-list- anum mæld sem 600/1100=55%. Flokksbróðir hans, sem hreppir hærri atkvæðaleif eða t.d. 1000 atkvæði í öðru kjördæmi þar sem kjördæmistala er 2500, er þá lægra settur þar sem hlutfall hans er ein- ungis 40%. Að fengnum þessum mælikvarða á stöðu manna mætti ætla að nú væri unnt að ganga á röðina og úthluta eftir hlutfalli atkvæðaleifa af kjördæmistölu. Þegar svo var gert þótti þingmönnum að ekki fengist eðlileg dreifíng milli þétt- býlis og dreifbýlis í þingliði flokk- anna. Því var farin málamiðlun sem felst í því að skipta úthlutun jöfnun- arsætanna í nokkra áfanga: í fyrsta áfanga ganga þeir menn fyrir sem hafa atkvæðaleif er nem- ur a.m.k. 4/s, eða 80%, af kjördæm- istölu og gildir þá einu í hvaða kjördæmi það er. I liðnum kosning- um hefðu þessir forgangsmenn oftast verið í Reykjavík 'og á Reykjanesi, t.d. tveir í Reykjavík en einn á Reykjanesi. I öðrum áfanga er úthlutun tak- mörkuð við eitt sæti í hveiju þeirra kjördæma sem ekki hlaut sæti f fyrsta áfanga. í þessum áfanga er þá lokið úthlutun á landsbyggðinni, en að jafnaði er engu sæti úthlutað á suðvesturhominu. FÉLAG heyrnarlausra hélt fund með fulltrúum flokkanna 11. apríl síðastliðinn i húsnæði fé- lagsins á Klapparstíg 28. Mættu þar fulltrúar frá Alþýðuflokkn- Með þriðja áfanga er lokið út: hlutun kjördæmisbundinna sæta. í reynd eru það síðustu sætjn í Reykjavík og á Reykjanesi. Fjórði áfangi tekur til úthlutun- ar á óbundna sætinu. Þegar að því kemur er vitað hvaða flokkur fær sætið, en eftir er að fínna þvi kjör- dæmi. Er það gert með sérreglu. Nokkurra sérákvæða er vert að geta. Þannig koma þeir listar ekki til álita við úthlutun kjördæmissæta sem hlotið hafa minna en 2/s af kjördæmistölu. (Ef þetta nær til fleiri en eins lista er þessi þröskuld- ur í reynd lægri.) Á sama hátt eru listar undir þriðjungi af kjördæmis- tölu útilokaðir frá öllum jöfnunar- sætum. í öðrum áfanga gildir og sérstakur þröskuldur Ganga skal fram hjá listum með minna en 7% fylgi. Að lokum er atriði sem flækir lögin, en er því miður nauðsynlegt innan þess kerfis sem hér er lagt til grundvallar: Eftir að flokkur er úr leik, vegna þess að hann hefur fengið úthlutað öllum þeim sætum sem honum ber, verður að endur- reikna kjördæmistölur og atkvæða- leifar. Er það gert þannig að felld um, Sjálfstæðisflokknum, Al- þýðubandalaginu, Flokki mannsins, Borgaraflokknum og Kvennalistanum. Á fundinum eru niður atkvæði og þingsæti þessa flokks. Lítum aftur á dæmið og gerum ráð fyrir að X-flokkurinn hafí hlotið öll þau sæti sem honum ber áður en komið er að úthlutun á jöfnunarsætinu í kjördæminu og eigi því ekki frekari rétt til sæta. Virk atkvæði er þá 5500-2800=2700 sem skiptast á milli 5-2=3 þing- sæta. Ný kjördæmistala verður þá 2700/3=900 atkvæði. Atkvæðaleif listanna er þá 1500-900=600 hjá Y-lista og 1200-900=300 hjá Z- lista. Athygli skal vakin á því að summa leifanna er 600+300=900 atkvæði eða jöfn nýju kjördæmis- tölunni. Áhrif endurreikninganna eru einmitt þau að ónotuð atkvæði nægja á hverjum tíma fyrir þeim sætum sem eftir er að úthluta, en í dæminu er það aðeins eitt sæti. Nú verður mælikvarðinn á stöðu þessara lista að sjálfsögðu hlutfall leifanna af nýju kjördæmistölunni eða 600/900=67% hjá Y-lista en 300/900=33% hjá Z-lista. Samsvarandi endurreikningi á kjördæmistölu er og beitt ef listi fellur undir lágmarksákvæðið við kjördæmisúthlutun. bar margt á góma, m.a. málefni heyrnarlausra, en ræður og svör voru flutt jafnóðum á táknmáli fyrir fundargesti. Morgunblaðið/Þórarinn Friðjónsson g* raöauglýsingar — radauglýsingar — raðauglýsingar nauöungaruppboö Nauðungaruppboð Að kröfu Byggðastofnunar og lönlánasjóðs, fer fram oplnbert upp- boð á húseigninni Vesturbraut 20, Búðardal, þinglýstri eign Mel- borgar hf. þriðjudaginn 28. apríl kl. 14.00. Uppboðiö fer fram i skrifstofu sýslumanns Búöardals. Pátur Þorsteinsson, sýslumaður. Nauðungaruppboð á fasteigninni Heiðarbrún 52, Hveragerði, þingl. eign Sveins Kristins- sonar, fer fram í skrifstofu embættisins, Hörðuvöllum 1, Selfossi, þriðjudaginn 28. apríl 1987 kl. 11.15. Uppboösbeiöandi er veðdeild Landsbanka Islands. Sýslumaður Árnessýslu. Nauðungaruppboð annaö og síðasta fer fram á Ólafsvegi 12, eign Gunnlaugs Gunnlaugs- sonar, þriðjudaginn 5. maí nk. kl. 16.00 á eigninni sjálfri. Bæjarfógetinn i Ólafsfirði, 24. april 1987. Nauðungaruppboð á fasteigninni Bröttuhlíð 8, Hveragerði, þingl. eign Sigriðar Gunnars- dóttur, fer fram í skrifstofu embættisins, Hörðuvöllum 1, Selfossi, fimmtudaginn 30. aprfl 1987 kl. 10.00. Uppboösbeiðandi er veödeild Landsbanka (slands. Sýslumaður Árnessýslu. Nauðungaruppboð á þingl. eignarhluta Einars Oddssonar [ jörðinni Vestri Loftsstaðir, Gaulverjabæjarhreppi, en talin eign Helga Þórs Jónssonar, fer fram i skrifstofu embættisins, Hörðuvöllum 1, Selfossi, miðvikudaginn 29. apríl 1987 kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Búnaðarbanki (slands. Sýslumaður Árnessýslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.