Morgunblaðið - 31.05.1987, Síða 61

Morgunblaðið - 31.05.1987, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1987 61 emréttlausn - annað er eftirlíking og/eða gamlar nýjungar Kannir þú máliö ofan í kjölinn verður niöurstaöan óhjákvæmilega Wang PC tölva í nútíö og framtíð Wang PC tölvan býöur upp á eftirfarandi:______________________ • Fullkomiö áætlana og bókhaldskerfi • Wang ritvinnslu • DOS - stýrikerfi • Valmyndakerfi • Stækkunarmöguleikar • Alíslenskt lyklaborö WANG <$> Heimilistæki hf ■ ■ TOLVUDEILD - SÆTUN 8 - SIMI: 27500 r --rr—; Finnsk ríkis- fyrirtæki áhluta- bréfamarkað Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. ILKKA Suominent iðnaðarráð- herra Finnlands, tilkynnti á fimmtudag að ráðuneyti hans væri að undirbúa skýrslu um hvemig selja mætti hlutabréf í nokkmm helstu ríkisfyrirtækj- um landsins. Samkvæmt tillögum ráðherrans er ætlast til þess að ríkisfyrirtæki finni áhættufé á frjálsum markaði eins og önnur fyrirtæki. Hingað til hafa aðeins verið til sölu hlutabréf í einu fínnsku ríkis- fyrirtæki. Almenningur hefur fengið að kaupa og selja hluti í Enso-Gutzeit, sem er eitt af helstu tréiðnaðarfyrirtækjum landsins. en ríkið hefur ekki selt sinn hlut allan, þannig að iðnaðarráðuneytið hefur haft tryggan meirihluta atkvæða á aðalfundum félagsins. Stefna núverandi ríkisstjómar hægri manna og jafnaðarmanna er að ríkisfyrirtækin eiga að fá sem minnst hlutafé og áhaettufíármagn úr ríkissjóði. Þau fyrirtæki, sem eru ekki rekin beinlínis í því skyni að spoma gegn atvinnuleysi eiga að mati ríkisstjómarinnar að keppa á fjármálamarkaðinum eins og önnur stórfyrirtæki. Ukka Suominen, iðn- aðarráðherra og formaður Hægri flokksins, er ekki þeirrar skoðunar að koma eigi ríkisfyrirtækjum al- gjörlega í einkaeign eins og t.d. á Bretlandi. Fóstbræður í alþjóð- legri söng'keppni Frá Sigrúnu Björnsdóttur, fréttaritara Morgunbladsins í Þýskalandi. Karlakórinn Fóstbræður sem nú er staddur i Þýskalandi og tekur þar þátt í alþjóðlegri tónlistarhátíð. FYRIR allar aldir á miðvikudags- morgun lagði Karlakórinn Fóstbræður upp í söngferðalag til Mið-Evrópu, nánar tiltekið til Vestur-Þýskalands, _ Austurríkis og Ungveijalands. í Þýskalandi er meiningin að taka þátt í al- þjóðlegri tónlistarhátíð og kórakeppni, „Harmonie festiv- al“, sem fer fram í Lindenholz- hausen, smábæ í nágrenni Limborgar. Um 8.500 þátttakendur syngja, leika á hljóðfæri og dansa á þess- ari listahátíð og er búist við 10.000 erlendum gestum til að njóta þess sem fram fer á hátíðinni. Listahátíðin í Lindenholzhausen stendur yfír í fjóra daga. Að henni lokinni halda Fóstbræður til Aust- urríkis. Á hvítasunnudag halda þeir tón- leika fyrir Vínarbúa í Karlskirkju. Frá Vín fara þeir svo til Ungveija- lands og halda þar tónleika. Með í förinni em eiginkonur kór- manna, enda er ekki svo lítið að skoða á leiðinni þeirri arna. Ekið er frá Luxemborg gegnum Móseldal og niður Rínardal hjá Koblenz og þaðan sem leið liggur um fegurstu svæði Austurríkis og Ungveija- lands. Kórmenn og frúr þeirra dvelja meðan á listahátíðinni stend- ur í Lindenholzhausen sem stendur á undurfögrum stað á Rínarbökkum í nágrenni Koblenz þar sem heitir Bad Ems. Bera húsin þar hátignar- leg heiti, sum hver, er bera vott um gesti þá sem vöndu komur sínar á staðinn hér áður fyrr sér til hugar- hægðar og heilsubótar. Það eru rúmlega fjörutfu kór- menn sem taka þátt í förinni og eru þar á meðal allmargir nýir söng- menn. Einsöngvari kórsins að þessu sinni er komungur tenórsöngvari, Gunnar Guðbjömsson, sem hefur reyndar þegar getið sér gott orð á eriendri grund, er hann söng með litlum kór einsöngvara á Norður- löndum í fyrra. Píanóleikari með kómum er Jónas Ingimundarson og stjómandi Ragnar Bjömsson. Það sakar ekki að geta þess, svona í lokin, að kórinn var ekki fyrr stiginn úr flugvélinni á Luxem- borgarflugvelli en ekið var með hann beint inn í hjarta borgarinnar að torgi því sem heitir Platz der Arms, þar sem þeir tóku lagið af hjartans list, íslendingafélaginu í Luxemborg og öðmm þeim er staddir vom á torginu í það sinn, til upplyftingar og veitti ekki af í rysjungnum þama suðurfrá, en það er nú ekki von að alls staðar sé íslensk veðrátta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.