Morgunblaðið - 25.04.1987, Page 89

Morgunblaðið - 25.04.1987, Page 89
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 89 Andrésar andar-leikarnir á skíðum: Akureyringar sigursælir FJÖLMENNASTA skfðamót landsins, Andrósar andar-leik- arnir, hófst hér á Akureyri á fimmtudaginn. Þetta er f 12. sinn sem mótið er haldið og keppend- ur eru að þessu sinni 419 talsins frá 8 fólögum. Keppt er f aldurs- flokkum allt niður f 7—9 ára en aldursforsetar mótsins eru 12 ára. Heimamenn voru sigursælir á opnunardegi mótsins, alls komu 7 gullverðlaun af 15 í þeirra hlut. Siglfirðingar létu einnig mikið að sér kveða. Þeir áttu sigurvegara í 4 af 5 greinum göngunnar. Aðstæður skíðafólksins eru eins og best verður á kosið í Hlíðar- fjalli og sumarið heilsaði keppnis- fólkinu á eftirminnilegan máta með blíðviðri. Vegleg verðlaun Keppt er um glæsilega verð- launabikara og mikið er af auka- verðlaunum. Sigurvegarar í 12 ára flokki í svigi, stórsvigi og göngu fá til að mynda skíði í verðlaun. Skipa- deild Sambandsins gefur verðlaun til mótsins ásamt versluninni Út- ilífi sem veitir aukaverðlaun til allra flokka. Hver einasti keppandi á mótinu er síðan leystur út í móts- lok með gjöf frá bókaforlaginu sem gefur úr Andrésblöðin. • Teitur Ólafur Marshall úr Reykjavfk er hór á fullri farð í stórsvigi 7 ára drengja. Hann hafnaði í 9. sæti af 38 keppendum. Morgunblaöiö/Þorkell • Kári JóhannGsson frá Akureyri vann nauman sigur í göngu með hefðbundinni aðferð f flokki 12 ára. Hann hvílir hór lúinn bein eftir sigurinn. Spennandi ganga „Ég hélt að þetta myndi ekki takast hjá mór, ég var búinn að vera á eftir honum svo lengi," sagði Kári Jónasson, Akureyri, eft- ir nauman sigur sinn í göngu 12 ára pilta með heföbundinni aðferð. Alls voru gengnir tveir og hálfur km og úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu metrunum. Aðeins þrem- ur sekúndum munaði á Kára og Ólafsfirðingnum, Kristjáni Hauks- syni, sem hafnaði í öðru sæti eftir að hafa leitt gönguna framan af. Margt er sértil gamans gert Það er mikið um að vera hjá yngstu kynslóðinni á mótinu og tíminn er vel nýttur. Keppni hefst klukkan 10 árdegis flesta dagana og stendur fram á eftirmiðdag. Á kvöldin eru síðan verðlaunaaf- hendingar auk skemmtiatriða í íþróttahöllinni. í fyrrakvöld sá Val- geir Guðjónsson Stuðmaður um að tryggja keppnisfólkinu betri svefn með fjölbreyttri skemmti- dagskrá. Það er mikill undirbúningur sem liggur að baki stórmóti sem þessu. Veg og vanda af skipulagningu mótsins eiga þeir Gísli Lórentsson, Óðinn Árnason, Sigurður Aðal- steinsson og Magnús Gíslason en þeir eru í mótsstjórn. Fjöldi ann- arra hefur lagt hönd á plóg og sem dæmi má nefna að um 100 manns eru í farar- og liðsstjórnum félag- anna. MorgunblaöiÖ/Þorkell # Bjartmar Guömundsson frá ÓlafsfirÖi keppti í göngu 12 ára drengja þar sem hann hafnaði f 3. sæti. Ottó Freyrfrá Daivík: Ottó var óheppinn „Þetta var náttúrulega mjög svekkjandi. Þó að ég hafi ekki átt neina möguleika á að vinna, þá er alltaf gaman að vera með,“ sagði Ottó Freyr Ottósson frá Dalvík, sem varö fyrir því óláni að meiðast á fæti í keppni 12 ára flokksins stórsvigi. Þó að meiðsl Ottós séu ekki alvarleg þá gat hann ekki keppt í sviginu. Hann var þó hinn hress- asti á skemmtuninni í iþróttahöll- inni og fékk örlitlar sárabætur, myndabók um Andrés önd og fé- laga. • Hildur Ösp Þorsteinsdóttir fró Akureyri sigraði í svigi f flokki 11 ára stúlkna. Lítill munur „Ég myndi ekki segja að þetta hafi verið léttur sigur því að það var lítill munurá okkur," sagði Hild- ur Ösp Þorsteinsdóttir frá Akureyri sem vann í svigi í flokki 11 ára stúlkna. „Það var ágætt færi á fjallinu í dag og ég stefni á að vinna líka í stórsvigi," sagði Hildur sem lærði á skíðum þegar hún var aðeins fjögurra ára. Morgunblaðiö/Þorkell • Sveinn Bjarnason fré Húsavfk. Byrjaði keppni fjögurra ára „Þetta er sjötta Andrésar andar-mótið sem ég tek þátt í, ég byrjaði að keppa þegar ég var fjögurra ára,“ sagði Sveinn Björnsson, 9 ára gutti sem hélt uppi heiðri Húsvíkinga fyrsta keppnisdaginn með því að sigra í stórsvigi í sínum flokki. „Ég ætla Ifka að reyna að vinna í sviginu á laugardaginn og ég held að okkar liði takist að vinna fleiri verðlaun á mótinu. Það verður þó erfitt því Akur- eyringarnir eru svo sterkir."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.